Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. ágúst 1989 Tíminn 9 ÚTLÖND Alsírskur kaupmaður rændi Airbus farþegaþotu Air France í gær. Hann var vopnaður handsápu og ilmvatnsglasi. Rændi farþegaþotu vopnaður handsápu og ilmvatnsflösku Bíræfinn Alsírmaður sem vísað hafði verið úr Iandi í Frakklandi rændi í gær Airbus farþegaþotu franska flugfélags- ins Air France með 115 manns innanborðs. Maðurinn sem vopnaður var handsápu og ilmvatnsflösku gafst upp skömmu eftir að flugvélin lenti á flugvellinum í Algeirsborg, en hún var í áætlunarflugi frá París til Algeirsborgar. FRETTAYFIRLIT KENNEKBUNKPORT- George Bush forseti Banda- ríkjanna hældi Virgilio Barco forseta Kólumbíu á hvert reipi fyrir aögeröir hans gegn eitur- lyfjahringum sem starfað hafa sem ríki í ríkinu í landinu undanfarin ár. Bush bauö stjórnvöldum í Kólumbíu bún- ao og þjálfunaraðstoð til að berjast gegn hinum voldugu eiturlyfjabarónum. Þá hvatti Carlos Andres Perez forseti Venesúela til fundar leiðtoga Ameríkuríkja til að ræða leioir gegn eiturlyfjasmygli. RIGA - Kirkjubjöilur klingdu vftt og breytt um Eystrasalts- ríkin á sama tíma og tvær milljónir manna mynduðu lif- andi keðjur til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá því að Sovétríkin og Þýskaland nas- ismans gerðu sáttmála sem varð til þess að binda enda á sjálfstæði þessara þriggja smáríkja. I Moskvu brutust út óeirðir þegar lítill hópur rót- tæklinga sem tóku þátt í göngu til að styðja við umbótastefnu Gorbatsjofs réðust að öryggis- lögreglumönnum sem óou inn I gönguna. í Varsjá fordæmdi pólska þingið samhljóða sátt- mála Hitlers og Stallns og úrskurðuðu að hann bryti ( bága við alþjóðalög og rétt. VARSJÁ - Samstöðumað- urinn Tadeuz Mazowiecki sem Jaruzelski hefur tilnefnt sem forsætisráðherra Póllands sagði nauðsynlegt að komm- únistar taki þátt í ríkisstjórn sinni vegna valds sem þeir hafa her og lögreglu, annars gæti hreinlega brotist út borg- arastyrjöld í landinu. Hins veg- ar fullvissaði hann þingmenn Samstöðu að hann yrði enginn tuskubrúða kommúnista fyrir það. JERÚSALEM - (sraelski herinn hyggst nota loftbelgi búna kvikmyndavélum til áö fylgjast með aðgerðum Palest- ínumanna í flottamannabúð- um á Vesturbakkanum. NIKOSÍA - Ali Akbar Has- hemi rafsanjani forseti Iran sagðist vera að ieiða (rani inn á nýja kröftuga braut en fyrrum ráðherra harðlínumanna var- aði hann við að víkja ekki af mjóum öfgavegi íslömsku bylt- ingarinnar. Þegar maðurinn, hinn þrítugi Said Jamel var leiddur af brott af lögregl- unni sagði hann fréttamönnum að uppátæki sitt væri til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Palestínu og Líbanon. Jamel sem franska útvarpið sagði vera í „andlegu ójafnvægi" var færð- ur út í Airbus vélina af frönskum lögregluþjónum þar sem honum hafði verið vísað úr landi vegna Lögreglan í Suður-Afríku beitti táragasi gegn Desmond Tutu erki- biskupi og nokkur hundruðum skólabörnum utan við kirkju i blökkumannahverfinu Guguletu utan við Höfðaborg í gær. Táragas- árásin var gerð í sömu mund og Tutu hugðist hvetja bömin til þess að hætta við mótmælagöngu gegn að- skilnaðarstefnu stjómvalda þar sem lögreglan myndi að líkindum ráðast að mótmælagöngunni. Tutu gekk gegnum táragasskýið fyrir utan kirkjuna og ávarpaði lög- reglumann er stjómaði aðgerðun- um: - Þið getið ekki kastað að þeim táragasi, þau hafa ekkert gert af sér. Svarið sem erkibiskupinn fékk var stutt og laggott: - Mér er nokk sama. Desmond Tutu sem fengið hefur friðarverðlaun Nóbels fyrir starf sitt að mannréttindamálum kom gagn- gert til Kirkju hins heilaga kross til „óeðlilegs athæfis". Hann tók sig þá til, tók handsápuna á salerni flugvél- arinnar traustataki, mótaði hana utan um ilvatnsflösku, setti plast- poka utan um allt saman, gekk fram í flugstjómarklefann og sagðist vera með sprengju í fómm sínum. Hótaði hann að sprengja þotuna í loft upp yrði ekki gengið að kröfum hans. Jamel sagði blaðamönnunum al- varlegur í bragði að hann hefði fyrst að fá skólabömin til að hætta við mótmælagönguna. Lögreglan í Suð- ur-Afríku hefur hótað mótmælend- um að á þeim verði tekið af mikilli hörku, en alda mótmæla hefur riðið yfir landið að undanfömu samhliða kosningum sem blökkumenn mega ekki taka þátt í. Með Tutu voru þeir Jakes Gerwl sem er rektor í háskólanum í West- em Cape, en í þann skóla sækja litaðir suðurafríkanar aðrir en blökkumenn og hinn frjálslyndi þingmaður Jan van Eck. Þeir tveir hafa verið í fararbroddi árangurs- ríkrar herferðar þar sem kjósendur, hvítir og litaðir, eru hvattir til að kjósa ekki. Fyrr um daginn hafði lögreglan beint fréttamönnum frá Guguletu, en bærinn var miðpunktur blóðugra mótmæla gegn aðskilnaðarstefnunni á árum áður. - Við emm að vinna okkar verk hér. Komið ekki aftur í dag, var blaðamönnunum sagt. ætlað að láta þotuna lenda í hafnar- borginni Annaba, en síðan skipt um skoðun. Jamel gafst upp fyrir lögreglunni eftir að hafa átt stuttar samningavið- ræður við alsírsk stjómvöld. Strax eftir að fréttir bámst af flugráninu fóm af stað flugusagnir um að líbanskur hryðjuverjahópur ætti hlut að máli og að flugránið tengdist vem franskra herskipa við strendur Líbanon enda hafa líb- anskri öfgahópar hótað Frökkum hefndaraðgerðum hlutist þeir um of í málin í Líbanon. En sem betur fer var hér aðeins um léttruglaðan Al- sírmann að ræða en ekki þrautþjálf- uð hryðjuverkasamtök. Mitterand Frakklandsforseti svarar hótunum mannræn- ingja fullum hálsi: „Engir aðrir en Frakkar stjórna gjörð- um Frakka“ Mitterand Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að engum yrði liðið tilraunir til að stjórna aðgerðum Frakka í Líbanondeilunni. Með þessu svaraði hann hótunum líb- anskra öfgahópa sem hafa hótað að taka vestræna gísla af lífi blandi Frakkar sér inn í málin í Líbanon. Á sama tíma em embættismenn Páfagarðs að athuga möguleika á því að páfinn haldi í stutta heimsókn til Líbanon og reyni þannig að beita áhrifum sínum til að stilla til friðar. Páfinn hefur þegar tekið harða af- stöðu gegn vopnaskaki Sýrlendinga í Líbanon í hörðustu ræðu sem hann hefur nokkra sinni beint til einstaks ríkis. Hann hyggst bæði hitta leið- toga kristinna manna og múslíma ef af för hans verður. - Ekkert ríki og engin samtök hafa nokkum rétt á að stjóma því hvað Frakkar gera í málefnum Líb- anon, sagði Mitterand á ríkisstjóm- arfundi í gær á sama tíma og frönsku herskipin sem lónað hafa út af ströndum Líbanon stefnu nær Beir- útborg. Frakkar hafa sent freigátur vopn- uðum Excocet flugskeytum og flug- móðuskip á þessar slóðir til að leggja áherslu á tilraunir sínar til að stilla til friðar milli stríðandi afla og sýna fram á að þeir muni verja franska borgara í Líbanon gerist þess þörf. Enn eitt skip bætist í flotan í dag þar sem 24 þúsund tonna flugmóðuskip er á leið til austurhluta Miðjarðar- hafs. Mitterand lagði áherslu á að flot- inn væri ekki í hernaðaraðgerðum heldur væri hlutverk að fylgja eftir friðarviðleitni Frakk og að enginn aðili í Líbanon gæti stólað á að Frakkar beiti þeim liðsinni. Með þessu er hann að senda Michel Aoun leiðtoga kristinna manna tóninn og vara hann við að ana ekki út í vitleysu og treysta á hjálp Frakka. íhlutun Frakka í málefnum Líban- on koma til af þeim ríku tengslum sem Frakkar hafa haft þar frá því þeir fór með yfirstjóm mála í landinu milli heimstyrjaldanna tveggja, en fram að þeim tíma réðu Tyrkir ríkjum á þessum slóðum. Sri Lanka: Morðaldan magnast með hverjum degi Áfram heldur blóðbaðið á Sri Lanka og virðist grimmdin aukast frekar en hitt. Að minnsta kosti sjötíu mann vom myrt síðastliðinn sólarhring og fundust lík margra þeirra í skurðum og pyttum hroða- Íega útleikin. Manndrápin virðast aukast dag frá degi og em þar að verki bæði skæruliðar er berjast gegn ríkisstjórninni og hópar sem hliðhollir em stjómvöldum. Þeir virðast sérstaklega leita uppi stjómmálamenn stjórnarand- stöðunnar. Þá féllu sjö lögreglumenn til viðbótar í fyrirsát í Matugama í suðurhluta landsins og voru þar að verki skæruliðar hinnar vinstri sinnuðu Þjóðfrelsishreyfingar. Sex hermenn féllu í svipaðri árás á þriðjudag. Herinn hefur sakað Þjóðfrelsis- hreyfinguna um flest hinna morð- anna, en líkur eru þó á að þar hafi liðsmenn stjórnarinnar eitthvað óhreint í pokahorninu. Skæmliðar hafa náð að lama allt stjómsýslukerfi ríkisstjórnarinnar á nokkram svæðum -í suðurhluta landsins og ráða þar lögum og lofum. Stjórnarherinn gerði atlögu að Þjóðfrelsishreyfingunni í síð- ustu viku og handtók á þriðja þúsund manns sem talir em styðja skæmliða. Virðist aðgerð þessi ein- ungis hafa aukið á morðölduna. Þó átökin séu nú mest í suður- hluta landsins þar sem vinstrisinn- aðir skæmliðar Shinalesa berjast gegn stjómvöldum, þá er langt frá rólegt í norðurhlutanum þar sem Tamílar berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þar eru indverskar hersveitir í baráttu við Tamílana, en ekki bárust fréttir af morðum þar í þetta skiptið. Suöur-Afríka: Táragasi beitt á Tutu erkibiskup

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.