Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 13. desember 1989 FRÉTTAYFIRUT VARSJÁ — Lech Walesa leiötoai Samstöðu fór þess á leit ao ríkisstjórn landsins þar sem Samstaða er í meirihluta fái aukin völd til að endurskipu- leggja efnahagslíf landsins. DZAOUDZI — Hvítir mála- liðar sem hafa setið við völd á Comoros eyjum hafa krafist þess að fá tryggt hæli í Frakk- landi ef þeir leggja niður völdin. KAÍRÓ — Muammar Gadd- afí leiðtogi Líbýu sem nú hýsir fyrrum fjandmanna sinn Hosni Mubarak forseta Egyptalands, sagði að Arabaríkin þyrftu ekki að skiptast á sendiherrum, svo náin væru samskipti þeirra. Heimsókn Mubaraks var mjög óvænt og dvelur hann með Gaddafí í Bedúínatjaldi leiðtogans í bænum Sirte. WASHINGTON — Banda- ríkjastjórn hefur aefið í skyn að möguleiki sé á áð Bandaríkja- menn selji Kínverjum þrjá fjar- skiptahnetti sem kyrrsettir voru þegar George Bush Banda- ríkjaforseti setti vopnasölu- bann á Kína í kjölfar blóðbaðs- ins á Torgi hins himneska friðar. SOFIA — Rúmlega 14 þús- und Búlgarar héldu á logandi kertum a útifundi nærri höfuð- stöðvum kommúnistaflokksins til að þrýsta á hraðari lýðræði- súrbætur í landinu. Mótmælaj fundurinn sem er sá fjórði á tveimur dögum var haldinn þrátt fyrir að Petar Mladenov leiðtogi kommúnistaflokksins hafi deginum áður lofað frjáls- um kosningum, viðræðum við stjórnarandstöðuhópa og að kommúnistar muni láta af ein- ræði sínu. BELGRAD - Hópur serbn- eskra menntamanna segist hafa myndað stjórnmálaflokk sem sé fyrsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í Serblu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu. útlónd HHHIIHIlI''iJ'rlillilllllllHIIHHHHii.i.ii', 'J1HHHIHHHIiilll!iI];l;ii;:llll!IIIHHHHHIIII:i.ilii.iiiS]1 lillllllllllllllHHHHIIIIi!.l;i.l;l:l::.............................IIIIIH...........................lll...... Víetnamskt flóttafólk tekur land í Hong Kong. Nú hafa bresk stjórnvöld og yfirvöld í Hong Kong hafið nauðungarflutninga á þessu fólki aftur til Víetnams. Fyrstu hópar víetnamskraflóttamanna sendir frá Hong Kong til Víetnams: Flóttamannahjálp SÞ fordæmir Breta fyrir nauðungarflutningana Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna for- dæmdi bresk stjórnvöld harðlega í gær eftir að fyrstu hóparnir af víetnömsku flóttafólki sem leitað hafa hælis í Hong Kong voru sendir nauðugir til Víetnams. Telur yfirmaður flóttamanna- hjálparinnar að nauðungarflutning- amir væm ekki einasta ómannúðleg- ir með afbrigðum, heldur væm að- farirnar til þess fallnar að koma í veg fyrir að bátafólkið sem flúið hefur til Hong Kong fáist nokkurn tíma til að snúa heim af fúsum og frjálsum vilja. Lögreglumenn klæddir hjálmum sóttu fimmtíu og einn ólöglegan flóttamann frá Víetnam í öryggis- fangelsi í Hong Kong snemma í gærmorgun og fluttu fólkið grátandi til flugvallarins í þessari bresku ný- lendu, en þar beið þess flugvél sem flutti fólkið til Víetnams að nýju. Yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Hong Kong, Robert Van Leeuwen, sagðist hafa ítrekað reynt að fá upplýsingar frá stjórnvöldum um þessa nauðungar- flutninga, en ekkert orðið ágengt. Flóttamannahjálpin hefur á undanfömum vikum reynt að fá víetnamskt flóttafólk sem lagt hefur líf sitt í hættu til að flýja á lélegum bátum frá Víetnam til Hong Kong, til þess að flytja sjálfviljugt heim á ný. Víetnömsk stjómvöld hafa heit- ið því að fólkið muni ekki verða fyrir neinum óþægindum þótt það snúi aftur. Fimmtíu og sjöþúsund víetnamsk- ir flóttamenn em nú í Hong Kong, en yfirvöld viðurkenna ekki nema þrettán þúsund þeirra sem eiginlega flóttamenn. Em hinir einungis taldir hafa flúið fátækt, en ekki stjómar- farið sem slíkt. Hefur vera þessa fólks valdið yfirvöldum í Hong Kong töluverðum erfiðleikum að undan- förnu, þar sem hreinlega er ekki pláss fyrir það. Breska stjómin sem ákvað nauð- ungarflutningana í samráði við yfir- völd Hong Kong hefur verið mjög harðlega gagnrýnd af ríkjum víðs vegar um heiminn. Þrátt fyrir það ítrekaði Margaret Thatcher forsætis- ráðherra Breta að nauðungarflutn- ingarnir myndu fara fram eftir áætl- un. Farabundo Marti haf na vopnahléi Skæruiiðar Farabundo Marti þjóðfrelsisfylkingarinnar í E1 Salva- dor höfnuðu áskorun forseta Mið- Ameríkuríkja um að hætta nú þegar árásum á sveitir stjórnarhersins í landinu og hefja friðarviðræður. Áskomn þessi var samþykkt á stormasömum fundi forsetanna fimm sem nær því fór út um þúfur þegar Jose Azcona forseti Hondúras yfirgaf leiðtogafundinn eftir hörð orðaskipti við Daníel Ortega forseta Níkaragva. Azcona kom hins vegar aftur inn á fundinn og undirritaði sameiginlega áskorun forsetanna fimm. I yfirlýsingunni vom ekki einungis skæmliðar Farabundo Marti hvattir til að hætta hernaði sínum og ganga að samningaborðinu, heldur vom Kontraliðar sem berjast gegn ríkis- stjóm Sandínista í Níkaragva hvattir til hins sama og að taka þess í stað þátt í kosningunum sem fram eiga fara í landinu 24. febrúar. Forsetakjör- inu frestað Tékkneska þingið frestaði í gær kjöri nýs forseta landsins, en til stóð að velja eftirmann Gust- avs Husaks sem sagði af sér embætti um helgina að kröfu Borgaralegs vettvangs. Búist hafði verið við að Vaclav Havel einn helsti leiðtogi Borgaralegs vettvangs yrði kjörinn forseti, en atkvæðagreiðslu var frestað eftir að þingflokksformaður kommún- ista lagði til að forsetinn yrði kjörinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt stjómarskrá Tékkó- slóvakíu á þingið að kjósa forseta og það fyrir 24. desember, en Anton Blazej þingflokksformað- ur kommúnista, sem hafa 242 þingmenn af 350, lagði til að stjómarskránni yrði breytt á þann veg að þjóðin veldi forsetann beint. Tillaga þessi er túlkuð sem tilraun kommúnista til að fresta forsetakjörinu, en næsta víst var talið að Havel yrði kjörinn, en hann nýtur gífurlegs stuðnings meðal almennings. James Baker utanríkisráöherra Bandaríkjanna í övæntri heimsókn til Hans Modrows forsætisráðherra Austur-Þýskalands: Bandaríkin stydja heilshugar umbætur í Austur-Þýskalandi! James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt í gær ræðu í Vestur-Berlín þar sem hann hvatti til myndunar nýrrar Evrópu þar sem samstarf ríkja álfunnar yrði í fyrirrúmi. Utanríkisráðherrann lét ekki standa við orðin tóm heldur hélt ásamt föruneyti til Austur-Þýskalands til Potsdam og ræddi stundarlangt við Hans Modrow forsætisráðherra Austur- Þýskalands. James Baker lýsti stuðningi Bandaríkjanna við umbótastefnu ríkisstjórnar Hans Modrows í Aust- ur-Þýskalandi, á fundi þeirra félaga. -Við ræddum nokkuð lengi um mikilvægi þess að umbætumar héldu áfram á friðsamlegan og stöðugan hátt. Það umfram allt annað sýnir þau pólitísku skilaboð sem við vild- um koma áleiðis hér í dag. Við viljum láta fólkið í Austur- Þýskalandi vita um stuðning okkar við þær umbætur sem fram fara í þessu landi, sagði James Baker við fréttamenn eftir fundinn með Modrow. Baker sagðist hafa tjáð Modrow að hann væri einstaklega ánægður með hringborðsumræðurnar sem Modrow hefur haldið með stjórnar- andstöðuhópum, en þær umræður hafa leitt til þess að frjálsar kosning- ar voru ákveðnar í Austur-Þýska- landi í maímánuði. Heimildarmenn í föruneyti Bakers, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, sögðu að Modrow hafi fullvissað Baker um að ákvörðuninni um kosningar og efnahagsumbætur yrði ekki hnikað. Þá hafi Baker einnig lofað Modrow að Bandaríkja- menn væru reiðubúnir að veita Aust- ur-Þjóðverjum aðstoð við að rétta við efnahag landsins. Ekki var rætt um sameiningu þýsku ríkjanna. -Þetta er fullnægjandi, viðræður eru hafnar. Ég geri ráð fyrir að þessar viðræður munu leiða til sam- vinnu, sagði Modrow eftir fundinn. Hinum óvænta fundi ku hafa verið komið á eftir að Richard Barkley sendiherra Bandaríkjanna í Austur- Þýskalandi hafði lagt mjög hart að bandarískum stjómvöldum að sýna stuðning sinn við umbótastefnuna í Austur-Þýskalandi í verki. Ogstyðja þannig við bak umbótasinna sem eiga við ýmsa erfiðleika að glíma. James Baker er fyrsti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem ræðir við leiðtoga Austur-Þýskalands á austur-þýskri storð. Annars hóf Baker daginn í gær með morgunverðarfundi með Helm- ut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands, en Kohl hafði gert Bandaríkjamönn- um og öðrum vestrænum ríkjum þann grikk að leggja fram áætlun í tíu liðum sem miðaðist að samein- ingu þýsku ríkjanna, án þess að ráðfæra sig við bandamenn sína í vestri. Það hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum, svo sem Frökkum og jafnvel Bandaríkjamönnum. Janies Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.