Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. janúar 1990 Tíminn 5 RIKID SELUR ATLANTA FARÞEGAÞOTUNA SÍNA „Við höfðum verið að leita fyrir okkur um kaup á annarri vél og höfum átt viðræður við fjármálaráðuneytið um nokkurt skeið. Atlanta h.f. þarf að fá vélina afhenta fyrir 28. janúar. Við erum með sams konar vél í langtímaleiguverkefni fyrir Finnair en sú vél á þá að fara í skoðun en þessi að taka við henni,“ sagði Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og framkvæmdastjóri flugfélagsins Atlanta h.f. sem skráð er til heimilis í Mosfellsbæ. Arngrímur Jóhannsson og flugfé- lag hans hefur nú keypt þjóðarþot- una svokölluðu sem áður var í eigu Arnarflugs en ríkisábyrgðarsjóður leysti til sín í febrúar á síðasta ári. Kaupverð vélarinnar er 7,1 milljón BNAdala eða 440 milljónir íslenskra króna. Arngrímur staðgreiðir vélina og nýtur til þess aðstoðar erlends fj ármögnunarfy rirtækis. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra undirritaði kaupsamn- inginn af ríkisins hálfu og sagði við það tækifæri að á undanförnum vikum hefðu þrjú tilboð borist ráðu- neytinu í vélina: Tilboð hefði borist frá Arnarflugi sem nefnt hefði verið kauptilboð í fjölmiðlum en hefði verið í reynd tilboð um að taka vélina á leigu í eitt ár til tvö ár og fá auk þess forkaupsrétt til hennar. Tilboð Arnarflugs hefði því í reynd verið einskonar kaupleigutil- boð þar sem Arnarflug áskildi sér rétt til að skila vélinni eftir eitt ár eða tvö. Þar sem venja væri í alþjóðavið- skiptum með flugvélar að staðgreiða þær hefði ekki þótt gerlegt að ganga að tilboði Arnarflugs. Kauptilboð hefði einnig borist frá frönskum aðila auk Atlanta h.f. en tilboð Arngríms hefði verið hærra en franska tilboðið og því hefði valið verið auðvelt. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri var um langt skeið yfirflugstjóri Arnarflugs. Hann stofnaði Atlanta h.f. fyrir nokkrum árum eða þegar hann hætti störfum hjá Arnarflugi. Félagið hefur starfað á alþjóðlegum leiguflugsmarkaði og getið sér gott orð. Um þrjátíu íslendingar starfa hjá félaginu. „Þjóðarþotan" tekur sem fyrr seg- ir við verkefnum samskonar vélar Arngríms sem fer í svokallaða C- skoðun sem mun fara fram hjá Flugleiðum hér á landi. Atlanta h.f. á því nú tvær vélar af gerðinni Boeing 737-200. Að sögn Arngríms eru þær nákvæmlega eins tæknilega og geta því komið að fullu í stað hvorrar annarrar. Þjóðarþotan er ný skoðuð C-skoðun og stendur tilbúin á flugvellinum í Miami í Florida. Arnarflug á nú enga vél því að hin Boeing 737 vél félagsins var tekin úr umferð í síðustu viku þar sem komið var að skoðun hennar. Félagið hefur nú á leigu flugvél frá sænska flugfé- laginu Transwede. Tilboð Arnarflugs í „þjóðarþot- una“ var gert með fulltingi hollensks fjármögnunarfélags. Félagið hefur um skeið átt í viðræðum við KLM Kaupin handsöluð. F.v. Ólafur Ragnar Grímsson, Sigurgeir Jónsson, Þórhallur Arason og Arngrímur Jóhannsson. Tímamynd: Ámi Bjarna um flug fyrir það félag. Forráða- vélarinnar í gær væru forsendur menn töldu í gærkvöldi að með sölu þeirra viðræðna brostnar. -sá Loðnuveiði hafin á ný Þrír bátar tilkynntu um loðnu- nú er mun betra en þeirrar sem afla í gærmorgun, samtals 2300 veidd var fyrir jól. lestir. Bátarnir hafa verið að tínast Búast má við að ef gefið hefur til á miðin eftir jólafrí og var búist við veiða í nótt þá muni fjölmargir að í gærkvöldi væru flest loðnu- bátar tilkynna afla til löndunar í skipin komin á miðin. dag. Þeir sem tilkynntu um afla voru Hafrannsóknaskipið Árni Frið- Guðmundur Ólafur með 600 tonn, riksson lagði í gær af stað til Beitir 1100 tonn og Guðrún Þor- loðnuleitar, í stað Bjarna Sæ- kelsdóttir með 600 tonn. Aflann mundssonar sem er bilaður. Þegar fengu skipin um 60 mílur norðaust- búið veður að gera við Bjarna urafLanganesi.Ástandloðnunnar leysir hann Árna af hólmi. -ABÓ ísfiskútflutningur á markaði í Bretlands og Þýskalands á sl. ári: Rúm 96 þúsund seld á árinu Isfiskútflutningur á fiskmarkaði í Bretlandi og Þýskalandi nam samtals 96.282 tonnum á síðasta ári. Útflutn- ingurinn 1989 til Bretlands er minni en árin tvö á undan, en fimm þúsund tonnum meiri en árið 1986. Hins Kristileg Líflína Opnuð hefur verið svokölluð Líflína sem er símsvari sem Óháð kristilegt trúfélag stendur fyrir. Fólk getur hringt í Líflínuna og fengið að hlíða á fyrirbæn, upp- lestur úr Biblíunni og auk þess getur fólk lagt inn skilaboð. Sfðar mun fólki gefast færi á að fá upplýsingar um ýmislegt sem er að gerast í trúmálum. Símanúmer Líflínunnar er 623700 og hægt er að hringja í hana jafnt á nóttu sem degi. - EÓ vegar var útflutningur á Þýskalands- markað mun meiri árið 1989 en árin þrjú á undan og er mismunurinn um sjö til átta þúsund tonn, eða um 27%. Hvað Bretlandsmarkað varðar munar mestu um minni útflutning á ísuðum þorski, en árið 1989 voru rúm 30 þúsund tonn seld ytra, sem er um 5 til 6000 tonnum minna en árin þrjú á undan. Útfluttur þorskur er um 11% af heildarþorskaflanum, en sl. þrjú ár hefur útfluttur þorskur af heildarþorskaflanum numið 12%. Rúm 23 þúsund tonn af karfa voru flutt til Þýskalands á sl. ári. Það magn er 26% af heildarkarfaaflan- um. Árin áður var karfaútflutningur til Þýskalands minni, eða sem svara 19 til 20% af heildarkarfaaflanum. Ef athugað er hlutfall útflutnings milli gáma annars vegar og skipa hins vegar kemur í ljós að af þeim rúmum 60 þúsund tonnum sem flutt voru til Bretlands, var 73% aflans flutt út í gámum en 27% í fiskiskip- um á síðasta ári. Þess má geta að á síðasta ári jókst útflutningur í gámum miðað við útflutning í fiskiskipum. - ABÓ Háskólinn á Akureyri: Sjávarútvegsbrautin orðin að veruleika „Hér með lýsi ég því yfir að sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak- ureyrí er formlega tekin til starfa,4' sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra meðal annars í ávarpi sem hann flutti við opnun nýrrar deildar við Háskólann á Akureyri í gær. Þá afhenti Jóhannes Sigvaldason for- maður stjómar Kaupfélags Eyfirð- inga, Haraldi Bessasyni rektor 800 fermetra húsnæði að Glerárgötu 36 endurgjaldslaust í þrjú ár undir starf- semi deildarinnar. Sjávarútvegsdeildin tók formlega til starfa að viðstöddum ráðherrum, þingmönnum og framámönnum bæj- ar- og skólamála á Norðurlandi. Ávörp fluttu Haraldur Bessason rektor, Jón Þórðarson sjávarlíffræð- ingur og forstöðumaður nýju deild- arinnar, Svavar Gestsson mennta- málaráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jóhannes Sigvaldason formaður stjórnar KEA. Eftir miklar sviptingar og hrak- spár á síðustu mánuðum er deildin orðin að veruleika. Þrír starfsmenn verða við deildina til að byrja með og fjórtán nemendur hefja nám á næstu dögum. Sem áður sagði lætur KEA deildinni í té JS00 fermetra húsnæði endurgjaldslaust í þrjú ár. Húsnæðið er á tveimur hæðum og afhendist í núverandi ástandi. Þegar búið er að innrétta húsið er ráðgert að þar fari fram kennsla í efnafræði og líffræði og þar verði einnig rann- sóknastofa. Bókleg kennsla verður hinsvegar í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þórunnarstræti. I máli Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra kom meðal annars fram að hann hefur skipað starfshóp sem á að kanna leiðir til samvinnu milli hinnar nýju deildar og rannsóknastofnana á sviði sjávar- Haraldur Bessason rektor. útvegs. Jafnframt að útibúi Hafrann- sóknastofnunar verði komið upp á Akureyri. Fiskeldi Eyjafjarðar ann- ast nú störf fyrir stofnunina en um leið og viðunandi húsnæði fæst verð- ur útibúi stofnunarinnar komið á fót og mun það starfa í nánum tengslum við sjávarútvegsdeildina. HIÁ Ný reglugerð um fjárhagslegan stuðning við framfærendur fatlaðra: Dagsbrúnartaxti fyrir umönnun fatlaðra heima Framfærendur fatlaðra sem sjálfir annast fötluð böm í heimahúsum geta framvegis fengið greiddar allt að 42 þús.kr. á mánuði, samkvæmt nýrri reglugerð sem félagsmálaráð- herra hefur gefið út. Hámarks- greiðsla miðast við að börn þarfnist vemlegrar umönnunar og njóti ekki þjónustu stofnana. Hin nýja reglu- gerð leysir af hólmi aðra 5 ára gamla. í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu segir að svæðisstjórnir um málefni fatlaðra skuli meta vinnu- framlag framfærenda vegna umönn- unar. Fyrir það skulu greidd laun sem miðast við taxta Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, 2A eftir 10 ára starf, sem þann 1. nóvember s.l. var 42.172 kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Svæðisstjórn í Reykjavík em fimm flokkar á þessum greiðslum, sem fara eftir því hve barn nýtur mikillar þjónustu utan eigin heimilis. Að hámarki er greitt fyrir 175 klukku- stundir á mánuði sem miðast við að barn njóti ekki þjónustu utan heimil- is. Lægsta greiðsla er fyrir 44 klukku- stundir á mánuði (um 10.700 kr.), sem miðast við að bamið njóti S klukkustunda þjónustu (skóla eða dagvistun) á dag. Að mati félagsmálaráðuneytisins verður raunvemleg umönnunarþörf barna nú metin mun meira en áður, þ.e.a.s. hversu alvarleg fötlun er eða hvort um fjölfötluð börn er að ræða. Þetta muni hafa í för með sér hærri greiðslur vegna mjög alvarlega fatl- aðra barna en minni vegna vægari fötlunar. Með hinni nýju reglugerð sé komið til móts við kröfur samtaka fatlaðra og aðstandenda um að meira tillit verði tekið til umönnun- arþarfar barns. Til þessa hafi greiðsl- ur til framfærenda fyrst og fremst miðast við hve marga tíma bam dvaldi utan heimilis, en nú verði fyrst og fremst lagt til grundvallar hversu fötlun viðkomandi er alvar- leg. Reglugerðin tekur gildi um ára- mótin. Félagsmálaráðuneytið hefur annast um þessar greiðslur, en stefnt er að því að þessi aðstoð við framfær- endur fatlaðra flytjist til almanna-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.