Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 10
io Túpinn;, Miðvikudagur 13. desember 1989 Miðvikudagur 13: desember 1989 y f Tíminn "Í1 Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrirhuga að stofna sameiginlegt fyrirtæki um almenningssamgöngur: Sveitarfélög í sjálfstæða útgerð strætó Fyrir lok þessa árs þurfa sveitarstjórnir sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæöinu að taka ákvörðun um hvort þau vilja vera með í stofnun sameiginlegs fyrir- tækis um almenningssamgöngur. Sveit- arfélögin eru Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjalarnes- hreppur og Bessastaðahreppur. Áætlað er að stofnkostnaður fyrirtækisins verði 300 milljónir og rekstrarkostnaður 200 milljónir á ári. Gert er ráð fyrir að helmingur af tekjum fyrirtækisins komi frá sveitarfélögunum sjálfum. Síðast liðið eitt ár hefur verið starfandi nefnd sem í hafa setið fulltrúar frá sveitarfélögunum sex. Nefndin hefur kannað hagkvæmni þess að koma á fót samræmdu almenningsvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggja fyrir drög að stofnsamningi um byggðasamlag um almenningssamgöngur. Um 56% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu Fyrsta desember 1988 bjuggu tæplega 142 þúsund manns á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta er um 56% landsmanna. Fyrir rúmlega ári var skiptingin milli sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu þessi: Bessastaðahreppur Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Kj alarneshreppur Kjósarhreppur Alls 895 14.199 6.843 15.551 95.811 4.027 4.027 409 176 141.938 Byggðastofnun hefur gert spár um fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrum mismunandi forsendum. Lík- legast er talið að fólki muni fjölga á svæðinu um 30 þúsund manns til ársins 2005. í sveitarfélögunum sex búa tæplega 42 þúsund manns eða um 30% af íbúum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Byggðin hefur að sjálfsögðu þanist mjög mikið út á síðustu árum. Fyrir um fimmtíu árum náði byggðin yfir um 300 hektara landsvæði. Síðan hefur ibúa- fjöldi þrefaldast en byggð hefur þanist yfir tuttugufalt stærra landsvæði. Núverandi rekstur almenningsvagna í dag sjá fimm aðilar um reglubundna fólksflutninga á svæði sveitarfélaganna sex. Fjórir stærstu eru: eknir km. 1988 farþegar SVK 574 þús. 960 þús. Landleiðir 600 - 540 - Mosfellsleið 90 - 210 - Kjalarnes/Rvk. 55 - nokkur - Stofnað verði byggðasamlag um reksturinn Nefndin telur að markmiðum um samræmda og bætta þjónustu almenn- ingsvagna á höfuðborgarsvæðinu verði best náð með því að stofna byggðasam- lag um almenningssamgöngur. Byggða- samlaginu er ætlað að sjá um almenn- ingssamgöngur með þeim hætti sem stjórn samlagsins telur æskilegt hverju sinni, rekstur almenningsvagna, stjórn- stöðvar og viðgerðaverkstæðis, gerð leiðakerfis fyrir almenningsvagna, sam- starf við stofnanir og fyrirtæki á sviði almenningssamganga og síðast en ekki síst gerð samninga við aðra aðila um rekstur á einstökum leiðum, eftir því sem ákveðið kann að verða á hverjum tíma. Nefndin gengur út frá því að leiðakerfi SVR breytist tiltölulega lítið. í Mosfells- bæ og Kjalarneshreppi er gert ráð fyrir að auka við leiðakerfið í samræmi við aukna byggð. Reiknað er með því að endastöð Mosfellsleiðar verði í Mjódd í stað Grensáss nú, m.a. með hliðsjón af ferðum til Hafnarfjarðar um Reykjanes- braut, en áætlað er að tíðni ferða milli Mosfellsbæjar og Mjóddar verði óbreytt frá því sem nú er. Frá núverandi leiðakerfi eru breyting- ar mestar á suðursvæðum. Frá Hafnar- firði er reiknað með því að fjórir vagnar fari um Hafnarfjarðarveg á klukkustund og taki þeir farþega í miðbæ Garðabæjar og Kópavogs. Tvisvar á klukkustund verði ferðir milli Hafnarfjarðar og Mjóddar um Reykjanesbraut. Innanbæj- arferðir í Kópavogi verði eins og þær eru nú að viðbættri nýrri leið síðar um svæði sem byggjast mun á næstu árum. í Garðabæ er reiknað með einni innanbæj- arleið sem tengist hraðleiðum frá Hafn- arfirði í miðbæ Garðabæiar á Arnarnesi og við Vífilsstaði. Um Álftanes er gert ráð fyrir reglubundnum ferðum allt árið til Hafnarfjarðar og Garðabæjar í veg fyrir hraðleiðir til Reykjavíkur. í Hafn- arfirði eru fyrirhugaðar tvær innanbæjar- leiðir. Samkvæmt þessari hugmynd yrði leiðakerfið í heild 150 kílómetrar að lengd og ekin vegalengd á ári um 1.650.000 km. Áætlað er að tvær milljón- ir farþega ferðist árlega á leiðum sam- lagsins. I fyrra ferðuðust um 1,7 milljónir farþega með vögnum á svæði aðildar- sveitarfélaga að fyrirhuguðu byggðasam- lagi. í áætlun um rekstrarkostnað er reiknað með því að greiðandi farþegum fjölgi um 15% vegna aukinnar þjónustu og lækkunar fargjalda frá því sem gildir í dag. Stofnkostnaður 300 millj., rekstrarkostnaður 200 millj. á ári Gert er ráð fyrir að notaðir verði 24 vagnar. Fjöldi viðkomustaða verði 300- 350 og lengd milli viðkomustaða 420-480 metrar. Þá er áætlað að um 65-70 manns tjriuni að jafnaði sinna fyrirhugaðri þjón- ustu. Miðað við ofangreindar forsendur er áætlað að stofnkostnaður við rekstrarfé- lag um almenningsvagna á höfuðborgar- svæðinu utan Reykjavíkur nemi 303 milljónum króna, á verðlagi í september 1989. Inn í þeirri upphæð er m.a. bygging þjónustuhúsnæðis sem á að kosta 63 milljónir og þvottastöðvar sem á að kosta 25 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að kaupa 10 nýja vagna fyrir rúmlega 100 milljónir. Rekstrarkostnaður er áætlaður 202 milljónir króna á ári, miðað við verðlag í september 1989. Gert er ráð fyrir að rúmlega helmingur teknanna verði opin- ber framlög. Áætlað er að rekstrarkostn- aður á íbúa verði 4.818 krónur á ári. Efasemdir um rekstrarformið Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þess fyrirkomulags sem nefndin leggur til varðandi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri Landleiða, en það fyrirtæki hefur séð um fólksflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur síð- an 1950, sagði í samtali við Tímann að tillögur nefndarinnar um samræmingu milli leiða væru að flestu leyti af hinu góða. Ágúst sagði að tillögur á ári í svipuðum dúr hefðu verið á borðum manna í allnokkur ár, en erfiðlega hefði gengið að koma þeim í framkvæmd. Hins vegar sagðist Ágúst vera andsnú- inn hugmyndum nefndarinnar um rekstr- arform. „Ég held að menn verði að fara að reisa eyrun, nú þegar menn standa frammi fyrir þeirri staðreynd að ein þjónustugrein muni kosta nærri hálfan milljarð á ári í meðgjöf á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Gert er ráð fyrir að sveitarfé- lögin sex greiði 100 milljónir árlega með fyrirtækinu, en síðan láta menn ósvarað þeirri spurningu hvemig á að borga 300 milljón króna stofnkostnað. Ég get ekki sé annað en að það muni kosta um 100 milljónir á ári að bera það uppi. Mér skilst að Reykjavíkurborg þurfi að borga nærri 300 milljónir á ári með SVR, þannig að við emm að tala um 500 milljónir á ári.“ Ágúst sagðist ekki vera sannfærður um ágæti þess að skella saman í eitt fyrirtæki almenningssamgöngum allt frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar. Eðlilegra væri að sameina með einhverjum hætti, ferðir á Kjalames og í Mosfellsbæ kerfi SVR. Ágúst sagði að skynsamlegast væri að samræma ferðir vagnanna og auka samstarf milli núverandi rekstraraðila. Ágúst sagði að slík hægfara þróun væri ódýrari og gæfi betri árangur en sú bylting sem nefndin leggur til að gerð verði í þessum málum. Nýja fyrirtskið gæti tekið til starfa í ársbyrjun 1993 Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ var formaður nefndarinnar um almenningssamgöngur á höfuðborgar- svæðinu. Hann sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að sveitarstjóm- imar myndu taka ákvörðun í þessu máli fyrir 15. desember, en hann sagðist eiga von á það myndi dragast fram undir áramót. Núverandi sérleyfí renna út í árslok 1992. Menn gera því ráð fyrir að nýja fyrirtækið taki til starfa í ársbyrjun 1993. Næstu tveimur ámm verður varið til að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Ingimundur sagði að verið væri að ræða við fulltrúa ríkisins um með hvaða hætti ríkið gæti létt undir með fyrirtæk- inu, en áætlað er að það muni greiða um 50 milljónir á ári í skatta til ríkisins. Ingimundur sagði að hugsanlega myndi nýja fyrirtækið bjóða út einstakar leiðir og reka sjálft aðrar leiðir. Stjórn félagsins mun taka ákvörðun um þetta. Ingimundur sagði að með stofnun fyrir- taekisins væri stefnt að því að auka þjónustuna. Hins vegar mætti vel hugsa sér að draga úr fyrirsjáanlegu tapi með því að minnka þjónustuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.