Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 SAMVINNU TRYGGINGAR ARiíOLA 3 108 REYKJAVIK SIMl (91)681411 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. MMC Lancer 1500 GLX 1989 Chevrolet Monza Classic 1988 Chrysler Le Baron GTS 1988 Ford Escort 1600 1987 Trabant Station 1987 Skoda 105 1987 Daihatsu Charade 1000 1986 VWGolf 1986 Skoda 120 LS 1985 Audi 200 1984 Opel Corsa 1984 Mazda 626 2000 1983 Ford TaunusGL 1982 HondaCivic 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 22. maí, kl. 12-16. Á sama tíma: Á Patreksfirði: Daihatsu Charmant 1979 Á Sauðárkróki: MMCCoit1200GL 1980 Á Hvolsvelli: Subaru 1800 GL 1985 Á Selfossi: Daihatsu Charmant 1979 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 16, mánudaginn 22. maí 1989. Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild - Rll Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í jarövinnu vegna Aðveitustöðvar 7 á Hnoöraholti. Helstu magntölur eru: Útgröftur 2550 m3 Sprengd klöpp 700 m3 Fylling 900 m3 Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 30. maí 1989, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 III ^ AA *N P*s AA y 'jf Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar Borgar- verkfræöings, óskar eftir tilboöum í jarövinnu og lagnir viö fyrirhugaö skautasvell í Laugardal. Útboösgögn fást afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuveg 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. maí kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Bændur Tvítug stúlka óskar eftir að komast í sveit sem ráðskona. Helst á Suðurlandi. Upplýsingar gefur Ásdís í síma 91-28648. ■I MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Sigurbjörg Halldórsdóttir Fædd 5. mars 1905 Dáin 28. apríl 1989 Föstudaginn 28. apríl s.l. andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki Sigur- björg Halldórsdóttir frá Brekkukoti í Óslandshlíð, Skagafirði. Var hún jarðsungin frá Viðvíkurkirkju föstu- daginn 5. maí s.l. af vígslubiskupi Hólastiftis, sr. Sigurði Guðmunds- syni. Sigurbjörg var fædd í Viðvík í Skagafirði, dóttir hjónanna Guð- bjargar Guðmundsdóttur og Hall- dórs Halldórssonar. Sigurbjörg var einkadóttir þeirra hjóna en hálf- bróðir hennar var Sigurður Jóhann Gíslason, kennari og fræðimaður á Akureyri. Sigurbjörg var sín fyrstu ár í Viðvík þar sem faðir hennar var ráðsmaður hjá hálfbróður sínum, séra Sófoníasi Halldórssyni, mikil- hæfum og vinsælum kennimanni sem þá þjónaði Viðvíkursókn. Tveggja ára gömul flyst hún með foreldrum sínum að Fjalli í Kolbeinsdal og þar átti hún heima um tíu ára skeið. Eftir tíu ára búskap á Fjalli flutti fjölskyldan búferlum að Brekkukoti t' Óslandshlíð. Var það síðan heimili Sigurbjargar til æviloka því þar dvaldi hún að mestu leyti í sjötíu og tvö ár. Þau Halldór og Guðbjörg voru dugnaðarfólk, vel greind og fróð þó sjálfmenntuð væru að mestu. Þau bjuggu góðu búi f Brekkukoti á meðan heilsan leyfði, en Halldór andaðist 30. mars 1937. Guðbjörg lést 1. desember 1952 ettir langvar- andi veikindi og var hún að mestu rúmföst mörg seinni árin. Sigurbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún stundaði skólanám sam- kvæmt því sem þá tíðkaðist; allt nám var henni auðvelt því hún var vel greind og athugul. Þær mæðgur Guðbjörg og Sigurbjörg lásu dönsk blöð og bækur þó ekki hefðu þær lært það tungumál í skóla. Þó Sigur- björg ætti ekki kost á langri skóla- göngu þá tókst henni að viða að sér miklum fróðleik enda las hún mikið og hafði gott minni. Árið 1931 var mikið hamingjuár í lífi Sigurbjargar því þá giftist hún Magnúsi Hofdal Magnússyni frá Melstað í Óslandshlíð. Hann var sonur hjónanna á Melstað, Hart- manns Magnússonar og Gunnlaugar Pálsdóttur. Magnús var fæddur 9. apríl 1910, atgjörvis- og hagleiks- maður. Árið 1933 hófu ungu hjónin búskap í Brekkukoti í tvíbýli á móti foreldrum hennar fyrstu árin en eftir lát föður hennar tóku þau við jörð- inni og bjuggu þar myndarbúi um hálfrar aldar skeið þar til Magnús lést þann 18. janúar 1985. Þau hjón Magnús og Sigurbjörg eignuðust fjögur börn en tveim varð ekki lt'fs auðið. Dóttir þeirra er Halldóra Kristín Guðlaug, fædd 2. október 1941, nú húsmóðir í Brekkukoti. Hennar maður er Jó- hannes Sigmundsson, bóndi í Brekkukoti, fæddur 6. febrúar 1942 að Helgafelli á Svalbarðsströnd, son- ur hjónanna Ölveigar Ágústsdóttur og Sigmundar Jóhannessonar. Sig- mundur er látinn fyrir allmörgum árum en Ölveig býr í Miðhúsum í Óslandshlíð í félagi með Jóhannesi syni sínum og fjölskyldu hans í Brekkukoti. Börn þeirra Halldóru og Jóhannesar eru: Sigmundur Jón, fæddur 21. ágúst 1965, stúdent, er við nám í búfræði við bændaskólann á Hvanneyri. Sigurveig, fædd 13. október 1966, stúdent. Hennar mað- ur er Pétur Hrólfsson rafvirki. Þau búa nú í Reykjavík, þeirra dóttir Tinna Dórey. Magnús Gunnlaugur, fæddur II. apríl 1968, er við nám í bifvélavirkjun. Hann er til heimilis hjá foreldrum sínum. Sæunn Hrönn, fædd 8. febrúar 1972, nemandi í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks. Sonur þeirra Magnúsar og Sigur- bjargar er Hartmann Páll, búsettur á Hofsósi, fæddur 29. júlí 1944, bifvélavirki og rekur bifreiðaverk- stæði á Hofsósi ásamt víðtækri véla- þjónustu fyrir bændur í Skagafirði. Kona hans er Herdís Fjeldsteð, fædd 16. febrúar 1947, dóttir hjón- anna Sigríðar Sigurlínu Halldórs- dóttur og Jakobs Líndals Jósepsson- ar, áður bifreiðarstjóra á Sauðár- króki. Börn Hartmanns Páls og Herdísar eru: Sigríður Sigurlína fædd 9. maí 1966. Hennar maður Gunnar Eysteinsson sjómaður, þeirra dóttir Agata Ýr, þau búa á Hofsósi. Magnús Ómar, fæddur 11. janúar 1970, nemandi, dvelur í for- eldrahúsum. Öll eru börnin og barnabörnin efnileg, dugleg bæði við nám og störf. Á þeim fimmtíu árum sem þau Magnús og Sigurbjörg bjuggu í Brekkukoti urðu mjög róttækar breytingar í búskap og lífsháttum þjóðannnar. Þjóðfélagið lagði fyrir róða búskaparhætti sem tíðkast höfðu öldum saman, vélar tóku við störfum hestanna og steinhús komu í stað torfbæjanna. Þau hjón voru vel meðvituð um breytta tíma og tileinkuðu sér snemma þá tækni sem bauðst. Þau byggðu upp hvert ein- asta hús með miklum myndarbrag og ræktuðu eignarjörð sfna þannig að hún varð með árunum ein besta bújörðin í sveitinni. Þrátt fyrir mikl- ar annir við búskapinn gáfu þau sér tíma til að sinna öðrum áhugamál- um. Þau voru mjög virk t' starfi ungmennafélagsins „Geisla", en það félag var öflugt um margra ára skeið; setti m.a. upp mörg leikverk sem þóttu takast með ágætum. Einn- ig var skógrækt mikið áhugamál og sjást þess merki í fögrum skógar- lundum. Sigurbjörg starfaði lengi í samtök- um kvenna í sinni heimasveit og var þar formaður í yfir þrjátíu ár, enda sýndu meðlimir í því félagi hug sinn til hennar með því að standa fyrir myndarlegum veitingum er hún var kvödd hinstu kveðju. Sigurbjörg var afar heilsteypt persóna, heiðarleiki og samvisku- semi var henni í blóð borin, sann- Ieiksást og trúmennska voru í hennar hug sjálfsagðir eiginleikar. Hún dáði og þótti vænt um sveitina sína og íbúa hennar. Það var stundum haft á orði að fólkið á bæjunum í Ós- landshlíð væri eins og ein fjölskylda, allir tilbúnir að rétta hver öðrum hjálparhönd, gleðjast hver með öðr- um og reyna að létta sorgir hver annars á raunastundum. Eftirfarandi ljóð sem Sigurbjörg flutti í minningu vinkonu sinnar sem var húsmóðir á nærliggjandi heimili lýsir höfundin- um kannske betur en mörg orð frá öðrum komin. Far þú heil á friðarvegi, fagnar þér nú himneskt vor, minninganna geislagróður grær um hvert þitt gengið spor. Bóndakona stór í starfi stóðst um margra ára skeið, viljafestan, vinnugleðin veginn ruddu fram á leið. Hlíðin sendir hjartans kveðjur heima þar þú áttir bú. Pó bærinn þinn sé burtu horfinn blóm í túni vaxa nú. Sigurbjörg átti sinn þátt í að móta mannlífið í þessari hlýlegu sveit, Óslandshlíðinni. Heimili þeirra Magnúsar var ætíð til fyrirmyndar, reglusemi og snyrtimennska ásamt hlýlegum heimilisbrag gerði öllum ljúft að koma þangað og dvelja. Þó starf Sigurbjargar væri mikið á vaxandi búi þá var hún ætíð reiðu- búin að bæta á sig störfum til að gera öðrum lífið léttara. Móðir hennar átti athvarf á heimilinu til æviloka og var rúmföst vegna veikinda mörg síðustu æviárin og annaðist Sigur- björg hana af alúð og kærleika til hinstu stundar. Einnig voru foreldr- ar Magnúsar á heimilinu síðustu æviár sín og reyndist hún þeim góð tengdadóttir, enda samheldnin og einingin á heimilinu einstök. Undir- ritaður kom á heimilið sem ungur drengur og dvaldi þar í skjóli þeirra hjóna fram yfir fermingaraldur. Minningar frá þeim árum eru bjartar. Þó Sigurbjörg og Magnús væru með stóra og samheldna fjöl- skyldu til að veita ást sína og um- hyggju þá áttu þau nægan kærleika til handa óskyldum aðkomudreng sem þau tóku inn á heimilið og komu fram við eins og sfn eigin börn. Þeim verður aldrei að fullu þakkað en minningin um dvölina hjá þeim og marga endurfundi síðan verður ógleymanleg. Mörg böm og unglingar dvöldu í Brekkukoti um lengri eða skemmri tíma og tengdust heimilinu traustum vináttuböndum. Nú þegar Sigurbjörg er kvödd að leiðarlokum þá er efst í huga okkar, sem nutum samvista við hana, þakk- læti fyrir liðna tíð. Hún miðlaði okkur öllum af nægtabrunni góðvild- ar og lífsspeki. Hún ræktaði garðinn sinn vel og skilaði afkomendum sem eru góðir þjóðfélagsþegnar og bera góðri móður fagurt vitni. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar, ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Það er vel viðeigandi að þessum línum fylgi Ijóð sem Sigurbjörg hélt mikið upp á. Það er eftir nábúa hennar, Jóhann Ólafsson, sem lengi bjó í Miðhúsum í Óslandshlíð, ágæt- an hagyrðing sem orti Ijóð sem var oft sungið við hátíðleg tækifæri í gamla ungmennafélagshúsinu. Óslandshlíð með bjarta brá, blikmynd þín oss töfrað hefur, fögur sveit með fjöllin há frjálsa skapar æskuþrá, fram til sjávar svipþung á sungið orkuljóðin hefur, Óslandshlíð með bjarta brá, blikmynd þín oss töfrað hefur. Prýðum frjálsir fagra sveit, fögur tún og skrúðgræn engi, breytum holti í blómgan reit, björgum veltir trúin heit, gerum heima gæfuleit gjarnan þó hún standi lengi, prýðum frjálsir fagra sveit, fögur tún og skrúðgræn engi. Setjum frjálsir fagurt mark, fastar saman tökum höndum, sköpum í oss kraft og kjark kveðum niður agg og þjark, fánýtt tísku hávært hark, hnýtum traustum lokaböndum, setjum frjálsir fagurt mark, fastar saman tökum höndum. 1.6. Blessuð sé minning Sigurbjargar frá Brekkukoti. Ari Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.