Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, —_______®28222__________ PÓSTFAX TÍMANS 687691 ^P|lB'L.ASro0, ÞROSTUR 685060 VANIR MENN ríniiiin FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Samkomulag að fæðast milli ASl VSÍ og Vinnumálasambands: Beinagrind að samningi kynnt verkalýðsfélögum „Ég hef fylgst náið með því sem verið hefur að gerast og tel að mjög raunhæfar hugmyndir hafi verið í gangi sem vel eru framkvæmanlegar. Ríkisvaldið hefur gengið til móts við þessa aðila og haft hemil á gjaldskrárhækkunum opinberra stofnana til þess einmitt að stuðla að samning- um,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Ýmislegt bendir nú til að sam- Jafnframt verði áfram haldið við- komulag sé að fæðast milli aðila vinnumarkaðarins. Auk þeirra eiga hlut að samkomulaginu ríkis- vald og bændasamtök. Það byggir í höfuðatriðum á því að núverandi kaupmáttur verði tryggður og hækki lítillega í áföngum. Gert er ráð fyrir því að vextir lækki um leið og samningarnir taki gildi, gengi og verð á lífsnauðsynjum, þar á meðal landbúnaðarafurðum verði haldið stöðugu og atvinna tryggð. í gær var fundur í miðstjórn ASÍ þar sem fjallað var um drögin voru kynnt. Á fundinum var ákveðið að halda fundi í stjórnum verkalýðs- félaganna næstu daga og kynna þau drög sem þegar eru til orðin. ræðum milli aðila og ríkisvalds um einstök atriði samkomulagsdrag- anna. Með nýrri stjórn VSÍ virðist hafa komið annar tónn í viðræður aðila vinnumarkaðarins og forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar sem rætt var við í gær sögðu að nú ríkti annað viðhorf til VSÍ foryst- unnar en áður, enda talaði hún nú ekki lengur harðsoðið stofnanamál sem þyrfti að þýða yfir á íslensku, eins og einn þeirra orðaði það. Forsætisráðherra lagði á það áherslu í gær að þótt ríkisvaldið væri fúst til að liðka fyrir samkomu- lagi þá væri það í sjálfu sér ekki aðili að samningaviðræðum. Þær væru alfarið á vegum sjálfra aðila MC'- , Tímamynd: Ámi Bjarna. Leikið í kjötinu í gær brugðu leikarar Leikfélags Reykjavíkur á leik við kjötborðið í Hagkaup í Kringlunni. Tilefnið var að á morgun verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símon- arson sem nefnist „Kjöt“. Umhverfi leikpersónanna er næsta óvenjulegt, því leikritið ger- ist í kjötverslun í Reykjavík á árunum eftir 1960, sem einhvern tíma voru kölluð blómatími kjöt- farsins. Marg var að gerast í ís- lensku þjóðlífi á þessum tíma og margt gerjaði undir yfirborðinu, eins og segir í tilkynningu frá LR. Leikstjóri „Kjöts“ er Sigrún Val- bergsdóttir. Á meðfylgjandi mynd sjást tveir leikaranna, þau Þröstur Leó Gunnarsson og Hanna María Karlsdóttir. SSH vinnumarkaðarins, enda ætti svo að vera. Hann var spurður um kröfur sjómanna fyrir austan land um að fiskvinnslufyrirtæki greiddu a.m.k. jafn hátt verð fyrir fisk eins ogfæst, ef siglt er með aflann utan. For- sætisráðherra sagði að það væri ljóst að ef hækka ætti fiskverð umtalsvert þá væri það dauðadóm- ur fyrir þá samninga sem nú eru að fæðast. Þá yrði ekki nema um tvennt að ræða: Annað hvort að fella gengið um allt að 10% eða að láta þau fyrirtæki sem semdu um hærra fiskverð bera það sjálf. Hann sagði jafnframt að sigling- ar með afla hefðu stóraukist og væru þjóðfélagslegt vandamál. Það væri skiljanlegt út af fyrir sig að sjómenn sem ekki nytu góðs af siglingum vildu fá hlutdeild í þeim hagnaði. Slíka hlutdeild mætti hins vegar ekki veita með því að rústa atvinnulífið innanlands heldur finna leið til að miðla þessum hagnaði, annað hvort með því að þeir sem ekki sigla fái meiri kvóta eða öðlist á einhvern annan hátt aðild að þessu háa verði sem fæst erlendis. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í gær að samningsaðilar væru sammála um ákveðnar línur vænt- anlegra samninga. Þærfjölluðu um að tryggja atvinnu og kaupmátt þannig að ráðrúm fengist til að treysta undirstöðugreinarnar. Hann vísaði til tillagna þings VMSÍ á síðasta ári þar sem lagt var til að innlendir fiskmarkaðir yrðu efldir og nýrra leiða leitað í vinnslu sjávarafla í því skyni að auka verðmæti hans, tryggja atvinnu og efnahagslega afkomu. Líta yrði á svokallaða núlllausnarsamninga sem áfanga á þeirri leið. „Fiskverð er stærsti hluti kostn- aðarins í fiskvinnslunni. Ef það verður keyrt upp þá er hætt við að þetta bresti aftur, gengið verði fellt og afleiðingar verði ófyrirsjáanleg- ar,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. „Það verður hugsanlega einhver töf á að eiginlegar samningavið- ræður hefjist meðan ASÍforystan er að kynna þessi mál fyrir sínum félögum og það fer raunar eftir niðurstöðu miðstjórnarfundar ASÍ hvenær það verður," sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufé- laga. Hjörtur sagði að svo virtist sem fólk væri almennt að átta sig á hvaða voði væri á ferðum ef enn ein verðbólgualdan skylli yfir enda yrðu afleiðingar slíks geigvænlegri nú en nokkru sinni fyrr. Þess vegna væri mikilvægt að allir landsmenn styddu þær forsendur sem ASlfor- ystan, atvinnurekendur og ríkis- vald væru sammála um að byggja næstu kjarasamninga á. „Það væri að sjálfsögðu afskap- lega einkennilegt ef að sjómenn ættu rétt á því að fá miklu meira en aðrir. Þeir eru ekki þeir launa- lægstu í þjóðfélaginu,“ sagði Hjörtur Eiríksson. -sá Álagning apóteka lækkuð úr 68% í 65%: Sparar ríkinu lugi milljóna Álagning apóteka var um áramót- in lækkuð úr 68% niður í 65% af heildsöluverði sérlyfja sem kosta undir 20.000 kr., en 5.000 kr. og 40% af verði þeirra sérlyfja sem kosta yfir 20.000 kr. í innkaupi. Þessi lækkun á álagningu, ásamt fleiri breytingum, á að geta spara ríkissjóði útgjöld upp á einhverja tugi milljóna króna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Lyfjaeftir- litsins. Samanlagt heildsöluverð seldra sérlyfja var um 1,3 milljarðar króna árið 1988 og verður því vart undir 2 milljörðum króna á þessu ári. Lækk- un álagningarprósentu um 3% á þá upphæð svarar t.d. til 60 milljóna króna. Eigendur veikra laxa geta fagnað töluverðri verðlækkun á lyfjum handa þeim. Smásöluálagning á lyf vegna fisksjúkdóma lækkaði vel yfir þriðjung, eða úr tæplega 63% (sem algengast er á dýralyfjum) niður í 39%. Samkvæmt upplýsingum Lyfjaeftirlitsins eru þessi lyf ekki mikið notuð hér á landi og eingöngu samkvæmt heimild yfirdýralæknis. En þegar þau eru notuð er það hins vegar í miklu magni, vegna þess að þeim er blandað saman við fóður sem hent er út í ker eða sjókvíjar Álagning bóluefni og sermi, sem framleitt er á Keldum, var á hinn bóginn hækkuð um nær þriðjung, eða úr 30% og upp í 39% á sama tíma. . HEI Fulltrúar Viðlagatrygginga fóru til Eyrarbakka og Stokkseyrar í gær til að skoða aðstæður: Tjónið skiptir hundruðum millj. „Það er engin leið að segja til um hversu mikið tjónið hefur orðið að svo stöddu," sagði Ásgcir Ásgeirs- son hjá Viðlagatryggingu fslands í samtali við Tímann. Matsmaður Viðlagatrygginga ásamt Geir Zo- éga framkvæmdastjóra fóru til Eyr- arbakka og Stokkscyri í gær, til að kanna aðstæður og skoða það tjón sem orðið hafði. f dag verður tjón í Grindavík skoðað. Eftir frumathugun á því tjón sem orðið hefur á Eyrarbakka og Stokkseyrir er talið að það geti numið allt að eitt til tvö hundruð milljónum króna. Þá er ótalið það tjón sem varð í Grindavík og víðar, en hafnarmannvirki í Grindavík eru mjög illa farin og ekki óiíklegt að þar skipti tjónið tugum milljóna. Að söng Ásgeirs koma kostnað- artölur ekki fram nema við mat á einstökum tjónum og frágangi á þeim. Allir íbúar beggja staðanna, sem vettlingi gátu valdið unnu að hreinsunarstörfum í híbýlum sín- um og umhverfinu og því reynt að bjarga sem ekki var þegar ónýtt. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.