Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn llllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sýningar í Norræna húsinu - helgina 2. og 3. sept. Tvær sýningar verða opnaðar í Nor- ræna húsinu laugardaginn 2. september kl. 14:00. í anddyri hússins sýnir Nanna Bisp Húchert Ijósmyndir. Á sýningunni eru 28 myndir sem er skipt í fjórar myndraðir, og eru allflestar teknar hér á landi. Nanna fæddist í Kaupmannahöfn árið 1937, en var búsett á Islandi um skeið og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Hún hefur starfað við ljósmyndun í tæpa tvo áratugi. List- ræn og persónuleg sjónarmið hafa ávallt setið í fyrirrúmi í myndum hennar. Nanna Bisp Búchert hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum í Danmörku auk þess sem hún hefur haldið einkasýningar. Sýningin í Norræna húsinu er önnur einkasýning hennar í ísiandi. Sýningin stendur til 20. september. f sýningarsölum Norræna hússinsopnar Klías B. Halldórsson sýningu á olíumál- verkum. Á sýningunni eru 50 verk máluö 1988 og 1989. Sýningin verður opin daglega kl. 14:00-19:00 og stendur fram til 17. september. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur: Gönguferð á hverjum laugardegi kl. 10:00. Farið verður frá Nóatúni 17. Snæfellsnesferð: Þriðjudaginn 5. sept. nk. verðurfarin þriggja daga Snæfellsnes- ferð. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Nóatúni 17, sími 28812. Helgarferðir F.í. 1.-3. sept. ÓVISSUFERÐ Nú liggur leiðin að hluta um áður ókannaðar slóðir. Gist í svefnpokaplássi. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Frábær gistiaðstaða í Skagfjörðsskála í Langadal. Landmannalaugar - Eldgjá. Á laugardegi er ekið til Eldgjár og gengið að Ófærufossi. Gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins í Landmannalaugum. Ferðafélag íslands Háskólafyrirlestur: „Þýskaland og tildrög síðari heimsstyrjaldar" í tilefni af því, að sunnudaginn 3. september verður liðin hálf öld frá því að síðari heimsstyrjöld hófst, flytur dr. Bernd Wegner, sagnfræðingur frá Hern- aðarsögustofnuninni í Freiburg í Vestur- Þýskalandi, opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla Islands. Til sölu KEMPER heyhleðsluvagn 24. rúmm. árgerð 1986. Einnig er til sölu Massey Ferguson dráttarvél árgerð 1980, gerð 165. Nánari upplýsingar í síma 93-56672 eftir kl. 7 á kvöldin. Fjárveitinga- nefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 2.-6. október. Upplýsingar og tímapantanir gefur Sigurður Rúnar Sigurjónsson í síma 624099 frá kl. 9-17 eigi síðar en 20. september n.k. rt.vi\i\o»i i «nr Konur Suðurlandi Landsþing LFK veröur haldiö aö Hvanneyri dagana 8.-10. sept- ember n.k. Félag framsóknarkvenna í Árnes- sýslu gengst fyrir rútuferð á þingið frá Eyrarvegi 15, Selfossi kl. 17.00 föstudaginn 8. september og til baka að loknu þingi. Þær konur sem vilja vera með, tilkynni þátttöku í síma 63388, sem fyrst. Ath. þingið er opið öllum konum. Fjölmennum. Félag framsóknarkvenna f Árnessýslu. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 15. september n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Nánar auglýst slðar. Stjórn K.F.V. ________________________________________________________________________________________________________Miðvikudagur 30. ágúst 1989 .............................................Illllllllllllllll BÆKUR llllllllllllillllllllllllllllllM^ Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 15:00 sunnudaginn 3. september í stofu 101 í Odda og nefnist „Þýskaland og tildrög síðari heimsstyrjaldar“ („Germany and the Origins of the Second World War“). Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Dr. Bernd Wegner hefur einkum getið sér orð fyrir rit sitt um Waffen SS, þ.e. hersveitir SS-liðsins þýska, en hann vinn- ur nú að fjölbindaverki um sögu heims- styrjaldarinnar á vegum Hernaðarsögu- stofnunarinnar. Auk ritstarfa kennir dr. Wegner við Háskólann í Freiburg. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsókn- ir sínar víða um lönd, m.a. í Bandaríkjun- um og Finnlandi. Heymar- og talmeinastöð áHöfn Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöðinni á Höfn dagana 8.-10. sept. 1989. Þar fer fram greining heyrnar- og tal- meina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslustöðinni á Höfn. Steinunn Eyjólfsdóttir. Bókin utan vegar í enskri þýðingu Út er komin í enskri þýðingu Bókin utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur er Bókrún gaf út 1987 og er nú endurútgefin á íslensku samhliða ensku þýðingunni. Karl Guðmundsson og Ragnhildur Ófeigsdóttir önnuðust þýðingu ljóð- anna sem hafa hlotið nafnið Elegy to My Son. Bókin utan vegar er ort í minningu sonar höfundar sem lést af slysförum tvítugur að aldri. Hún er tileinkuð foreldrum sem verða fyrir slíkri reynslu og öllum hinum líka. Ljóðin verða óður til lífsins sem oft er ekki vitað hvers virði er fyrr en dauðinn gerir vart við sig. Útgefendum þótti sem vert væri að koma þessum ljóðum víðar á framfæri miðað við þær viðtökur sem þau hlutu hér á landi en fyrsta prentun bókarinnar er uppseld. Kveikja ljóðanna, harm- ur foreldris vegna missis barns, er sam-mannlegur hvar sem er í heimi. Elegy to My Son er með sama sniði og íslenska útgáfan, hönnuð af Elísabetu Cochran og myndskreytt af listamanninum Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. IIIIIIIIIIIIIIIIIH MINNING l„„..................................III...ilHIIHIHIHIII........... Illllllllllll Þóranna Helgadóttir Fædd 6. september 1899 Dáin 21. ágúst 1989 Hún Þóranna tengdamóðir mín er dáin og átti ekki eftir neman rúman hálfan mánuð í nírætt. Hún var fædd í Skarði í Þykkvabæ 6. september 1899. Foreldrar hennar voru Helgi Magnússon frá Skarði og Þórunn Runólfsdóttir komin af Vatnsleysu- strönd en þau eignuðust tvær aðrar dætur. Önnur dó barnung en Friðbjörg, gift Agli Friðrikssyni bjó í Skarði ásamt Agli til elliára. Einnig ólst upp hjá Þórunni og Helga, Guðlaug Guðmundsdóttir. Þóranna var hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt, missti föður sinn um fimmtugt en móðir hennar fylgdi henni alla tíð og lést hjá henni í hárri elli. Þóranna flutti um set árið 1924 Hún giftist eftirlifandi manni sínum Tyrf- ingi Einarssyni, bóndasyninum í Vestri-Tungu í Vestur-Landeyjum. í Tungu bjuggu þau snotru sveitabúi til ársins 1948, fluttu þá í Hvolsvöll þar sem Tyrfingur vann hjá Kaupfé- lagi Rangæinga uns þau árið 1953 fluttust til Reykjavíkur, þar sem Tyrfingur vann hjá Mjólkursamsöl- unni uns aldur hefti för. Eins og sjá má hefur ýmislegt á daga Þórönnu drifið. Hún var af aldamótakynslóðinni, sem lifði tvær heimsstyrjaldir, krepputíma, frosta- veturinn mikla, fátækt og sumir örbirgð en um leið ef til vill mestu uppgangstíma íslandssögunnar. Satt að segja hefur mig oft undrað að íslendingar skyldu standa af sér slíkar hörmungar sem yfir þá hafa dunið. Það á þó ekki við um Þórönnu og Tyrfing því þau voru alltaf vel bjargálna - og alltaf veit- andi - enda samhent og hörkudug- leg, þar sem Þóranna stóð sem klettur við hlið bónda síns og kunni því bara vel að vera kölluð konan hans. Er vel við hæfi að minnast orða sem lögð voru í munn Bergþóru konu Njáls þegar henni var boðið að ganga úr brennunni á Bergþórshvoli: „Ég var ung gefin Njáli hef ég því heitið.honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“. Þóranna sóttist ekki eftir metorð- um, var ánægð með sinn hlut og vann af dyggð þau verk sem hún tók að sér og öll vel. Þóranna fann vel hvað að sér snéri og gat vel haldið sínum hlut án þess að særa aðra og æðraðist ekki þótt á mót> blési. Hún leit með hlýju til liðinna daga, - kom glampi í augun er hún minntist æskunnar í föðurgarði jafnvel þótt henni á unglingsárum hafi verið falið meðal annars að fara með heybands- lest úr Safamýri yfir Djúpós og baggar flytu af hestunum á álunum. Hún leit með gleði til áranna í Tungu, þar sem þau Tyrfingur byggðu sér snoturt hús árið 1930 enda þótt róa þyrfti bátkænu og sundleggja klárana yfir Hólsá til að komast jtangað og bærinn yrði iðu- lega umflotinn vatni vegna flóða í Þverá. Ekki lét hún sig heldur muna um að snara böggum af klökkum þegar einhver stelpan hennar, þá e.t.v. ekki meira en átta ára, kom af engjum með heybandslestina. Hún minntist daganna í Hvolsvelli þegar sveitungar og vinir litu inn til hennar og þáðu góðgjörðir. Sama má segja um dvölina í Reykjavík þar sem hún fékk m.a. heimsóknir barnabarnanna sinna og hafði yndi af. Heldur þyngdist brúnin þegar tal- ið barst að uppvaxtarárum mömmu hennar, en sem dæmi um hvað lagt var á fólk hér áður fyrr þá fékk hún - Þóranna - m.a. það verkefni þá barn að aldri aðhlaupa af Suðurnesj- um til Hafnarfjarðar til að sækja meðul. Þetta mátti hún gera berfætt Þóranna og Tyrfingur eignuðust þrjár dætur en þær eru í aldursröð: Helga f. 30. sept. 1925, gift Kristjóni Hafliðasyni. Þau búa í Þykkvabæ og eiga fimm börn og níu barnabörn. Anna f. 28. nóv. 1928, gift undirrit- uðum. Þau búa í Reykjavík og eiga fimm börn og fjórtán barnabörn. Hannesína f. 6. maí 1930, gift And- rési Eggertssyni. Þau búa í Keflavík og eiga fimm börn og ellefu barna- börn. Afkomendur Þórönnu og Tyrfings eru því orðnir hálft hundrað og vel það og leit hún þá með stolti og þakkaði almættinu. Ef ég sem þetta skrifa mætti við þig mæla kæra tengdamanna mundi ég líklega helst vilja þakka þér að ekki skyldi frá þér hrjóta eitt einasta hnjóðsyrði til mín brostfeldugs tengda- sonarins öll árin og ærið værfþitt afrek í lífinu þó ekki væri annað talið en að hafa alið fegurstu konu heims. Ég veit svo sem að hér ber mér að biðja Guð vorn fyrir þér en þarf þess ekki því ég veit hvar þú ert. Ingólfur Björgvinsson Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davfð Stefánsson). í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar sem lést á Droplaugar- stöðum 21. ágúst s.l. Þó erfitt sé að sætta sig við að fá ekki að sjá ömmu aftur í þessu lífi, þá vitum við að nú líður henni vel. Við eigum margar góðar minning- ar um ömmu, bæði frá Langó, Hóla- stekk og Droplaugarstöðum. Sem börn vorum við mikið hjá ömmu og afa á Langholtsvegi. Þaðan eigum við ljúfar minningar. Alltaf var okkur tekið opnum örmum og einhverju góðgæti stungið upp í litla munna. Við minnumst ömmu prjónandi sokka og vettlinga um leið og hún kenndi okkur vísur og bænir sem hún kunni ógrynnin öll af. Hún var okkur ástrík og um- hyggjusöm amma allt fram á síðasta dag, hún var einlæg, traust, hress í bragði og trúrækin og treysti guði umfram allt. Allaf hafa amma og afi verið fastur punktur í lífi okkar. Við erum stolt af foreldrum okkar hve vel þau hafa annast ömmu og afa alla tíð. Við þökkum starfsfólki Droplaug- arstaða fyrir góða umönnun því við vitum hve ömmu leið þar vel. Að lokum biðjum við góðan Guð að styrkja afa í sorg sinni. Með þessum orðum kveðjum við elskulega ömmu okkar og þökkum henni samfylgdina. Guð blessi þig þú blóm fekkst grætt og bjart um nafn þitt er og vertu um eilífð ætíð sæll. Vér aldrei gleymum þér. (Jón Traustl) Þrúður, Þóranna, Kristín, Asgerður og Björgvin. Kveðja til langömmu Pitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Pín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Pín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Pá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (Síðustu sporin F.A.) Með þessum vísum viljum við elsku langamma okkar kveðja þig og þakka fyrir hvað þú varst alltaf góð við okkur. Frá barnabörnum Önnu og Ingólfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.