Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. janúar 1990 Tíminn 3 íþrótta- og tómstundaráð vill að borgin greiði að fullu húsaleigu fyrir íþróttafélög. Gamalt baráttumál Framsóknarmanna. Alfreð Þorsteinsson: íþrótta- og tómstundaráð hef- ur lagt til við borgarráð að tillögu borgarstjórnar, að húsa- leiga íþróttafélaga í Reykjavík verði greidd að iiillu en hingað til hafa félögin sjálf þurft að greiða helming hennar. „Framsóknarflokkurinn hefur á yfirstandandi kjörtímabili barist fyr- ir því að húsaleiga íþróttafélaganna í Reykjavík yrði felld niður, Iíkt og á sér stað í öllum nágrannasveitarfé- lögum Reykjavíkur. Þessi tillaga hefur lengi mætt andstöðu Sjálf- stæðisflokksins, en nú virðíst borg- arstjórnarmeirihlutinn loksins vera að átta sig á að hér er um sanngirnis- og réttlætismál að ræða," sagði Al- freð Þorsteinsson fulltrúi Framsókn- armanna í íþrótta- og tómstunda- ráði. Alfreð minnti á að á miðju síðasta ári lagði Framsóknarflokkurinn það til í borgarráði að athugað yrði hvernig önnur sveitarfélög stæðu að stuðningi við íþróttafélög í því skyni að það mætti verða til að íþróttafélög í borginni nytu ekki síðri kjara. Könnunin hefði farið fram og hún leitt í ljós að nágrannasveitarfélögin studdu íþróttafélög sín umtalsvert betur en Reykjavíkurborg og greiddu meðal annars að fullu æf- ingatíma íþróttafélaga. Þá kom og í ljós að sveitarfélögin eftirláta fé- lögunum allar tekjur af keppnis- haldi. Reykjavíkurborg hefði hins vegar aðeins greitt hluta húsaleigu félag- anna eftirá og sagði Alfreð að það hefði reynst reykvískum íþróttafé- lögum þungur baggi, einkum í Minningarrit um Halldór Pálsson Gefið hefur verið út minningarrit um dr. Halldór Pálsson búnaðar- málastjóra. Um er að ræða alþjóð- legt rit með ritgerðum eftir innlenda og erlenda höfunda, skrifað á ensku. Æviárgrip er einnig á íslensku, svo og greinargóð yfirlit með öllum rit- gerðum sem að stofni eru erindi frá fræðafundi er haldinn var í ágúst 1987 til að heiðra minningu Halldórs, en hann lést árið 1984. í bókarlok er birt skrá yfir öll ritverk hans, flokkuð í greinar á erlendum tungumálum annars vegar og á ís- lensku hins vegar. Hér er því á ferðinni eitt helsta fræðirit á sviði sauðfjárræktar, sem gefið hefur ver- ið út hérlendis, auk þess að fjalla í máli og myndum um ævi og störf Halldórs. Minningarritið er gefið út af Bún- aðarfélagi Islands og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Ritstjórar eru dr. Ólafur Dýrmundsson og dr. Sigurgeir Þorgeirsson. Ritið er til sölu hjá Búnaðarfélagi íslands, Bændahöllinni. -EÓ Áskriftarsíminn 686300 Tíminn Lynqhalsi 9 tengslum við innanhússgreinar eins og handknattleik og körfuknattleik. „Ég fagna að sjálfsögðu hugarfars- breytingu borgarstjórnarmeirihlut- ans í Reykjavík, en minni á að enn er Reykjavík langt á eftir nágranna- byggðunum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Framsóknar- flokkurinn mun leggja til að gerð verði fjögurra ára framkvæmdaáætl- un um uppbyggingu þeirra þannig að börn og unglingar í Reykjavík hafi ekki lakari aðstöðu en jafnaldr- ar þeirra í nágrannasveitarfélögun- um," sagði Alfreð Þorsteinsson. A j MLiVWM Frá og með 1. janúar 1990 skulu starfsmenn greiða 4% iðgjald af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjaldaskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Með auknum iðgjaldagreiðslum ávinna sjóðfélagar sér aukinn lífeyrisrétt! stéttarfélaga í Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar bygg. iðnaðarmanna í Hafnarf. s Lsj ¦ byggingamanna m Lsj m Lsj . Dagsbrúnar og Framsóknar a Lsj m Lsj . Félags garðyrkjumanna 2 Lsj m Lsj . framreiðslumanna m Lsj m Lsj . málm- og skipasmiða u Lsj m Ls . matreiðslumanna m Lsj m Lsj . rafiðnaðarmanna m Lsj m Lsj . Sóknar m Lsj m Ls . verksmiðjufólks m Ls m Lsj . Vesturlands m Lsj m Ls . Bolungarvíkur m Lsj m Ls . Vestfirðinga m Ls m Ls . verkamanna, Hvammstanga m Ls SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild :'l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.