Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1989 Tíminn 7 llll* VETTVANGUR ..lll.. ... ■ ... :... Gunnar Dal: HVAD ER MENNING? AHa okkar ævidaga heyrum við talað um íslenska menningu. En hvað er íslensk menning? Við heyrum líka talað um evrópska menningu, um austurlenska menningu og t.d. franska, enska og þýska menningu. Hver þjóð talar um sína sérstöku menningu. Smærri heildir tala einnig um menningu sem séreign. Menn tala um skagfírska menn- ingu, þingeyska menningu. Og menn tala oft um íslenska bændamenningu. Jafnframt þessu öllu tala menn um heimsmenningu. Og við hljótum að spyrja. Um hvað eru menn að tala? Er menning fleirtöluorð? Orð okkar, menning, er þýðing á orðunum culture, hámenning og civlization, tæknimenning og siðmenning. En oft eru þessi tvö orð samheiti. Hugtökin culture og civilization eru ekki gömul hugtök. Þau eru fyrst notuð í Evrópu á 18. öld. Þegar Johnson var beðinn að taka orðið civilization inn í ensku orðabókina 1772 þá neitaði hann því. Orðið culture er dregið af latn- eska orðinu cultus sem merkir trúarathöfn eða tilbeiðsla. Síðar var farið að nota orðið um ræktun jarðarinnar og einnig um mannrækt. Á 19. öld var farið að nota orðið um hinar andlegu og listrænu hliðar mannlegs samfé- lags. Þá var Evrópubúinn farinn að lifa í heimi sem hann bjó til sjálfur, heimi mannsins. f heimi „séntil- manna“ var menning andheiti við „villimennsku“ eða „barbarisma". En jafnvel í hinum nýja heimi mannsins hætti maðurinn ekki að vera það sem hann var í hinum náttúrulega heimi. Frumþarfir hans, matur, drykkur, hvíla og skjól breyttust ekki. Hann varð áfram að eignast börn. Eins og allar aðrar lífverur varð hann áfram háður fæðingu og dauða. Og hann varð áfram að verja sig fyrir öðru fólki í samfélaginu. Og mað- urinn hélt áfram að líkjast skyldum tegundum að líffærafræðilegri byggingu. Meltingarfærin breyttust lítið í heimi vaxandi menningar. Og því sem við eigum sameiginlegt dýrum er auðvelt að skila til næstu kynslóða. En sama verður naumast sagt um sívaxandi hámenningu. Ein kynslóð nægir til að týna henni. Hún er því alltaf í hættu. Hún getur týnst bæði af manna- völdum og hættum sem koma að utan. En hvað er þá menning? Öll saga okkar er menningar- saga. Menning er sagan um þróun mannsins og athafnir hans frá upp- hafi. Hún er skoðun mannsins á sjálfum sér og stöðu okkar í heim- inum. Og ekki aðeins á þessari jörð. Maðurinn er löngu farinn að líta á hinn þekkta alheim sem sitt menningarsvæði sem hann kannar og dreymir um stóra drauma. Menning er saga allra listgreina frá árdögum. Hún er saga um fegurð- arskyn mannsins og listsköpun. Hún er saga tækninnar frá fyrstu steináhöldum til flóknustu véla- samstæðna nútímans. Hún er saga um það hvernig maðurinn bjó sér til sinn eiginn heim. Hún er saga um hugsjónir og baráttu, saga um samfélagsþróun og siðgræði í breytni manna á milli. Og hún er saga slysa, mistaka og ófamaðar. Menning er saga um menn sem leita hins rétta en hafa þó rangt fyrir sér. En jafnvel það að hafa rangt fyrir sér skilar mönnum að lokum áfram til meiri þroska. Menningin er líka saga sigra svo stórra að þeir fóm langt fram úr því sem nokkur maður gat fyrir- fram fmyndað sér. Og menning er að leiðrétta gamlarvillur. Menning er ritað og talað mál, trúarbrögð, heimspeki og listir, tæki sem menn búa til og nota, byggingar og stofnanir, mannasiðir og breytni. Líf okkar nú er menningararfur okkar, árangur af langri leit. Og stundum finna menn annað en það sem þeir leita að. Að skilgreina slíka sögu er naumast gerlegt. En margbreytileiki hugtaksins menn- ing eykur nauðsyn þess að skil- greina það. Rót menningarinnar er ein og söm um allan heim. Við verðum að skilja menningu sem einn megin- straum. Og manneðlið sjálft sem uppsprettu hans. Þessari einingu mega menn ekki gleyma þegar þeir virða fyrir sér hina síbreytilegu baráttu mannsins við umhverfi og aðstæður. Er menning f leirtöluorð? Mannfræði gefur sér þá forsendu að menning sé fleirtöluorð. Mann- fræði byggist á þeirri staðhæfingu, að til séu margar siðmenningar og sfðan undirdeildir þeirra. Félagsvísindi okkar gefa sér líka þá forsendu að orðið sé fleir- töluorð. Sé sú forsenda röng þá mætti líka álykta það að grunnur- inn sem þessi vísindi hvfla á þarfn- aðist endurskoðunar. Félagsvísindi byggjast á þeirri hugmynd, að til séu margar menningar og ólíkar. Og að þessar ólíku menningar séu nátengdar samfélagshugmyndum. í vissum skilningi er þetta augljóslega rétt. En það mætti einnig álykta að öll menning sé nátengd. Hún sprettur af rót sem er sameiginleg öllum mönnum. Hún sprettur af þörf allra manna til að skapa og starfa. Allir menn eignast einhverja lífs- speki, trú, sögu og listir. Og þegar ég tala um sögu þá á ég ekki við sagnfræði heldur minningar. Allir menn reyna með einhverjum hætti að skilja sína eigin tilveru og tilveru samfélagsins. Allir menn skapa sér einhverja heimsmynd. Og það sem gerir menninguna samtengdari en allt þetta er hvöt sem virðist öllum mönnum sameig- inleg: Allir menn hafa löngun til að komast upp fyrir sjálfa sig og ríkjandi ástand. í stuttu máli sagt: Öll menning rís af eðli mannsins og eðli mannlegrar skynsemi. Þennan grundvöll allrar menningar' verða menn alltaf að hafa í huga. Þetta eru allt mannlegir þættir sem skapa menninguna og eru öllum sameig- inlegir. Sterkasti þátturinn er sennilega viss grundvallarheiðar- leiki mannsins sem birtist í því að vilja þekkja hið sanna og rétta og breyta rétt. Aðrir mannlegir þættir sem skapa menningu eru trúarleg reynsla, fegurðardýrkun, áræði til að fara ótroðnar slóðir, sköpunar- gáfa eins og hún birtist í listum, bókmenntum og öðrum mannleg- um viðfangsefnum og loks draum- urinn um fullkomnun og einingu, draumurinn um frið, jafnvægi og samræmi. Þessir mannlegu þættir eru sameiginlegir öllum mönnum, þeir eru manneðli sem birtist alltaf í fyllingu tímans. Þjóðfélagsvísindi hafa það að markmiði að lýsa mismunandi sam- félagsformum og mismunandi gild- ismati þeirra. Með þessu hafa þau unnið þarft verk og aukið skilning á mannlegu samfélagi. Þau hafa dýpkað hugtakið menning og látið það ná til allra þjóða og samfélaga. Á hinn bóginn þyrla þau oft upp svo margvíslegum sjónarmiðum og svo afstæðum skilningi að maður- inn sjálfur og eðli hans týnist. Það væri yfirlæti að segja að grundvöll- ur þjóðfélagsvísinda væri rangur, vegna þess að þau gera það sem er í eðli sínu eitt að mörgu. Hins vegar virðist grundvöllurinn stund- um hallast og skekkjast vegna þess að þau taka ekki mið af þessari grundvallareiningu mannsins. Menning á ekki að vera fleirtölu- orð. Og þjóðfélagsvfsindum má raunar þakka fyrir að hafa rutt brautina fyrir hinu nýja einingar- hugtaki. Þau hafa látið hinar gömlu einföldu skilgreiningar víkja fyrir nýrri túlkun. Félagsvísindi nútím- ans hafa þegar vaxið út fyrir og upp fyrir hina upphaflegu grundvallar- forsendu. Hið nýja einingarhugtak felur Gunnar Dal. auðvitað í sér margbreytileika og viðurkennir nauðsyn hans. En í hinu nýja einingarhugtaki felst það líka að einstakar athafnir manna, list, trú og vísindi verður að skoða sem hluta af stærri heild. Öll mann- leg samfélög eru eitt: Heimur mannsins. Sannleikurinn er sá að enginn maður á heima í einni afmarkaðri menningu. Ekki heldur í neinu andlega afmörkuðu samfé- lagi. Vegna eðlis síns vex maðurinn upp úr þeim öllum. Allir hlutir eru hjá honum í stöðugri endurskoð- un. Að sjá til þess að maðurinn vaxi ofar sjálfum sér er ekki aðeins hlutverk Ustamannsins eða skáldsins. Heimspeki og trúarhug- myndir þróast líka. Og þessi fram- þróun er ekki bundin ákveðnu félagsformi, eða einhverri einni afmarkaðri siðmenningu. í innsta eðli sínu er þessi framþróun hvorki afstæð né háð félagslegum aðstæð- um. Hún er í innsta eðli sínu aukinn skilningur mannsins á sjálf- um sér. Með þessu er auðvitað ekki verið að halda því fram að þessi sjálfsskilningur mannsins geti ekki birst í ótal myndum og við ólíkar aðstæður. En allar einstakar menningarathafnir verður að skilja í stærra samhengi: Allar hinar mörgu „siðmenningar" á að skilja og skilgreina sem eina. Að skilja og skilgreina menningu er ekki hlutverk heimspekings fremur en annarra. Til að öðlast víðtækari skilning þurfa menn að fara allar þekkingarleiðir jafnt. Engin ein þekkingarleið hefur neina sér- stöðu. Öll menningarsvið skapa ákveðna þekkingu. Og nútíma- maðurinn hefur ríka þörf fyrir að skilja einingu þeirra. llllllllll STJARNHEIMAR ||lllllllllllll|||[lllllllllll|lllll|lllllllllll||l Fyrstu skrefin í sókn til tunglsins Lengi var mönnum mikil ráðgáta hvemig eðli og útlit tunglsins væri í raun og vem. Hér var viðfangsefni erfitt úrlausnar, meðan hjálpartæki (t.d. sjónaukar) vom engin eða þá mjög ófullkomin. Þó þreifuðu menn sig áfram smátt og smátt og gerðu ýmsar ályktanir, sem staðisí hafa síðari rannsóknir og tókst með tímanum að fullkomna sjónauka og önnur tæki sem gerðu þeim fært að færa út svið þekkingarinnar á þess- um fallega nágranna okkar í geimn- um, tunglinu síbrosandi Ég mun nú gera örstutta grein fyrir fáeinum af fyrstu áföngunum, í þessari þekkingarsókn mannsand- ans, og geta nokkurra þeirra manna, sem gerðust frumkvöðlar í því að færa þekkingu okkar út til tunglsins. Fjöll á tunglinu. Sá sem fyrstur lét í Ijós það álit, að tunglið væri fjöllótt, var gríski heimspekingurinn Democritust (460-370 f.Kr.) Fyrsti uppdráttur eða kort af tunglinu var gert af W. Gilbert, sennilega um 1600 (hann lést 1603). Þessi uppdráttur var gerður berum augum, því sjónaukar voru þá enn ekki komnir í notkun. Fyrsti uppdráttur af tunglinu, með hjálp sjónauka, var gerður árið 1609, af Thomas Harriot, og sýnir ýmsa staðhætti á tunglinu. Galfleo Galilei gerði uppdrátt af tunglinu árið 1610, en er talinn varla eins nákvæmur og uppdráttur Harri- ots. Hæð fjalla á tunglinu. Fyrstu til- raunimar til að mæla hæð fjalla á tunglinu, gerði Galileo frá og með 1610. Hann mældi t.d. hæð Apenn- ina fjallanna á tunglinu, og þótt hann reiknaði þau helst til há, þá var hann á réttri íeið og skeikaði ekki miklu. Enn betri árangri í hæðarmæling- um tunglfjalla náði J.H. Schöter, frá og með árinu 1778. Jarðskin. Leonardo da Vinci (1452-1519) varð fyrstur til að koma með rétta skýringu á því, að þeir hlutar tunglsins, sem sólin skín ekki á, eru samt sýnilegir. Hann skildi að hér var um endurskin sólarljóss frá jörðinni að ræða. M.ö.o. jarðskin. Skrá yfir örnefni. Fyrsta kerfis- bundna nafnaskráin af ýmsum stöð- um á tunglinu var gerð árið 1645 af Langrenus, ogárið 1647 af Hevelius. En mörgum af nafngiftum þeirra hefur verið breytt síðar. - Nafna- skrá, sem enn er stuðst við að ýmsu leyti, var gerð um 1651 af G. Ricc- ioli, en hann bjó til helstu örnefni eftir ýmsum þekktum vísindamönn- um. - Bundinn möndulsnúningur. Fyrsta nákvæma skýrslan um það, að tunglið hafi bundinn möndul- snúning, snúi alltaf sömu hlið að jörðu, var gerð„ af G.D. Cassini árið 1693. - Þó þykir að vísu næstum víst að Galileo hafi gert sér þetta að fullu ljóst. Fyrsti verulega góði uppdráttur- inn af tunglinu var birtur árið 1837, og gerður af W. Beer og J.H. Mádler í Berlín. Þeir studdust við lítinn sjónauka. Fýrsta Ijósmynd af tunglinu var tekin 23. mars 1840 af J.W. Drapner, sem notaði 5" sjónauka. í þessu stutta yfirliti er aðeins getið fáeinna atriða í könnun tunglsins, meðan menn reyndu að gera athuganir ýmist án hjálpar- gagna eða með mjög frumstæðum tilfæringum, sem ekki varð bót á ráðin, fyrr en ný öld með nýrri tækni, gekk í garð. Síðan hefur tunglrannsóknum fleygt svo fram, (ásamt öðrum stjörnufræðirannsóknum) að alþýða manna stendur sem agndofa yfir allri þeirri nýju vitneskju, sem birt er við og við. Hversu furðu lostnir urðu menn ekki, þegar f fyrsta sinn tókst að senda menn til tunglsins 20. júlí 1969. Segja má með réttu að þá hafi öll heimsbyggðin staðið á öndinni í fyrsta sinn, yfir því tækniafreki sem þá var unnið. En þrátt fyrir aðdáun okkar á afrekum hins nýja tíma, þá er hollt að minnast þess að afreksmenn and- ans höfðu hér lagt hönd á plóginn um allar aldir síðan sögur hófust, og þeim eigum við að þakka þá undir- stöðu, sem menn nútímans byggja á framhaldið á frægðargöngu sinni til tungls og stjarna. Ingvar Agnarsson Myndin sýnir hluta af bakhlið tunglsins, en með ferðum þangað tókst mönnum í fyrsta sinn aðskyggnast yfir á þá hliðina, sem frá jörðu snýr. - Myndin er tekin úrgervihnettinum Lunar Orbiter 5, þann 6. ágúst 1967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.