Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 10. janúar 1990 DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliuilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Pennavinur Enskur piltur leitar að Einarí Inga sem var á Madeira 1987 Okkur berast oft bréf erlcndis frá með ósk um pennavini á íslandi. Hér kemur bréf frá 15 ára strák í skóla nálægt London, en hann hafði kynnst íslenskum jafnaldra sínum, Einari Inga, um jól 1987 á Hotel Atlantis á Madeira. Hann langar til að komast í samband við þennan vin sinn, en hefur týnt heimilisfangi hans. Nafn piltsins er James Pulver og hann er í skólanum Qeen Elizabeth's Boys School. Þar er mikil áhersla lögð á tungumál og nemendur skrifast á við jafnaldra sína víða um heim. Nú langar James til að láta verða af því að eignast pennavin á íslandi, og um leið að reyna að komast í samband við Einar Inga vin sinn. Utanáskrift til James er: James Pulver 35 Napsbury Avenue, London Colney, St. Albans, Hertfordshire AL2ÍLT England 25 íslensk dægurlög 2. hefti Félag tónskálda og textahöfunda hefur nýlega gefið út 2. hefti af íslenskum dægurlögum, 25 talsins. Lögin eru eftir þekkta íslenska höf- unda, svo sem: Bubba Morthens, Sverri Stormsker, Valgeir Skagfjörð, Eyjólf Kristjánsson/Aðalst. Ásb. Sigurðsson, Valgeir Guðjónsson, Magnús Eiríksson, Oddgeir Kristjánsson/Ása í Bæ, Síðan skein sól/Helga Björnsson, Björn Jr. Friðbj.s. og Valdimar Br. Bragason, Geirmund Valtýsson/Hjálmar Jónsson, Þóri Baldursson/Þorst. Eggertsson, Bjartmar Guðlaugsson, Magnús Kjart- ansson, Ágúst Atlason, Jóhann G. Jó- hannsson, Jón Múla Árnason, Karl og Atla Örvarss., Guðm. Jónsson/Stefán Hilmarsson. Útsetningar og tölvusetningu sá Magn- ús Kjartansson um. I 1. hefti Islenskra dægurlaga, sem Félag tónskálda og textahöfunda gaf út voru aðeins laglínur með bókstafahljóm- um, en nú hefur verið ráðist í að skrifa laglínu með hljómborðundirleik. Við val á lögum í bókina var stuðst við upplýsing- ar frá STEFi um mest leiknu lögin í útvarpi á árinu 1988. BRAHMS-tónleikar í Reykjavík og á Akranesi 8. og síðustu áskriftar-tónleikar Sin- fóníuhljómsvcitar íslands á fyrra misseri verða í Háskólabíói fimmtud. 11. jan. og hefjast kl. 20:30 og verða svo endurteknir f íþróttahúsinu á Akranesi föstudaginn 12. janúar kl. 20:30. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Johannes Brahms: Tragíski for- leikurinn, Konsert fyrir fiðlu selló og hljómsveit og að lokum Sinfónía nr. 2. Öll þessi verk eru samin á tíu ára tímabili, 1877-1887. Einleikarar verða þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellólei kari. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalstjórnandi hljómsveitar- innar. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar ls- lands og Gunnar Kvaran sellóleikari standa í fremstu röð íslenskra tónlistar- manna. Auk sjálfstæðra tónleika og ein- leiks með Sinfóníuhljómsveitinni, hafa þau víða komið fram sem dúo. Auk tónleikaferða um ísland hafa þau leikið í Danmörku, Bandaríkjunum og Kanada. Sl. sumar voru þau gestir Islendingadags- ins í Gimli, Manitóba. Fyrirhuguð er tónleikaferð í apríl nk. þar sem þau koma m.a. fram í Minneapolis, Dallas og Boston. Þá munu þau, eins og nokkur undanfarin sumur, starfa á komanda sumri við tónleikahald og kennslu við Manchester Music Festival í Vermont fylki í Bandaríkjunum. Þau Guðný og Gunnar stofnuðu Tríó Reykjavíkur ásamt Halldóri Haraldssyni píanóleikara árið 1988. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verð- ur Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann er frá Tampere í Finnlandi, þar sem hann nam fiðluleik. I Helsinki lærði hann hljóm- sveitarstjórn við Síbelíusar-akademíuna Áskriftartónleikar síðara misseris hefj- ast 8. febrúar. Forkaupsréttur vegna áskriftarskírteina er frá 15. janúar til 2. febrúar. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður bamadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minningar- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Ápótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- Sýningar á Kjarvalsstóðum Nú standa yfir á Kjarvalsstöðum þrjár sýningar: I austursal cr sýningin „Kjarval og landið". verk í eigu Reykjavíkurborgar. í vestursal sýnir Margrét Jónsdóttir olíumálverk. I vesturforsal sýna Helgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur Helgason Portrett. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Mynd mánaðarins í Listasafni íslands Mynd janúarmánaðar í Listasafni Is- lands er eftir Gunnar Öm Gunnarsson myndlistarmann. Verkið, sem ber heitið „Mynd“, er unnið með olíulitum árið 1976. Stærð þess er 145X130.5 og var það keypt til safnsins árið 1976. Leiðsögnin „Mynd mánaðaríns" fer fram í fylgd sérfræðings, fimmtudag kl. 13:30-13:45 ogersafnast saman í anddyri. Listasafn Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12:00-18:00. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis, svo og auglýstar leiðsagnir. Myndakvöld Ferðafélags íslands Miðvikud. 10. jan. kl. 20:30 heldur Ferðafélags íslands fyrsta myndakvöldið á þessu ári. Það verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Dagskrá: „Ferðamennska og náttúru- vernd" er yfirskrift myndakvöldsins, sem er í umsjá Jóhönnu B. Magnúsdóttur. Um leið og myndirnar eru sýndar gefst tækifæri til að bera fram spurningar og skiptast á skoðunum um þetta efni. Auk þessa verða sýndar nokkrar myndir úr áramótaferðinni í Þórsmörk. Ferðaáætlun F.I. mun liggja frammi á myndakvöldinu. (Aðg. 200 kr.) Fimmtud. 11. jan kl. 20:00: Vetrar- kvöldganga í Valból - blysför. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl (400 kr.) Blys á 100 kr. Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Ferðafélag íslands KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. REYKJKJÍKURBORG IHI ______________________ »*. M|/ i|/ Auglýsing um fasteignagjöld Lokiö erálagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1990 og veröa álagningarseölar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt aö greiða gíróseölana í næsta banka, sparisjóði eöa pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 18000. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskuröar eftir, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga. Vegna mistaka við tölvuvinnslu var sama hlutfallsleg lækkun og ákveðin var á árinu 1989 reiknuð inn á álagningarseðla vegna ársins 1990. í mörgum tilvikum og sennilega flestum mun þessi lækkun reynast rétt. í öðrum tilvikum kunna elli- og örorkulífeyrisþegar að eiga rétt á meiri lækkun gjaldanna og í örfáum tilvikum minni lækkun. Þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði, verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöður, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1990. EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. RSK RÍKISSKATTSTJÚRI t Hjartkær fósturbróðir minn Andrés Guðmundsson frá Syöri Gróf, til heimilis að Háaleitisbraut 93 sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. janúar nk. kl. 15:00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Guðfinna Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.