Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDISjJAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: ■ 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:1 Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddurólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrimurGislason Póstfax: 68-76-91 Vextir og verðbólga Morgunblaðið vekur réttilega athygli á því í frétt í gær að lánastofnanir taki vexti af lánsfé langt umfram það sem verðbólgustigið gefur tilefni til. Blaðið getur þess að verðbólgan sé 13.4%, en vextir skuldabréfa 29-30%. Blaðið vísar til orða tiltekins bankastjóra í elsta ríkisbanka landsins. Hann upplýsir að vissulega hafi bankastjórar hug á að „fylgja eftir verðbólgu- þróuninni“, eins og hann kemst að orði. Það mun eiga að skilja svo að vextir skuli ákvarðast af verðbólgustigi. Hins vegar greinir bankastjórinn frá því að „stjórnvöld“ séu ákaflega treg í því efni að vextir hækki í samræmi við aukna verðbólgu, þegar þannig stendur á. Þess vegna kemur það sem krókur á móti bragði hjá bankastjórum að tregðast við fyrir sitt leyti að lækka vexti þegar verðbólga hjaðnar. Samkvæmt þessu á sér stað nokkuð sérkennileg togstreita milli ráðandi afla í pýramída bankaskipu- lagsins. Nú kann það að vera mörgum til skemmtunar að bankastjórar og bankamálaráðherra ýtist á í kurteisis- legum hálfkæringi um vaxtamál og annað þess háttar. Jafnvel er ekki fyrir það að synja að árekstrar í mannlegum samskiptum séu á sinn hátt hreyfiafl, sem ýtir við kyrrstöðu og lognmollu. En með fullri virðingu fyrir dýnamískri áreitni verður eitthvert hóf að vera á því hversu fast framfaraöfl af því tagi eru knúin áfram. Hvað varðar stefnu í vaxtamálum hefur al- menningur verið upplýstur um það að bankamála- ráðherra og forráðamenn lánastofnana vilji stuðla að því í sameiningu að lánsfé beri hóflega raunvexti, svo að lántakendum sé ekki íþyngt, sparifjáreigendur fái sitt og bankamir geti borið sig. Þessi markmið í lánamálum eru auðskilin og eðlileg. Sú stefna, sem leiðir að þessum markmiðum, er rétt. Hins vegar er þessi stefna jafnvægisstefna, sem erfitt er að koma fram nema öflin sem að henni standa gangi í takt og fari í sömu átt. Samkvæmt upplýsingum bankastjórans í Morgun- blaðinu verður ekki séð að slíku göngulagi sé haldið, því að bankastjórarnir lækka ekki vexti þótt verð- bólgan hjaðni. Ástæðan til þess er sú, að bankastjór- ar óttast að stjórnvöld muni beitast gegn vaxtahækk- un, ef verðbólga tæki að vaxa. Þetta kann að sýnast virðingarverð fyrirhyggja í bankastjóm, enda kennir almannareynsla og gömul alþýðuspeki að hver eigi nóg með sjálfan sig. En af öðrum ástæðum er það óþolandi að ríkisbankarnir framfylgi ekki mótaðri stefnu í vaxtamálum. Ríkis- bankarnir eiga að gera sitt til þess að hófsemdar- stefna ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum sé í heiðri höfð. Um áratugi kunni bankakerfið engin ráð til þess að ávaxta sparifé sómasamlega og agnúaðist við verðbólgubótum á sparifé ef einhverjum kom slíkt í hug. Þrátt fyrir það fjölgaði bönkum og þeir komust flestir vel af. Nú hafa bankar mjög rúmar hendur um vaxtatöku og verðbólgubætur. Samt óttast banka- stjórar um rekstrarafkomu bankanna og hyllast til að hafa vexti hærri en verðbólgan gefur tilefni til. Fimmtudagur 24. ágúst 1989 Týnt fólk Um síðustu helgi gerðist það enn eina ferðina að útlendingar týndust hér á landi. Um var að ræða ensk hjón, sem höfðu leigt sér hús ■ Skaftafellssýslu. Þau hurfu þaðan, skildu eftir mest af farangri sínum og enginn vissi hvert. Skiljanlega fóru menn að hafa áhyggjur. Þau voru á bflaleigubfl, og eftir honum var lýst í útvarpi. Þá var svipast um eftir þeim og bflnum á nálægum slóðum, en án árangurs. Framundan var ekki annað en að hefja að þessum hjónum skipulega og umfangs- mikla leit um allt sunnan- og aust- anvert landið. Til allrar hamingju fundust hjón- in síðan. í Ijós kom að ekkert var að hjá þeim, heldur var af fréttum að skilja að þau hefðu einfaldlega lagst í flakk, svona eins og geríst og gengur. Aftur á móti höfðu þau steingleymt að láta vita af sér, þó að þau væru horfin sjónum manna í nokkra daga. Svo er að sjá að ekki hafi hvarflað að þeim að til þess gæti komið að nokkur hefði af þeim áhyggjur. Tilkynningarskylda Hér fór því betur en á horfðist, en hins vegar höfum við mörg dæmi frá undanfömum áram um hið gagnstæða. Hér hefur fólk týnst gjörsamlega, bæði útlendir ferðamenn og íslendingar, og ekki fundist fyrr en eftir langa og kostn- aðarsama Ieit. Nú er Garra kunnugt um það að flestum erlendum ferðamönnum, sem hingað koma á eigin vegum, er leiðbeint rækilega um það sem þurfi að varast hér á landi. Þar á meðal að leggja til dæmis ekki inn á hálendið án þess að einhver í byggð viti um ferðaáætlun og geti gert aðvart ef ferðalangamir koma ekki fram á tilætluðum tíma. AUir vita að hér inni á hálendinu er margt að varast og margar hættur í leyni fyrir ókunnuga. Þar er aldrei of variega farið. En fólk þarf líka að gæta þess að hverfi það burt af gististað og sjáist þar ekki dögum saman þá fara menn að verða uggandi um það. Þess vegna er full þörf á þvi að menn beygi sig undir einhvers konar siðferðilega tilkynningar- skyldu áður en þeir leggja upp í slík ferðalög. Svona ekki ósvipað og geríst um skipin á hafi úti. Málið er það að hættumar, sem geta hér orðið á vegi ferðalanga, ekki síst ókunnugra, era það marg- ar að fúU ástæða er til að verða hér uggandi um fólk ef það hverfur brott án þess að nokkur viti um ferðir þess eða ferðaáætlanir. Af því stafar það að þegar fólk sést ekki í nokkra daga þá fara menn að hafa áhyggjur. Og Uði óhæfilega langur tími án þess að tU manna spyrjist þá þykir ekki annað viðeig- andi en að hefja leit. Leitarkostnaður Og það er einmitt í því atriði sem menn þurfa að hafa augun opin og hugsa mál sín. Leit að týndu fólki er nefnUega ekkert sem ástæða er tU að hleypa af stað nema um raunveruleg neyðartilvik sé að ræða, vegna þess að slíkt er ekki gert nema með töluvert miklum tilkostnaði. Við höfum engan her manna á launum í landinu við það eitt að bíða í viðbragðsstöðu eftir því að einhver týnist. Leitir eru hér gerðar að langmestu leyti af sjálfboðalið- um sem oft leggja á sig ómælda ólaunaða vinnu og fyrirhöfn tU að hafa uppi á týndu fólki. Og það nær hreinlega ekki nokk- urri átt að fólk sé að gera sér leik að því að skapa aUa þá fyrirhöfn að ástæðulausu. Þetta þarf að brýna vel fyrir þeim útlendingum sem ferðast um Iandið. Og raunar virð- ist manni að stundum sé fuU þörf á að landinn hafi þetta hugfast líka. Þess eru aUt of mörg dæmi að fólk hafi flanað hér af stað inn á óbyggðir án þess að skUja nokkurs staðar í byggð eftir upplýsingar um svo einfalda hluti sem hvert það ætlar að fara og hve lengi það ætlar sér að verða á ferðinni. Kannski situr þetta fólk svo einhvers staðar í góðu yfirlæti inni á fjöllum og lætur bara fara vel þar um sig. En kannski hefúr það lent í alvarlegum erfiðleikum eða slysi og bíður þess eins að hjálparflokkar komi því tU aðstoðar. En ef ekki er látið vita hefur enginn hugmynd um hvað slíkum ferðalöngum líður. Einhvern veg- inn er það nú þannig að við kunn- um ekki almennilega við þá tUhugs- un að máski sé fólk einhvers staðar á fjöllum uppi í veralegum vanda statt. Þá finnst okkur svona við- kunnanlegra að vita að minnsta kosti hvað því líður. Það er í slíkum tflvikum sem leitarflokkar eru kaUaðir út með tilheyrandi tilkostnaði og fyrir- höfn. Sé ekkert að þá gleðjast vissulega allir hlutaðeigandi yfir þvi. En tilkostnaðurínn er hinn sami. Þess vegna eiga ferðalangar, jafnt útlendir sem innlendir, að beygja sig undir hina siðferðilegu tflkynningarskyldu. Garri. VÍTT OG BREITT Vel þekktur prófessor og doktor í hjartasjúkdómum heldur því fram að verðbólga væri sá sjúk- dómur sem hvað algengastur væri á landi hér og og legðust þrautirnar af slæmskunni einkum á fólk á besta aldri, eins það það er kallað. En á besta aldrinum eru íslending- ar að byggja yfir sig og sína og gengur það ekki þrautalaust fyrir sig. Læknirinn sem hér er vitnað til starfaði lengi vel við að rannsaka fólk sem grunur lék á að haldið væri hjartasjúkdómum, en ein- kennin eru oft þau að verkur verður í brjóstholi og dreifist það- an víðar um líkamann. Fjöldi af ungu fólki fær svona verki og telur víst að nú sé pumpan farin að gefa sig langt um aldur fram og þá er farið í sérfræðingana ‘ til að fá lækningu. En prófessor doktor spurði oft ungu mennina sem komu með hjartveikina sína til hans, hvort þeir væru ekki að byggja. Þar með var sjúkdómsgreiningin á hreinu. Verkurinn fyrir brjóstinu eru streitumerki og margir með fullhraust hjarta héldu sig sjúkiinga sem ættu sér litla batavon. Það eru svona þrautir sem hinn gamli, reyndi læknir kallaði verðbólgu og , eina lækningin við henni var að reyna að gleyma byggingaramstr- inu og öllum áhyggjunum sem því fylgja, sem er auðvelt ráð að gefa en verra að fara eftir. Líklega er verðbólgan hvergi skráð í sjúkdómabækur en er samt verulegur skaðvaldur í líkamlegu heilsufari þjóðarinnar. A fjórum árum bef ur notkun magasára- lyfja meðal íslendinga riilega tvö- faldast: fyrir ma?asarm ko»t»S “ÓSk lyt- Ekkl mag.^r. . 2j I ^?.!iKnlV m. °.^ratlllellum h.«_ Verðbólga í brjóstholi Borsum zzu milji er fram á svart á hvítu að dag hvem allan ársins hring taka átján þúsund manns lyf við magakvillum og hefur notkunin tvöfaldast á örfáum árum. Veikindi í maga og meltingar- vegi eiga sér sjálfsagt ýmsar orsakir svo sem óhollt mataræði og aðrar miður æskilegar lífsvenjur. En það er eins með magaslæmsk- ur margar og verðbólguna í brjóst- hoiinu, að þær orsakast oftar en ekki af streitu og göt á magaveggj- um og sár í þörmum geta allt eins verið streitusjúkdómar sem orsak- ast af áhyggjum um efnahagslega afkomu og getur þá verðbólga og verðtrygging verið heilsu manna beinlínis skaðleg. f Tímafréttinni um magalyfin er látið að því liggja að einhverjar tegundir séu ágætar við timbur- mönnum, sjóveiki og alls kyns slæmsku sem allt eins getur verið sálræn og líkamleg, en oft eru skilin þar á milli ekki glögg. Stemmandi magameðöl Efnahagur og heilsufar í Tímann er oft skrifað um merkileg og skrýtin málefni og í blaðinu í gær er ágæt úttekt á magasári og lyfjanotkun í sam- bandi við svoleiðis sjúkdóma. Sýnt Efnahagslegur óstöðugleiki, sí- fellt tal um að allt sé að fara á hausinn, erlend skuldasúpa og skuldasúpur einstaklinga sem verð- bólgna og eru gulltryggðar fyrir því að lánardrottnar tapi ekki eyri, ásamt með neysluþjóðfélag í al- gleymingi, þar sem hver keppir við annan í bruðli og miður gáfulegum fjárfestingum, er allt saman og hvað með öðru beinlínis heilsusp- illandi. Vel má vera að magasáralyfin séu ágæt til að dempa sjóveiki og . timburmenn og jafnvel verðbólgu í brjóstholi og geti þar með verið fyrirbyggjandi. Það er þá ekki til einskis barist að ríkið borgi einhver hundruð milljóna með þannig meðölum. Kannski best að veita liðinu aðgang að einhverju vel róandi, sem slævir velgjuna og nábítinn eftir ölþambið og fyrirbyggir að áhyggjur af skuldasúpum bori gat á magaveggi og gamir og verkar hjaðnandi á verðbólgið brjósthol. Þá mundi notkun á magameðölum dragast saman og ríkið spara niður- greiðslur á meðölum sem gefin eru við verðbólgum og skuldasúpu- magasári. En besta lækningin, sem kæmi ríki og einstaklingum best væri að ná þeim stöðugleika í siglingu þjóðarskútunnar, að verðbólgur og skuldasúpur hættu að stofna heilsu og velferð manna í hreinasta voða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.