Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 5. janúar 1990 Föstudagur 5. janúar 1990 Tíminn 9 r Utflutningstekjur af dúntekju eru orðnar yfir 100 milljónir á ári: Anna ekki eftirspurn eftir æðardún Efttr Egil Ólafsson Af bökkum Laxár í Aðaldal. Ljósm. Atli Vígfússon Margt bendir til þess að markaðir muni opnast fyrir útflutning á selskinn- um á næstu árum, en verð á skinnunum er þó enn of lágt. Útflutningstekjur af hreinsuðum æðardún eru nú orðnar yfir 100 milljónir á ári. Verð á dún er gott og eftirspurn gífurleg. Þetta kemur fram í viðtali við Árna Snæbjörnsson hlunn- indaráðunaut hjá Búnaðarfélagi íslands. Útflutningur á æðardún hefur vaxið mikið á síðustu árum Dúntekja á íslandi er nú komin upp í um 3000 kíló á ári og hefur vaxið stöðugt síðustu ár. Upp úr 1930 dró mikið úr dúntekju. Þá hafði verið flutt út 3500- 4000 kíló árlega um áratuga skeið. Stöðugt dró úr dúnútflutningi allt til 1970 en þá komst útflutnirigurinn niður í um 1700 kíló á ári. Árni var spurður hvers vegna dregið hefði svo mikið úr dúntekju. „Þarna vegur langþyngst fjölgun á hvers konar vargdýrum. A árunum eftir 1930 hófst stóriðja í útgerð sem leiddi til þess að vargfugl, sem lifir á ýmis konar úrgangi, fjölgaði mjög mikið. Það hentar vel fyrir þennan fugl að snúa sér að æðarfugli þegar voraði. Reyndar er ekki eingöngu við fiskvinnslu að sakast því að almennt hirðum við of lítið um sorp. Á árunum 1930-40 var minkur fluttur til landsins og var að dreifast um landið allt fram yfir 1960. Hann á sinn þátt í þessari þróun. Núna hafa menn með mikilli vinnu og ærnum tilkostnaði náð að verjast minknum. Hann hefur gert mikinn usla í varplöndum og gerir enn. Búseturöskun átti einnig verulegan þátt í að það dró úr dúntekju. Þegar fækkaði til sveita og jafnvel heil sveitar- félög fóru í eyði var hætt að hirða um sum varplönd þannig að það dró úr varpi.“ Bændurfáum 34-35 þúsund krónur fyrir kílóið af hreinsuðum dún í dag fær æðarbóndinn um 34-35 þúsund fyrir kílóið af fullhreinsuðum dún, þannig að árlega er fluttur út æðardúnn fyrir yfir 100 milljónir. Árni var spurður hvort að dúntekja væri ekki farinn að skipta bændur verulegu mál fjárhagslega. „Langflestir nytja æðardún sem auka- búgrein, en þó eru nokkrir sem að lifa eingöngu af þessu og einnig allnokkrir sem hafa sínar megintekjur af æðardún. Ég tel að dúntekja skipti verulega miklu máli þar sem byggð stendur ekki nægi- lega traustum fótum og víst er að af æðardún má hafa verulegar tekjur sem [ koma sér vel þegar samdráttur er í hefðbundnum búgreinum. Það hefur víða sýnt sig að þegar menn hugsa sér að nytja þetta með búsetu einhvers annars staðar en á jörðunum sjálfum, nema þá aðeins um sjálfan varptímann, hefur varpinu oftast hrakað. Þessi búskapur byggist fyrst og fremst á mikilli umhirðu um varpið. Það þarf að vakta það vel og verja nær stöðugt fyrir vargdýrum eins og tófu, mink og vargfugli. Víða þarf að vakta það allan sólarhringinn um varptímann | ef vel á að vera. Dæmi er um að menn hafi komið sér upp skýli í varplöndunum og dvelja þar heilu og hálfa sólarhring- ! ana. Fuglinn laðast ótrúlega fljótt að öllu i sem gert er fyrir hann og lærir jafnvel að þekkja mennina sem sinna honum. Það verður þó að umgangast fuglinn af kunnáttu og sé það gert er umgengni mannsins við hann bara til bóta.“ Aukning hefur orðið undanfarin ár hjá þeim sem hafa verið í greininni og eins hafa allnokkrir nýir aðilar hafið æðarrækt. Árni sagði að varp væri mjög misviðkvæmt. „Sums staðar er varpið svo viðkvæmt að ef það er ekki varið með kjafti og klóm þurrkast varpið nánast út árið eftir að fólk hættir að sinna því. Annars staðar heldur þetta sér nokkuð vel t.d. í eyjum og hólmum þar sem vargur kemst síður að varpinu.“ Eftirspurn eftir æðardún er gífurleg Árni segir að það yrði ekki annað sagt en að það væri bjart framundan í æðar- ræktinni. „Við vitum ekki hvað við getum aukið framleiðsluna mikið. Eina sem við vitum er að framleiðslan var 3500 og jafnvel yfir 4000 kíló áratugum saman. Manni finnst að það ætti að vera hægt að framleiða a.m.k. jafnmikið og hugsanlega meira.“ Hvað með sölumöguleika, eru þeir óþrjótandi? „Þeir virðast vera það eins og stendur. Markaðurinn er núna afar góður og er búinn að vera það síðast liðinn tvö ár. Gegnum tíðina hefur þetta verið dálítið sveiflukennt hvernig sala og verð hefur verið. Lengst af hefur verð á æðardún verð afar gott. Þetta hefur verið eftirsótt útflutningsvara í áratugi og árhundruð. Hins vegar hafa komið lægðir og sú síðasta kom árið 1986. Síðan 1987 hefur verðið verið að hækka og það sem hefur gerst núna og gerir það að verkum að við erum að vona að þetta sé varanlegur bati, er að Japansmarkaður hefur komið inn í myndina. Þar virðast vera gífurlegir sölumöguleikar. Þýskaland var okkar langstærsti markaður í marga áratugi, en það er alltaf dálítið slæmt að vera eingöngu háður einum markaði. í raun hefur eftirspurnin verið miklu meiri en við höfum getað sinnt. Nú svo er mar- kaður í Ameríku sem er ókannaður. Við höfum gert ýmislegt til að reyna að draga úr þeim sveiflum sem áður voru í verðinu. Við höfum reynt að finna markaði víðar og einnig reynt að kynna þetta meira og því sambandi hefur Æðarræktarfélag íslands látið gera myndband um æðarfugl og dúntekju. Það hefurveriðsent víðam.a. til verslun- arfulltrúa og sendiráða. Þýskalandsmarkaður hefur opnast aftur Fyrir skömmu var sett innflutnings- bann á æðardún til V-Þýskalands. Hvernig standa þau mál núna? „Þannig er að fyrir um 10 árum setti Efnahagsbandalag Evrópu samræmdar reglur um friðun dýra og bann við verslun með afurðir af friðuðum tegund- um. Þjóðverjar voru að setja reglugerð við þessi lög á síðast liðnu ári. Æðarfugl- inn lenti inn á þeim lista sem friðuð tegund, en æðarfugl hefur verið friðaður hér á landi frá 1847. Það hefur verið unnið í því að fá þetta leiðrétt og við höfum fengið góð orð um að það verði gert. í dag stendur þetta þannig að innflutningsaðilarnir í Þýskalandi fá að flytja inn dúninn en þurfa að sækja um innflutningsleyfi. Hvort að þetta fyrir- komulag verður varanlegt vitum við ekki á þessari stundu." Markaður að opnast fyrir selskinn Nú hafa borist fréttir um að selskinn séu farin að seljast að nýju. Hefur þú trú á að selskinn geti orðið útflutningsvara að nýju? „Já, ég hef trú á því. Það er eins með selinn og æðarfuglinn að hann hefur um aldir verið nýttur sem hlunnindi. Kóp- arnir voru lengi nýttir til matar og þóttu góð búdrýgindi, en síðustu áratugina voru skinnin mjög verðmæt útflutnings- vara. Fyrr á tíð kom fyrir að spýtt vorkópaskinn af landsel gaf svipað verð og einn dilkur, jafnvel meira. Ég er ekki frá því að það hafi einhvern tímann gerst að kópaskinn hafi farið í svipað eins og hálft dúnkíló, en þá var dúnninn að vísu í lægra verði en núna. Ef við færum verðið sem þá fékkst fyrir kópaskinn yfir til núvirðis gætið það verið um 6-10 þúsund krónur. Fyrir nokkrum árum var farið að amast yfir selveiðum Kanadamanna sem síðan kom niður á Grænlendingum. í kjölfar aðgerða Grænfriðunga setti Efnahagsbandalagið bann á verslun með selskinn. Þessu banni var síðar aflétt á grænlensku skinnin, en þau eru af full- orðnum sel. Grænlendingar eru nú komnir á strik aftur og selja skinn til Danmerkur. Hins vegar er enn í gildi þetta bann Efnahagsbandalagsins á inn- flutningi á kópaskinnum. Markaðurinn fyrir selskinn eyðilagðist algerlega á tímabili og það tekur langan tíma að vinna hann upp. Grænlendingar eru komnir af stað og ég geri mér góðar vonir um að við getum fylgt í kjölfarið. Skinnakaupmenn í Danmörku hafa sagt mér að þessi markaður sé farinn að hreyfast og fólk vilji aftur kaupa kápur og annað úr selskinni. Verðið er ekki hátt ennþá og eftirspurnin er ekkert í líkingu við það sem hún var. Við höfum nú þegar danska aðila sem eru tilbúnir að taka í umboðssölu skinn héðan ef að við getum útvegað nægjan- legt magn, en það hefur hins vegar strandað á magni og einnig að einhverju leyti á verði. Það er til aðili hér á landi sem er tiltölulega vel í stakk búinn til að fara af stað með litlum fyrirvara út í að súta selskinn ef að verðið myndi lagast eitthvað. Svona hluti hefði ekki þýtt að ræða fyrir tveimur til þremur árum síðan. Menn hafa einnig aðeins verið að skoða þann möguleika að nýta selskinn í listmuni handa ferðamönnum. Þetta hefur reyndar farið frekar hægt af stað. Það virðist vera að þegar búið er að koma inn hjá fólki vissri ótrú á hlutun- um, að þá taki mjög langan tíma að yfirvinna hana. Þó má segja að það séu farnar að vakna vissar vonir um að það megi endurvekja þessi gömlu hlunn- indi.“ Veríð er að athuga möguleika á nýtingu á rekavið Hvað getur þú sagt um möguleika okkar á því að nýta rekavið? „Mikið af rekaviði hefur alla tíð borist til landsins. Sumt af því er úrvalsviður en annað verra sem ekki hentar til annars en brennslu. Fyrr á öldum var rekaviður helsti byggingarviðurinn og skipti þá sköpum í trjálausu landi. Um alllangt skeið höfðu bændur góðar tekjur af sölu girðingastaura sem voru unnir úr reka- viði. Með samdrætti í landbúnaði hefur dregið úr þörfinni fyrir girðingastaura. Einnig hefur innflutningur á harðviðar- staurum og járnstaurum aukist og því hefur dregið úr sölu á staurum úr rekaviði. í kringum 1980 keyptu allmarg- ir svokallaða lurkakatla en í þeim var mor og afgangsviður brenndur til upphit- unar. Þessir katlar hafa ekki selst mikið á síðari árum. Á tímabili héldum við að það væri hægt að nota rekavið í staðinn fyrir innflutt kurl sem er notað í Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. Þetta kurl er flutt inn og brennt með járnblend- inu. Það var fullur vilji hjá verksmiðj- unni að kaupa rekavið á sama verði og kurlið, en þegar til kom reyndist þetta ekki tæknilega mögulegt vegna þess að saltið í rekaviðinum eyðileggur element og fleira í verksmiðjunni. Núna erum við að skoða ýmsar aðrar leiðir á nýtingu og það er of snemmt að segja til um hvað kemur út úr þeim athugunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.