Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 16. desember 1989 BÓKMENNTIR Aðgengileg fróðleikskista um fegurð Islands og sögu ÍSLANDS HANDBÓKIN Náttúra, saga og sérkenni Ritstjórar: Tómas Einarsson og Heigi Magnússon Myndaritstjóri: Örlygur Hálfdánarson Útg.: örn og Örlygur, 1989 Margur segir eflaust að nóg sé að eiga bókasafnið LANDIÐ ÞITT ÍS- LAND og ekki sé þörf á að bæta ÍSLANDS HANDBÓKINNI við safnið. Þetta var í það minnsta það sem mér flaug í hug þegar ég heyrði fyrst um þessa nýju handbók hjá Erni og Örlygi. Eftir að hafa fengið ÍSLANDS HANDBÓKINA í hend- urnar er ég orðinn allt annarar skoðunar. Eldra verkið er ágætt í stofunni heima og til uppsláttar ef fletta þarf upp ákveðnum stöðum eða örnefnum okkar farsældar hrím- hvítu móður. Með ÍSLANDS HANDBÓK- INNI hefur núna opnast leið til að ferðast um með ítarlega, fallega og umfram allt aðgengilega fróðleiks- kistu. Ekki bara er örnefnum raðað eftir sýslum, heldur er og að finna lýsingar á því sem fyrir augu ber á helstu háfjallaleiðum landsins og Vatnajökull á sinn eigin kafla. Þar að auki er að finna aftast í síðara bindi bókarinnar ríflega 70 blað- síðna örnefnaskrá, þar sem bæði er vísað í texta og myndir. Fremst í umfjöllun um hverja sýslu er kort af landinu og gagnorð lýsing á því afmarkaða landsvæði. Merki staða og sýslna eru sýnd á viðeigandi stöðum. Lesmáli bókarinnar er síð- an fylgt eftir með gífurlegum fjölda litmynda. Er varla að finna opnu sem ekki er myndum prýdd og eru allt að fimm myndir á blaðsíðu. Hefur myndaritstjórinn, Örlygur Hálfdánarson, unnið þar mikið verk. Má einnig geta þess að ekki er látið duga að hafa hlífðarkápuna fallega myndskreytta og öskjuna, sem bind- in tvö eru afhent í, heldur er kápa bókarinnar líka fagurlega gerð af Sigurþóri Jakobssyni. Hafi ég verið í nokkrum vafa um að bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. standi í fremstu varðmannasveit um varðveislu örnefna, sögu og sér- kenna íslands, er sá efi á burt með ÍSLANDS HANDBÓKINNI. Með þessari aðgengilegu og fullþroskuðu útgáfu hefur Örn og Örlygur sannað að enginn útgefandi stendur jafn grandvaran vörð um þjóðarfróðleik þann, sem fléttaður er í náttúru og sögu íslands. Miðað við nýlega af- staðna útnefningu tíu „athyglisverð- ustu“ bóka íslands í ár, er ég hissa á því að sjá ekki þessa útgáfu þar á meðal. Geri ég hana hér með að minni eigin tilnefningu, þar sem ég tel að Örn og Örlygur hafi með henni náð ákveðinni fullkomnun í vegahandbókar- og íslandsbókaút- gáfum. Fer enda vel á því að helga útgáfu þessa minningu Ásgeirs S. Björnssonar, útgáfustjóra, frá Ytra Hóli í Húnaþingi, þar sem hann vann ötullega að fegrun lands og þjóðarsögu á sinni allt of skammri starfsæfi. Kristján Björnsson KL ÍSLANDS HAN) HANDBOKIN SACiAt nAttúra, SAGAOG SÉRKENNI Sitt hvað af Sunnlendingum Spennandi skemmtisaga Andrés Indriðason Sólarsaga Mál og menning Þó að Andrés Indriðason sé löngu þjóðkunnur höfundur eru sögur hans næsta sundurleitar. Fólkið sem hann segir frá er svo margvíslega statt. Hér er ekki nein raunasaga á ferðinni þó að ýmislegt beri að höndum. Söguhetjan hér er 15 ára piltur í sólarlandaferð með foreldr- um sínum og tveimur systkinum sem þarf að líta eftir. Sagan er í besta lagi spennandi. Það gerast ævintýri og ungur maður sem ekki er mæltur á tungu inn- lendra kemst auðveldlega í ýmiss konar vandræði. En þó að hér sé verið að segja sögu til skemmtunar er höfundurinn sjálfum sér líkur og sætir lagi að hjálpa lesendum sínum til mannþekkingar og þroska. Og hann hefur gott lag á því á launkím- inn hátt að laða fram spaugilega þætti í lýsingu fólksins í sólarlanda- ferðinni. Bráðskemmtileg bók og spenn- andi eins og reyfari en samboðin góðum og vel metnum höfundi. H.Kr. Jón R. Hjálmarsson Atburðir á ævileið 16 þjóðlffsþættir Höfundur segir í formála að þetta sé áttunda bók sín með frásagnaþátt- um af Sunnlendingum. Hin fyrsta hafi komið út 1978 og heiti Svipast um á Suðurlandi. Samt er kannske óvarlegt að binda þetta alveg við Suðurland því víðar er sótt fanga. í þessari síðustu bók er rætt um sitthvað er varðar sögu Suðurlands. Brugðið er upp myndum af ferðum og flutningum á vegalausu landi. Talað er við menn vegna Skeiða- áveitu og Flóaáveitu. Svo má lengi telja framvegis. í stuttu máli má segja að hér sé öðru fremur verið að rifja upp breytingar á lífskjörum og aðstöðu. Þá kemur mér í huga þegar ég síðast hitti einn viðmælanda bókarinnar, Sigurjón í Raftholti. Hann var þá um nírætt á ferð í Reykjavík. Ég sagði við hann að mér skildist að ef læknavísindin stæðu í sömu sporum og þegar við vorum ungir ætti hann nú að liggja blindur og krepptur heima í rúmi sínu. Ég vissi að gert hafði verið við mjaðmarliði og teknir úr honum augasteinar en nú var hann rólfær og sá til vegar síns. En þessari athugasemd minni svaraði hann: „Nei. Það held ég ekki. Þá væri ég dauður úr þvagfærasjúkdómi eins og faðir minn og afi.“ Ég hafði þá ekki kannað söguna nema að hluta til. Breytingin og framförin var meiri og víðtækari en ég vissi. Og því er þetta rifjað upp að ég trúi að þar væri brugðið upp mynd sem er rétt og raunveruleg spegilmynd þess sem orðið er. Jón R. Hjálmarsson rifjar hér upp ýmsa þætti úr þróun mála og sögu Sunnlendinga á þessari öld. Sumt af þessu geta menn fundið annars stað- ar en sumt ekki. Og við sjáum oft ekki fyrr en um seinan hversu fljótt liðnir dagar hverfa. H.Kr. MERKUR FLOKKUR KVADDUR Aldnir hafa orðlð Erlingur Davíðsson skráði Frásagnir og fróðleikur Bokautgafan Skjaldborg Hófadynur af bókarblöðum ÞORGEIR f GUFUNESI Höf: Atli Magnússon Útg: örn og Örlygur, 1989 Það er mikið yndi að fá að lesa og blaða í gegnum vel skrifaða og skemmtilega úttekt á afrekum Þor- geirs Jónssonar í Gufunesi. Þetta var athyglisverður maður í sinni samtíð. I búningi og með handbragði höfundarins, Atla Magnússonar, hefur tekist að kalla fram sagnir af Þorgeiri á lifandi og skemmtilegan hátt og gera sögu hans spennandi í þeirri tíð sem nú stendur yfir. Flatar frásagnir af Súpermann og Batmann í sjónvarpsþáttum 51'num blikna í samanburði við ' rammíslenskar mannlífslýsingar, fornmannleg átök, glímurimmur og skeiðspretti úr heimi Þorgeirs. Fagna ég útkomu bókarinnar, en líkast til háfa margir verið búnir að gefa upp alla von um að fá að sjá þennan kappa og hrossakyn hans allt í aðgengilegri bók og skemmti- legri. Meginkostur bókarinnar er sá að höfundurinn lætur sem allra minnst fyrir sjálfum sér fara og reynir ekki að troða sér fram í textanum. Undir venjulegum kringumstæðum hafa frásagnarmenn og skrásetjarar gjarnan misnotað aðstöðu sína þannig að þeir beita afar persónuleg- um stílbrigðum og vandlega hugsuð- um hnökrum í textanum til að minna á hver heldur um pennann. Atli er dæmi um hið gagnstæða. Hann þröngvar lesanda hvergi til að leiða hugann að skrifaranum sjálfum og sýnir þar af sér þau hæstu gæði sem kenna má við menn í hans stöðu: Vandfundna auðmýkt fyrir viðfangs- efni sínu. Slíkt fáum við allt of sjaldan að sjá í bók eða á prenti á okkar upplýsingadjörfu fjölmiðla- öld. Útkoman verður sú að sjálft efni frásagnarinnar fær notið sín að fullu. Persónuleiki Þorgeirs kemst til skila að því er ætla má í fljótu bragði. Frágangur og umgjörð bókarinnar er til prýði og fær kápa hennar sérstakt hrós frá minni hendi. Það gleður augað að sjá auk þess fjöl- margar ljósmyndir í tveimur mynda- söfnum í bókinni um Þorgeir. Eitt get ég þó sett út á, en það er skortur á fjölskyldumyndum. Þess í stað er talsvfert af hestamyndum. Þótt ég hafi sérstaklega gaman af að sjá hesta á myndum, getur verið þreyt- andi að sjá margar hestamyndir saman í hefti. Það stafar af því að ljósmyndir af hestum eru yfirleitt teknar af lítilli snilld. Staðreyndin er sú að allt of fáir ná að festa hesta vel á filmu og er líkast til sömu skýringa að leita í þeim efnum og fyrir því að allt of fáir geta teiknað eða málað góðar hestamyndir. Ljósmyndir af augnablikum í hestamennsku Þor- geirs og af kappreiðum bæta þó þennan veikleika upp að verulegu leyti. Ein rnynd er þó öðrum fremri og tilheyrir hún glímukaflanum í æfi Þorgeirs. Þar snarhendir hann sjálf- an Haukadalsgoðann Sigurð Greips- son á lofti og heldur honurn á haus fyrir ofan sig eins og í kyrri prósu. Slíkur er ferill Þorgeirs að ekki er nokkur leið að grípa eitt atriði öðru fremur upp sem dæmi um æfi hans. Slíkt er heldur ekki hlutverk bóka- gagnrýnanda. Segi ég það eitt að við lestur bókarinnar er eins og faxaþyt- urinn og hófadynur hvíni af blaðsíð- unum og er ég viss um að þannig hlýtur söguhetjan, Þorgeir Jónsson frá Varmadal, Geiri í Gufunesi, að hafa viljað sjá grafskrift sína í æfi- sögubók. Kristján Björnsson Með þessu bindi, sem er hið 18. í röðinni, kveðja bæði útgáfan og skrásetjarinn lesendur sína og segja að hér með sé þessari samantekt lokið. Það var haustið 1972 sem Erlingur skilaði fyrsta árgangi þessa verks með frásögnum sjö kunnra Akureyr- inga. Síðan hafa á hverju ári komið fram sjö nýir sögumenn sóttir víðs vegar um landið. Með þessu 18. bindi eru þeir því orðnir 126. Það eru engin ellimörk á þessu bindi - því síður dauðamörk. Þeir sjö sem það fylla standa fyrir sínu líkt og þeir sem á undan fóru. Kveðjuorðum útgáfunnar fylgir upprifjun sögumanna sérhvers bindis. Hér er ekki tóm til að rekja það en sundurleitur er sá hópur svo að þar kennir margra grasa. Um suma eru nú til bækur annars staðar en miklu eru hinir fleiri sem við eigum ekki greiðan aðgang að ann- ars staðar. Allt er það fólk sem vert er að kynnast. Um 18. bindið ætti að vera nóg að segja að það sómir sér vel í flokknum. H.Kr. Brellur Bidda Björns SANDGREIFARNIR Höf: Björn Th. Björnsson Útg.: Mál og menning, 1989 Það er ótrúlega skemmtilegt að lesa yfir nýjustu bókina hans Bjöms Theodórs um bernskubrek í Vest- mannaeyjum. Ég er hins vegar litlu nær um uppruna hans og því er varla hægt að kalla þessa sögu æsku- minningar eða fyrsta kafla æfisögu- ritunnar. Óljósa hugmynd fær lesandi um meginlandsuppruna Bidda Björns, eins og hann nefnir sig í bókinni, en síðan ekki söguna meir. Það er varla að ég viti hvort móðir hans sé Marta nokkur Klara, eða önnur persóna í bókinni sem stöðugt er nefnd „múttí“. Af ljósmyndum að dæma, sem er að finna aftast í bókinni, er þó nokkuð Ijóst að „múttí" er ekki móðir Björns, heldur þessi Marta, sem er sýnd á mynd með föður listfræðingsins. Eins er það í fram- hjáhlaupi í einni frásögninni að mál- in skýrast einhvers staðar inn í miðri bók. Þar sem ég er maður ungur að árum og hef ekki átt þess kost að kynnast Birni persónulega, er ljóst að þetta smáatriði þvælist fyrir mér sem lesanda. Eins er það afar þreyt- andi að minnast stöðugt á einhver Berlínarár í myndatextum, án þess að það sé nokkru sinni minnst á þessa Berlínaræsku í bókinni. Áhugaverð framsetning Björns og fagmannlegt stílbragð heldur mér þó að bókinni allt til enda án þess að þetta atriði nái að spilla á nokkurn hátt fyrir. Strax í upphafi ákvað ég nefnilega að lesa bókina eingöngu sem skemmtilegar sagnir af uppá- tækjum drengja á einu umbrotasam- asta aldursskeiði þeirra, tíunda til tólfta árinu. Á vissan hátt las ég hana því með svipuðu hugarfari og bókina Fjörulalla, sem fjallar um bernskubrek á Akureyri. Umfram allt er þetta því skemmtileg bók og ætti auk þess að gleðja Vestmanney- inga. Einnig og ekki síður ættu lýsingar á kynnum við Karl bónda Bjömsson á Stóru Borg í Víðidal, að ylja nærsveitarmönnum hans um hjartarætur. Með það sögusvið að bakgrunni, virðast söguhetjan og höfundurinn hafa náð að fóta sig nóg til að slíta bamsskónum og þroskast upp úr uppátækjum Bidda Björns. Einn kafli öðmm fremur stingur mjög í stúf við aðra í S ANDGREIF- UM, en það er kaflinn „Den gale Guldsmed", en kaflaheitið er á er- lendri tungu eins og margar aðrar fyrirsagnir og setningar. Kom mér þar einkennilega á óvart hversu opinskátt og hreinskilnislega höf- undurinn gat talað um drykkjuskap föður síns, gullsmiðsins, og ótrúleg uppátæki. Með því að koma hreint til dyra að þessu leyti, fékk hann mig sem lesanda til að trúa því sem á eftir fór, eða að minnsta kosti til að fallast á það af trúverðuleika. Kristján Bjömsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.