Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. janúar 1989 í • '•» n - < r í » HELGIN B 17 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL þvíaðgræða. Eiginmaður JeanCott- er sagði að hún hefði yfirgefið heim- ili þeirra í Mansfield 1982. Hver var Jean Cotter? Af ljós- myndum og viðtölum við kunningja hennar kom fram aðlaðandi, vilja- sterk og glaðlynd kona sem hafði gaman af veisluhöldum. Hún var vel vaxin og virtist mun yngri en hún var. Einkum naut hún þess að láta bera mikið á brjóstum sínum sem voru vel í stærra lagi. Á öllum myndum sem fundust af henni var hún axlaber og í flegnum flíkum. Hverjir voru vinir hennar? Lög- reglumenn komust að því að meðal þeirra var Seymour nokkur Brown einna mest metinn. Hann var nokkr- um árum yngri en Jean. Hann hafði verið námumaður en lagt stund á sjálfsnám að því marki að hann starfaði síðar sem tæknileg- ur textahöfundur fyrir útgáfu sem gaf út rit um húsagerðarlist. Hann var afskaplega hógvær og auðmjúk- ur að sögn kunningja og sú fram- koma gerði hann aðlaðandi í augum kvenna, þeirra á meðal Jean Cotter. Beitti sambýlismanninn ofbeldi í>au kynntust í páskasamkvæmi þegar Brown var nýfluttur frá konu sinni. Þau Jean fóru að vera saman og þegar hann fluttist til London kom hún á eftir honum og flutti inn til hans í Chiswick í Vesturbænum. En hvar var Brown núna? Það tók lögregluna ekki langan tíma að hafa uppi á honum. Hann bjó enn í Chiswick, en í annarri íbúð og deildi henni með bráðfallegri, tvítugri stúlku. Hann hafði augljóslega ekki gert tilraun til að flýja eitt eða neitt. Að sögn sambýliskonunnar kynnt- ust þau snemma árs 1987 og hún flutti inn til hans í júlí. Hún sagði að hann hefði iðulega nefnt Jean Cotter en þau hefðu verið skili að skiptum áður en hin kom til sögunnar. Hann sagðist hafa verið ánægður með Jean í byrjun en hún hefði svo farið að gera grín að honum og neita honum um öll mök við sig. - Hann sagði mér að hún hefði ætlað að byrja nýtt líf eftir að hún kynntist ítölsku fólki sem hún um- gekkst mikið, sagði stúlkan. Lögreglan fékk neiri upplýsingar um að Jean Cotter hefði umgengist ftali í London. Ekki var ljóst hvort um var að ræða ástarsambönd. Hvernig sem leitað var á knæpum og slíkum stöðum í Soho þá fannst enginn sem hafði þekkt Jean. Smátt og smátt beindist athyglin óhjákvæmilega að einum manni, þeim eina sem hafði bæði ástæðu og tækifæri til að myrða Jean Cotter. Það hlaut einfaldlega að vera hinn hægláti Seymour Brown. Gallinn var bara sá að sannanir voru ekkert nema líkur einar. Brown var yfirheyrður nokkrum sinnum næstu dagana og viður- kenndi hann fúslega að samband þeirra Jean hefði verið „logandi heitt“. - Það var hún sem forfærði mig, sagði hann. - Ég hafði aldrei kynnst svona kvenmanni áður. Þótt Jean væri nokkrum árum eldri en hann þá kvaðst hann hafa unnað henni heils hugar. - Ég gerði mér far um að koma hvernig nálægt öðrum konum, því Jean var sjúklega afbrýðisöm, sagði hann. Þrátt fyrir það ásakaði hún hann sí og æ um að halda framhjá sér. Sjúkleg afbrýðisemi - Hún þoidi ekki tilhugsunina um að ég liti á annað kvenfólk, sagði Brown. - Samt særði hún mig án afláts og sagði að ég væri ónytjungur í rúminu og gæti hvergi nærri full- nægt henni. Svo heiftúðug var afbrýðisemin að Jean þoldi ekki einu sinni að Brown ætti tímarit með myndum af lögulegum stúlkum. Hann rifjaði upp atvik þegar hún varð fjúkandi reið yfir að rekast á slíkt blað. Þá hótaði hún að blinda Brown. - Hún greip ketil með sjóðandi vatni og fleygði að mér, sagði hann. - Síðan flaug hún á mig og klóraði mig svo heiftarlega í andlitið að ég varð að fara á sjúkrahús. Hún var geysilega kraftamikil. Upp frá þessu var hún sí og æ að hóta að blinda mig og ég óttaðist að hún gerði það á meðan ég svæfi. Á súidarkvöldi í desember 1986 sauð loks upp úr hjá skötuhjúunum, að því Brown viðurkenndi við yfir- heyrslur. Hann varð háalvarlegur á svip og laut svo höfði. Jean lá í rúminu og gerði stöðugt grín að honum þar sem hann var að basla við heimilisverkin. Hún heimt- aði að hann útbyggi handa sér létt og vel þeytt ostafrauð og hann reyndi það eftir bestu getu. - Hvað er þetta? hreytti hún út úr sér þegar hann kom með frauðið. Síðan kailaði hún hann heimskan kjána og til einskis nýtan í alla staði. Hún rauk á vinnu hans og tætti sundur minnisblöð og teikningar sem skiptu miklu máli fyrir starf hans. Hann reyndi að hindra hana, þau tókust á og hún æpti: - í þetta sinn blinda ég þig alveg. Hún reyndi að klóra hann í augun og blóðgaði hann á hendi þegar hann reyndi að verja sig. Brown játaði að hún hefði verið mun sterk- ari en hann, svo hann seildist eftir styttu úr næstu hillu og hugðist reyna að rota Jean með henni. Hann sló hana einu sinni en það var eins og að stökkva vatni á gæs og ofsinn rénaði ekki hið minnsta. Hún hrækti framan í hann og æpti: - Þú ert ekkert nema götukrói enda var. mamma þín allra gagn. Mildandi aðstæður Ofur rólega eins og honum var lagið, hélt Seymour Brown áfram: - Ég missti hreinlega stjórn á mér þegar hún sagði þetta. Ég hafði aldrei áður lagt hendur á hana en nú barði ég þangað til hún féll á gólfið og hreyfði sig ekki framar. Ég kraup niður og hlustaði eftir hjartslætti. Svo ætlaði ég að hringja á sjúkrabíl. Þegar hér var komið sögunni kvaðst Brown hafa séð að sjúkrabíll kæmi of seint. Þá brast hann í grát. Líkið lá á svefnherbergisgólfinu all- an næsta dag og þá hressti Brown upp á sáiartetrið með hálfri vodka- flösku. Loks dreif hann líkið út í bíl, ók út í skóginn við golfvöllinn og gróf það þar. í staðinn fyrir legstein skar hann „J“ í nálægan trjástofn. Seymour Brown kom ekki fyrir rétt fýrr en í júlí 1988. Sækjandi krafðist dóms fyrir morð að yfir- lögðu ráði en verjandi bað kviðdóm að íhuga mildun vegna ögrunar. Spennan var í hámarki í réttar- salnum þegar hin unga, gullfailega sambýliskona var kölluð í vitnastúk- una. Hún leit yfir salinn tárvotum aug- um og endurtók það sem hún hafði áður sagt. Ekki minnkaði spennan þegar Brown kom sjálfur upp og sagði kviðdómi hvemig Jean Cotter hefði dregið hann sundur og saman í háði, hótað að blinda hann og get lítið úr frammistöðu hans í rúminu. Loks játaði hann að hafa í reiði sinni gripið styttu og barið Jean hvað eftir annað. Kviðdómur var ekki lengi að kom- ast að niðurstöðu. Þann 13. júlf var Seymour Brown úrskurðaður sekur um manndráp. - Ég hef í huga allt sem þú sagðir, varð dómaranum að orði. - Hins vegar get ég ekki leyft mér að ljúka málinu án refsidóms. Dómurinn var átta ára fangelsi. 'amiðum ber að skila Állir þeirf sem greitthafa laun á árinu 1989, skulu skila launamiðum vegna greiddra iauna á þar tilgerðum eyðu- blöðum til skattstjóra. Frestur til að skila launamiðum rennurút22.janúar. RIKISSKATTSTJORI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.