Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 30. ágúst 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Fteykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Metnaður smáþjóða Það er athyglisvert að þegar losað er um hömlur á málfrelsi í Sóvétríkjunum verður það ekki síst til þess að vekja upp umræður um stöðu einstakra þjóða og þjóðarbrota í þessu volduga ríkjabanda- lagi. Þróun Sovétríkjanna sem ríkisheildar byggist að verulegu leyti á hinni gömlu útþenslustefnu Rússa allt frá dögum hinna fyrstu keisara fyrir meira en 300 árum. Hafi yfirráðastefna keisaranna með miðstjórn sinni og valdbeitingu verið ríkjandi í stjórnskipun og stjórnarfari rússneska keisaraveld- isins, þá hefur sovétskipulagið engu breytt í því efni. Samheldni Sovétríkjanna hefur verið byggð á hörðu miðstjórnarvaldi stjórnskipulega og efna- hagslega. Ekki var við því að búast að mikið heyrðist út í frá af óánægju smáþjóðanna í Sovétríkjunum meðan málfrelsið var í fjötrum, sem það var svo til óslitið fram á síðustu misseri. Útgáfustarfsemi í Sovétríkj- unum var háð svo strangri ritskoðun að þess var engin von að þjóðernis- og þjóðræknismál yrðu gerð að heitu umræðuefni, heldur var þess gætt að fela þau mál eða ræða þau af yfirvegaðri varfærni í einhverjum afkimum stjórnkerfisins og halda uppi virku valdi gegn frjálsri þjóðræknisstarfsemi. Þessi langvarandi þjóðerniskúgun í Sovétríkjun- um hefur án efa haft víðtæk áhrif í þá átt að slæva þjóðerniskennd eða venja almenning undir ein- stefnuhugmyndir alríkisskipulagsins. En þótt sov- étveldið sé stórt og forrússunin mögnuð þá eru ýmsar þjóðir í sovétbandalaginu enn svo vakandi um þjóðar- og þjóðernisréttindi sín að þær nota nýfengið málfrelsi til að krefjast þess að þjóðréttindi þeirra séu virt, bæði pólitísk og menningarleg. Hvergi er þjóðræknishreyfingin í Sovétríkjunum jafn sterk og í Eystrasaltslöndunum og kemur þar margt til. Eystrasaltsþjóðirnar hafa talsverða sér- stöðu umfram aðrar sovétþjóðir og löngu vitað að óánægja með miðstjórnarvaldið í Moskvu hefur ætíð verið mikil í Eystrasaltslöndum. íblöndun Rússa í þjóðlífið hefur verið fólki þyrnir í augum og ofurvald rússneskunnar í opinberu lífi eins og fleinn í holdi. Eystrasaltsþjóðirnar, Eistlendingar, Lettar og Litháar, hlutu sjálfstæði eftir fyrri heimsstyrjöld. Þær voru sviptar sjálfstæði sínu á grundvelli leyni- samnings Hitlers og Stalins um áhrifasvæði ríkja þeirra í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Allar þessar þjóðir voru neyddar með hervaldi til þess að ganga Sovétríkjunum á hönd. Það er því síst að furða þótt Eystrasaltsþjóðirnar noti málfrelsið og samtaka- máttinn til að vekja athygli á stöðu sinni og kröfum um þjóðfrelsi. Þótt þjóðræknisbaráttan fari friðsamlega fram vekur hún kvíða margra í Moskvu. Vonandi rekur þessi ótti Moskvuvaldsins ekki ráðamenn þar til andstöðu við eðlilega þjóðfrelsishreyfingu. Eftir svo langa undirokun er Eystrasaltsþjóðum það pólitísk og menningarleg nauðsyn að útlendu fargi sé létt af þjóðlífinu. Til lengdar er ekki hægt að kúga heilbrigðan metnað smáþjóðanna. lllllllllllll GARRI Plllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliilllllllllllllllllll^ BÆNDURNIR BORGA Það voru áhugaverðar upplýs- ingar sem fram komu í viðtali við Hauk Halldórsson, formann Stétt- arsambands bænda, hér í blaðinu á laugardaginn var. Eftir þvi sem þar mátti lesa eru það í rauninni bænd- ur sem standa undir því að borga allar niðurgreiðslur á búvörum í landinu. Þar segir orðrétt: „Menn tala um að niðurgreiðslur búvara hafi sjaldan eða aldrei verið hærri en nú. Þetta errangt. Heildar niðurgreiðslur núna eru í kringum fjóran og hálfan milljarð, en sölu- skattur af búvörum og kjamfóður- gjald, sem renna í ríkissjóð, eru ekki langt frá því að vera svipuð upphæð. Söluskattur er svo endur- greiddur að hluta og þegar talað er um niðurgreiðslur er endurgreiðsla söluskatts reiknuð inn í þá upphæð. Ef ekki væri söluskattur á matvælum og skattur á kjarnfóðri þyrfti litlar sem engar niðurgreiðsl- ur til þess að búvöruverð yrði það sama og það er í dag. Þess vegna er ríkisvaldið lítið annað að gera en að taka það með annarri bendinni sem það gefur með hinni. “ Á kostnaðarverði Þetta eru athyglisverðar stað- reyndir, en í þessu felst að búvörur eru þá í rauninni seldar hér því sem næst á kostnaðarverði, a.m.k. til verslana. Eftir þessu að dæma er svo að sjá að beint framlag ríkisins til þess að halda niðri búvöruverði í landinu sé í rauninni lítiö sem ekkert. Peningarnir, sem til þess renni, séu aliir sóttir ■ vasa bænda. Sameiginlegir sjóðir landsmanna sleppi þannig í rauninni ákaflega létt frá niðurgreiðslunum. Og flcira forvitnilegt kemur líka fram í þessu viðtali. Eins og menn vita er tiltölulega skammt síðan álagning á dilkakjöt í verslunum var gefin frjáls. Haukur bendir á að sala á dilkakjöti hafí aldrei dregist eins mikið saman og eftir að álagningin var gefin frjáls, og sömuleiðis hafi það aldrei verið eins dýrt áður samanborið við annað kjöt. Þrátt fyrir að sam- keppnin á markaönum sé mikil viðgangist hér alveg gífurleg smásöluálagning á dilkakjöti. Að vísu sé þá búið að vinna kjötið mismikið, en hann fullyrðir að verðmismunurinn hafi aldrei verið neitt svipaður á óunnum skrokkum með bundinni álagningu og kjötinu eins og neytendur kaupa það út úr búð. Hann nefnir það líka að sé árið í fyrra tekið sem dæmi þá hafi verið unnt að fá óunnið kjöt á 350 krónur kílóið. Salan hafi hins vegar farið mest fram á unnu kjöti sem hafi kostað á bilinu 600-1.000 krón- ur kflóið, mismunandi mikið eftir því hvernig það var handfjatlað. Engir ómagar Það hefur tíðkast mikið allra síðustu árin meðal ýmissa hópa í landinu að tala um bændur sem eins konar ómaga á þjóðfélaginu. Slfkt er þó vægast sagt nokkuð ankannalcgt, því að í bændastétt er hér mikið af valinkunnu dugnað- arfólki, og ljóst er að bændur hafa á flestum sviðum staðið sig af- burðavel í aðlögun á vinnubrögð- um sínum að nútímatækni. Hér hefur formaður Stéttar- sambands bænda hins vegar lagt staðreyndir á borðið sem sýna allt aðra mynd. Margumræddir styrkir til bænda eru allir sóttir í skatta á atvinnu þeirra, og auk þess virðist bændastéttin að stórum hluta til halda uppi versluninni hér í landinu líka. Satt best að segja er ekki annað að sjá en að þessar stað- reyndir sýni aðra og gjörólíka mynd af íslenskri bændastétt en þá sem hingað til hefur borið hvað mest á í ýmsum af fjölmiðlunum. Samkvæmt þessu fer því fjarri að bændur séu nokkurs konar ómagar á þjóðinni, heldur þvert á móti. Þeir halda í rauninni uppi mikilli atvinnu í öðrum stéttum líka. Aftur er ekki annað að sjá en að milliliðakostnaður á landbúnaðar- vörum í smásölu sé farinn að hækka hér úr hófi. Þar er sem sagt svo að sjá að hin marglofaða frjálsa samkeppni, sem ýmsir frjáls- hyggjumenn prísa sem mest, nægi ekki til að halda verðinu niðri. Þvert á móti verki hún í hækkunar- átt og jafnvel í þeim mæli að það sé farið að draga hér talsvert úr sölu á kjötinu vegna þess að verðið á því hafi hækkað óhæfilega. Frjálshyggjan virðist þannig ekki duga til þess í smásölunni að tryggja þar sameiginlega hagsmuni jafnt neytenda sem bændanna í landinu. Á því máli þarf að taka. Garri. VÍTT OG BREITT i:'"'i!|1 ABATAS0M MANNUD Gottgörelsi hefur löngum verið góður bisniss og og gefur miklar og góðar, ókeypis auglýsingar. Ef var- an er sett á markað umvafin upp- lýsingum um að ágóðanum af fram- leiðslu hennar og sölu sé öllum varið til að lina þrautir hinna minnstu bræðra verður varan svo ósköp góð í sér, og jafnvel kaup- andinn fær góða samvisku af að kaupa og háma í sig ruslfæði sem búið er til, dreift og selt í þágu hins góða málstaðar. Þessa dagana viðra fjölmiðlarnir á íslandi nýtt guðspjall, þar sem amerískar matvörur í pökkum, glösum, dósum og krukkum er gert álíka hátt undir höfði og eyri ekkjunnar í gamaldags guðspjalli, nú flestum gl§ymdu. Hin ameríska sölutækni lætur ekki að sér hæða, því ruslfæði guðspjallsins er auðþekkt á því að á öllum umbúðunum er glað- hlakkalegt andlit þekkts leikara og fylgir með að þetta sé nú hans eigin uppskrift eða í það minnsta hans uppáhaldsblanda af sósunni eða maísfrauðinu eða einhverju öðru, sem kann að leynast innan í um- búðunum. Fréttafargan Fréttafarganið um allar þessar einstöku matarsortir, sem fást í hverri búð, stafar af því að amer- íska fyrirtækið sem framleiðir allt þetta ágæti er farið að stunda gottgörelsi á íslandi. Umboðsmaðurinn hér kemur fram í fjölmiðlum, ábúðarmikill á svip, og skýrir frá miklum bréfa- skriftum sem leikarinn góðkunni stendur í við íslenska aðila um að stunda góðverk hér á landi. Eftir miklar spekúlasjónir og rannsóknir á því að sjúkrahús og líknarfélög á Islandi séu ekki rekin í ágóðaskyni tekur leikarinn bréf- glaði með poppkornsglottið ákvörðun um að styrkja Barnaspít- ala Hringsins og sendir hvorki meira né minna en 10 þúsund dollara inn í rekstrarkostnað sjúkrahússins. Fjölmiðlarnir hafa aldrei heyrt um annað eins örlæti og mega fréttamenn og konur vart vatni halda þegar farið er að umreikna upphæðina í 600 þúsund krónur. Og umboðsmaður lætur að því liggja að kannski verði von á álíka upphæð síðar til að létta undir með rekstri íslenska heilbrigðiskerfis- ins. Aðstoðin að vestan Hringurinn hefur frá upphafi verið stoð og stytta barnaspítalans og ótaldar eru þær vinnustundir sem konurnar hafa unnið málefn- inu og þær upphæðir sem þær hafa unnið fyrir og safnað til að að- hlynning sjúkra barna geti verið eins góð og kostur er. Allan ársins hring eru alls kyns klúbbar og félög að afhenda sjúkrahúsum og líknarstofnunum dýr tæki og fjárupphæðir til að auðvelda rannsóknir og aðgerðir og styrkja fjárhag. Öll þessi fram- lög eru hugsuð sem liður í að létta undir með sjúkum og þjáðum. Þessa er stundum getið lauslega í fréttum, oftast heldur halaklippt- um og þykir ekki tiltökumál. En 600 þúsundirnar frá amerísku stórfyrirtæki, sem tekist hefur að persónugera í vinsælum bíóleikara eru tíðindi sem hrista og skaka hinn stórbrotna íslenska fjölmiðl- aheim. Ekki vantar að tekið er fram æ ofan í æ, að allur ágóði af þessum tilteknu tegundum af ruslfæðu sé varið til líknarmála í þágu barna. Nokkuð mun um liðið síðan farið var að selja Newmans Own vörur hér á landi og eru það ný tíðindi að umboðið hafi aldrei haft neitt upp úr krafsinu og að öll sé þessi dreifing og sala mannúðin einber. Mikill heiður kvað vera að því að fá að standa í árslöngum bréfa- skriftum við amerískan spagettí- sósuframleiðanda og verða síðan þess verðugur að hann líti hingað í náð og sendi upphæð sem þær Hringskonur mundu drífa upp í einum kaffitíma ef lítið lægi á. En ruslfæðisframleiðandinn fyrir vestan fær mikla auglýsingu og hræbillega þar að auki, og það skiptir mestu máli. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.