Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 11
i t t * » 10 Tíminn Fimmtudagur 24. ágúst 1989 ( ' • I Fimmtudagur 24. ág'úst 1989 t- t t t > » - < t i - :• Tíminn 11 H inn 1 - se ptem ber 1 939 réðust h e rsveiti r H itl lers inn í Pól land - Fimmtíu ár frá upphafi blóðugasta hildarleiks mannkynsins Eftir Stefán Ásgrímsson Hálf öld er liðin síðan blóðugur hildarleikur síðarí heimsstyrjaldarinnar hófst með innrásinni í Pólland 1. september 1939. Talið er að 30 núlljónir manna hafi týnt Ufinu áður en stríðinu lauk vorið 1945. til fyrir Hitler að skella sér yfir sundið og taka Bretland líka. En þar hikaði Hitler en beindi í þess stað herjunum til austurs gegn Sovét- mönnum og rauf þar með vináttusamn- inginn við Stalín. Það var eiginlega ekki fyrr en við Stalingrad að síríðsgæfan sneri loks baki við Hitler eftir harðan vetur og undanhaldið hófst. Þessu blóðuga stríði lauk síðan loks vorið 1945. Þá hafði það kostað 6 milljón- ir Gyðinga lífið en af hálfu nasista var það einn tilgangur stríðsins að útrýma þeim af yfirborði jarðar. Samtals telja menn að af völdum síðari heimsstyrjaldarinnar hafi um 30 milljónir manna látið lífið og eru þeir þá meðtaldir sem drepnir voru kerfisbundið í útrým- ingarbúðum nasista og víðar. Talið er að 357.116 Englendingar hafi farist, þar af 60.595 óbreyttir borgarar, auk þess er óvíst um afdrif 46.079. Bandaríkjamenn misstu 227.857 og óvíst er um afdrif 68.168. Frakkar misstu 607.500, Kínverjar 1,3 milljónir og 115.000 er saknað. 7760 Belgíumenn féllu í orrustum en 20.271 óbreyttur borgari lét lífið. 415.300 Grikkir féllu, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. 5 milljónir Pólverja létu lífið og 7 milljónir Sovétmanna. Þá telja ensk hernaðaryfirvöld að 7,4 milljónir Þjóðverja hafi látið lífið, - og Hitler skaut sig. - sá „Á þessu augnabliki er þýskur her að ráðast inn í Pólland og sprengjuregn frá stórskotaliðssveitum þýska hersins og flugher Görings dynur á Varsjá og fjölda hernaðarlega mikilvægra staða annarra.“ í þessum dúr voru fréttir fjölmiðla að morgni hins 1. september 1939 og síðar um morguninn stóð Adolf Hitler í ræðu- stóli í þinghúsinu í Berlín og lýsti þessum atburðum og réttlætti þá í beinni útsend- ingu í útvarpi og þingheimur tók undir í sæluvímu hinna sigurvissu og öskraði - „Sieg Heil, Sieg Heil. Þann 1. næsta mánaðar er hálf öld liðin frá því að þessir atburðir áttu sér stað og síðari heimsstyrjöldin hófst. Þarna hugð- ust nasistar fyrir hönd þýsku þjóðarinnar hefna ófaranna í fyrri heimsstyrjöldinni og nauðungarsamninganna í kjölfar hennar árið 1918 og skapa þýsku þjóðinni lífsrúm „Lebensraum“ í austurátt. Þann 1. september 1939 skyldu tíma- mótin vera, upphafið að nýju arísku, hreinu þúsund ára ríki nasismans. Hitler hafði lofað þýsku þjóðinni því og nú skyldi hafist handa og ekkert skyldi koma í veg fyrir það, síst af öllu smámunir eins og mannréttindi, lög eða alþjóðasamn- ingar. Sjónvarpið minnist atburða Ríkisútvarpið/Sjónvarp mun í dagskrá sinni í haust minnast þess að hálf öld er liðin frá upphafi styrjaldarinnar og fimmtudagskvöldið 31. ágúst eftir rétta viku frumsýnir Sjónvarpið alveg nýja breska sjónvarpsmynd sem heitir Heims- styrjöld í aðsigi, Countdown to War. Myndin er gerð af Granada Television í Englandi fyrir ITV sjónvarpsstöðina og verður hún einnig frumsýnd í Englandi í kvöld. Til þessarar myndar hefur verið vel vandað eins og breskra sjónvarps- og kvikmyndagerðarmanna er von og vísa og hefur fjöldi sagnfræðinga og sérfræð- inga í alþjóðastjórnmálum verið hafður með í ráðum við gerð myndarinnar. Handrit myndarinnar skrifaði Ronald Harwood sem einnig skrifaði handrit myndarinnar The Dresser, eða Búninga- meistarinn sem hér hefur verið sýnd. Ian McKellen leikur Hitler, Michael Aldridge leikur Chamberlain, forsætis- ráðherra Breta en auk þeirra kemur fram fjöldi þekktra leikara. Leikstjóri er Patr- ick Lau. Myndin greinir frá athöfnum valda- manna helstu ríkja álfunnar og athöfnum þeirra haustið 1939. Myndin hefst klukk- an 21.40 í kvöld. Föstudagskvöldið 1. september kl. 19.15 hefst bein útsending frá minningar- tónleikum frá Óperunni í Varsjá þar sem þess er minnst að 50 ár eru frá innrásinni í Pólland. Þessi dagskrá er unnin í samvinnu pólskra, þýskra, breskra og austurrískra sjónvarpsstöðva og er sýnd samtímis í flestum sjónvarpsstöðvum Evrópu og víðar. Fram koma meðal annarra Jóhannes Páll 2. páfi. Dagskráin hefst á því að Leonard Bernstein les fyrsta hluta ljóðs- ins 1. september 1939 eftir W.H. Auden. Sinfóníuhljómsveit pólska útvarpsins leikur og einsöngvarar, einleikarar og kórar frá 40 löndum flytja tónlist eftir Beethoven, Chopin, Leonard Bernstein, Mahler og fleiri. Af einsöngvurum sem fram koma má nefna Barböru Hendricks og Dietrich Fischer-Dieskau. Kl. 21.15 að kvöldi 1. september að tónleikunum loknum og fréttum og veðurfregnum er þýsk heimildamynd um styrjöldina en stjórnandi hennar og kynn- ir er Henry Kissinger fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. í myndinni er fjallað um orsakir, aðdraganda og ýmsar heimssögulegar afleiðingar stríðsins. Þann 3. september verður sýnd bresk sjónvarpsmynd sem heitir Stríðssálu- messa en hún er byggð á sálumessu Benjamins Britten. Hinn nýlátni sirLaur- ence Olivier er meðal leikenda. Þriðjudaginn 5. september verður sýndur fyrsti þáttur nýs heimildamynda- flokks í átta þáttum um styrjöldina. Myndröðin heitir Stefnan til styrjaldar; Road to War. Laugardaginn 9. september er á dagskrá Sjónvarpsins hin fræga mynd þýska leikstjórans Wolfgang Petersen Das Boot. Mynd þessi var gerð árið 1981 og fjallar um ferðir kafbátsins U-96 og Ííf áhafnar hans. Hún þykir ein máttugasta ádeila á styrjaldir, mannlega kvöl af völdum þeirra og niðurlægingu. Lífsrými fyrir aríana Raunar duldist víst fáum utan Þýska- lands útþenslustefna nasismans en þjóð- höfðingjar voru ef til vil ekki vanir slíkum umgengnisháttum um sem Hitler og menn hans tömdu sér á vettvangi alþjóða- stjórnmála og létu því hann koma sér æ ofan í æ í opna skjöldu, samanber fræg orð Neville Chamberlains er hann steig á breska grund eftir viðræður við Hitler í Þýskalandi: „Friður á okkar tímum,“ sagði hann og hafði varla sleppt orðinu er styrjöldin braust út. Fyrir innrásina í Pólland höfðu nasistar þó innlimað Austurríki í þúsundáraríki sitt við fögnuð flestra Austurríkismanna nema Gyðinga, og fáum mánuðum áður Tékkóslóvakíu. Eftir síðamefnda at- burðinn voru þó farnar að renna tvær grímur á stjórnvöld í öðrum ríkjum Evrópu gagnvart Þjóðverjum og England og Frakkland tóku að sér að ábyrgjast öryggi Póllands. Innrásin kom því mörgum á óvart og hafði Hitler ekki haft fyrir því nú frekar en fyrri daginn að lýsa yfir stríði á hendur Póllandi. Víst má telja að Hitler hafi vonast í lengstu lög til þess að Bretar og Frakkar skiptu sér ekki af innrás í Pólland og vissulega leit út fyrir það um tíma. Hann hafði gert griðasáttmálann fræga við Stalín til að tryggja sig gegn því að þurfa að heyja stríð á tvennum vígstöðvum og að stjórnvöld Evrópuríkja myndu gangast inn á fund æðstu manna stórveldanna um framtíð Evrópu eins og bandamaður hans, Mussolini hinn ítalski hafði lagt til við Hitler að beiðni Bonnet, utanríkisráðherra Frakka. Kosti það sem kosta vill Hitler hafði um nokkurn tíma fyrir innrásina rekið harðan áróður gegn Pól- verjum fyrir illmennsku þeirra í garð þýsks fólks í Danzig og bæði Bretar og Frakkar vildu fyrir allan mun halda friðinn. Þekkt eru ummæli R. A. Butlers, háttsetts starfsmanns í breska utanríkis- ráðuneytinu sem mælti mjög með því að Bretar skyldu ef um allt annað þryti, þvinga Pólverja til sátta og undanslátts gagnvart Þjóðverjum og sagði: „Það væri vináttubragð gagnvart Pólverjum þegar til lengri tíma er litið. Hitler er aðeins að fara fram á yfirráð yfir Danzig sem er þrátt fyrir allt borg sem byggð er Þjóð- verjum. Ef með þessu mætti koma í veg fyrir stríð, þá er þetta gott ráðslag." Þá var Georges Bonnet utanríkisráð- herra Frakka ekki mjög harður í afstöðu sinni með Pólverjum en hann sagði af þessu tilefni: „Ef það verð sem greiða þarf til að forðast stríð, þar sem þúsundir franskra barna mun láta lífið, er aðeins smá horn af Póllandi þá verður svo að vera.“ Þannig hikuðu bæði Bretar og Frakkar eftir innrás Þjóðverja í Pólland áður en þeir stóðu við samkomulag sitt við Pól- verja um að árás á Pólland jafngilti árás á Bretland og Frakkland. Breska stjórn- arandstaðan gagnrýndi Chamberlain harðlega fyrir aðgerðaleysið og hans eigin stuðningsmenn tóku undir gagnrýn- ina. Það var ekki fyrr en eftir tveggja daga stranga fundi í þingi og ríkisstjórn Breta að Chamberlain lýsti því loks yfir að innrásin þýddi að Bretar væru í stríði við Þjóðverja. íslendingur í Þýskalandi stríðsáranna Þótt að þjóðir Evrópu hefðu allt frá valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 horft með ótta og tortryggni á þróun mála þar og margir gert sér góða grein fyrir því hvert stefndi þá gegndi öðru máli í Þýskalandi sjálfu þar sem valdatöku Nas- ista fylgdi allsherjar uppgangur í atvinnu og efnahagsmálum landsins sem til þess tíma höfðu verið afar bágborin. Dr. Matthías Jónasson sálfræðingur dvaldi í Þýskalandi við nám og störf frá 1930 og eftir doktorspróf 1935 varð hann lektor í íslenskum fræðum við háskólann í Leipzig. Matthías dvaldi í Þýskalandi öll styrjaldarárin en flutti heim í lok júlí 1945 nokkru eftir stríðslok. Hann var á íslandi í stuttri heimsókn þann 1. september 1939 þegarheimsstyrj- öldin braust út en kom aftur til Leipzig þann 18. september. í viðtali við Tímann 31. júlí 1945 segir Matthías m.a. um þegar hann kom aftur til Þýskalands eftir að styrjöldin hafði brotist út: „Ég varð þess fljótt áskynja þegar ég kom til Þýskalands, að almenningur leit öðru vísi á styrjöldina en við hér heima. Fólk hafði almennt ekki gert sér grein fyrir þeim hörmungum sem styrjöldin gæti haft og hlaut að hafa í för með sér. Almenningur dáðist að því hve mat- vælaskammtarnir væru ríflegir. Stjórnin sagði alltaf að allt væri í lagi, hið volduga Þýskaland væri aðeins að gera upp sakirn- ar við Pólland. Stjórnarvöldin sögðu að það myndi ekki taka langan tíma að vinna stríðið við Pólland og Frakkar og Bretar myndu ekki sjá neina ástæðu til að halda áfram þegar Pólland væri sigrað.“ Meðan gæfan var hliðholl Gæfan var hliðholl nasistum fyrstu ár stríðsins. Þeir lögðu undir sig Holland, Belgíu og Luxembourg og hin dýra og mikla Maginot lína Frakka var þeim engin sérstök hindrun, a.m.k. ekki sú sem Frakkar höfðu vænst. Þá æddu þeir til norðurs og hernámu Danmörku og Noreg, Frakkland féll og París lenti í hendur Þjóðverjum og lítið virtist þurfa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.