Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.08.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 30. ágúst 1989 UTLOND FRÉTT AYFIRLIT Erfiðar hríðir í Póllandi: TR|pOLI — Gaddafi ofursti efnir til mikilla hátíöarhalda á föstudag í tilefni af tuttugu ára valdaafmæli sínu. Öllu „bróðurlegu og vingjarnlegu fólki á jörðu“ er boðið að heimsækja „land kærleiks, gnægta, vaxtar og frelsis" í tilefni afmælisins. Margt stór- menna hefur þegar boðað komu sina. t . NAIROBI - Þjóðgarðsverð- ir í Tsavo-garðinum skutu þrjá veiðiþjófa til bana í gær. Garð- urinn er griðastaður hinna ört fækkandi fílahjarða í Kenýu. Enginn má fara um garðinn án fylgdar og sá er þar flækist einn síns liðs á yfir höfði sér að vera annaðhvort skotinn af vörðum ellegar rifinn á hol af einhverjum „íbúanna'1... BONN — Fyrstu sendingarn- ar af þýsku nautakjöti voru sendar af stað áleiðis til Pól- lands í gær. Alls munu 10.000 tonn verða send Pólverjum og er það liður í 120 milljóna dala aðstoð er EBE-löndin sam- þykktu að veita Pólverjum í júlí sl. TEHERAN — franska þingið samþykkti í gær útnefningar allra 22 ráðherranna í stjórn Rafsanjanis. Atkvæði voru greidd að loknum þriggja daga skeggræðum er utvarpað var beint, og þykja úrslitin sigur fyrir Rafsanjani. Ráðherrarnir hlutu mismikið fylgi og voru sumir æði umdeildir, en Rafs- anjani kvaðst ekki geta stjórn- að landinu án fulltingis þeirra. PARIS — Útflutningshalli Frakka hljóp upp í nærri 7,5 milljarða franka (60,6 milljarða króna) I síðasta mánuði, vegna árstíðabundinnar lá- deyðu i útflutningi að sögn embættismanna. Er hér um tvöfalt lakari stöðu að ræða en í júnímánuði. Franskir hag- fræðingar kenna einnig mikilli eftirspurn eftir innfluttum vör- um og tregri sölu á Airbus-flug- vélum um hallann. MAZOWIECKISUER STJÓRN Á FREST Mazowiecki, verðandi forsætisráðherra Póllands, gengur eifið- lega að virkja sudurleitan hóp smáflokka og pólska kommúnista- flokksins til þátttöku í styrkri stjórn. Hann hafði ætlað sér að leggja fram ráðherralista á fímmtudag, en nú er Ijóst að myndun stjórnar mun dragast til fyrstu daga septembermánaðar. Mazowiecki hefur þrjá mánuði til tilrauna sinna, en Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, telur að væntingar almennings setji honum í raun mun þrengri skorður. Walesa var væntanlegur til Varsjár, í því skyni að ieggja Mazowiecki lið. Þrátt fyrir brautargengi frá Moskvu, forystu pólska Kommún- istaflokksins og hernum er ljóst að ekki muni ganga þrautalaust að mynda stjórn. Kommúnistaflokkur- inn, sem enn hefur ekki náð sér eftir kosningaósigurinn í júní, heldurenn í vonina um fleiri ráðherraembætti en þau tvö er Mazowiecki hefur boðið honum; ráðuneyti innanríkis- mála og varnarmála. Þá gera vænt- anlegir samstarfsflokkar Samstöðu, Sameinaði bændaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn, kröfur um ráð- herraembætti, ekki hvað síst stóla utanríkis- og fjármálaráðherrans sem allir sækjast mjög eftir. Sam- staða telur brýna nauðsyn bera til að hún hreppi fjármálaráðuneytið, til að geta hrundið í framkvæmd efna- hagsumbótum, byggðum á markaðs- búskap að vestrænni fyrirmynd. f>að mun þó ekki hvað síst varna Sam- stöðumönnum svefns að erfiðlega gengur að koma saman umbótatil- lögum er mæta muni væntingum pólsku þjóðarinnar til lengri tíma. Kommúnistar, sem glatað hafa stjórnartaumum í fyrsta skipti í 40 ár, hugleiða nú úrræði til að bæta ímynd flokksins meðal þjóðarinnar. Formaður þingflokksins, Marian Orzechowski, hefur lagt til að nafni Sameiningarflokks pólskra verka- manna -eins og flokkurinn hefur heitið frá 1948 - verði breytt í Sósíalistaflokkur pólskra verka- manna, í þeirri von að með gamla nafninu gleymist ýmsar syndir lið- inna ára í vitund almennings. Þá hafa umbótasinnar í Ungverjalandi látið í ljós vilja til að veita hinum þarlenda kommúnistaflokki andlits- lyftingu og helst dubba hann upp í „sósial-demókratískan flokk með nútímalegu sniði,“ að því er segir í heimildum frá Búdapest. Góð ráð eru Samstöðu dýr þessa dagana, livaðan sem þau berast. 40 ár frá gríska borgarastríðinu: Stjórnvöld bera skjalasafná bálið Hin nýja samsteypustjórn íhaldsmanna og kommúnista í Grikklandi lét í gær brenna öll gögn er gríska leyniþjónustan hafði tekið saman um stjórnmálaskoðanir ein- stakra borgara síðastliðin 40 ár. Alls voru um 16 milljónir skjala bornar á eld, sem tákn þess að úlfúð sú, er gætt hefur í landinu milli hægri og vinstri afla, allt frá lokum borg- arastríðsins 1946-1949, væri nú gleymd og grafin. Um 300.000 manns féllu í borgarastyrjöldinni á sínum tíma, er hægri menn unnu með bandarískum tilstyrk. Gríski kommúnistaflokkurinn var bannað- ur eftir styrjöldina, allt fram til ársins 1974 er herforingjastjórn hægri sinna lauk. Bálförinni var mjög fagnað, eink- um af vinstri mönnum, er telja upplýsingar þær, er skjölin geymdu. hafa verið dragbít á brautargengi sitt síðastliðin fjörutíu ár. Einn ráðherra stjórnarinnar ásakaði hina fyrri stjórn Papandreous um að hafa nýtt sér upplýsingar leyniþjónustunnar og aukið við þær, í því skyni að fylgjast með pólitískum andstæðing- um. Stjórn sósialista neitaði ávallt að eyðileggja skjölin.á þeim for- sendum að um söguleg gögn væri að ræða. Sovéskt átak gegn ópíum: Grisjað í valmúabreiðum Vímuefni spyrja ekki að járn- tjaldi. Að sögn blaðsins Selskaya Zhin stendur nú yfir átak gegn valmúarækt í Asíulýðveldinu Ta- dzhikistan. Alls hafa sveitir fíkni- efnalögreglu handtekið 118 manns fyrir ræktun valmúa og 12 ópíumsal- ar hafa villst í hendur réttvísinnar. Ein gömul „babúska11 var gripin nteð 1700 plöntur í fórum sínum og á ríkisbúi einu fundust 1200 valmúar faldir í grænmetisförmum. Þá hafa 100 hektarar af valmúa verið upp- rættir. Að vestrænni fyrirmynd beita Sovétmenn sérstökum þyrlusveitum í baráttunni við eiturbrasara. Par skilur þó með ræktun sameignar- sinna og auðhyggjumanna, að austur þar er slíkur atvinnuvegur ekki stundaður í fjáraflaskyni heldur fæst sykur, hveiti og önnur torfengin matvara í skiptum fyrir valmúann. Allir vilja til Ameríku: Reynt að stemma stigu við föiskum dvalarleyfum Bandaríska útlendingaeftirlitið hefur tekið í notkun nýja útgáfu af dvalarleyfum til útlendinga, hinum svonefndu „grænu kortum“. Kort þessi, er tekin voru í notkun í síðari heimsstyrj- öld, veita handhöfum flest þau réttindi er bandarískir ríkisborg- arar njóta og eru fyrir vikið afar eftirsótt. Þess eru dæmi að ólög- legir innflytjendur hafi greitt fag- mönnum 20.000 dali fyrir að falsa slík skjöl. Líkt og á hinum eldri útgáfum, er að finna mynd, undirskrift og fingraför viðkom- andi á kortinu, en nú eru einnig tölvuraðir aftan á því er veitt geta aðgang að öllum upplýsingum um handhafann sem geymdar eru í gagnabanka útlendingaeftirlits- ins. Um 600.000 umsóknir berast árlega um „græna kortið". BELGIIBOL KARAJANS Búið er að tilnefna belgíska óperustjórnandann Gerard Mortier til að taka við starfi Herberts heitins Karajan sem aðalstjórnandi óperu- hátíðarinnar í Salzburg. Mortier, sem er 46 ára að aldri, var valinn úr fríðum flokki umsækjenda til að fylla skarð meistarans. Honum er ætlað að hleypa nýju lífi í hátíðina sem gagnrýnendum þótti tekin að staðna nokkuð undir leiðsögn fyrir- rennara hans. Mortier, sem verið hefur stjórn- andi belgísku þjóðaróperunnar, La Monnaie, mun hefjast handa í sept- ember og verður dagskrá hátíðarinn- ar fyrir 1991 hans fyrsta verkefni. JSaákJU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.