Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.08.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASfMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 FT o<% ^ % 0 SAMVINNUBANKI ISLANOS HF. PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniiiin FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Stjóm Byggðastofnunar vill aðstoða Patreksfjörð: Setur „gaffal“ á Fisk- veiðasjóð til stuðnings Á fundi stjórnar Byggðastofnunar sl. miðvikudag voru málefni Patreksfjarðar rædd í Ijósi gjaldþrots Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar hf. Stjórnin ákvað að setja „gaffal“, eins og sumir vilja kalla það, á Fiskveiðasjóð til að stuðla að því að skipin tvö sem eru í eigu fyrirtækisins verði ekki seld úr byggðarlaginu. um tveimur og er uppgreiðslu- verð þeirra metið vera tæpar 110 milljónir króna. Komi til nauð- ungaruppboðs á skipunum á for- stjórinn einnig að krefjast upp- greiðslu lána. Þetta þýðir í raun „Gaffallinn" felst t' því að stjórnin samþykkti að fela for- stjóra Byggðastofnunar að krefj-' ast uppgreiðslu á öllum lánum stofnunarinnar til fyrirtækisins; sem tryggð eru með veði í skipun- að Byggðastofnun vill stuðla að því að skipin tvö verði áfram í eigu Patreksfirðinga. Vilji Fisk- veiðasjóður aftur á móti selja skipin þá verður hann að leggja fram umræddar 110 milljónir króna. Forsvarsmenn sveitarstjórnar Patrekshrepps ásamt fulltrúum útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja á Patreksfirði hafa verið staddir í Reykjavík að undan- förnu og átt fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, þingmönnum Vestfjarðakjördæmis, forstjóra og formanni stjórnar Byggða- stofnunar og forsvarsmanni At- vinnutryggingarsjóðs. Sigurður Viggósson, formaður hreppsnefndar Patrekshrepps, sagði að niðurstaða fundanna væri sú að allir þessir aðilar hafi lýst yfir stuðningi við þá tilraun heimamanna að halda skipum frystihússins í byggðarlaginu og hétu Patreksfirðingum öllum þeim stuðningi sem þeir gætu veitt. „Næsta skref hjá okkur er að fara heim og ganga frá stofnun hlutafélags sem hefur þann til- gang að kaupa þessi skip. Við munum síðan leggja þau mál aftur fyrir þá aðila sem um fjalla. Ég lít á ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar sem mikinn stuðning og fyrsta skrefið í þá átt að við náum takmarki okkar,“ sagði Sigurður að lokum. SSH Forseti íslands í Kanada: Mun taka við heiðursgráðu Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, mun í dag taka við heiðurs- gráðu, svokallaðri LLD-gráðu, frá Háskólanum í Manitoba. Skólinn er mjög stór og þykir afbragðsgóður. Tveir íslendingar hafa áður hlotið heiðursgráðu frá skólanum, þeir Ás- geir Ásgeirsson og Ólafur Jóhannes- son. Vigdís kom í gærkvöld til Mani- toba og mun eyða lokadögum heims- óknarinnar á slóðum Vestur-íslend- inga og taka þátt í 100 ára afmælis- hátíð þeirra. GS Fjölþjóölegt fíkniefnasmygl: Tveir íslendingar dæmdir í Danmörku Tveir íslenskir karlmenn, annar 28 ára gamall en hinn 33 ára, voru dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar í undirrétti í Kaupmannahöfn í gær fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Mennirnir voru handteknir í fyrra. Dómurinn féllst á ákæru saksókn- ara um að þeir hafi tekið þátt í að smygla um 27 kílóum af hassi til íslands, Danmerkur og Noregs á árunum 1987 og 1988, auk þess að hafa smyglað til Danmerkur um 500 grömmum af kókaíni. Mennirnir báru fyrir síg að þeir hefðu ekki leikið stórt hlutverk í smyglinu og að þeir hefðu verið í slæmum félagsskap og beittir þvingunum. Að aflokinni fangavist mannanna verður þeim úthýst fyrir fullt og allt í Danmörku. Frestun hlutafjárframlaga Nýja Sambandshúsið. Sala Sambandsins 37% meiri fyrstu 6 mán. í ár en í fyrra: Afkoman slæm en þó skárri en í fyrra Vegna fjárhagsstöðu Byggða- stofnunar hefur afgreiðslu óska um hlutafjárframlög verið frestað til síð- ari tíma. Þessi ákvörðun var tekin á fundi stjómar stofnunarinnar sl. miðvikudag. Á fundinum kom fram að mikil ásókn er f hlutafé frá Byggðastofnun í fyrirtæki víðs vegar um landið en .ejcki hafði verið gert xáð fyrir að eftirspurnin yrði eins mikil og raun ber vitni. Stjóm stofnunarinnar samþykkti að lána 29 smábátaeigendum 43 milljónir króna og hafa þá alls verið veitt 130 lánsloforð til smábátaeig- enda að upphæð 187,6 milljónir króna en tæplega 80 umsóknir eru enn óafgreiddar. SSH Heildarsala Santbands íslenskra samvinnufélaga var 10,6 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs, en var 7,7 milljarðar á sama tímabili 1988. Sala (velta) hefur því aukist um 37% milli þessara tímabila. Það er töluvert meira heldur en nernur verðlagshækkunum á tíma- bilinu ogeinnignokkm meiri aukn- ing heldur en stjómendur Sam- bandsins höfðu áætlað, að sögn Sex mánaða uppgjör var lagt fram á stjómarfundi Sambandsins s.l. miðvikudag. Að sögn Guðjóris er útkontan betri heldur en á sama tíma í fyrra þótt hún sé engan veginn nógu góð. Bati í rekstrinum, miðað við sama tíma í fyrra, er tæplega 250 m.kr. Um 191 m.kr. halli var á rekstri Sambandsins á tfmabiUnu þegar tilUt hefur verið tekið til all* kostn- aðar að meðtöldum fjármagns- kostnaði og gengistapi, sem er rúmlega 500 m.kr. frá áramótum. Fjármunamyndun úr rekstri er nei- kvæð urn 100 m.kr. á tímabilinu. Guðjón segir fjármagnskostnaðinn hafa hækkað verulega frá því í fyrra. Nettó fjármagnskostnaður hafi hækkað um 189 m.kr., sem þýöir 65% hækkun milli ára. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.