Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 24. ágúst 1989 Einn banki eða sparisjóður fyrir hverja 1.399 íbúa: Bankamaður í þjónustu hverra 80 landsmanna Ríklsbankarnir, Landsbanki og Búnaðarbanki eru þeir einu sem fjölguðu útibúum (um eitt hvor) á síðasta ári, en jafnframt einu bankarnir sem fækkuðu í starfsliði sínu frá árinu áður. Lengst gekk Búnaðarbankinn með 20 manns færra um síðustu áramót en ári áður. Þeir fjórir bankar sem nú hafa sameinast í íslandsbanka höfðu á hinn bóginn samtals 41 fleiri starfsmenn í lok ársins heldur en í upphafi þess. Eftir sameininguna á þessu ári hefur sem kunnugt er verið talað um að hún leiði m.a. til umtalsverðrar fækkunar starfsmanna og afgreiðslustaða. Starfsmannafjöldi banka og sparisjóða, samkvæmt skýrslu bankaeftirlitsins, hefur verið þessi s.I. þrjú ár: 1986 1987 1988 LÍ 1.067 1.074 1.068 BÍ 527 535 515 Úí 331 326 332 SB 207 207 224 IB 210 274 292 VB 140 155 171 AB 87 98 99 Sp.sj. 386 401 426 Alls: 2.955 3.068 3.126 ísl.b. 768 852 893 Neðsta línan sýnir samanlagðan starfsmannafjölda þeirra banka sem nú hafa sameinast í tslandsbanka. Ofangreindar tölur benda til að ríkisbankamir (og fyrrum ríkis- banki) hafí ekkert fjölgað og jafnvel fækkað fólki s.l. ár. Starfsmönnum Verslunar- og Iðnaðarbanka hefur á hinn bóginn fjölgað allt upp 22% og 39% á tveim árum. Þessar tölur ná eingöngu til stöðugiida við banka- störf. Stjómarmenn, bankaráðs- menn og starfsfólk við mötuneyti, ræstingu og húsvörslu er ekki með- talið. Skýrslan sýnir m.a. hvemig bönkunum hefur haldist á hlut sínum í heildarinnlánum undanfarin ár: 1985 1987 1988 % % % LÍ 33,9 32,8 33,0 BÍ 18,9 19,6 20,0 Úí 10,0 9,1 8,8 SB 6,9 7,0 6,9 IB 7,6 7,9 7,6 VB 4,7 4,8 4,9 AB 2,6 3,3 3,2 Sp.sj. 15,3 15,5 15,6 ísl.b. 24,9 25,1 24,5 Mest breyting hefur orðið hjá Útvegsbankanum. Minnkuð hlut- deild hans í heildarinnlánum úr 10% niður í 8,8% heildarinnlána ( sem vom 84,8 milljarðar í árslok 1988) svarar til um eins milljarðs í krónum talið. Aukin hlutdeild Búnaðar- bankans svarar til litlu lægri upphæð- ar. Samanlögð innlán þeirra banka sem nú mynda íslandsbanka vom um síðustu áramót heldur minni hlutur heildarinnlána heldur en í árslok 1985. Bankastarfsemi snýst um margt fleira en ávöxtun innlána. Upphæð erlendra skulda viðskiptabankanna (35 milljarðar kr. í árslok 1988) svarar t.d. til nær helmings upphæð- ar heildarinnlána þeirra og þar er verðbréfaútgáfa bankanna heldur ekki meðtalin. Niðurstöðutölur efnahagsreikninga viðskiptabanka og sparisjóða (skuldir eigið fé) í árslok 1988 gefur aðra mynd af umfangi bankastarfseminnar en ráða mætti af innlánunum einum: Millj.: % LÍ 65.617 42,2 BÍ 24.789 16,0 Úí 16.705 10,8 SB 8.028 5,2 IB 11.709 7,3 VB 6.633 4,2 AB 4.134 2,7 Sp.sj. 17.723 11,4 Samtals 155.336 99,8 Hér er Landsbankinn t.d. miklu „stærri“ heldur en í heildarinnlánum og einnig Útvegsbankinn og Versl- unarbankinn. Samkvæmt útreikningum banka- eftirlitsins vom 21,3 stöðugildi á hverjar 1.000 millj.kr. á efnahags- reikningi í árslok. Má því segja að hver bankamaður hafi haft tæpar 47 m.kr. „á sinni könnu“ að meðaltali. Það var aukning úr tæplega 41 m.kr. (á sama verðlagi) tveim ámm áður. Auk viðskiptabankanna 7 vom starfandi um s.l. áramót 35 spari- sjóðir með 45 afgreiðslur, 25 innláns- deildir samvinnufélaga og Póstgíró- stofan. Fjöldi afgreiðslustaða við- skiptabankanna var sem hér segir: Landsbanki 43 Búnaðarbanki 33 Útvegsbanki 14 Samvinnubanki 21 Iðnaðarbanki 10 Verslunarbanki 8 Alþýðubanki 6 Alls 135 Samtals vom afgreiðslur banka og sparisjóða því 180 f árslok. Það þýðir eina afgreiðslu fyrir hverja 1.399 íbúa í landinu. Starfsmenn (stöðugildi) þessara stofnana svara til eins bankamanns til þjónustu við hverja 80 landsmenn. - HEI FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSBANKA ISLANDS Landsbréf hf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um starf framkvœmdastjóra. Umsœkjandi þarf að hafa viðskiptafrœði-, hagfrœði- eða aðra sambœrilega menntun. Frumkvœði ogsjálfstœði í starfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur ogfyrri störf berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á: Stjóm Landsbréfa hf, c/o Landsbanki íslands, Austurstrœti 11, 3■ hœð, Pósthólf 170, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjórar. LANDSBREF HF. Verðbréfamarkaður Landsbankans Bráðum geta menn farið að taka upp tínurnar og huga að saftgerð og fleiru tilheyrandi Ekki vonlaust með berjasprettu í ár Berjaspretta virðist ætla að verða léleg um nær allt land. Sunnan- og Vestanlands er spretta mjög lítil. Sama má segja um Norðurland ef Eyjafjörður er fráskilinn en þar er talsvert um ber. Mikil berjaspretta er einnig í Mjóafirði og Borgarfirði eystri. Almennt verður að segja að mikiu minna verði um ber í ár en í fyrra en þá sprattu ber vel. Ef veður verður hagstætt næstu daga og vikur getur þó ræst úr. Tíminn hafði samband við Eyþór Einarsson grasafræðing og spurði hann hvað ylli þessari slæmu berja- sprettu. Hann sagði að margt hefði áhrif á berjasprettu. Bmmið sem blómin koma úr myndast ári áður en þau bera blóm og ef bmmið verði fyrir áfalli vegna veðurs hefur það mikil áhrif. Lyngið þarf að hafa sæmilegt skjól yfir veturinn til að það beri góðan ávöxt. Best er ef það fær að vera í friði undir snjó. Yfir sumartímann er mikilvægt að hvorki sé of blautt né of þurrt. Þetta á sérstaklega við um vor og haust. Meginástæðu fyrir lélegri berja- sprettu í ár má rekja til rysjótts tíðarfars í vetur og þess að snjó tók ekki upp fyrr en langt var liðið á vorið. Þegar gróður er jafn seint á ferðinni og í ár ná margar plöntur ekki að bera fullþroskaðan ávöxt áður en vetur gengur í garð. Eyþór sagði að ef haustið yrði gott gæti ræst úr berjasprettu en aftur á móti þyrfti ekki nema eina eða tvær frostnætur til að stoppa alla sprettu. Ef slíkt gerist snemma hausts munu þau ber sem enn em smá og safalítil ekki ná að þroskasí. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.