Tíminn - 12.01.1990, Page 2

Tíminn - 12.01.1990, Page 2
> - f \fjlj I I 2 Tíminn Föstudagur 12. janúar 1990 Akvörðunar um hvernig tekið veröur a málefnum sýslumannsembættanna í fyrsta lagi að ______________vænta síðdegis í dag. Tvær leiðir koma helst til greina: Skipun setu- eða héraðs- dómara líkleg niðurstaða Þær leiðir sem helst eru taldar koma til greina til að leysa þann hnút sem upp er kominn varðandi starfsemi sýslumanns- embætta í landinu, eru einkum taldar vera tvær, þó svo að fleiri komi til greina. Samkvæmt heimildum Tímans felast þessar lausnir annars vegar í skipun setudómara eða sérstök- um sakadómurum/héraðsdómurum. Að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu hefur ákvörðun, um lausn málsins, ekki verið tekin, en hennar má vænta í fyrsta lagi síðdegis í dag. Þó svo að til þess kæmi að héraðs- dómarar eða setudómarar væru skipaðir, þá er ekki eins víst að einn eða fleiri verði skipaðir í hverju umdæmi, heldur gæti sami dómari haft tvö eða fleiri umdæmi á sinni könnu, eða að sýslumenn dæmi hver hjá öðrum. Þorsteinn sagði að í dómi Hæsta- réttar, sem Tíminn greindi frá í gær, fælist það að sami maður mætti ekki vinna að dómsstörfum og lögreglu- stjórn. Þessi niðurstaða segir að sýslumenn og fulltrúar þeirra mega ekki kveða upp dóma í opinberum málum, hins vegar er meðferð einka- mála óbreytt. Þorsteinn sagðist ekki sjá annað en að sýslumenn mættu gera dómsáttir í opinberum málum, en þær eru mikill meirihluti þeirra dómstarfa sem sýslumenn inna af hendi. Það er í 19 umdæmum á landinu, sem ekki eru sérstakir héraðsdómar- ar og annast sýslumenn og bæjarfóg- etar og fulltrúar þeirra jöfnum hönd- um lögreglustjórn og dómsstörf. Sér- stakir héraðsdómarar eru starfandi á sex stöðum utan Reykjavíkur, þ.e. í Hafnarfirði, Köpavogi, Akureyri, Árnessýslu, Keflavík og í Vest- mannaeyjum. Aðspurður hvort ein- hver breyting yrði á þessum stöðum, sagðist Þorsteinn ekki sjá það í fljótu bragði. Kom niðurstaða Hæstaréttar ykk- ur í ráðuneytinu á óvart? „Það er ekki hægt að segja það. Þetta var auðvitað hugsanleg niðurstaða, það gefur augaleið. Aðskilnaðarlögin eru sett með það í huga og til þess að skilja þarna á milli," sagði Þor- steinn. Hvernig bilið verði brúað þar til 1. júlí 1992, þegar aðskilnaðarlög- in taka gildi, sagði Þorsteinn að í því væru menn að vinna og ákvörðun ekki tekin. Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og for- maður Sýslumannafélagsins, sagðist í samtali við Tímann síðdegis í gær ekki hafi fengið í hendur dóm Hæstaréttar, né tilmæli ráðuneytis- ins og vildi því lítið tjá sig um málið. Greinargerð frá Sverri Hermannssyni: Staðreyndir molna ekki undan orðum í fyrradag birti Morgunblað- ið viðtal við Eyjólf K. Sigur- jónsson, nýskipaðan banka- ráðsformann í Landsbanka íslands, um kaup Landsbank- ans á hlut Sambands ísl. sam- vinnufélaga í Samvinnubanka íslands h.f. Fyrri hluti þessa viðtals hefur að geyma saman- burð Eyjólfs á samningsgerð bankastjórnar Landsbankans og þeim kaupsamningi sem hann telur bankaráð - undir sinni forystu - hafa náð í byrjun þessa árs. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta öll efnisat- riði þessara ummæla. í fyrsta lagi fullyrðir Eyjólfur að undirritaður hafi gert samning um kaup á Samvinnubankanum við forstjóra Sambandsins hinn 1. sept- ember s.l. Þetta er rangt. Hinn 1. september var einungis undirrituð viljayfirlýsing bankastjóra Lands- bankans og forstjóra Sambandsins. Yflrlýsingin gaf berum orðum til kynna að samningsaðilar yrðu að ná samkomulagi um ýmsa fyrirvara af beggja hálfu áður en unnt væri að ganga frá endanlegum samn- ingi. Af þessum sökum er saman- burður á „kaupsamningi" sem á að hafa verið gerður hinn 1. septem- ber og „nýjum samningi“ út í hött. Einna helst virðist Eyjólfi ganga það til að ómerkja allt það starf sem unnið var frá því í september og fram til áramóta. Staðreyndir tala hins vegar öðru máli. í öðru lagi er Eyjólfur á villigöt- um þegar hann segist „telja nýja samninginn miklu raunhæfari en samning þann er Sverrir Her- mannsson gerði ...“. Hér gleymir hann samningaviðræðum aðila síð- ustu fjóra mánuði ársins 1989 og áður er getið. Undir lok ársins Sverrir Hermannsson bankastjóri. höfðu aðilar orðið sammála að taka tillit til allra þeirra liða sem Landsbankinn, þ.á m. bankaráð- ið, hafði lagt áherslu á að kæmu til frádráttar endanlegu kaupverði. Samanburður á því verði og því kaupverði sem Eyjólfur gefur upp í Morgunblaðinu mun þegar upp er staðið leiða í ljós að um er að ræða svipað verð. í þriðja lagi er ósatt hjá Eyjólfi að Landsbankinn hafi á einhverju stigi samningaviðræðnanna fallist á að taka „Sambandið og kaupfé- lögin í óbreytt viðskipti skilyrðis- laust til fimmtán ára“. Slík ósk var sett fram af hálfu Sambandsins í viljayfirlýsingunni frá 1. september en vegna eðli bankastarfsemi hefur verið ljóst að Landsbankinn getur ekki skuldbundið sig með þessum hætti gagnvart viðskiptaaðila. Þetta sjónarmið hefur alla tíð verið sett fram af hálfu bankans í samn- ingaviðræðum. I fjórða lagi er það misskilningur hjá Eyjólfi að telja sér það til tekna að hafa komist hjá því að semja um það að starfsfólk Samvinnubank- ans réðist til Landsbankans. Mis- skilningur Eyjólfs felst hér í tvennu. Annars vegar hefur aldrei verið um það talað við kaup á hluta Sambandsins í Samvinnubankan- um að starfsfólk þess réðist til Landsbankans. Vitaskuld heldur það áfram störfum sínum hjá Sam- vinnubankanum. Hins vegar er ljóst að verði af samruna bankanna er það lögum samkvæmt nauðsyn- legt að Landsbankinn taki við skuldbindingum Samvinnubank- ans gagnvart starfsfólki bankans. Því fá samningar ekki breytt. í síðari hluta viðtalsins rekur Eyjólfur hugmyndir sínar um framtíð Landsbanka og Samvinnu- banka. Að svo stöddu er ekki ástæða til að gera þær að umtals- efni. Þó er rétt að nefna ósam- kvæmnina sem þar kemur fram. í öðru orðinu er talað um að reka Samvinnubankann áfram sem sjálfstætt hlutafélag en í hinu er sagt valdsmannslega: „... þar sem við tökum nú yfir ...“. Staðreynd málsins er að Lands- bankinn er nú að kaupa 52% hlutafjár í Samvinnubankanum og þarf að því búnu að taka fullt tillit til annarra hluthafa. Landsbankinn hefir því ekki að því komnu tekið yfir Samvinnubankann. Að öðru leyti er enn vandséð hver úrslit þessa máls verða eftir þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið af hálfu stjórnvalda og sendi- sveina þeirra. Það á nefnilega eftir að koma í ljós hvort Landsbankinn hefir yfirleitt nokkurn samning á hendi. Aðspurður sagði hann að þetta hafi komið honum á óvart. „Ég hafði ekkert heyrt á þetta minnst og bjóst við að þetta yrði til friðs fram á mitt ár 1992, eins og lögin um aðskilnað löggjafarvalds og dómsvalds í héraði kváðu á um. Þannig að þetta kom mér gersamlega á óvart,“ sagði Rúnar. Hvort þau sakamál sem nú eru til meðferðar hjá embættunum komi til með að falla niður sjálfkrafa og síðan tekin upp að nýju, þegar lausn er fundin, sagðist Rúnar ekkert vilja segja til um, en sagðist búast við því að ráðuneytið segði einnig til um það. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri sagðist ekki vilja fara svo nákvæmlega út í einstök atriði þegar hann var spurður sömu spurningar. í umdæmunum 19 eru í flestum tilfellum fáir dómar í opinberum málum kveðnir upp á ári hverju og ætti því ekki að hafa miklar breyting- ar í för með sér, en ef breytingin tekur til dómssátta einnig þá er um talsverðan fjölda mála að ræða á ári hverju. -ABÓ Nota á hljóðmyndatækið m.a. við val á lambhrútum til undaneldis. Hingað til hafa sauðfjárræktendur þreifað á vöðvum skepnanna við val á líflömbum. Mcð nýju tækninni verður hægt að mæla hversu góð þessi aðferð er. Ný tækni til að mæla fitu- og vöðvaþykkt í hrygg á lifandi sauðfé: Lömbin skoðuð með hljóðmynd Veittur hefur verið styrkur úr Minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra. Um er að ræða styrk að upphæð u.þ.b. 550 þúsund kr. til kaupa á hljóðmyndatæki (ultrasonic scanner). Með tækinu er unnt að mynda og mæla Gtu- og vöðvaþykkt í hrygg á lifandi sauðfé. Tækið verður í umsjá Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins og Búnaðarfélags íslands. Þessi tækni hefur verið notuð erlendis um árabil, m.a. við kynbæt- ur á svínum og sauðfé. Með tækinu er unnt að mynda og mæla fitu- og vöðvaþykkt í hrygg á lifandi gripum, en slíkar mælingar tengjast vefja- hlutföllum skrokksins alls. Minningarsjóður dr. Halldórs Pálssonar var stofnaður 18. ágúst 1987 í lok fræðafundar um sauðfjár- rækt, sem haldinn var í Reykjavík til minningar um dr. Halldór Pálsson. Halldór var meðal fremstu braut- ryðjenda í rannsóknum á vexti og kjötgæðum sauðfjár og mótaði öðr- um fremur rannsóknir og leiðbein- ingar í íslenskri sauðfjárrækt um langt árabil. Sjóðnum er ætlað að stuðla að hvers kyns framförum í sauðfjár- rækt, vinnslu sauðfjárafurða og sölu þeirra. Framlög skulu einkum veitt til námsstyrkja, rannsókna og vöru- þróunar eða til verðlauna fyrir fram- úrskarandi árangur á ofangreindum sviðum. Ýmis félög bænda, stofnanir og fjöldi einstaklinga hafa lagt fram stofnfé, m.a. margir bændur. Stjóm sjóðsins skipa dr. Ólafur Dýrmunds- son, (formaður), Böðvar Pálsson, Búrfelli, Einar E. Gíslason, Syðra- Skörðugili, Ólafur Sverrisson og dr. Sigurgeir Þorgeirsson. Hér á landi hefur á síðustu árum verið lögð sívaxandi áhersla á rann- sóknir og leiðbeiningar sem eiga að stuðla að auknum vöðvaþroska en minnkandi fitusöfnun lamba. Skort- ur á einfaldri og öruggri mælitækni til að meta þessa eiginleika á lifandi gripum hefur tafið framfarir. Með þessari styrkveitingu vill minningar- sjóðurinn efla þetta starf, sem miðar að því að mæta kröfum neytenda um fituminna dilkakjöt. Það telur sjóð- stjórn vera meðal brýnustu hags- munamála sauðfjárbænda um þessar mundir. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.