Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 1
6.-7. JANÚAR 1990 ¦¦¦¦¦;-;'-. .¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ .¦¦.¦ ¦ ..,:. :¦¦:¦. .,:;.¦.;:¦;::¦:¦:; Risadátarnir í Prússaríki Stórveldi rísa og falla í mannkynssögunni og ný myndast í þeirra stað. En fá ríki hafa orðið stórveldi með svo skjótum og furðulegum hætti og hið gamla Prússland. Þetta smáa land, sem bæði var heldur snautt að íbúafjölda til og landkostum efldist svo gífurlega á öndverðri átjándu öld að eftir miðja öldina (í Sjöárastríð- inu) tókst því að komast óyfirunnið úr viðureign við þrjú mestu herveldi sinnar tíðar - Frakkland, Rússland og Austurríki. Þessu fengu þeir áorkað feðgarnir Friðrik Vilhjálmur fyrsti og sonur hans Friðrik, sem gefið hefur verið viðurnefnið „mikli". Þótt sonurinn yrði miklu frægari en faðir hans, þá ætlum við að sniðganga hann hér að mestu, en segja sitthvað frá föður hans, sem var dæmalaust einkennilegur karl. Þótt hann ætti lítt í ófriði, var það þó hann sem öðrum fremur mætti kallast ættfaðir prússneska hernaðarandans, sé þá hægt að eigna það fyrirbæri einum manni. Óhemj an Friðrik Vilhjálmur I. var steyptur í allt annað mót en faðir hans, sem var Friðrik konungur I. Hann hafði verið heldur góðlyndur maður og hægur, hégómlegur mjög og hneigð- ur fyrir munað. Öðru máli gegndi um soninn, sem fæddist hinn 14. ágúst 1688. Drengurinn var vitaskuld mjög velkominn í heiminn og það var dekrað við hann á alla lund. En hann var eldhraustur og fjörið hamslaust og senn varð hann ekki neitt meðfæri vanalegra barfóstra. Þegar hann var fimm ára bauð amma hans, Soffía kjörfurstynja af Hannover, honum í heimsókn, en gamla konan var þá ein göfugasta heldrifrú allrar Evr- ópu. Hún var enda afabarn Jakobs I. Bretakonungs og Georg sonur hennar varð fyrsti Bretakóngurinn af Hannoverætt. Sonarsonur hennar, síðar Georg II, var í uppeldi hjá henni, og þegar Friðrik litli Vilhjálmur kom í heimsókn lúskraði hann svo rækilega á frænda sínum að gamla frúin varð að senda hann heim að nokkrum dögum liðnum. Þótt Georg væri orðnn tíu ára, gaf sá stutti honum iðulega blóðnasir, þegar hann hratt honum og barði án afláts. Barnfóstrurnar í Berlín áttu ekki sjö dagana sæla, því uppátæki prins- ins voru ótrúleg. Fyrsta fóstra hans, Dame de Montbail, fékk taugaáfall, þegar hann eitt sinn neitaði að skirpa út úr sér skóspennu, sem hann hafði látið upp í sig, en gleypti lhana þess í stað! Einum hirðlækn-, anna tókst að ná henni upp úr honum, eftir að allt var komið á annan endann í höllinni. Var spenn- an sett á safn og bundið við hana spjald, sem greindi frá að þe'ssi merkisatburður hefði orðið þann 31. desember 1692. f annað sinn stökk hann upp í gluggakistu á þriðju hæð og hótaði að stökkva niður, ef eitt eða annað, sem hann hafði heimtað, yrði ekki samstundis eftir honum látið. Híska á barnsaldri Ekki var Friðrik Vilhjálmur gamall, þegar í ljós kom að hann hafði megnustu óbeit á alls konar skrauti og óhófi. Hann hafði snemma mætur á að maka út á sér andlitið með steiktri svínafitu, svo það yrði veðurbitið að sjá, eins og á gömlum hermönnum. Þegar honum var ætlað að fara í gullsaumaða kápu einn morguninn, gerði hann sér lítið fyrir og fleygði henni í eldinn. Ekki var hann síður þrár, þegar að lær- dómnum kom. Gömlum herfor- ingja, von Dohna, var ætlað að uppfræða hann, kenna honum latínu og annað. En hann gafst senn upp og sagði það vonlaust verk. Hann þverneitaði að læra á flautu og píanó, enda hataði hann tónlist alla sína tíð og sömuleiðis listmálun. Þó hafði hann gaman af að lita ofan í myndir, sem aðrir höfðu teiknað og svo var alla ævi. Enn eru til slíkar myndir eftir hann. Móðir hans fylgdist með uppeldi drengsins og gafst fljótt upp á að þvinga hann til nokkurs hlutar. Skip- aði hún kennara hans að gera hið sama. Sérstaklega féll henni illa að sjá að pilturinn var blóðnískur (!) og að hann var ákaflega ókurteis við konur. Hún skrifaði því trúnaðarvin- konu sinni á þessa leið: „Nískur á þessum aldri! Hann hefur aflagt ýmsa ósiði, en þessi færist í vöxt með árunum! Oghvílík ónáttúra að koma svo dónalega fram við það kyn, sem sérhver karlmaður ætti að vera nær- gætinn gagnvart." Hermennskuandi Tvennt var það sem tók huga Friðriks Vilhjálms fanginn: annað var að stjórna heræfingum og hitt var fjársöfnun. Hann lagði alla sína vasapeninga til hliðar og notaði þá til þess að koma sér upp herflokki, sem skipaður var ungum, aðalborn- um piltum. Þessum herflokki stjórn- aði hann sjálfur og af miklu misk- unnarleysi, því hann sást draga einn liðsmannanna, ungan hertoga, aftur og fram á hárinu. Átta ára gamall var hann farinn að halda bókhald í kveri, sem hann kallaði „Dúkata- bókin mín." Árið 1705, þegar Friðrik Vil- hjálmur var sextán ára, ætlaði faðir hans að senda hann til Frakklands og Englands, svo hann sæi sig um í heiminum. Hann var lagður af stað og hertoginn af Marlbourogh búinn „Löngu piltarnir" áttu ekki sjö dagana sæla. Um 250 ger&ust li&hlaupar árlega. Ef þeir náðust var nef og eyru skorin af þeim og þeir urðu að eyða ævinni í Spand- au - fangelsi. Oftsinnis reyndu þeir að kveikja í höllinni í Pots- dam og losa sig við kvalara sinn með þeim hætti. að útvega honum skip að sigla á yfir Ermasund, þegar fréttir bárust um að móðir hans væri látin. Þar með sneri Friðrik aftur til Berlínar og heimsótti þessi lönd aldrei fyrir vikið. Líklega var það mjög slysa- legt, því margt hefði getað farið öðru visi, hefði hann víkkað sjón- deildarhring sinn. En við heimkom- una gladdi faðir hans hann með því að fá honum til umráða eigin her- deild og betra hefði ungi maðurinn ekki getað óskað sér. Honum varð þegar starsýnt á þrekinn mann ogj hávaxinn, sem í herdeildinni var. Sá var lögspekingur deildarinnar og hét hvorki meira né minna en Ehren- reich Bogislaus Creutz. Gerði Frið- rik hann að ritara sínum, fékk föður sinn til að aðla hann og dubbaði hann til ráðherra, er hann sjálfur var orðinn konungur. Þetta var vísirinn' Uppátæki og grimmd þess „snargeggjaða" konungs Friðriks Vilhjálms I. voru ótrúleg. En hann gerði smáríkið Prússland að stórveldi að því sem síðar varð ástríða hans - risavaxnir hermenn. Hann sagði að þeir væru eini „lúxusinn", sem hann íéti eftir sér. „Sá sem sendir mér hávaxna hermenn má biðja mig hvers sem er," sagði hann síðar á ævi. Átján ára gamall var hann í för með Eugen prinsi af Savoy og her- toganum af Marlbourough í þeirri langdrengnu styrjöld Spænska erfða- stríðinu og var viðstaddur orrustuna við Malplaquet, sem var firnablóðug og nær fjörutíu þúsund inanns féllu. Hreifst hann svo af þeirri sýn að hann hélt orrustuna hátíðlega ár hvert heima í Berlín. Kongur tekur til hendinni Þegar Friðrik faðir hans lést árið 1713 gerði Friðrik Vilhjálmur útför

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.