Tíminn - 20.05.1989, Page 17

Tíminn - 20.05.1989, Page 17
Laugardagur 20. maí 1989 lllllllllilllllllllllllllill TÓNLIST llllllllllllllllllllillllllllll Nulla rose sine spinea Sinfóníuhljómsveit Islands flutti óperuna Tannháuser eftir Wagner í konsertuppfærslu 27. apríl. Eins og frarh kom í fjölmiðlum á þeim tíma, varð það óhapp á tónleikunum að Tannháuser sjálfur, þýski tenórinn Norbert Orth, missti röddinaskyndi- lega í 2. þætti og kom ekki upp nokkru hljóði eftir það. Héldu sumir að söngvarinn hefði fengið hjarta- áfall og að Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, ætlaði að fara að til- kynna lát söngvarans þegar hann kvaddi sér hljóðs á sviðinu eftir framlengt síðara hlé. Sem betur fór gekk ekki annað að Tannháuser en hæsi, sem aðstandendur kenndu þurru lofti í húsinu, og var loks brugðið á það ráð að flytja síðasta þáttinn án hetjunnar sjálfrar. Þrátt fyrir þetta slys þótti mönnum flutn- ingurinn takast óhemju vel og var flytjendum vel fagnað í lokin og hinum röddu prúða hetjutenórmest. Daginn eftir átti að endurflytja óper- una og hafði tekist að fá annan hetjutenór frá Þýskalandi til að syngja Tannháuser, en sá missti af flugvélinni og féll sýningin niður. íslendingar sjálfir eiga víst engan söngvara sem þessu hlutverki gæti valdið síðan Pétur Jónsson leið, en hann var virtur Wagnersöngvari í þýskum óperuhúsum á sinni tíð. Spakmælið segir, að engin rós sé án þyrna, og þetta atvik, sem nú var lýst, var smávægilegur þymir á þeirri rós sem flutningur Tannháusers var; annar þyrnir og stærri var sá, að texti óperunnar var hvorki birtur í söngskrá né varpað upp með texta- vél, svo sem gert er á sýningum hinnar framsæknu íslensku óperu. Því óperur Richards Wagner eru einstæðar að því leyti, að þær eru Ieikrit studd tónlist, „musikalische Singspiel“. Wagner sjálfur skrifaði textann, auk þess að semja tónlist- ina, ráða öllu um leiktjöldin og uppsetninguna, stjórna hljómsveit- inni o.s.frv., og fyrir honum var textinn, leikritið, hinn mikilvægi þáttur: „skilaboð til mannkynsins“, eins og menn mundu kannski komast að orði nú til dags. Wagnerópera án texta er þess vegna ekki nema hálf- unnið listaverk, þótt einhverjum tónlistarmönnum kunni að vera það hulið, líkt og rammi án málverks eða ljóð án innihalds. ÞegarTannháuser verður fluttur aftur í haust, eins og nú er boðað, ætti endilega að bæta úr þessu atriði. Annars var þetta afar glæsileg sýning og tónlistarlega vel til hennar vandað að flestu leyti. Varðandi heildarsvipinn munaði kannski mest um hljómsveitarstjórann Petri Sa- kari, sem stýrði flutningnum öllum með sprota sínum af mikilli íþrótt. Auk íslenskra einsöngvara og kórs íslensku óperunnar - sem líta má á sem eina atvinnukór landsins, því kórfélagar eru allir að læra söng - sungu fjórir innfluttir frægðarmenn einsöng: Norbert Orth, sem fyrr var nefndur, söng Tannháuser með tals- verðum tilþrifum meðan hans naut við. Danska söngkonan Lisbeth Balslev, sem söng Sentu í Hollend- ingnum fljúgandi í fyrra með glæsi- brag, var nú freistari Tannháusers og ástvina, Venus og Elisabeth; Balslev er gríðarmikil og raddstór söngkona í Wagner-stíl, en nú þótti mér brenna við að hún yfirkeyrði röddina til lýta þegar átökin voru sem mest. Cornelius Hauptmann og Robert Holzer sungu minni ein- söngshlutverk. Þriðja stórhlutverkið, Wolfram, söng Kristinn Sigmundsson og hefur ekki sungið betur í annan tíma en nú. Viðar Gunnarsson, Biterolf, mundi sömuleiðis sóma sér hvar sem væri. Jón Þorsteinsson, sem söng Walther von der Vogelweide, er mjög raddmikill og prýðilegur ten- órsöngvari sem samt á líklega, raddblæsins vegna, betur heima í óratoríum en Wagner-óperum. Sig- urður Björnsson og Sigríður Grön- dal sungu einnig smáhlutverk af alkunnum léttleika. Kór Söngskól- ans, sem Peter Ford hafði æft, söng geysilega vel og átti ýmsa af fínustu köflunum á sýningunni. Hins vegar bar svo undarlega við, að í upphafs- kaflanum skar ein kvenrödd sig úr um tíma, líkt og stundum gerist í kórum smákirkna. Þótt á ýmsu gengi með þessa uppfærslu, var hún að mörgu leyti mjög glæsileg og eftirminnileg. Ri- chard Wagner hefur að vísu jafnan verið umdeildur, bæði sem maður og vegna verka sinna, en hinu verður tæplega á móti mælt að sem óperu- skáld gnæfir hann yfir sviðið líkt og Beethoven yfir hið sinfóníska svið. Þess vegna er það þakkarvert fram- tak og að því mikill menningarauki þegar óperur hans eru fluttar hér, þótt í konsertuppfærslu sé vegna smæðar vorrar og fátæktar. Sig. St. Illlillllllllllllllllllll LESENDUR SKRIFA Bráðabirgðalög Vegna alvarlegs ástands í efna- hags- og fjármálum þjóðarinnar er brýn nauðsyn að setja tafarlaust bráðabirgðaíög um eftirtalin atriði: 1. grein. Fiskveiðar og fiskvinnslu skal stöðva tafarlaust og hætta með öllu sölu þeirra afurða úr landinu. Rökstuðningur: Það er búið að sýna sig, að þessar atvinnugreinar eru einungis baggi á launþegum þjóðarinnar og koma í veg fyrir að landsmenn geti lifað mannsæmandi lífi. - Sífellt er seilst dýpra og dýpra í vasa launþega og milliliða til að halda þessu gangandi. Því ber að leggja þær atvinnugreinar tafarlaust niður. 2. grein: Bændur skulu tafarlaust reknir af búum sínum. Framleiðsla þeirra er stór baggi á þjóðarbúinu og neytend- um. Um það liggja fyrir hagfræðileg- ir útreikningar gerðir af hagfræði- prófessorum og frammámönnum í viðskiptum. Með því er einnig kom- ið í veg fyrir að þeir séu að þvælast fyrir heiðarlegum ferðamönnum, innlendum sem erlendum. Auk þess er komið í veg fyrir að þeir séu með uppsteyt gegn náttúruverndar- og umhverfisvemdarmönnum. 3. grein: Hvar sem sauðkind fyrirfinnst skal hún tafarlaust aflífuð á staðnum. Hún er engum til gagns, en mörgum til ama svo þeir halda vart geðheilsu sinni. Það kemur lfka í veg fyrir að hún sé að krafsa í sand- og leirflög og komi með því af stað stormbylj- um og sandfoki á viðkvæmum stöð- um á hálendinu og í byggð landsins í heimsku sinni. Þau gróðurspjöll, sem hún hefur valdið á umliðnum öldum eru næg ástæða fyrir óhelgi hennar. Og ekki bætir um sá þáttur, sem hún hefur átt í að halda líftór- unni í ekki merkilegri þjóð en ís- lendingar eru. 4. grein: Innflutningur á hverskonar vörum skal gefinn frjáls. Einkum á þetta við um allar vörur, sem hægt er að framleiða í landinu, til matar og fata. Ekki skulu lagðir tollar eða innflutningsgjöld á innfluttar vörur. Rökstuðningur: Hér ber að sama brunni og það sem fellur undir 1. og 2. grein þessara laga. Launþegar og „neytendur" fá ekki lengur risið undir þeirri lífskjaraskerðingu, sem „einokun“ íslenskra framleiðenda hefur í för með sér fyrir þá. Nýta ber til fulls það hagræði í kaupum og álagningu, sem Hagkaup býður upp á og reiknað hefur verið út að nemi milljörðum á einni vörutegund. Með því getur þjóðin orðið rík á skömm- um tíma. - Æskilegt er að hagspek- ingum Háskóla íslands verði falið að fylgjast með framkvæmd þess. 5. grein. Búnaðarfélag íslands og Stéttasam- band bænda skal leggja niður, svo og alla leiðbeiningaþjónustu og annað, sem hefur verið á vegum þeirra félagssamtaka. - Það segir sig sjálft að þessara samtaka er ekki þörf þegar 2. og 3. grein þessara laga er komin í framkvæmd. 6. grein. Vextir af hverskonar lánum skulu gefnir algerlega frjálsir. Með því er frelsi einstaklingsins virt og viður- kennt. - Það kemur líka í veg fyrir að menn séu að slíta sér út og puða í þeim málum með handafli í óþökk lántakanda sem lánveitanda. 7. grein. Hverjum einstaklingi, sem tekur laun, skal heimilt að ákveða laun sín sjálfir. Með því er hægt að losna við allt jag og verkföll um kaup og kjör. Hver maður fær þá það sem hann telur sig þurfa til að geta lifað „mannsæmandi" lífi og nýtur frelsis einstaklingsins. 8. grein. Ferðalög til útlanda skulu margföld- uð frá því sem er og allt gert sem hægt er til að sem flestir fslendingar fari utan og dvelji þar sem lengst. Það mundi spara gjaldeyri stórlega vegna hins lága verðs á matvælum og þjónustu erlendis og lækka fram- færslukostnað. Auk þess skapar það almenningi æðri menningu og þrosk- ar málsmekk og meðferð íslenskrar tungu, einkum barna og unglinga, sem er í hættu sökum þess hvað íslenskt fjölmiðlafólk verður að skila mörgum orðum á mínútu hverri í harðri samkeppni hinna mörgu út- varpsstöðva. 9. grein. Kennsluskylda prófessora og kenn- ara við Háskóla íslands skal lækka um 75% frá því sem er. f stað færri kennslustunda skulu sömu menn leggja aukna stund á „innhverfa íhugun", nemendum sínum til upp- byggingar. Laun fyrir það greiðast eftir fram lögðum reikningum. Kennsluskylda við aðra skóla en Háskóla íslands skal lækka um 30% frá því sem nú er. Þeim kennurum er ekki gert skylt að leggja stund á innhverfa íhugun og taka því ekki laun fyrir það. 10. grein. Öll opinber skattheimta, hverju nafni sem nefnist, skal lögð niður. 11. grein. Komið skal upp Lottói (happdrætti) til tekjuöflunar almenningsþarfa. Lottókassar skulu settir upp á öllum ölstofum (bjórkrám) og veit- ingastöðum í landinu. Vinningar skulu vera fáir en háir. 12. grein. Manneldisbók heilbrigðisráðuneyt- isins skal gefin út í skrautbandi og með skrautlegri keðju svo hægt sé að hengja hana um hálsinn á eiganda sínum og hún fylgi honum hvar og hvert sem hann fer. Þetta er nauð- synlegt svo auðvelt sé að grípa til hennar þegar óheilbrigðar ílanganir í mat og drykk sækja að og aðrar lystisemdir sem á boðstólum kunna að bjóðast. Þá er nauðsynlegt að geta lesið sér til um hvað er hollt eða óhollt áður en látið er undan freist- ingunum. Einkum er þetta bráð- nauðsynlegt forvarnarstarf gagnvart bjómum. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ath. Sú ríkisstjórn sem setti slík lög þyrfti ekki að óttast óvinsældir kjós- enda. Guðmundur P. Valgeirsson Tíminn 17 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður JensMarkússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbrautð 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Nielsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttír Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdis Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjaminsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónínaog ÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vík VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiða. Viöhald og viögeröir á iðnaöarvélum - járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 L 7^r TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Við höfum eínnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BLIKKFORM ______Smiðiuveqi 52 - Sími 71234__ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælpnhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niðuTmeð Landvélum),

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.