Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1989 Tíminn 3 Óvenju lífleg sala á skotfærum í I byrjun gæsaveiðitímans: Kai ipa! skotvei i< Yim enny fir tvæ r mi lljónir I í agl askot a? Gæsaveiðivertíðin er hafin. Vertíð í tvennum skilningi. Vertíð byssumanna sem flengjast um landið þvert og endilangt skjótandi gæsir upp til heiða, á túnum, við vötn og ár, gæsir sitjandi og gæsir á flugi. Þessi vertíð hófst sunnudaginn 20. ágúst. Vertíð sportvörubúða og annarra sem þjónusta veiðimenn hófst í liðinni viku, byssur og þó aðallega skotfæri renna út. Heildarinnflutningur haglaskota á árinu ’87 var 64 tonn og um 70 tonn á síðasta ári. Að sögn kunnugra stefnir jafnvel í enn mem sölu á þessu ári. Reikna má með að hvert hagla- skot sé að meðaltali um 35 grömm að þyngd. Sé þeirri tölu deilt upp í 70 tonn fást út 2 milljónir skota. Ef haldið er áfram að leika sér með tölur má reikna með að meðalverð á hverju haglaskoti út úr búð sé um 40 kr. stykkið,( sem er trúlega varlega áætlað), þá má sjá að landinn hefur keypt inn haglabyssuskot fyrir um 80 milljónir króna. Hér er bara um haglaskot að ræða, ótalin eru riffil- skot, púður kúlur og hvellhettur og fjárútlát veiðimanna við byssukaup, nauðsynlegan útbúnað og kostnaður við ferðalög á veiðistaði. Veiðihúsið sf. í Nóatúni er stærsta og sérhæfðasta byssuvöruverslun landsins. Að sögn Hallgríms Marín- óssonar hjá Veiðihúsinu hefur verið mjög góð sala í skotfærum hjá þeim undanfarna viku og nokkur sala í byssum einnig. Hallgrímur telur að um sé að ræða nokkra aukningu í sölu skotfæra frá því f fyrra og skýring þess sé væntanlega fyrst og fremst meiri fjöldi byssa í umferð heldur en áður og aukinn fjöldi skotvopnaleyfishafa eins. og það heitir á stofnanamáli. Þá hefur einn- ig verið mjög mikið að gera í byssu- viðgerðum hjá Veiðihúsinu, en þeir eru einir sportvöruverslana með eig- in verkstæði fyrir byssur og stang- veiðivörur. Hallgrímur sagði að sér þætti ekki ólíklegt, miðað við söluna núna, að meira yrði selt af haglaskot- um í ár en í fyrra. Gera má ráð fyrir að hvert skot sé 34-36 grömm að þyngd og sé við það miðað má segja að um tvær milljónir skota hafi verið flutt inn hingað til lands árið 1988. Þær tvær tegundir sem selst hafa best hjá Veiðihúsinu eru bresku skotin Gamebore og dönsku skotin Dan Arms. Konur sækja á í hefð- bundnu karlasporti Hallgrímur sagði það augljóst að skotveiðimönnum hefði fjölgað á undanfömum árum, þar á meðal sæktu konur nú f auknum mæli í þetta karlasport. „Það er ágæt þróun því að kvenfólk getur ekki síður stundað gæsaveiðar en karlmenn, því þegar þær eru á annað borð komnar af stað em þær oft veiðnari en karlmenn.“ Hallgrímur vildi bæta við þeirri orðsendingu til veiði- manna að ganga vel um landið og Hallgrímur Marínósson eigandi Veiðihússins í Nóatúni. Tfmamynd PJotur. skilja ekki eftir tóm skothylki úti í náttúrunni og skilja aldrei eftir særða fugla. Menn ættu einnig að umgang- ast byssur sínar með varúð og nota þær aldrei fyrir barefli eða göngu- stafi, af því hefðu nú þegar hlotist of mörg slys. Er haft var samband við verslun- ina Eyfjörð á Akureyri fengust þau svör að skotasala hefði verið heldur minni undanfarna daga en á sama tíma í fyrra. Menn keyptu minna magn nú en áður og var sú skýring gefin á því að ungar hefðu komið seint úr eggjum í sumar og þess vegna færu gæsaskyttur minna nú f upphafi veiðitímabilsins en oft áður. Menn létu sér nægja að fara einn túr og ná þar nokkrum gæsum til að ná úr sér mesta veiðihrollinum. Hjá Kaupfélagi Austur Skaftfellinga á Höfn fengust þær upplýsingar að þar hefðu öll skot sem pöntuð voru selst upp fyrir helgi og er þar um óvenju- lega mikið magn að ræða. Að sögn kunnugra er gæsin lítið farin að koma niður á láglendi sunnanlands. Á því eru gefnar tvær skýringar; að varp í vor hafi verið í seinna lagi og ungarnir þess vegna í sumum tilfellum ekki orðnir fleygir ennþá, og vegna þess hve snjóa tók seint af hálendinu sé gróður enn að taka við sér upp til fjalla. Á Norður- landi mun hins vegar töluvert vera farið að sjást af gæs í túnum og sömu sögu er að segja af Vesturlandi. -ÁG Ennþá langt í land með frágang Sætúns Strandlengjan frá Laugarnesi vestur að Ingólfsgarði hefur veríð höfuðborginni lítt til sóma síðastliðin fjögur ár og horfur á að svo verði enn um sinn. Skipulag svæðisins er í höndum Björns Hallssonar arki- tekts, er einnig teiknaði dælustöðv- arnar á sínum tíma, og hefur hann nú horfið frá fyrri skipulagsdrögum að frágangi við Sætún. Hafa meðal annars verið viðraðar hugmyndir um útsýnispall og listaverk við Skúlagötu, á móts við Vatnsstíginn, en engar ákvarðanir liggja þó fyrir í þessu efni. Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar aðstoðar-gatnamálastjóra get- ur enn dregist um árabil að enda- hnútur verði rekinn á framkvæmdir við ströndina. Hægt og sígandi er unnið að uppfyllingu að breikkun Sætúns, frá Kringlumýrarbraut vest- ur að Kalkofnsvegi, og er hún nú langt komin. Er lokið verður við breikkun götunnar, munu dagar Skúlatorgsins taldir. Borgartún og Skúlagata verða þá gerðar að „botn- löngum“ en Snorrabrautin fram- lengd að Sætúni hinu nýja. Undirbúningur að þessu verki hef- ur farið snigilsfetið enda sá kosturinn tekinn að fara ekki út í kostnaðar- samt grjótnám, heldur nýta það stórgrýti sem til hefur fallið við önnur umsvif borgarinnar. Frekari framkvæmdir við breikkun, sem og önnur verkefni, ráðast síðan af fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Upprunalega var unnið sam- kvæmt hugmyndum er gerðu ráð fyrir voldugum öldubrjót fram með strandlengjunni, en nú hefur sá kost- ur verið tekinn í staðinn að hlaða upp brattan fláa. Þar með er vegfar- endum um Sætúnið tryggt óskert útsýni yfir Faxaflóann. Þá er gert ráð fyrir göngustígum sjávarmegin, er hugsanlega verða komnir í gagnið á næsta ári. Engin tímamörk hafi verið sett á framkvæmdir með strandlengjunni. Ný dönsk orðabók Orðabókaútgáfan hefur gefið út nýja danska orðabók. Orðabókin er bæði dönsk-íslensk og íslensk- dönsk. í henni eru 15.000 orð. Bókinni er ætlað að ná yfir öll algeng orð og orðasambönd í dönsku nútímamáli og byggist orðaval mest á tíðni orðanna. Einnig er haft í huga orðfæri sem gæti komið fyrir í eldra máli og fagurbókmenntum. Orðskýringar eru litlar en aðaláhersla lögð á þýðingu orðanna. - E.Ó Borgarskipulag nær fram til ársins 2004, en það ártal telst engin viðmið- un á verkhraðann, heldur ræðst hann af fjárveitingum og þeirri for- gangsröð er borgaryfirvöld ákveða. I fjárhagsáætlun þessa árs var 13.2 miljónum veitt til uppfyllingar og hefúr það þokað henni vel á veg, en betur má þó ef duga skal. JBG. i Bulgariu Farið verður í 2ja til 3ja vikna ferðir með fólk til hvíldar og tannviðgerða til Búlgaríu í september. Hafið samband við skrifstofuna. FERÐA /3 ‘í s , i* V-30&Í- ‘ 'y> 'l: r- . « l \\ * y % ViW0q 1S®É1 Hafnarstræti 18 14480*12534 * *•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.