Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. janúar 1990 Tíminn 13 ■ Mnr mmm^mmm Páll Pétursson Stefán Guðmundsson Vestur Húnvetningar Hofsosbúar - nærsveitamenn Alþingismennirnlr Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Höfðaborg Hofsósi miðvikudaginn 10. jan. kl. 15-18. Steingrímur Páll Stefán Skagfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki miðvikudaginn 10. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Halldór Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, miðvikudaginn 10. janúar milli kl. 17 og 19. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. Guðmundur G. Þórarinsson Keflavík Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Keflavík mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Tillögur kosninganefndar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Unnur Jón Guðni Þórður Stefánsdóttir Helgason Ágústsson Ólafsson Vestmannaeyingar Alþingismenn Framsóknarflokksins boða almennan stjórnmálafund í Vestmannaeyjum fimmtudagskvöldið 11. janúar n.k. kl. 20.30. Enn fremur koma á fundinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður og Þórður Ólafsson, formaður launþegaráðs. Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss SPEGILL „Aftur til framtíðar ll“ kostaði næstum Michael J. Fox lífið ! Michael í „Aftur til framtíðar“-mynd, þar sem hann hleypur á milli framtíðar og fortíðar til þess að allt gangi upp í nútíðinni! Það munaði mjóu, að hinn ungi leikari Michael J. Fox yrði ekki eldri þegar hann var við upptöku á aftökuatriði í myndinni „Aftur til framtíðar II“, sem nú er sýnd í Laugarásbíói. „I myndinni fara þeir Marty McFly og Dr. Brown (þ.e. Michael J. Fox og Christopher Lloyd) fram til ársins 2015 til að líta á framtíð- ina, en þeir þurfa að snúa aftur til fortíðar til að leiðrétta framtíðina, - svo þeir geti síðan snúið aftur til nútíðar,“ segir í kynningu á mynd- inni. Þá kemur að því að þeir félagar eru komnir aftur í tíma „Villta Vestursins" og Michael er tekinn höndum þar og á að taka hann af lífi án dóms og laga. Michael vildi sjálfur leika hengingaratriðið, en ekki láta áhættuleikara fram- kvæma það. Allt var undirbúið með aftökupalli og gálga og síðan átti reipi, sem bundið var utan um leikarann undir skyrtunni, að taka af honum fallið svo snaran hertist ekki að hálsinum. Vélarnar snérust og atriðið var leikið, - en svo ótrúlegt sem það virðist, þá var svo illa gengið frá öryggisbandinu á Michael að það gaf sig og snaran hertist að hálsi hans. Áhorfendum og stjórnanda þóttu honum takast vel upp að sprikla eins og í dauðateygjum, en skelfing greip um sig, þegar menn • sáu að þetta var bláköld alvara. Það var rokið upp til handa og Tracy Pollen og Michael J. fox nytrulofuð. fóta að bjarga Michael úr snörunni og mátti ekki tæpara standa. Hann var nærri meðvitundarlaus og hafði fengið taugaáfall. Upptöku myndarinnar var frest- að til næsta dags, en þá mætti Micael galvaskur til leiks, en með rautt far á hálsinum eftir hið háska- lega atriði. „Ég verö aö taka mér frí til að vera meö fjölskyldunni,“ segir Michael Michael J. Fox hefur bæði verið í föstum sjónvarpsþáttum árum saman (Fjölskylduböndum), alls í 176 þáttum! Hann hefur alltaf leikið líka í kvikmyndum. Nú seg- ist hann alls ekki geta afkastað sömu vinnu og meðan hann var laus og liðugur. Það þýði ekki fyrir hann að hafa sama stranga pró- grammið og þegar hann var pipar- sveinn. Þau Michael og Tracy Pollen gengu í hjónaband sumarið ’88. Þau höfðu leikið saman í sjón- varpsþáttunum „Fjölskyldubönd- um“, en voru þá bæði bundin öðrum. En leið þeirra lá saman á ný, og þá komst ekkert annað að hjá þeim en að gifta sig við fyrsta tækifæri. Þau eignuðust soninn Sam, sem nú er sjö mánaða. Þau vilja bæði eignast fleiri börn, en segja það samning sín á milli, að ráðgera ekkert slíkt meðan þau eru enn með bleiubarn. Myndin „Aftur til framtíðar 2“ hefur gengið svo vel frá því hún kom á markaðinn fyrir jólin, að nú hefur verið byrjað á „Aftur til framtíðar 3“! Síðan segist Michael ætla að taka sér langt og mikið frí. Hann er aðeins 28 ára, en hefur verið í kvikmyndabransanum í 10 ár. „Þessi 10 ár hafa verið svo anna- söm, að mér finnst stundum sem þau hafi verið 30 en ekki 10,“ sagði Michael nýlega í blaðaviðtah.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.