Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. desember 1989 Tíminn 3 Þorsteinn Kragh, umboðsmaður Bubba, átti hugmyndina að tónleikum undir yfirskriftinni „Unglingar gegn ofbeldi.“ Þessir menn hrinda henni í framkvæmd á föstudaginn kemur. Frá vinstri: Þorsteinn Kragh, Sigurður Baldursson formaður Handknattleiksdeildar Fram, Bubbi Morthens og Helgi Björasson. Tímamynd: Árni Bjama. Rokktónleikar í Höllinni aö loknum prófum í grunn- og framhaldsskólunum n.k. föstudag að frumkvæði Bubba Morthens og Helga Björnssonar og Handknattleiksdeildar Fram: Ekkert ofbeldi í lok prófanna „Við vildum gjarnan að fjallað yrði með jákvæðari hætti um þessa hluti, ekki síst í fjölmiðlum. Það mætti að ósekju einblína minna en gert er á dökku hliðamar. Fréttimar minna ósjaldan á sögur af Morgan Kane og ég held að það sé ekki af hinu góða að vekja þannig óverð- skuldaða athygli á örlitlum minni- hluta ungs fólks,“ sagði Bubbi Mort- hens þegar hann kynnti rokktónleika sem haldnir verða í Laugardalshöll- inni 15. desember n.k. undir kjör- orðinu Unglingar gegn ofbeldi. Tónleika hefjast kl. 21 og standa til kl 01 um nóttina. Hljómsveitimar Síðan skein sól og ný hljómsveit Bubba, Lamarnir munu leika listir sínar. Fullt samráð er milli lögregl- unnar og tónleikahaldaranna um framkvæmdina og að tónleikunum loknum munu strætisvagnar Reykja- víkur flytja fólk út í úthverfi borgar- innar. Þá verða sætaferðir úr ná- grannabyggðunum allt frá Borgar- nesi, Hvolsvelli og af Suðumesjum. Hugmyndin að hljómleikum undir yfirskriftinni unglingar gegn ofbeldi er frá þeim Þorsteini Kragh, Bubba, og Helga Bjömssyni söngvara hljómsveitarinnar Síðan skein sól komin. Ásamt þeim tekur hand- knattleiksdeild Fram þátt í framtak- inu í samvinnu við lögregluna, Snigl- ana og ýmsa aðila sem starfa á félagsmálum meðal ungs fólks. Markmiðið með þeim er að vekja athygli á umræðunni um ofbeldi og beina henni inn á uppbyggilegar brautir sem leitt gætu til þess að bæta umgengnishætti meðal ungs fólks og raunar alls þorra fólks. Ef tón- leikamir takast vel og aðsókn verður góð er ætlun tónleikahaldara að styrkja sérstaklega unglingaathvarf Rauða krossins. Þess er vænst að aðsókn verði a.m.k. þokkaleg enda lýkur prófum í gmnn- og framhaldsskólunum þennan dag og aðstandendur tón- leikanna vilja leggja sitt af mörkum til að skólafólk fagni próflokum að hætti skynsamra og siðaðara manna og benda á að gleði felist ekki í óhóflegu brennivínsþambi og of- beldi heldur þvert á móti og fráleitt að skemmta skrattanum með slíkum hætti. -sá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambandsins semja um sölu á freðfiski til Sovét: Samið um sölu á 5400 tonnum Samningar um sölu á frystum sjávarafurðum til Sovétríkjanna vom undirritaðir 7. desember sl. Samningurinn sem gerður var við Sovrybflot i Moskvu hljóðar upp á sölu á 5400 tonnum af heilfrystum fiski. Heildarverðmæti samningsins er liðlega 13 milljónir dollara, eða sem svarar 806 milljónum íslenskra króna. Afgreiða á vömrnar frá janúar til júní á næsta ári. Gert hafði verið ráð fyrir að samið yrði um mun meira magn en raun varð á, en þegar til kom fékk Sovrybflot ekki meira fjármagn til umráða til freðfiskkaupa frá íslandi. Það magn sem hér um ræðir er innan við 40% af neðri mörkum ramma- samnings sem í gildi er á milli íslands og Sovétríkjanna og unnið hefur verið eftir á síðustu fimm ámm. -ABÓ SÍMI HÆKKAR Gjöld fyrir símaþjónustu til út- landa hækka frá og með 12. desem- ber sl. um 11 til 12%, nema til BNA, en þar nemur hækkunin um 8-9,5%. Hækkunin er tilkomin vegna gengis- breytinga, segir í fréttatilkynningu frá Pósti og síma. Síðast hækkuðu gjöld fyrir símaþjónustu í júní sl. Hver mínúta í sjálfvirku vali til Norðurlandanna, nema Finnlands mun kosta 60 kr., til Bretlands og V-Þýskalands mun hver mfnúta kosta 73 kr. og til Bandaríkjanna kostar hver mínúta 111 kr. Sérstakt samkomulag hefur tekist við símastjómir í Malaysíu, Singa- pore, Taiwan og Thailandi um lækk- un talsímagjalda milli íslands og landanna og fylgja þau því ekki hækkunum vegna gengisbreytinga nema að takmörkuðu leyti. Mínútu- gjald þangað lækkar því úr 214 kr. í 197 kr. -ABÓ LJÓÐARABB Sveinn Skorri Höskuldsson Ljóóarabb Sn4»*n Skvni'i JMh'k 4* Hugvekjur um kvæði ýmissa ólíkra skálda fyrr og nú, m.a. Bjarna og Jónasar, Davíðs og Tómasar, Steins og Hannesar Péturssonar, o.m.fl. ANDVAR11989 ANDVARI Tímarit Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritstjóri: Gunnar Stefánsson. Aðalgrein ritsins er æviþáttur um Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, eftir Pál Theodórs- son, eðlisfræðing. Fjölbreytt efni: Ritgerðir og Ijóð. ALMANAK HÍÞ 1990 ALMANAK Hins Isienzko bióövtnafélogs 1990 A/tXtt tnonttt 19M <8X6% Almanak um árið 1990, reikn- að af Þorsteini Sæmundssyni Ph.D., og Árbók íslands 1988 eftir Heimi Þorleifsson. Nauð- synleg bók á hverju heimili. STUDIA ISLANDICA 47 fslensk fræði Bók á þýsku um upphaf ís- lensk-norskrar sagnaritunar, eftir Gudrun Lange. SONNETTUR William Shakespeare 11 iiiitini Nidkrs/ifwi ymncllin' 154 sonnettur í íslenskri þýð- ingu Daníels Á. Daníelssonar og greinargerð um sögu þessa skáldskapar. Merkur bókmenntaviðburður. Jóla- gjöf Ijóðaunnenda. HAUST- BRÚÐUR Þórunn Sigurðardóttir HauSt-r brúður Þórunn Sigurðardóttir öytgiö Leikritið um amtmanninn á Bessastöðum og heitkonu hans, Appoloníu Schwartzkopf sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu á s.l. vetri. 3. leikritið í nýjum leik- ritaflokki Menningarsjóðs. SIÐASKIPTIN 1. bindi Will Durant Saga evrópskrar menningar 1300-1517. Tímabil mikilla straumhvarfa í sögu vest- rænnar menningar. Þýðandi Björn Jónsson, skólastjóri. Fróðleg og stórskemmtileg bók. UMBÚÐA- ÞJÓÐFÉLAGIÐ Hörður Bergmann H»«)ur Bvrgm.um UMBUÐA i>jóorfci.AC]!Ð ..I,, ! , -H, - •'iate / 1H ' Undirtitill: Uppgjör og afhjúp- un. Nýr framfaraskilningur. - Forvitnilegt framlag til þjóðmálaumræðu um mál í brennideþli. RAFTÆKNI ORÐASAFN II Ritsími og talsími RAFTÆKNI ORÐASAFN Annað bindi nýs orðasafns yfir hugtök úr ritsíma- og tal- símatækni. Unnið af Orða- nefnd rafmagnsverkfræð- inga. Kjörin handbók. FRÁ GOÐORÐUM TIL RÍKJA Jón Viðar Sigurðsson Jón V'ðai Sigurðsson FRÁ GODORDUM TIL RÍKJA ÞROUN GOOAVALDSA12 OG13 OLD Bók um þróun goðavaldsins á Islandi á 12. og 13. öld eftir ungan fræðimann, sem tekur til umfjöllunar viðburðaríkt tímabil (slandssögunnar. Bókaútgófa /VIENNING^RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.