Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. janúar 1990 Tíminn 3 Bændur fá á næstu dögum leiðbeiningabækling frá ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt: Kúabændur borga 12% af veltu í virðisaukaskatt Ríkisskattstjórí mun á næstu dögum senda út leiðbeiningar til allra bænda í landinu um þá hlið virðisaukaskatts sem snýr að þeim. Bændur eru stærsti hópur nýrra gjaldenda virðisaukaskatts en þeir þurftu ekki að gera skil á söluskatti í gamla kerfinu. Bændur þurfa að skila skattinum í september og mars ár hvert. Áætlað er að virðisaukaskattur af kúabúum verði um 12% af veltu. Virðisaukaskatturinn hefur þau áhrif að bændur fá 24,5% meira fyrir afurðir sínar, en aðföng munu einnig hækka um sömu prósentu. Kúa- bændur munu t.d. fá 24,5% meira inn á reikning til sín, jafnframt því sem þeir þurfa að greiða 24,5% meira fyrir fóðurbætir, áburð og aðrar rekstrarvörur. Þegar upp er staðið þurfa kúabændur að skila u.þ.b. 12% af veltu í ríkissjóð. Skattinum þurfa þeir að skila tvisvar á ári, í september og mars. Þó að bændur geti strangt til tekið ráðstaf- að þeim virðisaukaskatti sem þeir innheimta að eigin vild í þá mánuði sem hann er i þeirra vörslu, er eins gott fyrir bændur að gleyma ekki gjalddögunum, því að 2% dagsektir eru lagðar á upphæðina ef skattinum er ekki skilað á réttum tíma. Nokkuð mismunandi er milli bú- greina hvernig skatturinn kemur við menn. Sauðfjárbændur þurfa aðeins að gera skil á virðisaukaskatti af ull. Loðdýrabændur hafa engar tekjur sem bera virðisaukaskatt. Sama má segja um fiskeldismenn. Kjúklinga- og svínabændur þurfa að gera skila á svipaðan hátt og kúabændur. Búnaðarsamböndin munu að- stoða bændur við að læra á nýja 28 flug á áætlun í viku hverri til Vestmannaeyja: 878 SÆTI í BOÐI Á VIKU Amarflug innanlands hf. hóf í fyrradag reglubundið áætlunarflug til Vestmannaeyja. Félagið býður upp á 11 ferðir á viku og geta flugvélar félagsins mest tekið 18 farþega í hvert sinn. Til þessa hafa Flugleiðir verið með einkaleyfi á þessari flugleið, en félagið flýgur á þessum árstíma 17 ferðir á viku og eru 40 sæti í boði í hverri ferð. Samanlagt eru því 878 sæti í boði aðra leið fyrir þá sem ferðast vilja til eða frá Eyjum. Að sögn Jörundar Guðmundsson- ar hjá Arnarflugi innanlands hf. verða farnar tvær ferðir á virkum dögum fram og til baka, að morgni til og síðdegis. Ekkert er flogið á laugardögum, en síðdegis fram og til baka á sunnudögum. Sem stendur notar Arnarflug Twin Otter flugvél sem tekur 18 farþega til flugsins, en 25. janúar fær félagið í hendur Dornier flugvél sem tekur jafn marga í sæti, en er mun hraðfleygari. Arnarflug er með kynningarverð á flugleiðinni nú í janúar, kr. 2700 önnur leiðin með flugvaliarskatti, eða 5400 fram og til baka. Hvað flugmiðinn kostaði að loknum kynn- ingarafslætti sagði Jörundur að verð- ið yrði þá líklega um 2900 önnur leiðin. Þá sagði hann að eili- og örorkulífeyrisþegar fengju 50% af- slátt alla daga, og gætu þeir bókað farið. Fargjald Flugleiða til Eyja er 3191 króna aðra leiðina eða 6382 krónur báðar leiðir með flugvallarskatti. Einar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Tímann að engin áform væru uppi hjá Flug- leiðum um að fara að elta uppi þetta tiltekna fargjald Arnarflugs til Eyja. „Við erum með fleiri tegundir af fargjöldum og ekki nema um helm- ingur af farþegunum sem ferðast á 6382 króna fargjaldinu," sagði Ein- ar. Nefndi hann sem dæmi að sérfar- gjöld væru fyrir námsmenn og aldr- aða. Þá sagði Einar að megin far- gjaldakerfmu í innanlandsfluginu væri skipt í þrennt, blátt fargjald til Vestmannaeyja er kr. 6382, grænt fargjald er kr. 5166, en þá er farþegi háður ákveðnum skilyrðum um dval- artíma og síðan væri rautt fargjald einnig með ákveðnum skilyrðum á kr. 3949 báðar leiðir. í dag fljúga Flugleiðir 17 ferðir á viku, en fara upp í 28 ferðir þegar kemur fram á vorið. Fokker vélarnar taka 40 farþega í sæti að jafnaði. -ABÓ Ný jarðstöð Póst- og símamálastofnunin hefur tekið í notkun nýja jarðstöð og er hún staðsett við útvarpshúsið að Efstaleiti 1. Jarðstöðin er notuð til að taka við sjónvarpssendingum Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva um gervitung fyrir Ríkisútvarpið. Til þessa hefur 5,5 m loftnet á jarðstöðinni Skyggni verið notað fyrir þessa móttöku. 12. desember voru sjónvarpssendingar færðar yfir á annað gervitung, sem sendir út með minni styrk og er auk þess óstöðugt á braut sinni og er því 5,5 m loftnetið því ekki lengur fullnægj- andi. Nýja loftnetið, sem er keypt notað frá Svíþj óð, er 7,7 m í þvermál og er búið sjálfvirku eltikerfi og einnig sjálfvirku afísingarkerfi. Póstur og sími annast viðhald stöðvarinnar en afnot hennar eru leigð Ríkisútvarpinu. -ABÓ kerfið. Þau munu bjóða bændum að færa fyrir þá bændabókhald. Eins geta bændur fengið tölvuforrit hjá búnaðarsamböndunum og aðstoð við að læra á það. í byrjun næsta mánaðar verður haldið námskeið hjá Búnaðarfélagi íslands þar sem ráðunautar og þeir sem færa bókhald hjá búnaðarsamböndunum munu fá frekari kynningu á virðisauka- skattinum og hvernig á að nota tölvuforritin, en ríkisskattstjóri hef- ur þegar haidið tvo fundi með þess- um aðilum. Ketill A. Hannesson hagfræði- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi fs- lands sagði að sú hlið virðisauka- skattsins sem snýr að bændum væri ekki flókin. T.d. væru vafaatriði mjög fá. Ketill sagði að aðalatriðið væri fyrir bændur að temja sér reglusemi og halda vel utan um allar nótur. Hann sagðist vilja leggja áherslu á að bændur reyndu að færa bókhaldið sjálfir. Ketill sagði að aðalbreytingin sem skattkerfísbreyt- ingin hefði í för með sér fyrir bændur væri lækkun á nýbyggingakostnaði. Nú verður sem sé ódýrara að byggja ný útihús. -EÓ Auglýsing frá ríkisskattstjóra: VÍSITALA JÖFNUNAR- HLUTABRÉFA Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1990 og er þá miðað við að vísitala 1.janúar1979 sé100. 1.janúarl980vísitala 156 1.janúarl981 vísitala 247 l.janúarl982 vísitala 351 l.janúarl983 vísitala 557 l.janúarl984vísitala 953 l.janúarl985 vísitala 1.109 l.janúarl986vísitala 1.527 l.janúarl987 vísitala 1.761 l.janúarl988vísitala 2.192 l.janúar 1989 vísitala 2.629 l.janúarl990vísitala 3.277 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík2. janúar 1990 RIKISSKATTSTJÓRI Auglýsing frá ríkisskattstjóra: SKILAFRESIURA LAUNA- SKÝRSLUM O.FL GÖGNUM Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1990 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1989, verið ákveðinn sem hér segir: I. TIL OG MEÐ 22. JANÚAR 1990: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. II. TIL OG MEÐ 20. FEBRÚAR 1990: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. TIL OG MEÐ SÍÐASTA SKILADEGISKA TTFRAMTALA 1990, SBR. 1.-4. MGR. 93. GR. NEFNDRA LAGA: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðs 7. gr. sömu laga. 2. Gögn þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1989 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Reykjavík l.janúar 1990 RSK RIKISSKATTSTJORI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.