Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 4. ágúst 1989 llllllllllllllllllllllll DAGBÓK Sýning Jóhanns Briem í Norræna húsinu Sumarsýning Norræna hússins á verk- um Jóhanns Briem stendur enn í Norræna húsinu. Hún er opin daglega kl. 14:00- 19:00 til 24. ágúst. Ljóðaupplestur á Hótel BUÐUM Um verslunarmannahelgina munu skáldin Steinunn Ásmundsdóttir og Bir- gitta Jónsdóttir lesa upp úr væntanlegum ljóðabókum sínum. Bók Steinunnar heit- ir Einleikur á regnboga, en bók Birgittu ber titilinn Frostdinglar. Ljóðabækurnar verða gefnar út af AB og koma út upp úr miðjum september. Nánari upplýsingar um tímasetningu upplestranna fást á Hótel Búðum. Sumarsýning í NÝHÖFN 1 listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18 í Reykjavík, stendur nú yfir sumarsýning með verkum fjölmargra núlifandi lista- manna sem og gömlu meistaranna. Sýningin, sem er sölusýnin, er opin virka daga kl. 10:00-18:00. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Nýlegað molakaffi á boðstól- um. n.v/i\r\oo ■ Hnr Landsþing L.F.K. veröur haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Mætum allar. Stjórn L.F.K. Kerlingarfjöll - Hveravellir Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík Hin árlega sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 12. ágúst nk. kl. 08.00 Lagt af stað frá BSl. Ekið um Óseyrarbrún, og upp kl. kl. Grímsnes að Geysi í Haukadal, þar sem ferðalöngum gefst kostur á að narta í nesti sitt. 12.00 Verður lagt af stað frá Geysi. Stoppað verður við Gullfoss á leið inn Kjöl. Áætlað er að koma inná Hveravelli kl. 16.30. Þar mun forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson flytja stutt ávarp og fólki gefst tækifæri til þess að komast á snyrtingu og ktkja í nestispakkann sinn. 17.30 Lagt af stað frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla. 19.00 Lagt af stað frá Kerlingarfjöllum til Reykjavíkur. kl. 24.00 Áætlað að koma til Reykjavíkur. Leiðsögumenn verða I öllum bílum. Framsóknarfélögin f Reykjavfk. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 9. ágúst n.k., milli kl. 17 og 19. Verið velkomin. Fulltrúaráðið Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. í landslagsmyndum Louisu Matthíasdóttur má oft sjá hesta, kýr og kindur. Nýjar LOUISU-myndir í Gallerí B0RG Listakonan Louisa Matthíasdóttir er nú stödd hér á landi, en hún er, eins og flestum er kunnugt, búsett í New York, þar sem hún er fyrir löngu búin að vinna sér nafn og orðin þekkt fyrir landslags- myndir frá Islandi. Gallerí Borg hefur fengið til sölu 15 nýlegar olíumyndir eftir Louisu, flestar af hestum og kindum í landslagi, en sú stærsta er götumynd úr Reykjavík. Myndirnar hanga uppi í Gallerí Borg næstu dagana. Minjagripasala að Lækjarbakka í Gaulverjabæjarhreppi Nú í sumar verður opin listaverka- og minjagripasala að Lækjarbakka í Gaul- verjabæjarhreppi. Það er Þóra Sigurjóns- dóttir, húsfreyja og listakona sem gerir þessa gripi. og hún notar m.a. íslenskt grjót og rekavið ásamt fjölbreyttu öðru efni. Mikil og vaxandi umferð er austur strandveginn um Óseyrarbrú um þessar mundir. Margir koma þarna við eftir að hafa skoðað Þorlákskirkju, verið í Sjó- minjasafninu á Eyrarbakka, Þuríðarbúð á Stokkseyri, Baugsstaðarrjómabúi og svo áfram um Lækjarbakka, Fljótshóla - þar er gistiaðstaða til leigu - og upp með Þjórsá á hringveginn hjá Þingborg, eða ofan við Urriðafoss vestan við Þjórsárbrú. Sumarsýning í FÍM-salnum í FÍM-salnum stendur yfir sumarsýning á verkum félagsmanna. Félagsmenn FÍM eru yfir 100 talsins og taka fjölmargir þeirra þátt í sýningunni. Skipt verður um upphengi vikulega og um þessar mundir sýna eftirtaldir listamenn: Ágúst Peter- sen, Arnar Herbertsson, Einar G. Bald- vinsson, Elín Magnúsdóttir, Guðbjörg Lind, Hafsteinn Austmann, Jón Bene- diktsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnar Stefánsson, Rúna Gísladóttir, Sigurður Þórir, Sigrid Valtingojer, Sjöfn Haralds- dóttir, Steinþór Sigurðsson, Sara Vil- bergsdóttir og Örlygur Sigurðsson. Á sýningunni eru til sölu sýningarskrár og ýmsir bæklingar og einnig liggja frammi til aflestrar gömul tímarit í eigu FÍM. Mikil aðsókn hefur verið að sýning- unni, en henni lýkur 15. ágúst og eru öll verkin á sýningunni til sölu. f kjallaranum rekur félagið einnig sölu- gallerí, þar sem kennir margra grasa. FÍM-salurinn er ripinn virka daga kl. 13:00-18:00 ogumhelgarkl. 14:00-18:00. Lokað verður um verslunarmannahelg- ina. Sumarsýning HAFNARB0RGAR: „Á tólfæringi“ - 12 listamenn sýna í Hafnarborg, Hafnarfirði 10/6-7/8 Sumarsýning Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur hlotið yfirskriftina „Á tólfæringi". Þeir listamenn sem sýna eru: Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdótt- ir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdótt- ir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrír Ólafsson og Val- gerður Bergsdóttir. MINNING Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur rit- ar inngang í sýningarskrá. Sýninginn stendur til 7. ágúst. Opnunartími er kl. 14:00-19:00. Kaffi- stofan í Hafnarborg er opin á sama tíma alla daga. Þetta er síðasta sýningarhelgin. Jón í Lambey með málverka- sýningu á Hvolsvelli Jón Kristinsson, bóndi og listmálari í Lambey í Fljótshlíð, hefur opnað mál- verkasýningu í Landsbankaútibúinu á Hvolsvelli. „Brauð fátæka mannsins“ nefnist þessi uppstilling á sýningunni á Kjarvalsstöð- um. Uppstillingar Kjarvals Menningarmálanefnd Reykjavíkur stendur fyrir sérstakri sýningu á Kjarvals- stöðum til 20. ágúst. Sýningin nefnist Jóhannes S. Kjarval: Uppstillingar. Sýn- ingin er opin kl. 11:00-18:00 sýningardag- ana. Handritasýning í Ámagarði Handritasýning Stofnunar Árna Magn- ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fímmtudögum og laugar- dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn aUan sólar- hrínginn. Ingilaug Teitsdóttir Tungu Fædd 4. ágúst 1884 Dáin 26. júlí 1989 Amma mín elskuleg er dáin. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 26. júlí síðastliðinn og átti þá aðeins ólifaða 9 daga til þess að ná 105 ára aldri. Langri og farsælli ævi er lokið. Hún er nú jarðsungin frá sóknar- kirkju sinni að Breiðabólstað í Fljótshlíð á afmælisdaginn sinn og lögð til hinstu hvílu við hlið manns síns. Ingilaug Teitsdóttir var fædd 4. ágúst 1884 á Grjótá í Fljótshlíð, yngsta barn hjónanna sem þar bjuggu þá, Sigurlaugar Sveinsdóttur og Teits Ólafssonar. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Grjótá og átti þar heima þar til hún gifti sig 16. júlí 1907 Guðjóni Jónssyni bónda í Tungu f. 20. mars 1872. Guðjón var sonur hjónanna Guðrúnar Odds- dóttur og Jóns Ólafssonar sem búið höfðu í Tungu lengst af sínum búskap, en Guðjón hafði tekið við búi þeirra árið 1900 eftir lát móður sinnar. Ingilaug og Guðjón bjuggu í Tungu allan sinn búskap, þau eign- uðust 4 börn, Guðrúnu fædda 17. mars 1908 hún bjó lengi í Þorláks- höfn en dvelur nú á Dvalarheimili aldraðra Kirkjuhvoli, Sigurlaugu fædda 8. júní 1909, hún er gift Guðmundi Guðnasyni og búa þau í Fögruhlíð, Oddgeir fæddan 4. júlí 1910, hann er kvæntur Guðfinnu Ólafsdóttur ljósmóður og búa þau í Tungu, og Þórunni fædda 11. ágúst 1911, hún giftist Kristni Jónssyni dánum 31. mars 1973. Þau bjuggu á Eyrarbakka en nú býr Þórunn á Dvalarheimiiinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Ég tel að þau Tunguhjónin hafi oftast búið við sæmileg efni eftir því sem gerðist á þeim tíma og átt arðsamt bú en þau fóru líka vel með sitt. Þau urðu fyrir því áfalli vorið 1912 að bærinn þeirra hrundi í jarðskjálfta sem þá gekk yfir Suður- land, en sem betur fór urðu ekki slys á mönnum, það er hægt að gera sér í hugarlund þá erfiðleika sem því fylgdu að standa uppi húsalaus með 4 ung börn, en þau létu ekki hugfall- ast en byggðu aftur upp bæinn og fluttu hann um leið ofar í túnið þar sem bæjarstæðið hefur verið síðan. Ingiiaug og Guðjón bjuggu í Tungu til ársins 1942 en þá tók Oddgeir sonur þeirra við búinu ásamt Guð- finnu konu sinni, þau áttu þar samt áfram heimili sitt. Guðjón lést 5. apríl 1952. Amma í Tungu var að mínu áliti einstaklega vel gerð kona sem fékk marga góða eiginleika í vöggugjöf. Mér fannst hún bæði falleg og góð, hún hafði ákaflega létta lund og var ánægð með sitt hlutskipti, hún var umburðarlynd og skipti sjaldan skapi. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann en oft tók hún málstað þeirra sem aðrir hallmæltu, hún vildi gera gott úr öllum hlutum. Amma var mikil tóvinnukona, hún eignaðist snemma prjónavél og prjónaði mikið bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Flesta vetur setti hún upp vefstólinn sinn og óf bæði vaðmál, salúnsábreiður og fleira, en minnis- stæðast er mér þegar hún var að taka ofan af ull, kemba, og spinna, úr bandinu prjónaði hún svo dýrindis útprjónaða vettlinga og því hélt hún áfram fram á tíræðisaldurinn, henni féll aldrei verk úr hendi. En þó hún væri vinnusöm, þá hafði hún alltaf tíma til að sinna gestum sem að garði bar, því hún var bæði gestrisin og hafði gaman af að blanda geði við aðra. Hún hafði líka gaman af að bregða sér að heiman og hitta fólk. Félagslynd var hún, var stofnfélagi í Kvenfélagi Fljótshlíðar og starfaði í því meðan kraftar entust, hún var heiðursfélagi þess. Amma var kirkjurækin, fór til kirku þegar hún gat og söng um tíma í kirkjukómum. Ég var svo heppin þegar ég var barn að fá stundum að vera í Tungu hjá afa og ömmu nokkra daga í senn. Það voru hátíðisdagar sem ég hlakkaði alltaf jafn mikið til. Seinna þegar amma var hætt að búa var hún nokkur sumur í kaupavinnu heima í Fögruhlíð,. Það var alltaf jafn gam- an að vera með ömmu hvort sem við vorum saman við heyskap eða að hún var að prjóna, spinna eða gera eitthvað annað. Hún kunni mikið af vísum og kvæðum sem hún fór með fyrir mig og kenndi mér ýmislegt, hún rabbaði við mig um daginn og veginn og sagði mer margt frá sínum uppvaxt- ar- og búskaparárum, það hefur margt breyst frá því sem þá var. Ég er forsjóninni mjög þakklát fyrir að fá að eiga slíka ömmu og fyrir allar þær stundir sem ég fékk að vera með henni. Og nú er hún horfin frá okkur til nýrra hcimkynna. Ég bið góðan Guð, sem hún trúði á og treysti, að blessa hana í eilífðinni og börnin hennar hér í heimi. Blessuð sé minning hennar. Ingilaug Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.