Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Ébstudagúr 5^ jánuar 1990 Vegna aukaverkana og hættu er ítarteg geðrannsókn nauðsyn áður en geðlyf eru gefin: Heimilislæknar ávísa mestu af geðlyf junum „Ef heimilislæknar hættu að ávísa róandi lyfjum í gegn um síma, mundi það draga verulega úr notkun þeirra, ekki bara vegna þess að fólk þyrfti að hafa meira fyrir að ná í þau, heldur miklu frekar af því að læknarnir fengju þá betra tækifæri til að ræða við sjúklinga sína og ef til vill ráðleggja aðra meðferð“, segir í Læknablaðinu. Par er fjallað um könnun sem gerð var á um 6.370 lyfseðlum handa rösklega 4.800 Reykvíkingum sem ávísað var af um 370 læknum, þann eina mánuð sem könnunin náði til. Tilgangurinn var m.a. að athuga ávísanavenjur mismunandi lækna- hópa. Niðurstaðan var m.a. sú, að um 63% sjúklinganna höfðu fengið geðlyfjum ávísað af um 50 heimilis- læknum og þar af drjúgan meirihluta símsendann. En aðeins 12% sjúkl- inganna fengu geðlyf sín hjá geð- læknum (um 30) og aðeins sjaldan (15%) gegn um síma. Eldri læknar gefa meiri lyf „Heilsugæslulæknar ljúka yfir 80% samskipta vegna geðsjúkdóma með því að ávísa lyfjum", segja greinarhöfundar, Tómas Helgason og Júlíus Björnsson. „Ýmsum þykir Vinna er hafin við algjöra endur- nýjun 110 gistiherbergja á Hótel Loftleiðum. Kostnaðurinn er áætl- aður 170 milljónir króna sem þýðir að 1.5 milljónum króna verður varið í hvert herbergi. Ráðgert er að framkvæmdunum verði lokið um nóg um lyfjagjöfina og finnst lækn- um vera óþarflega laus penninn til lyfseðlaskrifta, ekki sé endilega víst að alltaf séu brýnar læknisfræðilegar ástæður til lyfjaávísana". Athygli vakti, þeim mun eldri sem læknar eru þeim mun fleiri lyfseðla og meira magni af geðlyfjum ávísa þeir, sem ekki skýrðist af því að sjúklingar þeirra væru eldri. En ástæðurnar var ekki unnt að sjá úr þessari könnun. En þar kom t.d. í ljós að ungir sérfræðingar í heimilis- lækningum (34-44 ára) ávísa að með- altali helmingi færra fólki geðlyfjum en aðrir heimilislæknar. Giskað er á áð þetta geti m.a. skýrst af því að þeir geti fremur beitt öðrum aðferð- um heldur en lyfjaávísunum og/eða að þeir vísi fólki e.t.v. fremur til geðlækna eða sálfræðinga heldur en aðrir heimilislæknar og eldri læknar. miðjan mars. 150 milljónum króna verður varið til húsbúnaðarkaupa og vinnukaupa hér innanlands en 20 milljónir fara í húsgagnakaup í Þýskalandi og Svíþjóð. Sömu verktakar voru ráðnir til Geðrannsókn nauðsynleg áður... „Vegna aukaverkana og þeirrar hættu, sem fylgt getur notkun geð- lyfja, er nauðsynlegt að ítarleg geð- rannsókn sé framkvæmd áður en geðlyfjameðferð er ákveðin“, segja greinarhöfundar. Getið er ávana- og fíknihættu ásamt hættu á truflun á minni og dómgreind sem fylgja notkun benzo- diazepínlyfja, jafnvel í skömmtum sem notaðir eru til lækninga. Síð- komnar vöðvatruflanir séu algeng aukaverkun samfara langtímanotk- un sefandi lyfja, sem betra sé að koma í veg fyrir en bæta. Leiðslu- truflanir í hjarta, sem fylgja of stórum skömmtum geðdeyfðarlyfja séu hættulegar. Til þess að koma í veg fyrir þessar aukaverkanir, sé nákvæmt geðlækn- isfræðilegt mat nauðsynlegt á pers- ónuleika og einkennum þeirra, sem eiga að fá benzódíazepín lyf, segja greinarhöfundar. Þunglyndi þurfi að meta með tilliti til þess hvaða með- ferð sé líklegust til að skila árangri og hættunnar á að sjúklingar taki of verksins og sáu um endurnýjun allra gistiherbergja á Hótel Esju í fyrra. Yfirumsjón er í höndum Ingimars Hauks Ingimarssonar, arkitekts. í tilkynningu frá Flugleiðum segir að endurnýjun hótelanna sé liður í heildarendurnýjun tækja og þjón- stóra skammta til að skaða sjálfa sig. Og loks þurfi að meta sturlunarein- kenni og óróa með tilliti til þarfar fyrir sefandi lyf. „Sturlunarlyf" við svefnleysi? Fram kemur að geðlæknar ráð- lögðu hæstu meðalskammta af hverri lyfjategund og að dreifing skammta er mest hjá þeim, sem geti stafað af því að þeir geri sér betur grein fyrir miklum einstaklingsmun á því hve stóra skammta þarf til að ná árangri. Aðrir læknar hafi jafnan ráðlagt minna en einn skammt, mælt í skilgreindum dagskömmtum. „Varkárni í lyfjaskömmtum er góðra gjalda verð, en getur leitt til þess að meðferð verði ófullnægj- andi. Lágir meðaðskammtar sefandi lyfja vekja spurningu um hvort verið sé að gefa þau við aðalábendingu um notkun þeirra, sturlunareinkennum, eða hvort verið sé að gefa þau í stað róandi lyfja eða svefnlyfja? Slík notkun sefandi lyfja orkar tvímælis og getur verið varasamari en notkun róandi lyfja“, segja greinarhöfund- ar. -HEI ustuþátta Flugleiða sem verði lokið á þremur árum. Flugleiðir telji þá endurnýjun nauðsynlega til að tryggja áframhaldandi vöxt ferða- mannaþjónustunnar sem nú skili þjóðarbúinu tíu milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. SSH Deila símsmiða við Póst og síma hefur áhrif á þjónustuna: 300 manns Deila símsmiða við Póst- og símamálastofnunina er farin að hafa veruleg áhrif á símakerfi landsmanna. Til dæmis má ætla að nú bíði um það bil 300 manns á Reykjavíkursvæðinu eftir flutn- ingi eða uppsetningu nýs síma. Ástandið er einnig erfitt víða út um land. Engir stmsmiðir eru nú starfandi á Patreksfirði og á Sauð- árkróki. Einnig er mannekla á Húsavík, Akureyri, Keflavík og Selfossi. Um áramótin hættu um 70 símsmiðir störfum hjá Pósti og síma og á undanförnum dögum hafa 30 manns til viðbótar lagt inn uppsagnir. Taka þær ýmist gildi 1. mars eða 1. apríl. Sím- smiðirnir hafa sagt sig úr Félagi íslenskra símamanna og stofnað eigið stéttarfélag. Vilja þeir að hið nýja félag fái viðurkenningu sem sjálfstæður samningsaðili gagnvart ríkinu með aðild að Rafiðnaðarsambandi fslands. Á þessa kröfu hefur ríkisvaldið ekki fallist. Ágúst Geirsson símstjóri í Reykjavík sagði í samtali við Tímann að í gær hefði verið unnið að því að leita leiða til að greiða fyrir afgreiðslu umsókna eins og unnt væri. Ágúst sagðist vonast til að á næstu dögum yrði unnt að vinna upp þau verkefni sem lent hafa á biðlistum. Ágúst sagði jafnframt að óvenju róiegt hefði verið á bilanadeild Pósts og síma í Reykjavík undanfarna daga. Vegna frétta fjölmiðla af deil- unni hefur Póst- og símamála- stofnunin sent frá sér tilkynningú þar sem komið er á framfæri tilteknum leiðréttingum. í fyrsta lagi kemur þar fram að rangt sé að stofnunin hafi ráðlagt viðkom- andi aðilum að segja upp störfum. Um samanburð á launum segir í tilkynningunni: „Fullyrt hefur verið að laun samkvæmt kjara- samningum á almennum markaði séu 30% hærri en þau sem sím- smiðir fá hjá Pósti og síma. Slíkur samanburður er ekki til, en samanburður hefur verið gerð- ur á dagvinnulaunum rafeinda- virkja samkvæmt taxta Rafiðnað- arsambandsins og launatöflu Fél. ísl. símam. í des. 1989 og eru þau hærri sem nemur frá 6,4% upp í 26,8%. Er þá ekki tekið tillit til sérréttinda opinbera starfsmanna t.d. lífeyrisréttinda og atvinnuör- yggis fram yfir aðrar stéttir." SSH Hótel Loftleiðir: 170 milljónir í endurbætur Bannað samkvæmt búfjársjúkdómalögum að fiytja inn hálm. Rotmassi til svepparæktar er a.m.k. 80% hálmur og því bannaður: Hálmur er bannaður hér en leyfður þar Isotex og Airacoustic loftklæðn- ingarplötur hafa verið fluttar til landsins um alllangt skeið og eru slíkar plötur mjög víða í opinberum byggingum, skrifstofuhúsnæði og reyndar i húsakynnum sumra ráðu- neytanna. En hvað er nú svo sem athúgavert við það? Jú, þessar loftklæðningar- plötur eru að lang mestu leyti úr hálmi og samkvæmt 2. gr. laga frá 1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir búfjársjúkdóm- ar berist til landsins er innflutningur á hálmi til landsins bannaður. Nýlega stöðvaði landbúnaðar- ráðuneytið innflutning á rotmassa til landsins en í þessum rotmassa sem er gerður úr hveitihálmi að minnsta kosti 80%, eru ræktaðir sveppir. Sveppaframleiðendur sem notað hafa þennan innflutta rotmassa hafa sagt að stöðvun innflutningsins muni hafa þau áhrif að svepparækt á íslandi muni leggjast af með örfáum undantekningum. Innflutningurinn fór þannig fram að til þess að leysa massann úr tolli þurfti að framvísa vottorði frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins um að ekki væri hætta á sjúkdómasmiti með honum. Þetta fór því fram á sama hátt og um væri að ræða innflutning á blómum, grænmeti, gróðurmold og fleiru. „Ég lít svo á að þetta mál er úr okkar höndum eins og er og í höndum ráðuneytisins og yfirdýra- læknis. Við höfum fengið bréf frá ráðuneytinu um að innflutningur á hálmi sé bannaður og innflutningur á rotmassanum sé því í andstöðu við búfjársjúkdómalög. Þetta nægir okkur til að við hættum að skrifa upp á plöntusjúkdómavottorðin þótt þau séu í sjálfu sér í lagi með tilliti til þeirra reglna sem gilda um plöntu- sjúkdóma. Við munum ekki skrifa upp á vottorðin nema við fáum um það fyrirmæli frá ráðuneytinu," sagði Sigurgeir Ólafsson plöntusjúk- dómafræðingur hjá RALA. Hefur landbúnaðarráðuneytið vald til þess að stöðva innflutning á loftplötum úr hálmi, innfluttum frá Þýskalandi aðallega og fluttar hafa verið inn undanfarin ár f hundraða tonna tali. „Það hefur aldrei reynt á þetta. Við fylgjumst ekki með innflutningi á byggingarefnum. Ég býst við að þetta byggist á allt öðru og þetta kemur úr allt öðru umhverfi og lendir í allt öðru umhverfi en t.d. rotmassinn," sagði Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóri landbún- aðarráðuneytisins. Hann sagði að þess bæri að gæta að lög um búfjársjúkdóma væru gömul og afar margt hefði breyst síðan þau voru sett og sagði að lögin hlyti að þurfa að endurskoða og stöðug umræða um þau mál í gangi. Hann sagði að vakin hefði verið athygli ráðuneytisins og yfirdýra- læknis á innflutningi hálmplatnanna en að svo komnu máli væri ekki ákveðið hvort eða til hvaða aðgerða yrði gripið, enda hefðu þessir aðilar fengið þessa vitneskju mjög nýlega. „Hingað hafa aldrei komið neinar efnagreiningar á byggingarefni eða neinu slíku,“ sagði Sveinbjöm. Þess má geta að samkvæmt bú- vörulögum er innflutningur land- búnaðarafurða sem framleiddar eru innanlands, bannaður. Þó hefur orð- ið til í kerfinu sú regla að leyfilegt er að flytja inn pizzur erlendis frá sé kjöt í pizzunum ekki meir en 20%. Sveinbjörn Eyjólfsson deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu sagði í gær að þessi innflutningur hefði aldrei verið borið undir land- búnaðarráðuneytið enda hefði það sennilega aldrei samþykkt hann. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.