Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 12. janúar 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Þingið í Arm- eníu úrskuröaði í atkvæða- greiðslu að þingið gæti beitt neitunarvaldi gegn lögum sem sett væru af Æosta ráðinu í Moskvu. Þessi atkvæða- greiðsla er bein afleiðing reiði Armena yfir því að Azerbæds- an hafi enn yfirráð héraðsins Nagorno Karabakh sem að mestu er byggt Armenum. SOFIA - Todor Zhikov fyrr- um leiðtogi Búlgaríu mun að líkindum verða dreginn fyrir rétt og þurfa að svara til saka fyrir valdatímabil sitt, en hann er sakaður um misbeitingu valds og spillingu. Honum er einnig gefið að sök að hafa sett opinbera peninga inn á einka- reikning sinn. WASHINGTON - Dick Cheney varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti róttækar breytingar á því hvernig varn- armálaráðuneytið hefur staðið að vopnaiðnaoi í Bandaríkjun- um. Með breytingunum hyggst hann spara 39 milljarða dollara á fimm ára timabili. PRAG - Ríkissaksóknarinn í Tékkóslóvakiu segir að í undirbúningi sé rannsókn á athæfi leiðtoga Kommúnista- flokksins í tengslum við innrás sovéska herliðsins til að kæfa Vorið í Prag 1968. Er hugsan- legt að einhverjir verði dregnir fyrir rétt sakaðir um landráð fyrir það að æskja þess að Varsjárbandalagiðgripi ítaum- ana. GENF - Bandaríska herliðið sem réðst inn í Panama í síðasta mánuði halda enn 321 fanga í haldi. Þetta kom fram í skýrslu Alþjóða Rauða krossins. SAO PAULO - Baráttu- menn fyrir réttindum indjána, kaþólska kirkjan og ríkissak- sóknari Brasilíu berjast nú 'gegn ákvörðun stjórnvalda um að leyfa 40 þúsund gullgröfur- um að grafa í Roraima svæð- inu í Amason þar sem Janomi indjánar eru að hrynja niður úr malaríu sem kom með gull- gröfurunum. KAMPALA - Basilio Okelli hershöfðingi sem stjórnaði ríkisstjóm Uganda f sex mán- uði árið 1985 lést í útlegð í Súdan 72 ára að aldri. Hann var eftirlýstur af núverandi stjórnvöldum vegna fjölda- morða. ÚTLÖND Skýrsla Amnesty International um hemumdu svæðin: Israelar haf a drepið 110 palestínsk börn ísraelar hafa drepið 110 pal- estínsk börn 16 ára og yngrí undanfarín tvö ár. Voru yngstu börnin ekki nema þriggja og fjögurra ára gömul. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty Interna- tional um ástandið á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. Alls hafa ísraelskir hermenn fellt 540 óvopnaða Palestínumenn á þessum tíma og er um helmingur þeirra 18 ára og yngri. Þá hafa um það bil 130 Palestínumenn fallið fyrir hendi Palestínu- manna sem telja þá svikara fyrir þá sök að hafa unnið með ísrael- um. Flestir þeirra sem ísraelar hafa drepið hafa fallið fyrir byssukúlum, en þó hafa 117 manns fallið fyrir plastkúlum. f>ær voru teknar í notk- un á Gazasvæðinu í júlímánuði 1988 og á Vesturbakkanum í ágústmánuði sama ár. í kjölfarið tóku hermenn að beita skotvopnum í ríkara mæli en áður þar sem plastkúlurnar eru sagðar ekki eins lífshættulegar. Yit- zhak Rabin varnarmálaráðherra Is- raels sagði að plastkúlurnar væru hugsaðar til þess að bæla óeirðir Palestínumanna niður með því að særa fleiri menn, en minnka hættuna á dauðsföllum. „Óeirðaseggir verða í auknum mæli fyrir sárum, en dauðsföllum fækkar. Það er takmark okkar," sagði hann þegar plastkúlurnar voru teknar í notkun. Flestir Palestínumenn hafa fallið þegar skotið hefur verið á fólk sem tekið hefur þátt í mótmælaaðgerðum gegn hernámi fsraela og kastað grjóti að hermönnum. Slíkt fellur undir þá skilgreiningu ísraela að um „lífhættulegar aðgerðir" Palestínu- manna, hafi verið að ræða og því notkun skotvopna nauðsynleg. Hins vegar er ljóst að sívaxandi fjöldi þeirra sem falla fyrir kúlum ísraela hefur ekki tekið þátt í óeirðum, heldur staðið hjá sem áhorfendur eða verið skotnir þegar þeir hafa flúið átakasvæðin. Pá er ísraelskum hermönnum fyrirskipað að skjóta alla þá er taka þátt í mótmælaaðgerðum og hylja andlit sín. Vopnaður ísraelskur lögreglumaður skýiin táragasi að ungum palestínskum grjótkösturum. Á sjötta hundrað Palestínumanna hafa fallið fyrir kúlum . Israela á tveimur árum, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, reynir að leysa deiluna um endurreisn öryggislögreglunnar: Býður stjórnarand- stöðunni í stjórn Hans Modrow, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, bauð í gær fulltrúum stjómarandstöð- unnar sæti í ríkisstjórn landsins, en þar hafa kommúnistar nú tögl og hagldir. Með þessu reyn- ir Modrow að höggva á þann hnút sem kominn er í hring- borðsumræður stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Austur- Þýskalandi vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að stofna nýja öryggislögreglu í stað hinnar gömlu illræmdu Stasi öryggislögreglu. Stasi var lögð niður eftir að um- bótasinnar höfðu hrakið gömlu harðlínukommana úr valdastóli. Hins vegar ákvað ríkisstjórn Mo- drows að stofna nýja öryggislögreglu til að koma í veg fyrir að öfgafullir hægrimenn komist til áhrifa í Aust- ur-Þýskalandi. Slíkt lítur stjórnar- andstaðan á sem yfirklór og segir kommúnista ætla að nota öryggislög- regluna til að halda áhrifum sínum í Austur-Þýskalandi. Hefur stjórnar- andstaðan neitað að halda áfram hringborðsviðræðum við ríkisstjórn- ina um framtíð Austur-Þýskalands. f ræðu sinni í Volkskammer, aust- urþýska þinginu, í gær kom í ljós að Modrow ætlar að halda stofnun öryggislögreglu til streitu þó það kunna að fella samsteypustjórn hans, en litlu flokkarnir fjórir hafa hótað að segja sig úr ríkisstjórninni verði stofnun öryggislögreglunnar haldið til streitu. „í Austur-Þýskalandi sem og á Vesturlöndum, hafa þegnarnir rétt til öryggis og verndar gegn pólitísk- um öfgamönnum ... eiturlyfjasölu, hryðjuverkum. Til að tryggja þetta öryggi verður að koma á nauðsynleg- um stofnunum," sagði Modrow. Modrow sagði ekkert ætti að verða í stofnun öryggislögreglunnar sem stjórnarandstaðan, eða fjór- flokkarnir sem starfa með kommún- istum í ríkisstjórn, gæti ekki sætt sig við. Reglur þær sem öryggislögregl- an starfi eftir séu mjög ákveðnar og strangar og ekki væri hætta á að hún muni starfa gegn almennum stjórn- málahreyfingum. í kjölfar þessara orða skýrði hann frá þeirri ætlan sinni að bjóða stjórnarandstöðunni aðild að ríkisstjórninni. „Við bíðum eftir tillögum um það hvernig meðlimir stjórnarandstöð- unnar gætu tekið þátt í ríkisstjórn- inni beint og með fullri ábyrgð," sagði Modrow. Herlögum aflétt í Kína Hundruð hugrakkra Pekingbúa hópuðust á Torg hins himneska friðar í gær til þess að sannfærast um það að herlögum í Kína hafi í raun verið aflétt. Þrátt fyrir að lögreglan hafi verið vel á verði á torginu fyrsta daginn sem almenn- ingi er hleypt inn á torgið eftir blóðbaðið mikla í byrjun júnímán- aðar, þá fékk fólkið að spranga um átölulaust. Þó sáust lögreglumenn hrekja einn stúdent á brott er hann gerði sér far um að hefja mótmæli. „Loksins er Torg hins himneska friðar í höndum fólksins á ný," sagði miðaldra verkamaður sem lagði leið sína á torgið í gær. Li Peng forsætisráðherra Kína skýrði frá því á miðvikudaginn að herlögum þeim sem í gildi hafa verið frá því að lýðræðishreyfing kínverskra stúdenta var barin nið- ur á blóðugan hátt í byrjun júní- mánaðar, væri aflétt. Á miðnætti á miðvikudag yfirgáfu hermenn og vopnaðir lögreglumenn Torg hins himneska friðar og óvopnaðir lög- reglumenn tóku við löggæslu. Samer Aruri, 11 ára drengur, var að leika knattspyrnu með félögum sín- um í þorpinu Silat al-Harthiyah þegar ísraelskir hermenn komu á vettvang til að brjóta niður bygging- ar. Samer hljóp með félögum sínum upp á hæð til að fylgjast með her- mönnunum. Ekki er Ijóst hvort börnin köstuðu grjóti, en einn ísra- elsku hermannanna stökk út úr her- jeppanum og skaut Samer í höfuðið af stuttu færi. Samer lést samstundis. Sömu hermenn skutu á fleiri ung- linga í þorpinu og hinn 17 ára gamli Nu'man Jarad fékk kúlu í höfuðið og lést nokkrum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi í Ramallah. At- burðir sem þessir eru daglegt brauð á hemumdu svæðunum. 200 þúsund Litháar krefjast sjálfstæðis: Gorbatjsof og f ramtíð hansíveði Tvöhundruð þúsund Litháar tóku á móti Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovétríkjanna með þögulum mót- mælum til að undirstrika kröfur sínar um sjálfstætt Litháen. Gorbat- sjof skýrði Litháum frá því að fram- tíð hans og umbótastefnu hans væri í veði, ef Litháar segðu skilið við Sovétríkin. Gorbatsjof kom til Litháen til að ræða við forráðamenn kommúnista- flokksins þar um hugsanlega lausn á deilu kommúnistaflokks Litháens og sovéska kommúnistaflokksins. Flokkurinn í Litháen hefur sagt skilið við kommúnistaflokkinn í Moskvu, en Gorbatsjof aðalritari flokksins segir að slíkt sé ekki hægt. -Ekkert verður ákveðið án ykkar. Við skulum ákveða allt í samein- ingu. Við höfum hafið göngu þessa leið og ég var sá er valdi leiðina. Mín eigin framtíð er tengd þessu vali, sagði Gorbatjsof í ávarpi til Litháa við komuna til Vilnu og skírskotaði til þeirrar umbótastefnu sem hann hefur fylgt í Sovétríkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.