Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. janúar 1990 Tíminn 17 rbvi%i\ðð i Mnr JUI Helgason Guðni Þórður Ágústsson Ólafsson Unnur Stefansdottir Vestmannaeyingar Alþingismenn Framsóknarflokksins boða almennan stjórnmálafund í Vestmannaeyjum fimmtudagskvöldið 11. janúar n.k. kl. 20.30. Enn fremur koma á fundinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður og Þórður Ólafsson, formaður launþegaráðs. Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Rangæingar - Félagsvist Félagsvist að Hvoli sunnudaginn 14. jan. Síðasta umferð í 3ja kvöida keppni. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun helgarferð til Akureyrar fyrir 2 að verðmæti 25.000.-. Mætum vel. Framsóknarfélag Rangæinga Félagsvist Borgarnesi Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ, húsi verkalýðsfélags Borgarness við Borgarbraut föstudaginn 12. jan. n.k. kl. 20.30. ATH.: Breyttan spilastað. Framsóknarfélag Borgarness Halldór Páll Stefán Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Keflavík Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Keflavík mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Tillögur kosninganefndar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Viðtalstími LFK Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, fimmtudaginn 18. jan. kl. 16-18. Sími 91-24480. Stjórn LFK Drffa Sigfúsdóttir Framsóknarfólk Húsavík Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 13. janúar kl. 10.30 í Garðari. Fundarefni: 1. Kosningaundirbúningurinn. 2. Önnur mál. Félagar, fjölmennið. Framsóknarfélag Húsavíkur. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Hæstlaunaða konan í sjónvarpsþáttum: Angela Lansbury í „Morðgátu“ Fyrir nokkrum mánuðum var Angela Lansbury ákveðin að hætta að leika hinu vinsælu Jessicu Fletcher, söguhetj- una í sjónvarpsþáttunum „Morðgátu", sem við sjáum nú á mánudagskvöldum á Stöð 2. En þættirnir „Murder, She Wrote“ voru það vinsælir, að stjórnendur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar buðu óspart í leikkonuna, ef hún skyldi fást til að leika í nokkrum þáttum í viðbót. Angela sagði við undirskrift samninganna, að þetta tilboð þeirra hefði lyft sér upp úr þunglyndi sem hafði sest að henni þegar hún ákvað að hætta með Morðgátu. „Ég yngdist um 10 ár,“ sagði Angela, sem er 64 ára, „og það var ekki endilega vegna peninganna sem í boði voru, heldur fannst mér ég finna áhrif frá áhugasömum áhorf- endum, en tryggð þeirra er auðvitað aðalástæðan fyrir hinu góða tilboði sem sjónvarpsstöðin gerði mér“, Leikkonan samdi um að leika í 24 þáttum til viðbótar - fyrir 350.000 dollara fyrir hvern þátt (samtals 8.4 millj. dollara). En Angela þarf ekki að leika að ráði nema í 13 þeirra, því að í hinum 11 er látið duga, að hún komi með nokkurs konar formála og kynni sögu þáttarins og sjáist einnig í lokin, þegar allt gengur upp! Þá eru ráðgerðir 14 þættir, sem eru gerðir af fyrirtæki sem Angela á sjálf og CBS tryggir sýningu þeirra á sínum sjónvarpsstöðvum, - en Angela, eða fyrirtæki hennar, fær 15 milljónir dala fyrir. Einnig er henni lofað milljónum fyrir nokkra hálftíma þætti, sem eiga að koma á skjáinn eftir að „Morðgátu-þáttunum" lýkur. Angela sagðist hafa haldið að Morðgátan væri búin að syngja sitt síðasta, og því vildi hún hætta. Þá bauð NBC-sjónvarpsstöðin í hana og hún sagðist ekki hafa kunnað við annað en að láta CBS-menn vita um tilboðið. Þeir buðu hærra, og allt í allt kom út úr samningnum sem Angela skrifaði undir nýlega, - 27 milljónir dollara! Paula Abdul er ánægð með árið 1989 og vonast eftir að 1990 verði líka gott. „Allt gekk upp hjá mér - nema ástamálin!“ sagði söng- og dansstjarnan og nú langar hana til að leggja út í kvikmyndaleik, - og helst að stjórna sinni eigin mynd. Angela Lansbury segist hafa yngst upp um 10 ár við undirskrift síðasta samn- ingsins við CBS-sjónvarp- ið. Paula Abdul er í tvíburamerkinu - og allt gekk henni í haginn sl. ár Á árinu 1989 segir Paula Abdul að það hefði verið sama á hverju hún byrjaði, — allt gekk upp eins og best varð á kosið. Það hlýtur að hafa verið sérstakt ár fyrir þá sem fæddir eru í tvíburamerkinu, sagði hún nýlega í viðtali. Reyndar var meðbyrinn byrjað- ur á árinu 1988 þegar hún gaf út plötualbúmið „Forever Your Girl“ (Þín stúlka að eilífu). Það flaug í toppsæti á vinsældalistum. Hún fékk líka verðlaun fyrir myndbönd sín og dansar hennar og stjórnun á myndböndum fyrir aðrar stjörnur vöktu óspart athygli. Áður var Paula Abdul „skraut- stúlka á íþróttavelli“ (cheerleader) hjá L.A. Laker, en nú er hún sinn eigin herra, vinnur sjálfstætt og allt blómstrar sem hún kemur nálægt. En þegar Paula, sem nú er 26 ára, er spurð um hvort hún hafi ekki neinar hjónabandsáætlanir á prjónunum, þá verður stjarnan vandræðaleg og segir það allt í lausu lofti. Hún hafi bara ekki tíma til að hugsa um slíkt um þessar mundir. En á sl. ári sást hún oft með Arsenio Hall, sem er 30 ára. Hall er álíka tímalaus og upptekinn og Paula. Hann hefur verið mikið í sjónvarpsþáttum, en hefur líka leikið í kvikmyndum, t.d. gerði hann lukku í Eddie Murphy-mynd- inni „Coming to America" og í „Nætur í Harlem". En sjálfur segist hann helst vilja leika sjálfan sig, Arsenio Hall, þ.e. að vera í viðtalsþáttum í sjónvarp- inu sem stjómandi. „Ég er bestur í því hlutverki," segir hann ánægð- ur á svip. Arsenio Hall er vinur Paulu Abdul, en þau eru bæði svo upp- tekin að þau hafa varla tíma til að hugsa um ástamálin frægð og frami eru í 1. sæti hjá þenn báðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.