Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 30. ágúst 1989 ri awcct a n — r kvrvi\«jvi i h nr Landsþing LFK 4. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið á Hvanneyri 8.-10. september 1989 Fyrirlesarar: Atvinnumál framtíðarinnar Sigrún Magnúsdóttir Lilja Mósesdóttir borgarfulltrúi hagfræðingur ASI Umhverfis- og samgöngumál: Martha Jensdóttir verkefnisstjóri Karin Starrin varaform. Miðflokks kvenna i Noregi ísland og Evrópubandalagið: Hermann Sveinbjörnss. umhverfisfræðingur Magdalena Sigurðard. landsstjórnarkona Sveinbjörnsdóttir, vararitari Framsóknar- Páll Pétursson Gerður Steinþórsdóttir form. þingflokks fulltrúi i fræðslunefnd framsóknarmanna umíslandog Evrópubandalagiö Dagskrá: Föstudagur 8. sept. 1989 Kl. 17.30 Rútuferð frá Reykjavik. Kl. 19.30 Komið að Hvanneyri. Kl. 20.00 Létt máltíð. Afhending gagna. Kl.22.00 Samverustund í umsjón Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu. Laugardagur 9. sept. 1989 Kl. 07.00 Sund - morgunganga - teygjur. Kl. 07.45 Morgunverður. Kl. 09.00 Þingsetning. Unnur Stefánsdóttir formaður LFK. Kjör embættismanna þingsins. Skýrsla stjórnar. a) Formanns LFK, Unnar Stefánsdóttur b) Gjaldkera LFK, Ingu Þyríar Kjartansdóttur Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 10.15 Kaffihlé. Kl. 10.35 Ávörpgesta Ragnheiður flokksins. Gissur Pétursson, formaður SUF. SigurðurGeirdal.framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Kl. 11.00 Atvinnumál framtíðarinnar: a) Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. b) Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur. c) Martha Jensdóttir, verkefnisstjóri. Pallborðsumræður. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 14.00 Ræða Steingríms Hermannssonar, formanns Framsókn- arflokksins. Fyrirspurnir til formannsins. Kl. 15.00 Umhverfis og samgöngumál: a) Karin Starrin, varaform., Miðflokks kvenna í Noregi. b) Hermann Sveinbjörnsson, umhverfisfræðingur. c) Magdalena Sigurðardóttir, landsstjórnarkona. Pallborðsumræður. Kl. 16.15 Miðdegishressing. Kl. 16.35 Lagabreytingar - Sigrún Sturludóttir. Umræður um lagabreytingar - afgreiðsla. Kl. 17.00 Stjórnmálaályktun lögð fram - Valgerður Sverrisdóttir. Kl. 17.10 Umræðuhópar starfa. Kl. 18.30 Útivist - ganga - skokk - sund o.fl. Kl. 20.00 Kvöldverður - ávörp gesta. Fulltrúi frá Noregi Fulltrúi frá Finnlandi Valgerður Sverrisdóttir, alþ.m. Kvöldvaka í umsjón kvenna á Vesturlandi. Háttatími óákveðinn. Sunnudagur 10. sept. 1989. Kl. 08.00 Sund - morgunleikfimi. Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.30 Kosningar. Kl. 10.00 ísland og Evrópubandalagið: a) Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. b) Gerður Steinþórsdóttir, fuiltrúi í fræðslunefnd um ísland og Evrópubandalagið. Fyrirspurnir. Kl. 11.00 Umræðuhópar skila áliti - umræður. Kl. 12.00 Rútuferð til Borgarness. Bærinn skoðaður og heimsókn í Kaupfélag Borgfirðinga. Kl. 14.00 Umræður um framhaldið og afgreiðsla mála. Kl. 16.30 Þingslit. Kl. 16.40 Síðdegiskaffi í boði Kjördæmissambands Vesturlands. Heimferð þingfulltrúa. Tillaga íslands um aukna áherslu innan Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar á öryggismálum sjómanna á fískiskipum var samþykkt. Niöurstöður fundar siglingamálastjóra Noröurlanda: Ahersla á öryggismál sjómanna verði aukin Á fundi siglingamálastjóra Norðurlanda sem haldinn var í Reykjavík á dögunum, var sam- þykkt tillaga íslands um aukna áherslu innan Alþjóðasiglingamál- astofnunar á öryggismálum sjó- manna á fiskiskipum. Siglingamálastjórarnir töldu tíma- bært að Norðurlöndin sameinuðust um að þrýsta á að þessum málaflokki verði gerð betri skil hjá Alþjóðasigl- ingamálastofnuninni en verið hefur. Einnig voru þeir sammála um að alþjóðasamþykkt um öryggismál sjómanna á fiskiskipum þurfi að ná yfir minni skip en hún gerir í dag og að taka þurfi upp nákvæmari skrán- ingu slysa á fiskiskipum. Hvað varðar endurskoðun á regl- um um mengun sjávar var samþykkt að halda því starfi áfram og jafn- framt að láta kanna nánar hve mikil loftmengun frá skipum muni vera. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á svæðum þar sem skipaumferð er mikil hafa sýnt að loftmengun frá skipum er mun meiri en talið var í fyrstu og því full ástæða til að vera á verði í þessum efnum. Siglingamálastjórarnir voru sam- mála um að halda áfram vinnu við skipulag samræmdrar skráningar á slysum og öðrum óhöppum og reyna að hraða störfum eins og kostur er í hverju einstöku landi fyrir sig. Þá voru lögð fram drög að leið- beiningum uin samþykkt á ýmsum búnaði til skipa, sem hugmyndin er að Norðurlöndin vinni eftir við viðurkenningar sínar og viðurkenn- ing í einu landi gildi einnig í hinum löndunum. Siglingamálastjórarnir töldu mikilvægt að siglingamálastofnanir Norðurlandanna stæðu saman gagn- vart EB-löndunum, sem eru að hefja vinnu við að semja Evrópustaðal um smíði og búnað báta. Með samstöðu gætu Norðurlöndin hugsanlega haft áhrif á mótun Evrópustaðalsins, þannig að best mætti tryggja að ekki yrðu gerðar minni kröfur til smíði og búnaðar báta, en nú er gert sam- kvæmt Norðurlandareglunum. - ABÓ Sjúkrahúsið á Selfossi er almennur spítali Athugasemd frá yfirlækni Vegna viðtals við yfirlækni slysa- deildar Borgarspítalans, sem birtist í dagblaðinu Tímanum þ. 24. ágúst sl. vil ég biðja ritstjórn blaðsins að birta svofelldar leiðréttingar sem fyrst: 1) Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi er almennt sjúkrahús, sem skv. lögum þar um tekur við sjúklingum til meðferðar í helstu greinum skurð- læknis- og lyflæknisfræði, ásamt með fæðingarhjálp. Slysameðferð er að sjálfsögðu hluti skurðlæknisstarf- seminnar. Augljóst er því að sú hugmynd yfirlæknisins, að unnt sé að leggja niður vaktir á sjúkrahúsinu eftir kl. 5 á daginn ef slysameðferð væri hætt er á misskilningi reist. 2) Þá er það einnig algjör mis- skilningur, að maður, sem bein- brotnar austur í Flóa sé að jafnaði sendur framhjá Sjúkrahúsi Suður- lands. Þvert á móti er hann nær undantekningarlaust fluttur í Sjúkrahús Suðurlands þar sem meiðsli hans eru könnuð og að því loknu tekin ákvörðun um, hvort unnt er að veita honum viðhlítandi meðferð á heimaslóðum eða hvort nauðsynlegt sé að senda hann til betur búinnar skurðdeildar í höfuð- borginni. Vegna þess hve Sjúkrahús Suður- lands - svo sem flest landsbyggðar- sjúkrahús - ber skarðan hlut frá borði við skömmtun fjármálayfir- valda á stofn- og rekstrarfé, er það ekki í stakk búið, að því er varðar tækjakost og aðstöðu, til þess að veita bestu meðferð við ýmsar teg- undir alvarlegra slysa. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að senda árlega nokkurn hóp sjúkl- inga til þeirra sjúkrahúsa í Reykja- vík, sem betur er að búið. Annar háttur væri reyndar óeðlilegur og í ósamræmi við „góða læknisfræði". 3) Þrátt fyrir það sem að ofan greinir, leyfi ég mér að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti slysa á heilsugæslusvæði Selfoss og á ná- grannasvæðunum, hlýtur sína með- ferð í Sjúkrahúsi Suðurlands og/eða heilsugæslustöð Selfoss. Má þar heldur ekki gleyma þeim fjölda ferðamanna og reykvískra íbúa sumarbústaða sem þangað leita. Með þökk fyrir birtinguna. Daníel Daníelsson yfírlæknir Sjúkrahúss Suðurlands. Daníel Daníelsson, yfírlæknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.