Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 5 Fjorir raðherrar og stjorn Sambands isl. sveitarfelaga skiptast a brefum um verkaskiptingu rikis og sveitarfelaga: GUMT UM STJORN SJÚKRASTOFNANA Fjórir ráðherrar sendu síjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga bréf í gær, þar sem segir að óeðlilegt sé að ríkisvaldið taki að sér að greiða án nokkurra athugana þá þætti sem ekki var reiknað með þegar reikningsuppgjör var gert í aðdraganda lagasetningarinnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. „Þetta kemur til af því að menn eru sammála um að þetta hafi verið vantalið og hafi fallið niður í kostnaðaruppgjörinu í fyrra,“ sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra í samtali við Tímann. í bréfi ráðherranna segir: „Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að kanna hvort fresta eigi að taka yfir á ríkið á næsta ári andvirði tveggja þátta - tannlæknaþjónustunnar og Heilsugæslustöðvarinnar í Reykja- vík - sem duttu út við gerð kostnað- aruppgjörsins á sínum tíma. Nauð- synlegt er að ríki og sveitarfélög ræði nánar hvernig fara á með þessa þætti í framtíðinni og þann kostnað- arauka sem af þeim kann að verða." Jafnframt segir að til greina komi að bíða með að ríkið taki þessa tvo kostnaðarþætti að sér í eitt ár meðan viðræður fari fram milli ríkis og sveitarfélaga hvemig bregðast skuli við þessum vanda. í annan stað stendur glíma milli ríkis og sveitarfélaga um stjórnun stofnananna. „Hinn þátturinn sem við fórum fram á í bréfinu var að ef Reykjavíkurborg vill ekki fallast á það sjónarmið að saman fari rekstr- arleg ábyrgð og fjárhagsleg, og krefj- ist þess eftir sem áður að fá að halda stjórnun sjúkrastofnana í Reykjavík hjá sér, þá verði þeir að fallast á að Kaupleiga á Hólmavík: Sex íbúðir í byggingu Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu 6 almennra kaupleigu- íbúða á Hólmavík og er stefnt að því að taka þær í notkun í apríl á næsta ári. Það er Hólmavíkurhreppur sem stendur fyrir byggingu kaupleigu- íbúðanna, en 85% af framkvæmda- kostnaði eru fjármögnuð með láni úr Byggingarsjóði ríkisins. Fram- kvæmdir hófust fyrir ári, en vinna lá niðri síðasta vetur og þar til frost fór úr jörðu í vor. íbúðirnar eru nú allar komnar undir þak. Þessa dagana er unnið við frágang utanhúss, hleðslu milliveggja, raflagnir, pípulagnir o.fl. Samkvæmt verksamningi eiga íbúðirnar að vera tilbúnar til notkun- ar 15. apríl 1990. Verktaki við kaupleiguíbúðirnar er Benedikt Grímsson, húsasmíða- meistari á Hólmavík og er öll vinna við verkið í höndum iðnaðarmanna úr byggðarlaginu. Teiknistofan Staðalhús s.f. í Reykjavík sá um hönnun íbúðanna. íbúðirnar eru allar í sama raðhúsinu, og er hver þeirra tæpir 100m2 að flatarmáli á tveimur hæðum. Heildarverð hverr- ar íbúðar er 7,6 milljónir króna miðað við verðlag í nóvember 1989. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum um sölu eða leigu á íbúðunum 6, en nú þegar bíða 7 umsóknir eftir afgreiðslu. Því er ljóst að ekki tekst að anna eftirspurninni. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hefur þegar sótt um lán til að byggja 6 kaupleiguíbúð- ir til viðbótar á næsta ári. Áformað er að þær verði minni en þær sem nú eru í smíðum, eða um 70m2. Eftir- spum eftir slíkum íbúðum á Hólma- vík hefur farið mjög vaxandi á síðustu mánuðum. greiða líka hluta af rekstrarkostnað- inum. Það er að annað rekstrarfyrir- komulag verði í Reykjavík, heldur en hjá öðrum sveitarfélögum. Þar greiðir ríkið allt og hefur jafnframt ábyrgð á stjórnuninni, en ef Reykja- víkurborg vill hafa ábyrgðina sína, þá greiði hún líka sinn hlut áfram,“ sagði Guðmundur. Þetta mundi þýða nokkur hundruð milljóna króna útgjöld fyrir Reykjavíkur- borg, að halda stjórnartaumunum og taka þátt í reksturskostnaðinum. í bréfi ráðherranna segir að til greina komi að annað fyrirkomulag gildi um verkaskiptingu og kostnað- arskiptingu milli ríkisins og Reykja- víkurborgar á sviði heilbrigðismála en milli ríkis og sveitarfélaga. Sé það vilji borgaryfirvalda og stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga þá er ríkisvaldið tilbúið til að ræða málið. í svarbréfi stjómar sveitarfélag- anna segir að stjómin krefjist þess að staðið sé við nýsett lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og mótmælir hvers konar hugmyndum sem ganga í í nýjasta tölublaði Vökublaðsins, sem lýðræðissinnaðir stúdentar í Háskóla íslands gefa út, segir Örn Bjartmars Pétursson, forseti tann- læknadeildar að hætta sé á að Læknagarður springi í loft upp. Ástæðan fyrir þessu er að gasleiðslur í húsinu liggja víða samhliða raf- magnsleiðslum og frágangur á geymslu þar sem gaskútar eru geymdir er ófullnægjandi. Húsa- meistari ríkisins segir að hönnun hússins sé ekki ábótavant. Meðal þess sem Örn kvartar und- an eru hljóðeinangrunarplötur í lofti, en hann segir að úr þeim hrynji mikið af óhreinindum. Þessar plötur hafa verið bannaðar í fiskvinnslu- húsum. Þá nefnir Örn að þjappa, sem framleiðir þrýstiloft til að blása upp í sjúklinga og hreinsa tennur þeirra, hafi verið staðsett við hliðina á útblástursopi „stinkskápa“, þar sem gerðar em tilraunir með hættuleg efni s.s. eter og formalín. Þessi berhögg við þau og það víðtæka samkomulag ríkis og sveitarfélaga sem að baki liggur. Sem sé stjórnin hafnar hugmyndum um að fresta greiðslum vegna tannlæknaþjónustu og Heilsugæslustöðvarinnar. Um rekstrar og stjórnunarlega þáttinn vísar stjórn sambandsins til umsagnar þess frá 20. janúar sl. þar sem segir að eðlilegast sé að halda óbreyttri skipan á stjórnun sjúkra- húsa meðan þau eru rekin á nafni sveitarfélaga eða sjálfseignarstofn- ana og í lok bréfsins segist stjórnin vilja að um breytingar á stjórn sjúkrahúsanna verði samið við sveit- arfélögin og vilja að þessum þætti frumvarpsins verði frestað. „Ég taldi að við hefðum gert það í fyrra, þ.e. að í þessari verkaskipt- ingu hafi falist að saman færi rekstr- arleg og fjárhagsleg ábyrgð. Þingið féllst á í fyrravor að færa stjórnunar- þátt heilsugæsiunnar yfir til ríkisins þ.e. svokallaðra sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, sem ekki starfa í tengslum við sjúkrahús, en frestaði ákvörðuninni um stjórn sjúkrahús- anna vegna þess að ágreiningur var um einkasjúkrahúsin og sjálfseigna- stofnanirnar. Að mínu áliti stóð ágreiningurinn um þetta í fyrra og ég taldi að það sem við vorum að gera núna framhald á því sem ekki náðist samkomulag um, en eðlilegt var að ljúka áður en verkaskiptalögin taka gildi um áramótin,“ sagði Guð- mundur. Um þá beiðni stjórnarinnar að hönnunargalli uppgötvaðist áður en framkvæmdir hófust. Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins var spurður hvort gagnrýni Arnar væri ekki áfellisdómur yfir hönnuðum byggingarinnar. Garðar sagðist ekki líta svo á málið. Húsið er búið að vera lengi í byggingu og er reyndar ekki lokið enn. Garðar sagði að hluti af gagnrýni Arnar væri tilkominn vegna þess að húsinu er ólokið. Það vantar t.d. fjármagn til að geta tengt geymslu yfir gaskúta við gaslagnir í húsinu. Varðandi einstök atriði í gagnrýni Arnar sagði Garðar að þegar húsið var hannað fyrir 10 árum voru reglur um gasleiðslur ekki strangari en svo að það þótti eðlilegt að hafa þennan hátt á. Garðar sagði að loftplötur að þeirri tegund sem eru í húsinu hafi verið notaðar í allflestum skólabygg- ingum sem byggðar voru eftir 1970. Garðar sagði að skólarnir hefðu ekki kvartað undan þeim til þessa. Efnið væri ódýrt og hefði mjög góða fresta ákvörðuninni um stjórnunar- lega þáttinn sagði Guðmundur að hann teldi að í svari stjórnarinnar kæmi ekkert það fram sem breytti þeirri hugsun sem væri að baki gerð frumvarpsins. „Ég er ekki með þessu að segja að ég ætli ekkert að gera með þetta bréf stjórnarinnar eða hafni þeirra hugmyndum, en mér finnst ekki vera sett fram nein rök í því sem mæla gegn þeirri hugmynd sem ég hef haft uppi,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur benti á að eðlilegt væri að ríkið tæki yfir stjórnir stofn- ana um leið og það yfirtæki rekstur- inn um áramótin. „Þó að það sé ekki nema á þann hátt, eins og gert er ráð fyrir, að ríkið skipi einn fulltrúa en sveitarstjórnirnar þrjá. Þannig að eftir sem áður hafa sveitarstjórnirnar hreinan meirihluta, en starfa í um- boði ríkisins," sagði Guðmundur. Þessu hafnar stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga eins og fram hefur komið hér að ofan. Eru þeir ekki komnir í andstöðu við sjálfa sig ef þeir segjast vilja semja sérstaklega um stjórnun spít- alanna, en vilja samt að lögin taki gildi? „Jú, það má segja að þeir séu í nokkurri andstöðu við sjálfa sig. Þetta var talið eðlilegt í sambandi við það sem samþykkt var um heilsu- gæsluna í fyrra. Ég sé engan mun á heilsugæslustöð á Seltjarnarnesi eða í Reykjavík, eða sjúkrahús á Akra- nesi eða sjúkrahús í Reykjavík," sagði Guðmundur. - ABÓ hljóðeinangrun. Hér væri því ekki um hönnunargalla að ræða. Garðar sagðist auk þess efast um að það væri rétt að ryk og óhreinindi, sem kvart- að hefur verið undan, komi frá plötunum. Garðar sagði að á sínum tíma hefði verið settur gólfdúkur úr takkaefni á neðri hæðir hússins. Þetta efni var valið fyrst og fremst vegna þess að um er að ræða sterkt efni sem þolir mikið álag. Garðar sagði að sú forsenda hefði ekki legið fyrir að það þyrfti að aka um gang- ana með mælitæki á litlum hjólum. Tekið hefði verið tillit til gagnrýni á dúkinn og hann ekki notaður á efri hæðum hússins. í sumar var gerð skýrsla um hvern- ig staðið verður að því að ljúka byggingunni. Garðar sagði að sam- ráð hefði verið haft við notendur hússins um framgang málsins. Hins vegar myndi framkvæmdahraði ráð- ast af fjármagni. - EÓ Þorvaldur Jóhanns- son bæjarstjóri á Seyðisfirði um verka- skiptasamninginn: Er ekki til sölu Tímanum hefur boríst eftirfar- andi yfirlýsing frá Þorvaldi Jó- hannssyni, bæjarstjóra á Seyðis- firði. Hæstvirtur borgarstjóri, Davíð Oddsson hefur síðustu daga látið stór orð falla um að ríkisvaldið sé nú að koma í bakið á sveitar- stjórnum með ósvífinni breytingu á stjórnarskipun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í tengslum við verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga sem tekur gildi um n.k. áramót. Fullyrðingar borgarstjórans hafa valdið slíku írafári að sjálfur fjármálaráðherra er farinn að flytja þann boðskap opinberlega að hann sé tilbúinn að brjóta gerðan samning ríkisvaldsins við sveitarfélögin. Hingað og ekki lengra. Staðfestur samningur löggjaf- ans milli ríkis og sveitarfélaga í iandinu um skýrari skil verka- skiptingar þeirra í milli hefur verið ein höfuðkrafa allra sveitar- stjórna í mörg ár. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki haft sér- stöðu. Við skiptingu verkefna þeirra í milli, sem hefur í mörgu verið mjög óljós hingað til, var mikið tekist á um á hvem hátt þeim verði best fyrir komið. Sitt sýndist hverjum í þeim efnum eins og gengur en eitt vom allir sveitar- stjórnarmenn sammála um: Skýr- ari skil þar sem saman fari fjár- hagsleg og rekstrarleg ábyrgð hjá þeim aðila sem tekur að sér verkefnið. Um þetta atriði var aldrei ágreiningur. í staðfestum verkaskiptasamningi skipast nú mál þannig að ríkisvaldið tekur að sér meðal annars rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva alfarið. Fram að þessu hafa sveit- arfélögin að mestu séð um rekstur heilsugæslustöðvanna. Hins veg- ar hafa flest sjúkrahúsanna verið rekin af ríkisvaldinu, annaðhvort með beinum fjárveitingum í fjár- lögum, eða á svonefndum dag- gjöldum. Fáir rekstrarliðir í útgjöldum sveitarfélaga hafa vaxið meir á síðustu árum en einmitt rekstrar- gjöld til heilbrigðismála. Þar hafa fámenn sveitarfélög, flest fjár- vana, við lítt ráðið. Það var því að ósk sveitarfélaga sem rekstur heilsugæslustöðvar og heilbrigð- isþjónusta henni tengd, verður nú fíatt yfir til ríkisvaldsins um n.k. áramót. Bein afleiðing þeirrar skipanar mála er að sá sem borgar ber líka ábyrgð á stjórnun. Það er því út í hött þegar borgarstjórinn talar um svik ríkisvaldsins við sveitar- félögin með breyttri skipan í stjórnun heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Pólitískar deilur borgarstjór- ans við ríkisvaldið og sér í lagi fjármálaráðherra nú þessa dag- ana breyta í engu þeim samningi sem staðfestur hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga um verka- skiptingu og tekur gildi um næst- komandi áramót. Hann skal standa. Fjármálaráðherra hefur enga heimild til þess að versla við borgarstjórann fyrir framan al- i þjóð um verkaskiptasamninginn. / Hann er einfaldlega ekki til sölu,/ hvað svo sem Davíð borgarstjóra/ finnst annars um það mál. j Seyðisfirði 14. desember 1989. Þorvaldur Jóhannsson j bæjarstjóri. i — —t— Góóar veislur IH enda vel! Átj Bftir einn -ei aki neinn^ HÉ UMFEROAR Q&l RAO Hér má sjá inn í gáminn þar sem gaskútarnir eru geymdir. Leiðslur úr kútunum liggja um allan Læknagarð, sumstaðar við hliðina á rafmagnsleiðslum. Við skúrinn stendur Gunnar Árnason tækjavörður. Tímamynd Árni Bjarna Sprengihætta í Læknagarði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.