Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Greiðslukortaviðskipti Enginn vafi er á því að rétt er að setja lög um greiðslukortaviðskipti. Greiðslukortakerfið er orðið svo umfangsmikið á lána- og viðskiptamarkaði að ekki er eðlilegt að hafa engar eða ófullkomnar lagareglur um þessa starfsemi. Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp til laga um greiðslukortaviðskipti, samið af sérstakri níu manna nefnd, sem fjallað hefur um starfsemi á fjármagnsmarkaði utan viðskiptabanka og spari- sjóða. í greinargerð fyrir frumvarpi þessu, sem við- skiptaráðherra flytur, segir að innlend greiðslu- kortafyrirtæki hafi starfað hér á landi í um einn áratug. Hefur notkun greiðslukorta orðið mjög vinsæl meðal almennings og svo viðamikil að talið er að heildarfjárhæð þeirra viðskipta, sem greidd hafa verið með milligöngu greiðslukortafyrirtækja, sem starfa hér á landi, hafi numið um 20 milljörð- um króna innanlands og fjórum milljörðum króna utanlands á árinu 1988. í greinargerð frumvarpsins er þess ennfremur getið að við því megi búast að á næstu árum verði notkun greiðslukorta meiri og fjölbreyttari en hingað til, og svo til orða tekið að fleiri fyrirtæki muni veita slíka þjónustu og fleiri tegundir af henni verða í boði. Eru talin upp ýmis afbrigði þeirra möguleika sem greiðslukortakerfið býr yfir. Þessir framtíðarmöguleikar og fyrirætlanir um frekari útþenslu greiðslukortastarfseminnar gera það sýnu eðlilegra að lög séu sett um þessa starfsemi í heild, enda fordæmi fyrir því frá öðrum löndum. Athyglisvert er í sambandi við þetta mál, að notkun greiðslukorta hefur þróast að ýmsu leyti á annan veg hér á landi en í öðrum löndum, sem hafa langa reynslu af þessu viðskipta- og lánaformi. Virðist greiðslukortanotkun íslendinga miklu al- mennari og e.t.v. óstéttbundnari en gerist í öðrum löndum. Er það tekið sem dæmi um hina almennu notkun greiðslukorta hérlendis, að greiðslukortaviðskipti í matvöruverslunum eru hér um 40% af veltu matvöruverslana, en sögð óalgeng erlendis. Það hefur einnig leitt af víðtækri notkun greiðslukorta á íslandi að greiðslukortafyrirtækin krefjast ábyrgðartryggingar þriðja manns fyrir kortaafnot- um. Fróðlegt væri að fá nánari skýringar á því hvers vegna þróunin hérlendis hefur orðið á þennan veg, þ. á m. hvort það sé á einhvern hátt „óeðlilegt“ að greiðslukortaviðskiptin færast inn í matvöruverslunina og hvers vegna svo virðist sem setja þurfi reglur sem þrengi þann möguleika öðrum fremur. Eða geta menn átt von á því að yfirlýsing komi fram um það, að greiðslukortavið- skipti, sem þykja góð þegar menn greiða hótel- reikning, fargjöld og veitingar, svo dæmi sé tekið, séu óhæf til að greiða brýnar nauðsynjar? Ef greiðslukortaviðskipti eru háð einhverjum tak- mörkunum eftir eðli viðskipta, þá þarf að gera almenningi fulla grein fyrir því. Miðvikudagur 8. nóvember 1989 GARRI Skólastúlkan í Mogga Hin mikla móðir blaðanna með sitt hátignarlega prump um alla skapaöa hluti og stóru varðstöðu yfir þeim fimmtán fjölskyldum sem eiga landið, hefur stundum skrítið fréttamat, enda telur hinn alvitri almenningur hana hafa aðeins 10% heilindi í fréttaflutningi samkvæmt skoðanakönnun. Þótt Morgun- blaðið sé að reyna að herma eftir New York Times, sem hefur að einkunnarorðum: „All the news that is flt to print" eða allar fréttir sem eru prenthæfar, gerist það hvað eftir annað, að Morgunblaðið sleppir prenthæfum fréttum, eink- um ef þær kynnu að koma illa við gistivini blaðsins í menningarmál- um, sem fjölskyldunum fimmtán flnnast ómerkileg mál, þangað til þær verða teknar í bólinu. En þá verður Morgunblaðið komið undir stjórn tengdasona og tengdadætra. Brotið gegn stúlku Það lá við að Garri klökknaði á sunnudagsmorguninn 5. nóvem- ber, þegar Morgunblaðið birti efst á forsíðu frétt frá Suður-Kóreu undir fyrirssögninni: Brotið á höf- undarrétti skólastúlku. Síðan segir: „Hæstiréttur Suður-Kóreu hefur úrskurðað að menntamálaráðu- neyti landsins beri að greiða tvít- ugri konu, Yun Chong Ah, upp- hæð sem nemur 4,3 milljónum ísl. kr., vegna þess að ritgerð sem hún skrifaði í skóla var birt á leyfls í lestrarbók. Yun var nemandi við barnaskólann í Seoul árið 1980 þegar hún fékk verðlaun í ritgerð- arsamkeppni. Verðlaunaritgerðin var um afa hennar, sem flúið hafði frá heimabæ sínum í Norður-Kór- Hvað gerirSvavar? Á sama tíma og Morgunblaðið birtir þessa frétt af skaöabótum sem stúlkan fékk eftir að á henni hafði verið brotin höfundarréttur, hefur á fjórða tug íslenskra rithöf- Suður-Kórea: Brotið á höfundarrétti skólastúlku Seoul. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Suður-Kóreu hefur úrskurðað að meíintamálaráðuneyti liindsins beri að greiða tvítugri konu, Yun Chong Ah, upplueð sem nemur 4,3 milljónum ísl. kr., vegna þess að ritgerð sem hún skrifaði í skóla var hirt án leyfis í lestrarbók. Yun var nemandi við bamaskóla í Seoul árið 1980 þegíir hún fékk verðlaun í rit- gerðarsamkeppni. Verðlaunaritgerð- in var um afa hennar, sem fiúið hafði frá heimabæ sínum í Norður-Kóreu. „Líkið“ andaði Paris. Reuter. NÍTJÁN ára gamall Frakki var á batavegi á fiistudag eftir að hafa ver- unda veriö sviptur höfundarétti vegna fjölfjöldunar efnis í skólum án þess að Morgunblaðinu hafi þótt ástæða til að segja frá þeim aðförum, sem eiga sér enga hlið- stæðu í sögu höfundarréttar í land- inu. Núverandi menntamálaráð- herra mun hafa reynt að freista þess að ná fram leiöréttingu handa íslensku höfundunum. Mætti þó halda að pólitíkst séð yrði hann manna sístur til að álíta að leiðrétt- ingar væri þörf. Tveir menntamála- ráðhcrrar á undan Svavari Gest- ssyni, báðir Sjálfstæðismenn hreyfðu hvorki hönd né fót til að ná fram leiðréttingu á málum ís- lensku höfundanna, sem sviptir höfðu verið höfundarrétti. Það er Ijóst að ráðamenn Morgunblaðsins höfðu áhrif á, að sjálfstæðisráð- herrarnir tveir töldu ekki ástæðu til að koma nálægt höfundarréttar- málinu, enda eru þeir Mbl.-menn tengdir þeirri höfundarklíku sem hefur sífellt staðið gegn því, undir forystu Ragnars Aðalsteinssonar, sem telur sig sérfræðing í höfundar- rétti, að lög um höfundarrétt nái fram að ganga. Það sýnir svo skinhelgi Morgunblaðsins, að það skuli ofan í þögnina miklu um öfgaaðfarir gegn á fjórða tug höf- unda, sem sviptir hafa verið rétt- indum, telja mikilsverða frétt af kóreanskri stúlku, sem böðlar menntamálaráðuneytisins þar í landi höfðu svipt höfundarrétti en fengu ekki. Kennsla í mannasiðum Nú er Ijóst, að hér hafa lögbrot verið framin bæði á íslandi og í Suður - Kóreu. Sú höfundarklíka sem stendur í vegi fyrir því að íslenskir höfundar njóti lögboðins höfundarréttar mun fyrr eða síðar hljóta þá kennslu í mannasiðum, sem sýnilega verður ekki umflúin. Takist núverandi menntamálaráð- herra ekki að sannfæra flokks- bræður sína í höfundaklíkunni og þá stjórnendur Morgunblaðsins um leið, verður auðvelt að fá dóm Hæstaréttar um höfundarrétt þeirra, sem hafa verið sviptir honum. Það vill nefnilega svo til að höfundarréttur er jafn undantekn- ingarlaus hvort heldur er á íslandi eða í Suður - Kórcu. Þótt Morgunblaðið hafl verið dyggur þjónn þeirra sem halda að það sé hlutverk sitt að svipta menn höfundarrétti, heldur blaðið áfram að standa vörð um fjölskyldurnar flmmtán sem eiga landið. Blaðið lætur líka sem það sigli í fréttaflutn- ingi í kjölfar New York Times. Sá er þó munurinn að New York Times veit að það verður að starfa sannleikanum samkvæmt og því blaði leyfíst ekki þögn um sjálfsögð réttindi höfunda sem annarra. En tilraun til að kveða niður málstað hinna réttindalausu mun ekki takast. Það stendur hvergi að ein- hver höfundaklíka í iandinu eigi allan rétt, jafnvel þótt Morgun- blaðið styðji hana til skítverkanna. Garri. VÍTT OG BREITT Ættfræði orðanna Út er komin á vegum Orðabókar Háskólans stór og mikil bók sem nefnist íslensk orðsifjabók eftir dr. Ásgeir Blöndal Magnússon mál- fræðing (1909-1987). Bókin er 1231 bls. með um 25 þúsund uppflett- iorðum. En alls mun þarfjailað um rúmlega 40 þúsund orð. íslensk orðsif jabók Höfundur bókarinnar var meginhluta ævi sinnar starfsmaður Orðabókar Háskólans. Hann var einn þeirra sem mótuðu störf þeirr- ar stofnunar og var þjóðkunnur ásamt félögum sínum þar fyrir útvarpsþættina fslenskt mál. Ríkis- útvarþið var ómetanlegur tengilið- ur milli „orðabókarmanna“ og al- mennings í landinu um söfnun og skráningu orða og skýringar á þeim. Það lýsir þeim hug, sem Ásgeir Blöndal Magnússon bar til heimildarmanna Orðabókar Há- skólans, að hann tileinkar þeim fslenska orðsifjabók. Ekki mun neinum manni dyljast hversu mikil vinna liggur á bak við orðabók sem þessa. Komið hefur fram að íslensk orðsifjabók er tómstundavinna höfundar, unnin samhliða þeim feiknastörfum sem hann innti af hendi sem fastur starfsmaður háskólastofnunar og kennari við Háskóla íslands. Þótt hann lifði langa ævi tókst honum ekki að fylgja verki sínu eftir í gegnum prentun og útgáfu og hafa ungir máífræðingar farið höndum um lokafráganginn til prentunar. Þeir munu hafa séð til þess að útgáfuverkið sjálft er höfundi sam- boðið. Bókin öll erhin prýðilegasta á að sjá. En hvað er orðsifjabók? Slík bók fjallar um „ættfræði" orðanna, þar er greindur skyldleiki orða og greint frá uppruna þeirra. í kynn- ingu útgefenda á bókinni segir að þar sé að finna skýringar og skýr- ingatilgátur á uppruna og „venslunT' íslenskra orða og orð- mynda, jafnt úr fornu máli sem nútímaíslensku. Borið er saman við grannmálin, önnur germönsk mál og við fjarskyldari mál þegar þörf er á. Höfundur gerir sér einnig far um að sýna tengsl nor- ræns orðaforða við önnur mál af indóevrópskri málaætt. Hugmynd- ir annarra' fræðimanna um ýmis torskýrð orð eru dregnar fram og leggur höfundur á þær vel rökstutt mat, segja útgefendur. Fyrir 5000 árum í formála Ásgeirs Bl. Magnús- sonar fyrir bók sinni gerir hann skýra grein fyrir hvar íslenskan á sér stað á ættartré þeirrar tungu- málaættar, sem kallast indóevr- ópska málaættin. Fyrir þúsundum ára var töluð sameiginleg indóevr- ópsk tunga, sem síðan tók að greinast í sérstök, sjálfstæð en skyld tungumál. Sú greining er talin hafa byrjað fyrir u.þ.b. 5000 árum, enda eru taldar upp 11 megingreinar eða flokkar indóevr- ópskra mála, sem greinast síðan í aragrúa mála og mállýskna, ef út í það er farið. Þessir flokkar eru germönsk mál, sem íslenskan er einn anginn af, kcltnesk mál, ítal- ísk mál, þar sem latínan er kunnust mála og á sér marga afkomendur, gríska, anatólísk mál, kennd við Anatólíu í Litlu-Asíu, tokkaríska, töluð fyrrum í Austur-Túrkestan í Asíu, slavnesk mál, baltnesk mál, eins og litháíska og lettneska, al- banska, armenska og loks indóír- önsk mál, þar sem undir heyra sanskrít og indverska (mál Veda- bókanna). Með miklum lærdómi og saman- burðarfræðum hefur málfræðing- um tekist að rekja ættir þessara tungumála og sýna fram á skyld- leika þeirra. íslensk orðsifjabók er hluti af þessum skemmtilegu fræðum, þar sem skyldleiki orða innbyrðis í íslensku er ekki einasta talinn fram, heldur oft rakinn til fjarskyldustu mála til að sýna upp- runann, samhengið og merking- una. Afþreyingarbókmenntir Það er víst óhætt að taka undir það með útgefendum þessarar bókar, að þekking höfundarins, Ásgeirs Blöndals Magnússonar, á íslenskum orðsifjum sé afar mikil og reist á miklum lærdómi og að þetta verk sé ómetanlegur fengur öllum þeim, sem láta sér annt um íslenska tungu og láta sig framtíð hennar einhverju skipta. Orða- bækur teljast ekki til afþreyingar- bókmennta nema þá ef orðsifja- bækur eru það. Ættfræði manna, hrossa, nautgripa og sauðfjár er mörgum dægradvöl. Ættfræði orða er líkleg til þess að verða mörgum hugleikin, ef menn komast upp á lagið með hana. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.