Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Föstudagur 5. janúar 1990 Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð i lausasölu i 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bjartsýni og ábyrgð Þótt íslendingar hafi gengið gegnum efnahags- erfiðleika síðustu tvö ár er greinilegt að um þessi áramót ríkir bjartsýni um að betri tímar séu fram undan. í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld vék Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að ástandi efnahagsmála síðustu ára og þeim horfum sem fram undan væru. „Horfur eru stórum betri nú en þær hafa verið um nokkurt skeið,“ sagði forsætisráðherra. „ís- lenskri þjóð er enn einu sinni að takast að vinna sig út úr erfiðleikunum,“ bætti ráðherrann við og nefndi eftirfarandi dæmi: „Fyrir rúmu ári lá við stöðvun útflutnings- og samkeppnisgreinanna. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir slíkt. Jafnframt hefur rekstrarstað- an breyst mjög til batnaðar. Undanfarin ár höfum við íslendingar eytt um- fram efni. Þetta hefur snúist við. Á því ári sem er að líða mun útflutningur verða um 6-7 milljörðum króna meiri en innflutningur. Það er mikil framför. Ef ekkert óvænt gerist, mun gengi íslensku krónunnar verða sæmilega stöðugt á árinu 1990. Það er forsenda þess að verðlag hækki lítið og mjög dragi úr verðbólgu.“ Eftir að hafa bent á þessi atriði, sem sýna betri horfur á árinu en verið hafa, mælti Steingrímur Hermannsson eigi að síður eftirfarandi vamaðarorð: „Þótt margt mikilvægt hafi áunnist eru ekki allir erfiðleikar um garð gengnir. Áhrifa eyðslu, rangrar fjárfestingar og hárra vaxta mun enn gæta víða í þjóðfélaginu næstu mánuði. Þótt sjálfsagt sé að lina þær þrautir eins og frekast er unnt verður ekki hjá því komist að gera þá hluti upp,“ sagði forsætisráðherra. Þá tók Steingrímur Hermannsson svo til orða um ástand og horfur, að ekki vantaði nema herslumuninn til þess að ný framfarasókn mætti hefjast á næsta ári og taldi að einna mikilvægast í því sambandi væri hvernig tækist til um gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra minnti á að undanfarnar vikur hefðu staðið yfir viðræður milli launþega og atvinnurekenda um kjaramál og sagði að í þessum viðræðum hefði gætt meiri framsýni en oftast fyrr. Nú kæmi það sameiginlega fram hjá aðilum vinnumarkaðarins að meginmarkmið kjarasamn- inga ætti að vera atvinnuöryggi, verndun kaup- máttar og lækkun verðbólgu- og vaxtastigs. Forsætisráðherra fagnaði slíkum ummælum og lýsti yfir því að ríkisstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að skynsamlegir kjarasamningar mættu takast. í því sambandi skoraði hann á peningastofnanir og sveitarfélög að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með lækkun vaxta og hófsemi í gjaldahækkunum. Eins og ljóst er af orðum forsætisráðherra felst í þeim bjartsýni um batnandi horfur á nýju ári, en þó með þeim áskilnaði að ráðamenn þjóðarinnar á öllum sviðum taki á málum af raunsæi og ábyrgðarkennd. GARRI Rifist niður í berg Rifrildi Reykjavíkurborgar og Kópavogskaupstaðar út af braut um Fossvogsdal hefur tekið á sig ýmsar myndir. Einn daginn var rokið til og plantað trjám í dalinn við mikinn fögnuð fjölmiðla, sem verða alltaf að vera vitlausastir allra. Síðan úthlutaði Kópavogur byggingarlóð fyrir íþróttafélag í dalnum, og þótti þá sýnt að annað tveggja þyrfti að byggja hrað- brautabrú yfir dalinn eða fara niður í módrulluna í botni dalsins og leggja veg neðanjarðar. Síðastliðið vor hafði svo aldamótaskáld Sjálf- stæðisflokksins orð á því að best væri að fara jarðgangaleiðina og hafa snillingarnir í Kópavogi tekið vel í þá hugmynd, þótt þeir séu að drukkna í óbyggðum löndum. Rffist í berg Jarðgöng af þessu tagi munu kosta um einn milljarð króna, sem menn virðast horfa til með bros í augum, vegna þess að nú til dags þykir milljarður króna lítil verð- mæti. Þar að auki kemur þessi Ijárhæð lítið við aldamótaskáldum í Reykjavík og atómskáldum í Kópavogi, vegna þess að þama er um að ræða þjóðveg í þéttbýli, sem ríkið borgar. Þeir era því að ákveða fyrir ríkisins hönd að eyða einum milljarði í montgöng um Fossvogsdal, vegna þess að nokkrir sérvitríngar hafa ákveðið að vernda flustráin í þessu mýrar- dragi. Milljarður í göng í Fossvogi tefur síðan um ófyrírsjáanlegan tíma nauðsynlega þjóðvegalagn- ingu annars staðar með bundnu slitlagi. En þessa kónga sinn hvoru megin Fossvogsdalsins varðar ekki um það. Þeir hafa ákveðið að rífast um Fossvogsdalinn alveg niður í berg. Og hverju skiptir svo einn miUjarður hér og einn mUljarður þar, þegar ein vesæl sjónvarpsstöð skuldar ríflega milljarð og verð á bönkum er að komast niður i miUjarð, sem er einskonar lögskip- að Utvegsbankaverð. Land handa hundunm Bæði Reykjavíkurborg og Kópa- vogur láta eins og þau séu landlaus. Það hlýtur að vera ástæðan til þess að fríða verður mýrar Fossvogsdals fyrir vegi. En svo er fyrir að þakka fámenni í stóra landi, að hér er nóg landrými þótt sérviskupúkar haldi því fram, að eitt land sé tU annarra nota en annað land o.s. frv. Þetta kemur fram í margvíslegum fárán- leika, eins og þeim að grafa miUj- arða göng um Fossvoginn bara tU að þjóna þrengstu sjónamiðum sem fyrirfinnast á Digraneshálsi. Sá miUjarður sem nú er talað um nægir aðeins til einnar neðanjarð- arbrautar, en þar þarf ekki nema árekstur tfl að umferð stöðvist um ófyrírsjánlegan tíma. Önnur braut á að koma síðar tU að hægt sé að taka upp einstefnu. Hún kostar eflaust tvo eða þrjá milljarða þegar þörf verður fyrír hana. Það ætlar að verða dýrt grafhýsi Davíðs Oddssonar og Heimis Pálssonar. Næst verður þess eflaust krafist að faríð verði með götur sem á að leggja niður í jörðina í enn meiri mæli en áður tU að halda við grænum blettum. Röksemdirnar verða áreiðanlega margvíslegar, eins og röksemdirnar fyrir veglaus- um Fossvogsdal, jafnvel að ekki megi leggja niður ákveðna bletti af því tUteknir hundar skíti þar. Það er nefnUega enginn skortur á mót- mælum og röksemdum gegn hinu og þessu hjá fólki sem getur ekki mótmælalaust veríð. Nú er bara að bíða og sjá hvað aldamótaskáldi borgarinnar og atómskáldi Kópa- vogs verður ágengt í vitleysunni. Hvað utn aðra? Þessi draumur um jarðgöng um Fossvogsdal minnir á annað mál, sem fólk hefur talið verða fjar- stæðu, en það era jarðgöng á miUi staða, þar sem vegir liggja svo hátt, að þeir lokast þegar eitthvað verð- ur að veðrí á veturna. Þá rofnar sambandi á mUli byggða og byggðir jafnvel einangrast. LítUI gaumur hefur verið geflnn að þessum tUlög- um, fyrr en rokið var í jarðgöng í ÓlafsQarðarmúla, af því hann var sannanlega lífshættulegur að óbreyttum vegi. íbúar við Foss- vogsdal og yfirvöld beggja megin dalsins eiga ekki við neinn þann vanda að eiga sem þessi einöngr- uðu byggðarlög bera á sínum herðum. Kröfur sem frá þeim ber- ast um betri vetrarsamgöngur snú- ast ekki um nokkur flustrá heldur spurninguna um að lifa. í því Ijósi sést best hið óheyrílega oflæti að ætla að byggja jarðgöng um Foss- vogsdal. Það oflæti hæfir vel liðs- oddum fáranleikans sem stjóraa Reykjavík og Kópavogi. Garrí VÍTT OG BREITT Drottinn gaf—fólkið borgar Til er það fólk á Íslandi sem drottinn hefur svo mikla velþókn- un á að hann gefur því ígildi milljarða króna og sér síðan svo um að alltsjáandi skattlagninga- meistarar hrófli aldrei við svona guðsgjöfum. í öllu fuminu við að bjarga sjónvarpsstöð, banka og samein- ingu banka berst til eyrna sauð- svarts almúgans að jarðarpartur í nágrenni Reykjvíkur og í lögsögu Kópavogs sé auðveld lausn á vand- ræðum sem stórfyrirtæki og öflugir bankar eru búnir að þvæla sér í. Torfa úr Vatnsendalandi er met- in á svo sem 200 milljónir og breyta erjur bæjarfélaga og erfingja engu um þá verðlagningu. Haldið er fram fullum fetum að hrjóstrugir ásar Vatnsenda leggi sig á að minnsta kosti rúman milljarð króna. Lítið fer fyrir eiginfjárstöðu stöndugra lánastofnana þegar mið- aða er við svona erfðagóss. Eigand- inn er titlaður fjárbóndi og nýtur væntanlega niðurgreiðslna af fram- leiðslu bús síns. Gudsgjafir hinna útvökhi Reykjavíkurborg hefur verið að kaupa jarðarskika hér og þar fyrir tugi og hundruð milljóna króna. Er ávallt hælst um að borgarbúar hafi gert sérlega góð kaup. Fífu- hvammur og Smárahvammur í Kópavogi, sem aldrei hafa verið annað en kotrassgöt hafa lagt sig á milljarða- og sama þar, alltaf er logið að skattborgurunum hvað þeir hafi gert góð kaup. Verðgildi lands í og við þéttbýli stafar eingöngu af því að það er eftirsótt undir byggingar þegar þéttbýlið þenst út, en aldrei fyrir tilverknað þinglýstra eigenda. Forráðamenn Kópavogs og Reykjvíkur hafa af glámskyggni sinni ákvarðað að Vatnsendatorfan sé óskaplega dýrmætt byggingar- land, en þessir aðilar reikna stíft með að íbúar höfuðborgarsvæðis- ins verði hátt á aðra milljón um aldamót. í því felst verðgildi ( hrjóstranna. Hitt er eilíft undrunarefni; , hvernig getur maður átt milljarða- verðmæti, sem eykst með hverju árinu sem líður án þess að greiða af því skatta? Landlaust fólk í bæjum og borg verður að greiða fasteignagjöld og ■ eignaskatta af íbúðum sínum, stór- um sem smáum. Ef eigandi tveggja herbergja kjallaraíbúðar, sem hríðfellur að verðgildi, borgar ekki skattinn af henni á tilskildum tíma eru lagðir á hann grimmilegir drátt- arvextir og svo kemur fógeti og gerir lögtak og selur jaínvel á nauðungaruppboði þegar ekki er staðið í skilum. Þetta er túlkað sem lagaleg nauðsyn og réttlæti. Þeir sem þiggja guðsgjafir í lönd- um við þéttbýli borga engum neitt, en skattborgaramir skulda þeim einhver ósköp þegar þeim þóknast að selja. Friðhelgi stóreigna Þessir landeigendur af guðs náð geta staðið fyrir eðlilegri þróun þéttbýlis með því að standa á landi sínu eins og hundar á roði og verða svo stórauðugir af lausum aurum ef eignamámsheimildum er beitt. Ef almannaheill væri einhvers metin væri búið að kasta svona leifum lénsveldis og landeigenda- aðals fyrir róða. Auðvitað á að skattleggja svona verðmæti eins og annað, eins og t.d. hverjar aðrar fasteignir. Ef landeigendur komast upp með að verðleggja eigur sínar upp á milljarða og selja þær á því verði er ekkert eðlilegra en að greiða af þeim skatta samkvæmt því mati. Húseigandi í bæ eða borg er ekkert spurður hvort eign hans gefi eitthvað af sér eða ekki eða hvort hún er til nokkurs gagns. Hann verður að borga- annars aðför að lögum. í hákapitalískum löndum er talið sjálfsagt að stóreignamenn greiði skatta af auði sínum og landi í og við bæi og borgir fylgja kvaðir, þar sem almannaheill er höfð til hlið-' sjónar. Á íslandi sér ekki fram úr myrkustu miðöldum hvað svona landeigandaaðal varðar. Eignarrétturinn er friðhelgur stendur í stjórnarskránni. Kaup launamanna er ekki frið- helgara en svo að drjúgan hluta þess fá þeir aldrei í hendur. Lög- gjafinn ákveður að skatturinn hrifsi sitt áður en viðkomandi borgar keisaranum það sem keisarans er. íbúir og húseignir fara undir ham- arinn og heimili eru seld ofan af fólki hvenær sem skattmann telur sér henta. Sumir eru nefnilega friðhelgari en aðrir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.