Tíminn - 06.01.1990, Side 8

Tíminn - 06.01.1990, Side 8
18 W HELGIN Laugardagur 6. janúar 1990 TÍMANS RÁS Atli Magnússon: Átök við nýjan veruleika Þá hefur Noriega hershöfðingi fengið nóg af vistinni í skjóli sendi- ráðs páfagarðs í Panama og gefið sig amerískri réttvísi á vald. Þótt hann að sögn kunni að eiga yfir höfði sér á annað hundrað ára tugthús, virðist hann hafa fremur viljað hætta því til en samneyta helgum erindrekum Vatikansins iengur, enda lítill félagsskapur að slíkum fyrir gamlan vígamann og glaumkóng. Þannig varð brattur endirinn á hamingjuríkri valdatíð hans sem þjóðhöfðingja, eins og embættisbróður hans í Búkarest. Margt var annars líkt með enda- lokum beggja. Þeir höfðu báðir komið sér í ónáð hjá þeim stórveld- um, sem töldu lönd þeirra á sínu áhrifasvæði og þótt Rússar hafi ekki formlega skorist í leikinn í Rúmeníu, eins og Bandaríkja- menn í Panama, þá er sagt að þeir hafi samt hugleitt það og vissulega unnu þeir að falli Ceausescu á bak við tjöldin. Sjálfsagt hefði ekki orðið mikill uppsteytur þótt Rússar hefðu sent lið inn í Rúmeníu að flýta fyrir falli slíks gemsa sem forsetans sáluga, líkt og mótmæli gegn íhlutun í Panama eru lítið annað en kurr einn á stöku stað. Þó er rétt að fagna því að til slíks kom ekki í Rúmeníu og það er lfka rétt menn láti efasemdir í ljós um framtak Bandaríkjamanna í Panama. Það er í samræmi við það að tími sjálfskipaðra pólitímeistara á vett- vangi þjóðanna á að vera liðinn. Ekki þykir sjónarsviptir að þeim tveimur höfðingjum, sem hér hafa verið nefndir og svo er fyrir að þakka að á liðnu ári hurfu fleiri vargar úr alvaldssæti. Einn var Pinochet, forseti Chile, sem stjórn- aði með svipuna á lofti og her launmorðingia, en annar erki- klerkurinn í íran, sem var driffjöð- ur (trúlega) hryllilegustu og heimskulegustu styrjaldar á öldinni og er þá ekki lítið upp í sig tekið. Enn er að nefna að í S-Afríku bendir margt til að senn sjái fyrir endann á forneskjulegum stjórnar- háttum boðbera aðskilnaðarstefn- unnar. Ekki þarf að minna á alda- hvörfin í A-Þýskalandi, Tékkó- slóvakíu, Búlgaríu og í Ungverja- landi og þá landstólpa, sem þar hefur nú dagað uppi. En þótt allt sé þetta fagnaðar- efni, þá þýðir ekki að neita því að skarð annarra eins stjórnskörunga og hér eru gerðir að umtalsefni er vandfyllt. Þeir skilja eftir sig mik- inn vanda, hver með sínum hætti, eftir því hverjar aðstæður hafa ríkt í hverju landi. Þegar svo einföldum og áhrifaríkum stjórntækjum sem rifflum og alsjáandi öryggislög- reglu sleppir getur orðið erfitt að velja þá leið sem halda ber og ekki gefið að öllum muni sýnast eitt um valið. Arftakarnir á stjórnarstólun- um verða varla allir öfundsverðir. Árið sem leið var í þessu tilliti tími veisluhalda og faðmlaga yfir brostnum fjötrum. En brátt er fagnaðarskálin tæmd og glíman við hinn nýja veruleika hefst. Það verða efalaust þau átök, sem mest- an svip munu setja á hið nýbyrjaða ár. GETTU NÚ Já, það voru Botnssúl- ur, séðar úr Hvalfirði, sem við spurðum um fyrir viku. Kirkjan er prýði hverrar byggðar og stendur gjarna hátt, eins og þessi hér á myndinni. En í hvaða prestakalli býr það fólk, sem leggur leið sína þangað um hátíðarnar? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.