Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. desember 1989 Tíminn 5 Stjórn og stjórnarandstööu greinir verulega á um hver fjárlagahaliinn verði a næsta ari: Ríkissjóðshalli 4 eða 10 milljarðar? Önnur umræða fjárlaga fór fram í sameinuðu þingi í gær, en frumvarpið hefur verið til umfjöllun- ar hjá fjárveitinganefnd á undanförnum vikum. Fram kom í máli Sighvats Björgvinssonar, for- manns fjárveitinganefndar, að nefndin leggur til hækkun útgjalda ríkisins er nemur 1,2 milljörðum. Það samsvarar rúmlega 4 milljarða halla ríkissjóðs á þessu ári. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárveitinganefnd hafa fyrirvara við þessar tillögur og segir Pálmi Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, að hér sé á ferðinni eitthvert óvand- aðasta fjárlagafrumvarp sem lagt hafi verið fyrir Alþingi. Halli ríkis- sjóðs verði í raun 7-8 milljarðar á næsta ári. „Hæstvirt ríkisstjórn ætti sjálf að velja sér einkunnarorð við hæfi í ríkisfjármálum. Og þau eru: sjálf- birgingsháttur, úrræðaleysi og sóun,“ sagði Pálmi í lok ræðu sinnar í gær. Ingi Björn Albertsson, fulltrúi Frjálslynda hægriflokksins, tók í sama streng og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra viður- nefnið „ókrýndur skattakonungur íslands". Hann líkti fjármálastjóm Ólafs við stjórn Loðvíks Frakklands- konungs XV og sagði að í fjármála- frumvarpinu væri ekki gerð tilraun til þess að stjórna fjármálum ríkisins öðruvísi en frá degi til dags. Hann spáði jafnframt ríkissjóðshalla upp á 8-10 milljarða á næsta ári og á milli 10 og 20 milljarða á árinu 1991. Af þeim 1 rúma milljarði sem fjárveitinganefnd leggur til í viðbót- arútgjöld, em tillögur um hækkun rekstarliða rúmlega 570 milljónir og er öll sú fjárhæð svo til öll vegna lagfæringa á áætlun fjárlagafrum- varpsins um útgjöld vegna launa, vegna verðuppfærslna eða vegna vanáætlana um önnur rekstrargjöld. Þetta kom fram í ræðu formanns fjárveitinganefndar. Nefndin gerir síðan tillögur um lækkun sértekna upp á 260 milljónir, en megnið af þeirri lækkun er vegna leiðréttinga sértekna sem staðfestar hafa verið af fjármálaráðuneytinu. f breytingatil- lögum nefndarinnar eru tilmæli um hækkun stofnkostnaðar um rúmlega 340 milljónir. Þar er um að ræða tillögur til hækkunar á framlögum til stofnkostnaðar vegna hafnarmála, sjúkrahúsa og heilbrigðismála og framhaldsskóla. Sighvatur Björgvinsson sagði í ræðu sinni að miðað við reynslu undanfarinna ára, mætti búast við að raunveruleg fastaútgjöld ríkisins og stofnana þess, umfram tekjur ríkisins, væru á bilinu 3-4 milljarðar. Þar við bættust áhrif ytri aðstæðna í efnahagslífinu á hverjum tíma, svo og ákvarðanir sem kynnu að verða teknar eftir afgreiðslu fjárlaga, svo sem eins og með kjarasamningum og í tengslum við þá, þar sem aðilar vinnumarkaðarins sammæltust um að leysa vandamál sín með því að ávísa á ríkissjóð og á fé sem ekki væri þar til. „Séu menn að festast í þessu fari sem ekki er glæsilegt, þá rífa menn sig ekki upp úr því nema með því einu að horfast í augu við þetta vandamál og gera sér fulla grein fyrir því að á því eru ekki til nema tvær lausnir," sagði Sighvatur. „Önnur er sú að auka verulega skattheimtuna frá því sem orðið er og þar virðast fá Ástæður endurkröfu eru langoftast vegna ölvunaraksturs. Um 90% endurkrafna vátryggingarfélaga á tjónvalda í umferðinni vegna ölvunaraksturs: Fimm greiddu meira en eina milljón kr. Á þessu ári hefur nefnd, sem metur hvort vátryggingafélög eigi endurkröfurétt á tjónvalda, borist 149 mál. Nefndin hefur samþykkt endurkröfur að öllu leyti eða hluta í 133 málum og nema þessar endur- kröfur samtals yfir 23 milljónum króna. í málunum 133 eru karlar í miklum meirihluta eða 108 af endurkröfðu tjónvöldunum, en kon- ur 25. Sem kunnugt er geta umferðar- lagabrot ökumanna, t.d. ölvunar- akstur, hraðakstur o.fl. valdið öku- leyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsis. Tjón sem verð- ur á ökutæki tjónvalds í slíkum tilfellum verður hann einnig oftast að bera sjálfur. Afleiðingamar fyrir brotlega ökumenn eru þó ekki þar með upptaldar, því samkvæmt um- ferðarlögum eignast vátryggingar- félag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja endur- kröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómsmálaráðherra skipar nefnd þriggja manna, til að kveða á um hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröfum. Eins og áður sagði bárust nefnd- inni 149 mál og hafa 133 endurkröfur verið samþykktar. Hæsta endurkraf- an nemur rúmlega 1900 þúsund krónum, en sú næst hæsta rúmlega 1700 þúsund krónum. Endurkröfur sem nema einni milljón króna, eða hærri fjárhæð, eru alls fimm talsins. Ástæður endurkröfu eru langoft- ast ölvun tjónvalds, eða í 120 tilfell- um, þ.e. í um 90% málanna. Aðrar ástæður en ölvun réðu endurkröfum í 13 tilvikum. Hjá tjónvöldum sem endurkrafðir voru vegna tjóna af völdum ölvunar, reyndust 52 hafa um og yfir 2 prómill vínandamagn í blóði, þar af tveir um og yfir 3 prómill. í desembermánuði eru tjón af völdum ölvunaraksturs hvað algeng- ust. Það er því ástæða til að minna ökumenn á nú þegar jólamánuður- inn er genginn í garð að akstur og áfengi fer ekki saman, jafnvel þótt það sé „aðeins eitt glas“. -ABÓ ráð góð um þessar mundir. Ellegar þá að gera verulegar breytingar á þjónustu og umfangi ýmissa kostn- aðarsömustu útgjaldaliðanna og þá er óhjákvæmilegt að nefna þá liði sem stærstu fjárhæðunum velta, því engin getur sparað á því sem ekkert kostar." Alexander Stefánsson, varafor- maður fjárveitinganefndar, sagði við umræðurnar í gær, að það ætti að vera regla að engin lög yrðu sam- þykkt frá Alþingi, öðruvísi en að undangenginni könnun á fjárhagsá- hrifum þeirra, ásamt því að fjármagn væri tryggt til að framkvæma lögin. Þessa reglu vildi Alexander einnig láta ná yfir breytingar á kjarasamn- ingum, þ.e. að samhliða samninga- gerð yrði gerð nákvæm úttekt á því hvaða áhrif þeir hefðu á efnahag þjóðarbúsins. Þingmaðurinn nefndi sem dæmi að núna á lokastigi fjár- lagagerðar næsta árs bærist inn til fjárveitinganefndar langur listi yfir þau áhrif sem ákvæði síðustu kjara- samninga hefðu á ríkisbúskapinn. Þá yrði jafnframt að taka ákvörðun um framkvæmd laga sem samþykkt hefðu verið af Alþingi, án þess að gert hefði verið ráð fyrir fjármagni til þeirra. í þeirri stöðu sem væri í ríkisfjármálum nú lægi ekkert annað fyrir en að fresta framkvæmd slíkra laga um ótiltekinn tíma. Auk þessa þyrfti að taka til endurskoðunar 6. grein fjárlaga sem fæli í sér opnar heimildir, er væru nýttar á þann hátt að menn stæðu frammi fyrirgífurleg- um viðbótarútgjöldum. „Auðvitað er þetta til að skapa óróa í meðferð slíkra mála, en þetta eru staðreyndirnar,“ sagði Alexand- er. „Mér finnst að á sama hátt ætti að taka til hendi í sambandi við lánsfjárlög. Lánsfjárlögin eru slitin úr samhengi við fjárlögin sjálf. Þau fara í gegn um fjárhags- og viðskipta- nefndir Alþingis. Og hvað gerist? Innbyggðar í lánsfjárlög eru ýmsar ákvarðanir, sem eru ekki í takt við fjárlögin sjálf og hafa oftar en ella valdið miklum erfiðleikum við með- ferð fjármála.“ Umræðan um fjárlög stóð fram eftir nóttu í gær, en stefnt er að því að atkvæði verði greidd um breyt- ingatillögur við það á morgun og því síðan aftur vísað til fjárveitinga- nefndar. Fjárlagafrumvarpið verður síðan tekið til þriðju og síðustu umræðu í næstu viku. -ÁG ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 4.-8. desember: 2220tonn seld Á Bretlandsmarkaði voru í liðinni viku seld samtals 1672 tonn af fiski fyrir um 165 milljónir króna. Þar af voru 1283 tonn seld úr gámum fyrir um 130 milljónir króna. Á Þýska- lands- og Bretlandsmarkaði voru seld samtals 2220 tonn fyrir um 214 milljónir króna. Þrjú skip lönduðu í Hull og Grimsby samtals 344 tonnum, heild- arverðmæti aflans voru 34 milljónir króna. Þetta voru Gjafar VE með tæp 82 tonn, meðalverð 91,78 krónur, Björgvin EA með um 177 tonn, meðalverð 96,10 krónur og Gullver NS með 84 tonn, meðalverð 111,65 krónur. Afli bátanna skiptist þannig eftir tegundum. Af þorski voru 220 tonn, meðalverð 96,33 krónur, af ýsu rúm 45 tonn, meðalverð 109,28 krónur og af ufsa voru seld tæp 12 tonn, meðalverð 59,14 krónur. Af kola voru seld 42 tonn, meðalverð 110,65 krónur, af grálúðu 15 tonn, meðal- verð 90,05 krónur og af blönduðum afla voru 8 tonn, meðalverð 127,28 tonn. ytra Úr gámum voru seld 1283 tonn fyrir um 131 milljón krónur. Þar af voru 662 tonn af þorski, meðalverð 96,82 krónur, 392 tonn af ýsu, með- alverð 109,77 krónur, 24 tonn af ufsa, meðalverð 59,45 krónur og 16 tonn af karfa, meðalverð 58,30 krónur. Af kola voru seld 110 tonn, meða'.verð 115,74 krónur og af blönduðum afla voru 76 tonn seld, meðalverð 109,80 krónur. í Þýskalandi seldu þrír bátar í Bremerhaven samtals tæp 594 tonn, heildarverðmæti aflans var rétt tæp- ar 50 milljónir króna. Engey RE seldi 302 tonn, meðalverð 82,71 króna, Skafti SK seldi 157 tonn, meðalverð 81,34 krónur og Klakkur VE seldi 134 tonn, meðalverð 89,88 tonn. Karfi vó 549 tonn í heildar- aflanum sem seldur var og fékkst 84,56 króna meðalverð fyrir kílóið. Af þorski voru 11 tonn seld, meðal- verð 94,55 krónur og 8 tonn af ufsa, meðalverð 109,82 krónur. Blandað- ur afli vó tæp 25 tonn, meðalverð 57,38 krónur. -ABÓ LÉST EFTIR UMFERDARSLYS Maðurinn sem lést eftir umferð- til heimilis á Hofsósi. Fjólmundur arslys við bæinn Melbreið í Fljót- iætur eftir sig eiginkonu og fjögur um á sunnudag, hét Fjólmundur uppkomin böm. -ABÓ Karlsson. Hann var 67 ára gamall

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.