Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. janúar 1990 Tíminn 3 Ríkisstjórnin leggur drög aö nýrri byggðastefnu meö skipun sérstakrar nefndar er fjalla á um þessi mál: Langtímastefna, nýjar áhersiur Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur skipað nefnd, er hefur verið falið það verkefni að gera tillögur um nýjar áherslur og langtímastefnu í byggðamálum, með það að markmiði að byggð dafni í ' öllum landshlutum. Formaður nefndarinnar er Jón HelgaSon, fyrr- um landbúnaðarráðherra, en auk hans eiga sæti í henni fulltrúar allra flokka á Alþingi. Nefndin var skipuð formlega þann 4. þessa mánaðar, en í byrjun des- ember var skipuð önnur byggða- málanefnd, sem gera skyldi tillögur til úrbóta í byggðamálum er kæmu til framkvæmda sem fyrst. Að sögn Sala lceland Seafood „ árið 1989: Overulegur samdráttur Heildarsala Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum og Kan- ada, árið 1989 var svo gott sem sú sama og árið áður, eða að verðmæti 132,7 milljónir dollara. Árið áður nam salan 133,4 milljónum dollara og nemur samdrátturinn því 0,7 milljónum dollara eða um 0,5%. í magni er samdrátturinn enn minni eða um 0,3%, en alls voru seld 37.600 tonn á Ameríkumarkað árið 1989. Sala frystra fiskflaka nam 40 millj- ónum dollara, sem er 25% aukning í verðmæti en söluaukningin í magni var 25,4%. Samdráttur varð hins vegar í sölu fiskrétta um 7,5% á milli ára í verðmæti og 5,9% í magni. Þrír fá námsstyrk Bresk stjórnvöld hafa nýlega veitt þrem námsmönnum sem stunda nám við breska háskóla styrki til greiðslu á skólagjöldum og hafa alls 24 hlotið samskonar styrki á yfirstandandi skólaári. Að viðbættum þessum þrem styrkjum nema styrkir úr þessum sjóði til íslenskra námsmanna nú 8,5 milljónum króna, skólaárið 1989 til 1990. Fé þetta kemur úr sjóði sem er í vörslu breska utanríkisráðuneytis- ins. Þau sem þessa viðbótarstyrki hljóta, eru Bergþóra Úlfarsdóttir nemi í arkitektúr við Glasgow Uni- versity, Wilhelm Emilsson nemi í skapandi ritun við University of East Anglia og Eiríkur Kolbeinn Björnsson nemi í miðaldafræðum við University of Sussex. -ABÓ Menntamálaráðuneytið leggur aukna áherslu á fullorðinsfræðslu: Kanna fræðslu fullorðinna Ráðuneyti menntamála hefur sent út spurningalista til um 200 aðila sem á einhvern hátt hafa annast fræðslu fyrir fullorðna á nýliðnu ári. Spurt er um námsframboð og fjölda þátttakenda, skipt eftir kynjum, aldri og búsetu. Einnig er spurt um kostnað og hvernig hann skiptis á hina ýmsu aðila. f nóvember s.l. var ráðinn sérstak- ur starfsmaður hjá ráðuneytinu, í fullt starf, sem sinnir sviði fullorðins- fræðslu og er könnun þessi liður í að auka áherslu á þetta svið. Svör við spurningalistunum eiga að hafa bor- ist ráðuneytinu fyrir 12. febrúar 1990. -ÁG Jóns Helgasonar er skipun þessarar nefndar framhald af starfi nefndar- innar í fyrra, en formaður hennar er Stefán Guðmundsson alþingismað- ur. Byggðamáhinefnd Jóns Helgason- ar hefur ekki komið saman ennþá, enda fengu nefndarmenn skipunar- bréf sín í gær. Jón kvaðst ekki geta sagt til um hvenær von væri á fyrstu tillögum frá nefndinni, en sagðist vonast til að hér væri markað upphaf að nýrri og öflugri sókn í byggðamál- um. -ÁG JARDALYSINGAR ÚR BORGARFIRÐI Út er komið á vegum Búnaðar- sambands Borgarfjarðar annað bindið í fjögurra binda ritverki um byggðir Borgarfjarðar. f fyrsta bindinu, sem enn er ekki komið út, verður sögð saga Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar og búnaðar- félaga í héraðinu, almenn búnaðar- saga með Borgarfjörð sérstaklega í huga. Þetta bindi, sem nú kemur út, hefur að geyma lýsingu sveita og jarða í Borgarfjarðarsýslu. f þriðja bindinu verða Mýrasýslu gerð sömu skil. Fjórða bindi mun geyma ábúendatal á öllum býlum í Borgarfjarðarhéraði frá 1880 og til þess árs er bókin kemur út. Annað bindið af Byggðum Borg- arfjarðar hefur að geyma myndir af öllum jörðum í Borgarfjarðar- sýslu sem nú eru í byggð auk mynda af ábúendum og fleiri mynda. Pá eru þar kort af öllum hreppum í sýslunni og lýsing á hreppunum. Mikill fjöldi manna hefur unnið að ritverkinu. Bjami Guðráðsson, Nesi og Björk Ingimundardóttir frá Hæli sáu um að semja lýsingu jarðanna. Jón Karl Snorrason, flugmaður tók myndir af jörðunum úr lofti. Bókin er til sölu hjá búnaðar- samböndunum. -EÓ Færslubók og leiöbeiningarrit um virðisaukaskatt Færslubók A lllir þeir sem eru skattskyldir samkvæmt lögum um virðisaukaskatt en eru ekki bókhaldsskyldir eiga að færa upplýsingar um kaup og sölu í færslubók sem RSK gefur út og hefur verið send til viðkomandi aðila. Sama gildir um þá sem eru bókhaldsskyldir en undanþegnir skyldu til að halda tvíhliða bókhald (einyrkjar). Þessir aðilar eiga að færa sérstaklega sérhverja sölu eða afhendingu skattskyldrar vöru eða þjónustu í færslubókina. Einnig ber að færa sérhver kaup á skattskyldri vöru og þjónustu til nota í rekstrinum. Þeir sem eiga að halda tvíhliða bókhald vegna starfsemi sinnar geta notað færslubókina sem undirbók í fjárhagsbókhaldi sínu. Færslubókin fæst hjá skattstjórum um land allt. Leiðbeiningarrít /tarlegt leiðbeiningarrit um virðisaukaskatt hefur verið sent út til skattaðila. Þeim sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið ritið er bent á að hafa samband við skattstjóra eða gjaldadeild RSK. m Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er '.. »l- RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.