Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.11.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. DAGBÓK Félag eldri borgara Haustfagnaöur Félags eldri borgara veröur haldinn föstudaginn 17. nóvember nk. í Veitingahúsinu í Glatsibæ. Miða- pantanir á skrifstofu félagsins í síma 28812. Erlendir skiptinemar á íslandi funda Skiptinemasamtökin Alþjóðleg ung- mennaskipti (A.U.S.) halda haustfund fyrir þá 16 erlendu skiptincma sem nú eru staddir á íslandi helgina 10.-12. nóvember í Grundarskóla á Akranesi. Skiptinem- arnir hafa nú dvalið á sveitarheimilum í 3 mánuði og munu þeir ræða m.a. um þá reynslu. Skiptinemarnir, sem koma frá Bandaríkjunum, Kólombíu, Sierra Leone, Líberíu, Suður Kóreu, auk Evr- ópu, eru flestir farnir að geta bjargað sér nokkuð vel á íslensku og er meiningin að fundurinn fari að mestu leyti fram á fslensku. Bændur Bændur athugið. Höfum til sölu fiskimjöl og síldarmjöl í 50 kg. pokum. Njörður hf. Eyrarbakka. Sími 90-31170 Bændabókhald Búnaðarsamband Suðurlands óskar að ráða starfsmann frá næstu áramótum, einkum til starfa við bændabókhald og áætlanagerð. Bókhalds og tölvukunnátta nauðsynleg. Frekari upplýsingarveitirframkvæmdastjóri í síma 98-21611. Ferðafélag íslands: Myndakvöld Ferðafélagið efnir til myndakvölds miðvikudaginn S.nóv. í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst það kl. 20.30 stundvíslega. Efni: Karl Ingólfsson og Jón Viðar Sigurðsson segja frá í máli og myndum ferð sem þeir fóru í sumar til Kákasus- fjalla, en þar klifu þeir hæsta tind í A.-Evrópu sem heitir ELBRUS (5642 m). Kákasusfjallgarðurinn liggur milli Svartahafs og Kaspíahafs í Rússlandi. Forvitnilegt og framandi ferðalag. Þorsteinn Bjarnar sýnir myndir frá Austfjörðum og víðar, eftir kaffihlé. Aðgangur kr. 200,- Allir velkomnir félagar og aðrir. Miðvikudaginn 22. nóvember verður fyrsta kvóldvaka vetrarins. Ferðafélag fslands Leikfélag Keflavíkur: GRETTIR Föstudaginn 10. nóvember kl. 21.00 frumsýnir Leikfélag Keflavíkur söngleik- inn „Grettir" eftir Ólaf Hauk Símonar- son, Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn í Félagsbíó. Leikstjóri er Edda Þórarins- dóttir. Um 30 manns taka þátt í sýning- unni. Næstu sýningar eru laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. nóvember. r kui\í\o%j a Mnr Unnur Stefándsdóttir Ingibjörg Elsa Arnþrúður Pálmadóttir Þorkelsdóttir Karlsdóttir Konur - Kosningar framundan Matarspjallsfundur Landssambands Framsóknarkvenna um sveitar- stjórnarkosningarnar veröur haldlnn I Litlu-Brekku í Reykjavík miðvikudaginn 15. nóvember kl. 18.30. Umræðurnar leiða þær Unnur Stefánsdóttir formaður LFK, Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs og Arnþrúður Karlsdóttir, fjölmiðla- fræðingur. Hollur matur á boðstólnum. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn LFK Austur-Skaftfellingar Árshátíð Framsóknarfélagsins verður í Hótel Höfn laugardaginn 11. nóvember og hefst kl. 20.00. Miðapantanir þurfa að berast Hótel Höfn í síma 81240 fyrir kl. 17.00 föstudaginn 10. nóvember. Nánar auglýst í Eystra-Horni. Allir velkomnir. Framsóknarfelagið. Rangæingar - félagsvist Fjögurra kvölda félagsvist verður spiluð í Hvoli sunnudagskvöldin 12. nóvember, 26. nóvember, 10. desember og 14. janúar, kl. 21. Kvöldverðlaun. Auk þess er aðalvinningur fyrir þrjú kvöld af fjórum, helgarferð til Akureyrar með Flugleiðum og gist á Hótel KEA, að verðmæti kr. 25.000. Framsóknarfélag Rangæinga. Selfoss og nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 á þriðjudögum, 14. nóvember, 21. nóvember og 28. nóvember. Kvöldverðlaun - Glæsileg heildarverðlaun. Framsóknarfélag Selfoss. Ráðstefna um alþjóðlega samvinnu háskóla Utanríkisnefnd Stúdentaráðs Háskóla íslands gengst fyrir ráðstefnu um alþjóð- lega samvinnu háskóla. Ráðstefnan verð- ur haldin laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Utanríkisnefnd Stúdentaráðs telur nauðsynlegt að kynna það sem er á döfinni á sviði alþjóðlegrar samvinnu, þar sem það snertir verulega hagsmuni stúdenta. Sífellt fleiri íslendingar fara í nám erlendis og því er mikilvægt að fylgjast með þróun menntamála á alþjóðavettvangi. Jónas Fr. Jónsson, formaður Stúdenta- ráðs mun setja ráðstefnuna en fyrirlesarar eru: Sigmundur Guðbjarnason. rektor Há- skóla fslands. Stefán Stefánsson, menntamáiaráðu- neytinu. Þóra Magnúsdóttir, alþjóðasamskipta- nefnd Háskóla fslands. Jón Baldvin Hannihalsson, utanríkis- ráðherra. Að loknum framsöguerindum verða umræður og fyrirspurnir undir stjórn Ásdísar Höllu Bragadóttur, formanns utanríkisnefndar Stúdentaráðs. FLORIDAFERÐIBOOI NAMMIÚRNAIVWI BYRtffiVELAR VTiR tSUSNW! „RAEMUJWKULUR' BwafraaussaainiBct.. Sprellibókin Sprellibókin er komin út á vegum , Nathan & Olsen hf. I henni má finna leiki, föndur. ráðgátur, fróðleiksmola, litla sögu um hafragraut, gómsætar uppskriftir og síðast en ekki síst verð- launasamkeppni þar sem fyrstu verðlaun eru Floridaferð fyrir tvo. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 3 til 106 ára, eins og segir á forsíðu, og verður seld í matvöruverslunum á 50 krónur. AUK hf., Auglýsingastofa Kristínar sá um ritstjórn, hönnun og setningu bóka- rinnar og Korpus hf. um prentvinnslu. Miövikudagur 8. nóvember 1989 Frá afhendingu verðlaunaferöarinnar til London. Símaþjónusta Miðlunar hf. og Pósts og síma fær nafn: 99*1000 Nú nýlega var valið nafn á símaþjón- usta Miðlunar hf. og Pósts og síma, en þau fyrirtæki hófu sameiginlegan rekstur á upplýsingasímunum 99 1000 - 99 1005. Efnt hafði verið til samkeppni um frambúðarnafn á þjónustuna. Upphaf- lega var þjónustan kölluð 99 1000 eftir uppkallsnúmerinu. Viðbrögð almennings voru góð og bárust 1300 tillögur að nafni. Nefna má nöfn eins og Símvarp, Gróa Alvitur, Ari fróði og Bella símamær. Nokkrar tillögur bárust um að þjónustan bæri áfram heiti aðalsímanúmersins, þ.e. 99 1000. Ákveð- ið var að taka þann kost og var því dregið úr tillögum um það nafn. Sá heppni er Júlíus Baldursson, Álfta- mýri 30, Reykjavflk. Hann hlaut í verð- laun ferð fyrir tvo til Lundúna. 99 1000 hefur fengið góðar móttökur, u.þ.b. 1000 hringingar berast í númerin 5 á hverjum sólarhring. Breytingar hafa verið gerðar á línu 99 1005, sem áður hét Dagbók. Sú lína heitir nú Matarlína og inniheldur uppskriftir og hollráð um matseld. Heimsþekktur undirleikari heldur „Master Class“ í Tónlistarskólanum Væntanlegur er hingað til lands heims- þekktur undirleikari Geoffrey Parsons til þess að leika undir á tónleikum fyrir Sigríði Ellu Magnúsdóttur söngkonu. Parsons mun halda „Master Class“ fyrir nokkra söngvara og undirleikara þeirra mánudagskvöldið 13. nóvember, kl. 20.30 í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33. Öllum er frjáls aðgangur til áheyrnar á meðan húsrúm leyfir, vægur aðgangseyrir. Geoffrey Parsons er fæddur í Ástralíu og hann heldur reglulega tónleika í föður- landi sínu og er fastagestur í ástralska ríkisútvarpinu. Á tónlistarferli sínum hef- ur hann unnið með stórsöngvurum eins og Victoriu de los Angeles, Elisabeth Schwarzkopf, Birgit Nilsson og Hans Hotter. Sem dæmi um þá viðurkenningu sem Parsons hefur hlotið fyrir píanóleik sinn má nefna að honum var boðið að halda tónleikaröð sem kölluð var „Geof- frey Parsons and Fricnds" í tilefni opnun- ar Barbican tónlistarhússins í London. Á þessum tónleikum komu fram vinir hans, söngvarar sem hann hafði oft leikið undir fyrir á undanförnum árum, þeirra á meðal Lucia Popp, Christa Ludwig, Thomas Allen, Nicolai Gedda, Felicity Lott, Ileana Cotrubas og Dame Janet Baker. Parsons mun á þessu misseri koma fram með Jessye Norman, Dame Gwyn- eth Jones, Maryana Lipovsek, Thomas Allen, Andreas Schmidt, Thomas Hamp- son og Olaf Bár á tónleikum víða um Evrópu, Ástralfu og Ameríku. Hann hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur og síðast nú nýverið með Jessye Norman og nokkrar plötur með Olaf Bár. Hann er heiðursfélagi í bæði Royal Academy og Guildhall Sehool of Music og aðili að Royal College of Music. Parsons hefur hlotið sérstaka viðurkenningu frá Elísa- betu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til tónlistarmála. Ný bók um sögu þjóðveldistímans Sagnfræðistofnun Háskóla íslands hef- ur gefiö út ritið Gamlar götur og goða- vald. Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Rangárþingi, eftir Helga Þorláksson sagnfræðing. I ritinu fæst höfundur við að skýra með nýjum hætti valdasameiningu þjóðveld- istímans (930-1262) þá er öll völd söfnuð- ust á hendur fárra ætta. Hann dregur fram að Oddi á Rangárvöllum muni hafa legið í þjóðbraut og rekur dæmi þess hversu mikilvæg slík lega stórbýla í þjóð- braut var höfðingjum í valdabaráttu á síðustu öld þjóðveldistímans. Ritið er 165 síður, í því eru 20 kort sem Guðjón Ingi Hauksson hefur teiknað eða útbúið, flest hver, og með fylgir skrá um staðaheiti. Dr. Hreinn Haraldsson veitti ráðgjöf um jarðfræðileg efni. Þetta er 25. ritið í Ritsafni Sagnfræðistofnunar, rit- stjóri er Jón Guðnason prófessor. Sögu- félag, Garðastræti 13B, hefur söluumboð fyrir þessa ritröð. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30 - 16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00- 17:00. VIKAN - 2. nóv.‘89 Mörg viðtöl eru í Vikunni og fremst er talað við Guðna í World Class, sem hefur unnið við líkamsrækt og hugrækt í tvo áratugi. Þá er talað við Elísabetu Jökuls- dóttur um nýútkomna fyrstu ljóðabók hennar. Hugrún Ragnarsdóttur - Huggy, segir frá fyrirsætustarfi sem hún hefur stundað árum saman og þá tók hún til við að ljósmynda sjálf og er nú á bak við ljósmyndavélina í stað þess að vera framan við hana: „íslenskar stúlkur eru einstakar" segir Hugrún. Þá eru viðtöl við erlent fólk, norsku skáldkonuna Margit Sandemo, sem hefur skrifað um ísfólkið o.fl. og leikarann Jon Voight, sem segist örugglega ætla að koma til íslands. Þá er í blaðinu „Rósa skrifar", tískuþáttur, skrif um snyrtivörur, stjörnu- spádóma, mataruppskriftir og margir fastir þættir. Forsíðumyndina tók Huggy. ÍIlJlI M*L V FREYR - Búnaðarfolað nr. 19-okt.‘89 Erfiðleikarnir eru til að takast á við er fyrirsögn á ritstjórnargrein blaðsins. Þá er fundargerð aðalfundar Stéttarsam- bands bænda 1989 og ræða Hauks Hall- dórssonar, formanns Stéttarsambands bænda. Síðan eru skýrslur um störf Stéttar- sambands bænda og fréttur um landbún- aðarmál. Á forsíðu er mynd frá Hvanneyri, sem Ólafur H. Torfason hefur tekið. Búnaðarfélag íslands og Stéttarsam- band bænda gefur blaðið út og er þetta 85. árgangur þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.