Tíminn - 18.10.1989, Side 6

Tíminn - 18.10.1989, Side 6
6 Tímínn Miðvikudagur 18. október 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Verkamannasambandið Eftirtektarvert er að umræður og ályktanir á nýafstöðnu þingi Verkamannasambands íslands voru að ýmsu leyti ólíkar því sem oft er á slíkum samkomum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður sam- bandsins, hefur lagt mikla áherslu á það í viðtölum við fréttamenn að það sé með vilja gert að haga störfum Verkamannasambandsins öðruvísi en venjulegt getur kallast. Formaðurinn verður ekki skilinn á annan veg en þann að verkalýðshreyfing- in eigi ekki að vera einhliða kröfugerðarhópur á hendur atvinnurekendum og mótmælasamtök gegn stjórnvöldum, heldur einnig þátttakandi í að móta uppbyggingar- og atvinnustefnu í landinu. Þótt augljóst sé að verulegur áherslumunur er orðinn á stefnumálum Verkamannasambandsins er ofsagt að hér sé um byltingu að ræða. Viðhorfs- breyting í stefnumálum sambandsins hefur verið að þróast á undanförnum árum. Forystumönnum Verkamannasambandsins hefur orðið það æ ljós- ara að gamlar baráttuaðferðir þurfa endurskoðun- ar við. Sú gerbreyting þjóðfélagsgerðar, sem orðin er frá árdögum verkalýðsbaráttunnar, krefst ann- arra vinnubragða og viðhorfa. Verkamannasambandið hefur með umræðum og ályktunum síðasta aðalfundar síns undirstrikað með skýrum orðum að grundvallarhagsmunamál vinnandi fólks í landinu er atvinnuöryggi. Til þess að treysta atvinnuöryggið er nauðsynlegt að móta atvinnustefnu sem fær er um að fullnægja því markmiði. Hér verður ekki tekin nein allsherjarafstaða með þeim hugmyndum um atvinnuuppbyggingu sem ræddar voru á þingi Verkamannasambands- ins. Hins vegar skal því fagnað að þingið skyldi gera atvinnumálin í heildarsamhengi að umræðu- efni. Að þessu leyti á Verkamannasambandið samleið með ríkisvaldinu, og vafalaust atvinnurek- endum einnig, um að leggja áherslu á mikilvægi framtíðaruppbyggingar atvinnulífsins. Þau viðhorf sem fram koma hjá Verkamanna- sambandinu að þessu leyti mættu verða til fordæm- is öðrum stéttarsamtökum. Verkamannasam- bandið er í rauninni að segja það, sem glöggir menn á þróun lýðræðis og velferðarþjóðfélagsins hafa fyrir löngu bent á, að hagsmunasamtökin eru þjóðfélagsvald sem bera ábyrgð engu síður en að þau hafi réttindi og skyldur. Að ýmsu leyti hefur það verið illa séð að benda á valdaaðstöðu hagsmunasamtaka vinnumarkað- arins og ábyrgðarhlut þeirra í efnahags- og atvinnumálum. Þetta mun hins vegar breytast smátt og smátt. Ef til vill er Verkamannasamband- ið nú að ríða á vaðið með að viðurkenna áhrif sín og ábyrgð sem einn af handhöfum þjóðfélagsvalds- ins sem ekki lítur einungis á sig sem þrýstihóp eða kröfugerðarsamtök. Illlllllllllllll GARRI lllllllllllllll Vegrið á hættustaði Alltaf eru að verða hörmuleg dauðaslys í umferðinni, þar sem Ijóst er að vegrið hefðu getað hindrað alvarleg áföll. Síðasta þessara slysa varð í Ljósavatns- skarði aðfaranótt mánudags, þegar tvennt drukknaði í djúpri tjöm, sem liggur á milli vegar og lands, þar sem vegurinn hefur veríð lagð- ur út í Ljósavatn á kafla. Á þessum vegi hafa engar varnir veríð settar upp til að hindra að bflar renni út af við aksturskilyrði, sem hafa orðið hættulegrí við það, að varan- legt slitlag hefur veríð lagt á veginn. Sparir á vegrið Ekki er þó alltaf slitlagi að kenna þegar slys af þessu tagi henda. Þau verða yfirleitt vegna vöntunar á vegriðum, og má sér- kennflegt kalla hvað menn era sparír á vegrið, þegar frágangi vega lýkur. Víða hagar þannig til, að vegur liggur meðfram vatni, t.d áður en komið er á brú og er þá beygja á veginum þannig að bugur hennar vísa að vatninu. Þannig hagar til í Vatnsfirði, en þar hefur orðið banaslys, sem vegrið hefði eflaust getað hindrað. Þar hefur engu vegríði veríð komið upp enn. Þá er alveg Ijóst, að vegriði verður að koma upp báðum megin vegar, þar sem hann liggur yfir Ljósavatn í Ljósavatnsskarði. Lúmskar hættur En það er auðvitað of seint að koma upp vegriðum eftir að slysin hafa skeð. Vegir á íslandi hafa tekið miklum breytingum til batn- aðar á liðnum áratugum. Nú er hægt að leggja vegi með stórvirk- um vélum, þar sem engum datt í hug að leggja vegi hér áður. En gæði vega hafa haft nýjar hættur í för með sér, sem geta verið svo lúmskar, að ekkert annað en vara- arbúnaður á vegköntum getur komið í veg fyrír slys. Hér er átt við ísingu og hálku, sem er mikið illvígari á vegum með slitlagi en malarvegum. Hér ■ grennd við Revkjavík era mörg hættusvæði vegna ísingar og hálku, svo sem eins og á veginum austur yfir Hellisheiði, sem er leið fjölda fólks til og frá vinnu, og vegurinn til Keflavíkur, sem er einnig leið fólks til og frá vinnu á hverjum degi. Slysin segja sína sögu Banaslys era aHt of tíð á báðum þessum vegum vegna ísingar og hálku, og jafnvel vatnsaga, þegar hjólför eru komin í malbikið. Þó mun álitið að þessir vegir séu sæmilega búnir vegríðum, einkum Hellisheiðin. Samt hefur ein brekka þar veríð látin eiga sig við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Þar getur orðið erfitt að athafna sig í roki og fljúgandi hálku, en hátt niður að fara. Samt þykir ekki ástæða til að koma þar upp vegriði, þótt umferðin sé eins og á Lauga- veginum morgna og kvölds. En þessi vegir liggja þó um þurrt land. Öðru máli gegnir þar sem vegur liggur að eða yfir vatn. Þar á skilyrðislaust að segja vegrið, og þarf raunar ekki að ræða ástæður fyrir því. Slysin segja sína sögu. Það sem við getum gert Nú er ekki þar með sagt að vegrið í sjálfu sér séu alveg skot- held vöra gegn slysum. En þau eru það sem við getum gert til að koma í veg fyrír þau, og það ætti að vera nóg hvatning fyrír yfirvöld til að láta af því verða strax, að fara yfir vegakerfi landsins með það fyrir augum að ákveða stað þeim vegrið- um, sem lengi hefur skort. Mætti auðvitað byrja á þeim stöðum, þar sem hörmuleg slys hafa orðið, einkum þegar svo hefur hagað til, að bflar hafa faríð út af vegi og fólk drukknað. Slitlag á vegum er mikil endur- bót og þakkarverð. En það hefur í för með sér, að vandi vegna ísingar verður mikið meirí en áður, enda ekki öllum fært að aka við slíkar aðstæður svo vel farí. Þá þarf að sýna gætni og meiri gætni, en hún dugir ekki alltaf til og heldur ekki þótt ökumenn séu þaulvanir. Það hefur margsinnis sýnt sig að hinir færustu ökumenn hafa allt í einu legið utan vega í bðum sínum án þess að hafa hugmynd um hvað gerðist. Svo getur ísing og hálka orðið illvíg og komið á óvart, enda sést ekki alltaf hvort ísing er á slitlagi. Það er auðvitað alltaf lífs- hætta í því fólgin að lenda utan vegar. En hún er meiri á einum stað en öðram. Það hafa þau slys sýnt, þar sem vatn liggur að vegi. Þess vegna verður ekki þegjandi beðið eftir fleiri dauðaslysum vegna skorts á vegríðum. Þau eiga að vera hluti af frágangi vega og kostnaður við þau á að vera hluti fjárhagsáætlana um gerð þeirra. Það er alveg ástæðulaust að láta nýja vegi og góða verða til að auka stórslysin vegna vanbúnaðar við gerð þeirra á stöðum sem eru svo augljóslega hættulegir, að ekki verður kallað annað en handvömm að hafa ekki komið þar upp vegríð- um. Garrí VÍTT OG BREITT Að berja mann og annan Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun sem gerð hefur verið á íslandi ætlar sjöundi hver atkvæð- isbær maður hérlendur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eftir að lands- fundur íhaldsins barði á eina af fáum útréttum sáttahöndum sem boðist hafa í forystusveit flokksins. Nú er teningunum kastað og Davíð Oddsson haldinn með sjálf- stæðismenn í halarófu á eftir sér yfir sitt Rubikonfljót. Blásið hefur verið í herlúðrana og í broddi fylkingar fer varahershöfðinginn, en yfir öxl hans, eða undir handar- krika gægist réttkjörinn hershöfð- ingi, sem segir að varamaður sinn eigi örugglega eftir að taka sitt sæti hvort sem er. Friðrik Sophusson sáttasemjarinn í Sjálfstæðisflokkn- um situr út í kuldanum, frjáls, eftir því sem að hann sjálfur segir. Þar var illa farið með góðan dreng, en líklega hafa landsfundarfulltrúar verið sjálfum sér verstir þegar þeir fórnuðu sínum besta manni. Það á alveg eftir að koma í ljós hvernig Davíð Oddsson fótar sig utan borgarmúranna og þess er líka skemmst að minnast hvílíkar væntingar menn gerðu sér um Þor- stein Pálsson þegar hann settist í formannssæti Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. Eitt er víst að ekki verður það varahershöfðingj anum, sem frægur er fyrir að leiða hjörð sína frekar en að reka á eftir henni, til neins sóma hvemig hann lagði rítinginn í bak félaga síns tveimur dögum fyrir landsfund. Ljótt haft fyrir bornunum Og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Nú hafa ungir sjálf- stæðismenn í Heimdalli með Birgir Ármannsson í fararbroddi beitt svipuðum vinnubrögðum og gert var við varaformannskjör á síðasta landsfundi íhaldsins. Munurinn var sá að til þess að höggva í herðar niður vin sinn og félaga Svein Andra fyrmm formann Stúdenta- ráðs þurfti Birgir að nota þann tíma sem að þagði til þess að smala liði á laun. Birgir þagði líka sólar- hringnum lengur en Davíð. Eftir að uppvíst var um ráðabrugg Birgis hóf Sveinn Andri sína smölun og fóru báðar fylkingar langt út fyrir raðir sinna flokksmanna. Það er ekki von að fólk hafi meiri trú á siðferði pólitíkusa en raun ber vitni, þegar horft er upp á jafn ódrengilegt athæfi og erfða- prinsamir tveir höfðu í frammi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hékk uppi plaggat smíðað af ung- um mönnum á uppleið þar sem birtar vom myndir af Jóni Baldvin Hannibalssyni, Steingrími Her- mannssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, en textinn undir hvatti til þess að berja í siðferðisbrestina sem þessir menn hefðu orðir upp- vísir að. Á sama tíma börðu menn innan íhaldsins hvern annan að óvömm og kölluðu að gefa flokkn- um andlitslyftingu. -ÁG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.