Tíminn - 06.01.1990, Síða 4

Tíminn - 06.01.1990, Síða 4
14 HELGIN Laugardagur 6. janúar 1989 Við Tjarnargötu númer 4, þar sem Happdrætti Háskól- ans er nú til húsa og einmitt þessa dagana freistar manna með von um auð og yndi, ef hamingjudísin verður þeim hliðholl, stóð timburhjallurinn Brúnsbær fyrir 166 árum. Þar var ekki jafn peningalegt um að litast og nú er á sama stað, þótt auðvitað ættu þeir sem þar bjuggu sér sínar vonir um betri tíma og batnandi hag, rétt eins og fólk nú á dögum. Hamingjudísin lagði ieið sína satt að segja ekki ýkja oft í Brúnsbæ, nema þá kannske í mynd einnar brennivínsflösku og þeirrar hverfulu hamingju, sem slík höpp fá veitt. En árið 1823 lagði önnur og óvelkomnari vættur leið sína í bæ þennan. Það var hvorki meira né minna en draugur - og hann var hvorki með brennivín né ávísanir upp á happdrættisvinninga í pússi sínu, heldur hótanir um dauða og limiestingar! Hér verður nú frá þessum undrum greint, orsök þeirra og afleiðingum. Brúnsbær Brúnsbæ hafði Skúli fógeti Magn- ússon látiðTeisa á árunum 1752-1760 handa verksmiðjum sínum. Mun hann í fyrstu hafa verið notaður sem íbúð fyrir beyki og enn sem matvæla- geymsla og þótti myndarlegt hús, miðað við hnípna torfkofana allt umhverfis. Bærinn hafði enda verið aðsetur ýmissa höfðinga í áranna rás: þarna hafði Jörundur Hunda- dagakóngur búið um hríð og þá Bjarni skáld Thorarensen og loks Jakob Robb kaupmaður. En er saga vor hefst bjuggu engir höfðingjar í Brúnsbæ lengur. Þar voru helstir íbúa Sigmundur nokkur Johnsen, smiður, og kona hans, ásamt börnum þeirra tveimur. Auk þessarar fjölskyldu leigðu þama sex ungir menn og gerum við lítillega grein fyrir þeim hér. Fyrstan skal frægan telja Sigurð skáld Breiðfjörð, 25 ára, en hann var þá í vinnu hjá Tærgesen kaupmanni. Annar var Guðmundur Hannesson, 27 ára, sem hafði böðulsstarf í Reykjavík á hendi. Þriðji varKristján Jakobsson, verslunarmaður, 25 ára og enn jafn- aldrar hans, Hannes skóari Erlends- son og Einar Jónsson, lausamaður. Síðastan teljum við Pétur Pétursson, 27 ára, en hann var beykir líkt og Sigurður og helsta merkispersóna þessa máls, ásamt Sigurði og Guð- mundi. Um þessa þrjá er það frekar að segja að Sigurður mun að vanda hafa verið félftill um þessar mundir, enda kaupið hjá kaupmanninum lágt og skáldinu hélst illa á því vegna óreglu. Guðmundur böðull hafði auknefnið „Fjósarauður", sem bar vott um lítið álit sem starfi hans naut að gamalli venju, þótt Guðmundi þætti heiður að honum. Pétur beykir var sigldur maður, eins og Sigurður og kallaði sig Pedersen uppá dönsku. Hann hefur verið hálfgert rolumenni og auðtrúa, en einmitt það hefur valdið því að hann varð að fórnar- lambi „draugsins" í Brúnsbæ. Oft hefur verið kátt á Hjalla í þessum hópi, eins og von er, þegar margir æskumenn eru samvistum. En að þessu sinni hefur glensið farið heldur betur ur hófi, svo sem nú verður um lesið, en hér er stuðst við frásögn Árna Óla, sem aflaði heim- ilda úr málsskjölum og enn „Draugs- rímu“ þeirri, sem Sigurður Breiðfjörð kvað um þessa atburði. „Pétur heyrði og Pétur sá... Sagan hefst í Brúnsbæ um mið- nætti hinn 4. desember 1823. Þá voru allir gengnir til náða í húsinu nema þeir Hannes, Sigurður og Guðmundur. Þeir voru frammi í eldhúsi. Pétur lá vakandi í rúmi sínu og beið þess að Hannes kæmi, því að þeir sváfu saman. Heyrir hann þá allt í einu að einhver rjálar við gluggann. í sama bili kemur Hannes og spyr Pétur þegar, hvort hann hafi komið á gluggann, en Hannes neitar því. Þótti Pétri þetta undarlegt og kallaði Hannes þá til Sigurðar og spyr, hvort hann hafi verið að glett- ast við Pétur, en Sigurður kvað það ekki vera. Gekk Hannes þá til hvílu, en rétt þegar hann er háttaður, heyrist enn þrusk og skurk við gluggann og sýnu meira en áður. Pétur stökk þá fram úr rúminu og slökkti ljósið. Gægðist hann síðan varlega út um gluggann, en sá ekkert, því að niðamyrkur var úti. Þessi læti á glugganum stóðu nokkra stund, en rétt á eftir heyrðist ámátlegt ýlfur fyrir utan svefnher- bergisdymar, svo er klórað í hurðina og síðan rekið bylmingshögg í hana. Fór Pétri þá ekki að verða um sel og setti að honum allmikinn ótta. En Hannes lét þetta ekki á sig bíta. Hann fór á fætur, opnaði hurðina og kallaði fram í myrkrið, hvort nokkur væri þar. Enginn svaraði, svo að Hannes lokaði aftur og gekk til rúms síns, eins og Sigurður kvað i „Draugsrímu“. Hannes ekki huga brá, hurð upp lykur stofu, en hann sagðist ekki sjá úti neina vofu. í sæng nam leggjast sína þá seggurinn huga gæddur. Pétur heyrði og Pétur sá, því Pétur einn var hræddur. „Samt hlýtur þetta að vera draug- ur eða vofa,“ sagði Hannes við Pétur. Um leið og hann sleppti orðinu kemur enn högg á hurðina. Pétur stökk þá á fætur og náði í byssu, sem hann átti og hékk þar á vegg. Byssan var að vísu óhlaðin, svo að hann gruflaði þar niður í skatthol til að leita sér að púðri. Jafnframt hafði hann í hótunum við drauginn, að hann skyldi skjóta á hann og valdi honum mörg hrakyrði. En meðan hann lét dæluna ganga kemur enn högg á hurðina og er það langmest. Þá varð Pétur svo hræddur, að hann hentist háhljóðandi upp í rúmið og skreið upp í horn og hnipraði sig þar saman. Síðan heyrðu þeir Hannes báðir líkt og hvalablástur mikinn og þar næst koma eldglæringar inn um skráargatið á hurðinni. Gekk á þessu nokkra stund, og hafi Pétur efast um það áður að hér væri illur andi eða sending komin, þá var hann nú viss um að svo væri. Þegar þessum ósköpum létti bað hann Hannes allþarfsamlega að kalla á Sigurð og biðja hann að koma þessum fjanda burtu, því að hann hafði trú á því að Sigurður vissi lengra nefi sínu og væri auk þess kraftaskáld, ef hann vildi beita því. Hannes fór nú fram og var um stund úti. Komu þeir Sigurður svo inn og sögðu Pétri að úti fyrir hefði verið hræðilegt skrímsli, en sér hefði tekist að fæla það á brott. Síðan kveikti Hannes ljós og tóku þeir tal saman um þennan atburð. Brýndu þeir það alvarlega fyrir Pétri, að hann mætti alls ekki skjóta á draug- inn, því að við það mundi hann magnast um allan helming. Eigi mætti hann heldur ráðast á hann, þótt hann sæi hann, því að það gæti hreint og beint kostað líf hans vegna þess að hann var hræddur. Hlýddi Pétur á þetta með mikilli athygli og trúði hverju orði, sem þeir sögðu. Að því búnu gekk hann til náða aftur, en ekki kom honum dúr á auga þá nótt. Næsti dagur leið svo fram undir rökkur að ekki bar til tíðinda, en uggur nokkur var í Pétri út af því að draugurinn mundi koma aftur, er dimmt var orðið. Og ekki batnaði honum við það, er Guðmundur „fjósarauður" brá honum á eintal i' rökkrinu og sagði honum frá því, að Draugurinn í hann hefði mætt einhverri vofu þar fyrir utan. „Sagðist hún vera send til þín og eiga að drepa þig,“ sagði Guðmund- ur. Þetta þótti Pétri ekki góðar fréttir og bað hann þá nú blessaða að sitja inni hjá sér, Sigurð, Hannes, Guð- mund og Kristján Jakobsson. Kvað hann sér segja svo hugur um, að nú væri betra að vera viðbúinn, því að draugurinn mundi ekki lengi láta standa á sér úr þessu. En reynandi væri að slæva hann með ljósum og góðu orði. Síðan kveikti Pétur tvö ljós í stofunni, náði sér í Passíusálmana og byrjaði að syngja, eins og Sigurð- ur kveður: Hallgrimssálma höndlað gat, því hugurinn vondu spáði, um Pétur þann í salnum sat sönginn velja náði. Draugsi sækir í sig veðrið Um leið og Pétur byrjaði að syngja kom högg á hurðina. En nú var Pétur hinn öruggasti, er hann hafði svo marga menn inni hjá sér. Hann þreif byssuna og barði með skeftinu bylmingshögg í hurðina á móti og skipaði þessum illa anda að fara norður og niður, svo sem hann kvað á. Einhverjir af þeim félögum höfðu verið á ferli við og við og nú kemur Kristján í þessu að utan og kveðst hafa séð einhverja ófreskju dragnast frá bænum og hverfa upp í sundið hjá Ullarstofunni, enda hafði nú linnt höggunum um stund. Rétt á eftir er þó skratti kominn aftur og barði nú bæði glugga og hurð. Gekk á þessu allt fram undir miðnætti. En þá rak Sigurður þennan ófögnuð í burtu aftur, þóttist ekki geta ráðið við hann nema á þeim tíma. Síðan gengu allir til náða og sofnuðu brátt, nema Pétur. Honum kom ekki blundur á brá alla nóttina, svo var hann skelfdur, enda bjóst hann við því að vofan mundi brjótast inn á sig, er minnst varði, og drepa sig, eins og hún hafði hótað að gera. Morguninn eftir komu þeir enn allir saman til þess að ræða um undur þessi. Sagði Sigurður þá að énginn vafi væri á því að þetta væri draugur, sendur þangað til þess að drepa einhvern þeirra. Pétur þagði, því að hann var ekki í neinum vafa um, hverjum draugurinn væri sendur. Þessi skoðun Sigurðar stað- festi það, sem draugurinn hafði sagt Guðmundi. Þegar dimmt var orðið um kvöldið hófst draugagangurinn að nýju og var draugurinn nú miklu aðsúgsmeiri en fyrr. Knúði hann hurðina svo hart, að hún hrökk opin hvað eftir annað, en húsið lék á reiðiskjálfi, svo að hlutir duttu niður af hillum. Þeir Sigurður og Hannes sátu inni hjá Pétri, og í hvert sinn, sem lát varð á ósköpunum sögðu þeir magnaðar draugasögur til sannindamerkis um að þessi ásókn væri svo sem ekki einsdæmi. Urðu draugasögumar til Sigurður Breiðfjörð hlaut góða þóknun fyrir að kveða „drauginn“ niður. þess að auka þessar ógnir í augum Péturs, svo að hann gerðist alveg örvilnaður. Hét hann nú kjökrandi á Sigurð að beita ákvæðamætti sín- um og andagift og kveða niður drauginn. „Það má vera að ég reyni það, ef ég fæ einn pott af brennivíni," sagði Sigurður. Ekki stóð á því. Pétur lét þegar sækja einn pott af brennivíni og settust þeir nú að drykkju. Og þegar fór að svífa á þá mælti Sigurður: „Það er ekki hlaupið að því að kveða niður drauga og mikil gæfu- raun hvernig til tekst. Vona ég þó, að guð gefí mér styrk til þess og láti mig ekki gjalda fomeskju, þegar ég beiti henni af náungans kærleika og Hérsegirfrá „Draugsmálinu“ í Brúnsbæárið 1823og hlut þeirra Sigurðar Ðreiðfjörðs og Gvöndar „Fjósarauðs“ í þeim óskunda til þess að frelsa meðbræður mína frá árásum djöfulsins.“ Þetta þótti Pétri bæði viturlega og drengilega mælt og gerðist nú von- betri. En Sigurður vakti sér blóð og skrifaði úr því draugastefnu og setti undir nokkra galdrastafi, sem Pétur þekkti ekki. Síðan gengu þeir Sig- urður og Hannes fram í eldhús. Rétt á eftir heyrði Pétur þaðan más og hávaða, eins og einhverjir ættu þar í stimpingum. Kristján var inni hjá honum og heyrðu þeir þetta báðir. Síðan heyra þeir að Sigurður segir: „Hvaðan ertu?“ Heyrðist þá svarað í drafandi tón: „Að austan.“ „Hvem ætlarðu að finna?“ spyr þá Sigurður. „Pétur beyki.“ „Hvað viltu honum?“ spyr Sigurð- ur. „Ég á að drepa hann,“ kvað draugsi. Heyrðu þeir þá að Sigurður las yfir honum draugastefnuna og skip- aði honum með mörgum særingar- orðum að koma klukkan 11 og fást við sig. Frá Jóni í Belgsholti Rétt á eftir koma þeir svo Sigurður og Hannes inn í stofuna og virtust þá mjög dæstir. Sagðist Sigurður þá hafa komist að því að draugurinn væri búinn til úr hrafnshjarta og hræfuglaskinnum, en gæddur mannsviti. Hefði Jón í Belgsholti vakið hann upp og sent hann hingað. Þóttust þeir nú þurfa á hressingu að halda eftir þessa mannraun og var nú aftur sest að drykkju og setið í næði fram undir klukkan 10. Þá var hurðinni skyndilega hmndið upp, en enginn maður þar sýnilegur. Þeir Sigurður og Hannes gengu þá út til að forvitnast betur um þetta, en komu inn litlu síðar og Guðmundur með þeim. Var þeim sýnilega brugð- ið og allt í einu leið yfir þá hvern af öðmm. Pétur rauk þá til og náði í vatn til að gefa þeim að drekka og baða á þeim höfuðin, og rann honum nú mjög til rifja að þeir skyldu þurfa að þola þetta sín vegna, og svo mikið illt af sér standa. Brátt hresstust þeir þó allir og var þá klukkan hálfellefu. Þá skipaði Sigurður að slökkva ljósin. Gekk nú Guðmundur út, en þeir voru þrír eftir í herberginu, Pétur, Sigurður og Hannes. Kemur þá mikið högg á hurðina. Pétur æpti, hrækti í áttina að hurðinni og tvinnaði saman for- mælingar yfir höfði draugsa og þreif Passíusálmana annarri hendi, en byssuna með hinni, svo sem Sigurður kveður: Óhljóð Péturs yfir tók, alls kyns læti framdi, hélt með skjálfta á byssu og bók, bölvaði, söng og lamdi. Laugardagur 6. janúar 1989 HELGiN tjp 15 Brúnsbæ Þeir báðu hann að hætta þessu, nú væri ekki tími til að æðrast. „Haldið þið að ég viti ekki allt um þennan draug og hvemig hann er gerður?“ æpti Pétur. „Ég heyrði allt, sem ykkur fór á milli frammi í eldhúsinu. Ég heyrði sjálfur, að draugurinn sagðist vera að austan og ætla að drepa mig. Og hann er frá Jóni í Belgsholti, þvf honum er illa við mig.“ Svo rakti hann frásögn draugsins, en Sigurður setti haiia síðan í ljóð: Að austan kom ég yfír fjöll einn um kaldan vetur, það er nú mfn ætlan öll yður að drepa Pétur. Úr hrafni var mér hjarta léð, hræfugls klæddur skinni, vökvaður blóði merar með, mannsvit hefþó inni. „Og svo haldið þið að manni standi á sama, þegar þessi djöfull er kominn!“ æpti Pétur enn. „Ég skal borga þér 5 ríkisdali, Sigurður, ef þú kveður hann niður fljótt, og áttu Reykjavík 1834. Sennilega hefur rétt nýlega verið búið að rifa Brúnsbæ er þessi mynd er gerð, en hann var rifinn um 1830. Bærinn hefði ella átt að sjást í vinstra homi myndarinnar. ekki skilið að heita kraftaskáld, ef þú getur það ekki.“ f sama vetfangi dynur högg á hurðina, svo að hún hrekkur upp á gátt, en inn er kastað staurum og stokkum og hverju, sem fyrir var. Þá mku þeir báðir Sigurður og Hannes á móti illvættinni og hurfu út í myrkrið, en Pétur var svo trylltur af ótta og svefnleysi, að hann hljóp á hurðina að svefnherbergi Sigmund- ar, er þar var innar af stofunni. Lét hurðin undan og kom Pétur eins og steinn af hendi sendur inn í svefnher- bergið. Sigmundur var háttaður. Brá honum ónotalega við þetta og varð reiður. Stökk hann á fætur í bræði sinni og gaf Pétri sitt undir hvorn og bað hann aldrei þrífast fyrir að brjótast inn á menn um nætur. Varð Pétur sem höggdofa við þetta og hrökklaðist fram fyrir aftur. Nú kvað við hátt ýlfur fyrir utan gluggann og síðan kemur svo mikið högg á hann, að tvær rúður brotn- uðu. Síðan heyrði Pétur stimpingar úti fyrir og áræddi að gægjast út um brotinn gluggann. Sér hann þá hvar Sigurður er og hefur náð tökum á einhverri ófreskju og rekur hana á undan sér austur með húsinu. Rétt á eftir komu þeir Hannes og Guð- mundur inn og Sigurður litlu seinna. Virtist hann þá mjög máttfarinn og fálátur. Fagnaði Pétur honum ákaf- lega vel, þakkaði honum fyrir fram- göngu hans og kvaðst hafa séð allt með eigin augum, hvemig hann fór með drauginn. Hefur Sigurður kveð- ið þessar vísur um það í orðastað Péturs: „Útum glugga allt ég sá, aðfarirnar trylltar, skrímslið eða skrattinn, já, skrítið var það piltar, háa strýtu úr hausi bar, ég horfði bara á ’ann ekkert klof á ára var, ósköp voru að sjá ’ann. Grant ég horíði gluggann við, gægðist upp og niður, sá ég leidduð þrælinn þið. Þú hefur sett hann niður. Vil ég láta lesa nú langa bæn og góða og sálmalögin syngja þrjú, sem um efnið hljóð'a. “ Já, ég hef kveðið drauginn niður,“ sagði Sigurður. „Og mér er dauðillt," sagði Guð- mundur, „af því að hlusta á vísurnar, sem hann Sigurður kvað, svo mergj- aðar voru þær.“ Þetta var mikil fagnaðarstund. Pétur las bæn og svo sungu þeir allir nokkur sálmavers. Var svo slegið upp gleðiveislu og veitti Pétur óum- beðið. Að því búnu fóru þeir að hátta og sofa, og síðan hefur aldrei orðið vart við þennan draug. Pétur kærir Nokkru seinna fer Pétur að verða var við það, að menn skopast mjög að þessum draugagangi og hafa háska hans og raunir í flimtingum. Kom þá og svo, að einhver góður maður hefur sagt honum frá því, að hann hafi verið brögðum beittur og hafður að fífli. Munu einhverjir hafa talið hann á að leita réttar síns. Verður það svo úr að Pétur skrifar hina löngu kæru til bæjarfógeta. Er hún dagsett 3. janúar 1824. Segir hann þar, að sér hafi verið sagt, að þeir Sigmundur og Sigurður hafi látið svo um mælt, að það hafi verið samantekin ráð félaga sinna í Brúnsbæ að leika á sig til þess að hafa út úr sér fé og brennivín og draugurinn hafi verið enginn annar en Guðmundur Hannesson böðull. En fyrir þetta hafi hann borgað Sigurði 5 rd. og haldið þeim öllum veislu af gleði. Jafnframt ber hann sig upp undan því, að hann hafi sætt árás og ókvæðisorðum af hálfu Sigmundar. Kærunni Iýkur á þessa leið: „Hér með bið ég yður, allra auð- mjúkast, að taka þetta mitt málefni að yður til nákvæmustu undirsóknar réttvísinnar og minnar vegna. Yðar auðmjúkur þénari. P. Petersen.“ Sigurður Thorgrímsen var þá bæj- arfógeti. Honum er svo lýst, að hann hafi „verið valmenni, lærður í lögum og réttsýnn í úrskurðum.“ Svo er að sjá sem hann hafi haft hálfgaman af þessu. Má lesa það út úr þeirri kímni, sem kemur fram í réttarstefn- unni hjá honum, þar sem hann hefur upp orð Péturs um að taka þetta mál undir nákvæma rannsókn, réttvís- innar og sinnar vegna. Hafði og ekki annað skoplegra mál komið fyrir hér. En bæjarfógeti stefndi þeim fjórum, Sigurður, Hannesi, Guð- mundi og Sigmundi, ásamt Pétri, að koma fyrir lögreglurétt 12. janúar. Þangað komu þeir allir og var Pétur hinn harðasti í öllum kröfum fyrst í stað, en þegar á átti að herða hafi hann engar sannanir á hendur þeim félögum. „Eftir langsama til- raun pólitíréttarins var sættum kom- ið á,“ segir bæjarfógeti. Hafði hann þá jafnað deilumálin þannig, að Pétur afturkallaði kæru sína og lýsti yfir niðurfalli sakar með því móti að þeir kærðu „lúki einn fyrir alla og allir fyrir einn fjögur ríkisbanka- mörk silfurs til fátækra hér í umdæm- inu.“ Að þessu gengu hinir kærðu fúslega og greiddu þetta „fírimark“ þá þegar, en Pétur átti að borga málskostnað. Til staðfestu heilum sáttum skrifuðu þeir svo allir nöfn sín undir þetta. Og þeir kærðu gerðu meira til þess að engin úlfúð skyldi framar vera út af þessu. Þeir buðu Pétri til drykkju og drekkti hann þar minnkun sinni og gremju svo rækilega, að hann var miður sín lengi á eftir, eins og Sigurður kvað: Pétur gerðist ör við öl, því ótæpt saup af skálum, í legurúmi lengdi dvöl. Lauk svo draugamálum. Sumir hafa sérsiaha ásiæðu illþrssaðhorfaáframiíöina í bjariara Ijósi O Margir sem eiga um sárt að binda eftir sjúkdóma eða slys uppgötva nýjan bakhjarl © Þúsundir íslendinga hafa endurheimtþrek til að takast á við lífið með aðstoð SÍBS © Lífið er oft happdrœtti o Mestu vinningsvonir lífs þíns gœtu byggst á happdrœtti SÍBS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.