Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 5
(/Oí'; i.- v IíTí5i ,<J i V.Vht lícV Föstudagur 12. janúar 1990 Tíminn 5 Skilur stór meirihluti landsmanna ekki kostnaðinn af skuldum sínum: Fjármálahugtök flestum latína? Þótt flestir íslendingar hafi sjálfsagt einhverntíma tekið Ián, þann áratug sem verðtrygging hefur verið nánast allsráðandi, kemur í Ijós að 2 af hverjum 3 skilja ekki hugtökin; nafnvextir, raunvextir og verðtrygging. Sú var a.m.k. niðurstaða víðtækrar könnunar sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir viðskiptabankana meðal landsmanna 18-75 ára. Ekki hvað síst vekur athygli að meirihluti sjálfstæðra atvinnurekenda taldi sig ekki skilja þessi hugtök og heldur ekki nema sára fáir af þeirri kynslóð sem hvað lengsta skólagöngu hefur að baki, þ.e. fólk um og undir hálfþrítugu, sem alist hefur upp með verðtryggingu á nær öllum sviðum. í könnun þessari var spurt margra spurninga varðandi afstöðu fólks m.a. til; þjónustu bankanna og lip- urð starfsmanna þeirra, sem um 80% svöruðu jákvætt og yfir 91% þegar spurt var um viðskiptabanka viðkomandi svaranda. Bankastjórar voru ánægðir með afstöðu fólks til atriða sem snéru beint að bönkunum og starfsemi þeirra. Trú á þekkingu almennings enn minni Sú spurning sem fyrst var vitnað til hljóðaði hins vegar svo: „Telur þú þig vita hvað hugtök eins og nafn- vextir, raunvextir og verðtrygging þýða?“ Þeirri spurningu svöruðu, sem fyrr segir, tæplega 67% alls úrtaksins (1.023 manns) neitandi, um 33% játandi, en aðeins 1% færðist undan að svara henni eða tók ekki afstöðu. Enn minni trú höfðu þátttakendur á vitneskju samborg- ara sinna. í>ví spurningu um hvort almenningur viti nægilega vel hvað áðurgreind hugtök þýða svöruðu 92% fólks neitandi. Skilja kjósendur sijórnmáiamennina? Sú spurning vaknar hvað þeir, sem efins eru um muninn á t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum, grípa þá mikið af hinni stöðugu efnahags-. málaumræðu sem að miklu leyti snýst um hugtök eins og: Kaupmáttaraukningu/rýrnun Framfærsluvísitölu Fjármagnskostnað Greiðslubyrði Misgengi Raungildi - Núvirði Hátt/lágt raungengi Samkeppnisstöðu Rekstrarafkomu Viðskiptajöfnuð Vaxtamun Landsframleiðslu Þjóðartekjur - svo nokkuð sé nefnt af þeim hugtökum sem m.a. stjórnmálamenn og foringjar laun- þega, atvinnurekenda og fjármagns- markaðar eru eiliflega að ræða um. Hvað skilur þjóðin mikið af viðtöl- unt fjölmiðla og ræðum manna um þessi efni? Tíminn spurði nokkra forystu- menn á ýmsum sviðum þjóðlífsins fólk almennt gerir sér ekki betur grein fyrir, t.d. mismunandi kostn- aði af lánum sem það er að taka eða mismunandi ávöxtunarmöguleikum fjármuna sem það á, heldur en ráða má af svörum þess í könnuninni? Hvemig tekur fólk þá t.d. afstöðu til mismunandi leiða út úr efnahagserf- iðleikum heimila sinna, fyrirtækja sinna eða þjóðarinnar í heild? Hefur kynning og upplýsingagjöf brugðist einhvers staðar, t.d. í skólum, bankakerfinu, hjá launþegasamtök- um, fjölmiðlum eða öðrum? Niðurstaðan úr svörum fólks við spurningunum um vexti og verðtryggingu kom greinilega mörgum á óvart, þótt svör þeirra væru að öðru leyti töluvert mis- munandi. „Trúi þessu ekki“ „Ég hreinlega trúi þessu ekki. Ég held að þetta geti ekki verið rétt,“ sagði Ein- ar Oddur Krist- jánsson, form. VSÍ. „Ég held að menn viti nú nokkurn veginn um eðli þessara hugtaka þó þeir vilji kannski ekki svara þessari spurningu nema neitandi, vegna þess að þeir treysta sér kannski ekki til að skil- greina þessi hugtök nákvæmlega." „í stíl við afstöðuna til EB“ „Þetta eru náttúrlega ekk- ert sérstaklega góðar fréttir," sagði Páll Pét- ursson, formað- ur þingflokks Framsóknai flokks- ins. „Þetta er í stíl við niðurstöður úr nýlegri skoðana- könnun þar sem könnuð var afstaða íslendinga til Evrópubandalagsins, þar sem fjöldi fólks virtist telja að við ættum að ganga í Evrópubanda- lagið, án þess að vita nokkuð um hvað það var að tala,“ sagði Páll. Ekki hissa.... »Ég er ekki mjög hissa á þessu, þvímaður verður iðulega var við hvað þetta vefst fyrir fólki," sagði Ingvi Öm Krist- insson, hag- fræðingur hjá Seðlabankanum. „Vitanlega er þetta slæmt. En ég veit ekki hver helst hefur brugðist. Skólakerfið fræðir fólk ekki í þessum efnum. Stjóm- málamenn eru oft óábyrgir í sinni umfjöllun um efnahagsmál. Kannski hefði Seðlabankinn átt að rækja upplýsingaskyldu sína betur. Þama virðist mér a.m.k. þarft verkefni fyrir sjónvarpsstöðvarnar - því mér finnst líklegt að það sé einna helst í gegn um slíka fjölmiðla sem hægt er að ná til alls fjöldans með einhverj- um árangri,“ sagði Ingvi Örn. Þekkir einn hagfræðing - pyngjuna „Ef á hinn bóginn hefði ver- ið spurt í könnuninni: Sligar vaxta- kostnaður og fjármagnskostn- aður þig og þitt heimiíi? Þá hefði fólk ekki velkst í ^ vafa um svarið," sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB. „Það skiptir engu máli hvort menn kunna að skilgreina hvernig þessi fjármagnskostnaður skiptist - hvað af honum þýðir verðtrygging, hvað af honum raunvextir eða einhver önnur nöfn. Það sem skiptir máli, og það sem fólk veit, er að fjármagns- kostnaður er allt of mikill og að hann er að sliga einstaklinga og heimili.“ - Skiptir ekki máli hvort fólk getur áttað sig á lánakostnaði áður en lán er tekið, en ekki þá fyrst þegar „gluggabréfin“ fara að berast? „Jú. En þegar athugað er misgengi lána og launa þá kemur á daginn að það misgengi er eins mikið núna og það var einna verst á árunum 1984- 1985. Samsetningin á því er hins vegar allt önnur. Nú vega raunvextir þyngra en verðtryggingin. Það sem í raun skiptir máli er misgengið, ekki hvað það kallast og hvernig það er skilgreint. Almenningur skilur einn „hagfræðing“, sem er eigin pyngja," sagði Ögmundur. Mikilþórfá fuliorðinsfræðslu „Þetta kemur mjög á óvart. Einhvern veginn hélt ég að megin- þorri fólks vissi þetta,“ sagði Jó- hannes Gunnars- son, form. Neyt- endasamtak- anna. Ef rétt er telur hann þetta hljóta að vera lýsandi dæmi um að efnahagsumræð- an í þjóðfélaginu hljóti að fara fyrir ofan garð og neðan hjá megin þorra landsmanna, sem að sjálfsögðu sé alvarlegt mál. Þar sem bankakerfið byggist nær allt á verðtryggingu spyr Jóhannes: „Hefur bankakerfið ekki skyldum að gegna við að upplýsa fólk? Hefur bankakerfið brugðist? Viti fólk ekki meira en þetta sýnir það líka verulega gloppu í skólakerf- inu og er talandi dæmi um þörfina fyrir aukna neytendafræðslu á öllum stigum skólakerfisins. Því þessi atr- iði eru vitanlega mjög mikilsverð hvað varðar rekstur og afkomu hcimila," segir Jóhannes. „Fræðsluna vantar“ „Mér mér finnst þeir ótrú- lega margir sem ekki kunna skil á þessum hugtök- um, það ætti hins vegar ekki að koma á óvart sé litið á það hve fræðsla um þessi mál er af skornum skammti," sagði Krístín Einarsdóttir, formaður þing- flokks Kvennalistans. „Ég hef tekið eftir því sjálf af því að tala við fólk að margir átta sig ekki á muninum á nafnvöxtum og raunvöxtum, en ég held að flestir viti hvað verðtrygging er. Eitt af því sem ég hef tekið eftir, sérstaklega eftir að ég byrjaði í pólitísku starfi, er að jafnvel þeir embættismenn og pólit- íkusar sem tala um hagfræðileg hugt- ök skilja þau ekki nægilega vel sjálfir, hvað þá aðrir." „Þeir eru verstir litlu spámennirnir“ „Þetta er |Jifc W ábyggilega rétt,“ || sagði Guðmund- §f '[J ur J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands ís- lands. „Mér kemur þetta ekki á óvart. Stjórn- málamenn og svokallaðir efnahags- ráðgjafar hafa tamið sér sérstakt málfar sem er almenningi ákaflega fjarlægt.“ - En skilja þeir sjálfir, sem eru að reyna að útskýra efnahags- og kjara- mál fyrir almenningi með fræðiheit- um, hvað þeir eru að tala um? „Ekki aílir, en þeir telja sér nauð- synlegt að nota þau,“ sagði Guð- mundur. „Þetta á að vera einhver gæðastimpill hjá þeim, eins konar sveinsstykki, er sanni að þeir séu lærðir menn. Verstir eru litlu spá- mennirnir, sem reyna að vera stórir með því að temja sér þetta málfar, til þess að almenningur hafi trú á því að þeir séu gjaldgengir til einhvers." Aðspurður um hvort væri heppi- legra, að fræða fólk um hugtök sem notuð eru í efnahagsmálaumræðu, eða breyta málfari þeirra sem tala við það, sagði Guðmundur að skynsamlegra væri að breyta málfari fræðinganna - þeir væru miklu færri. Guðmundur J. sagði það ekki hafa komið sér á óvart að bankarnir létu gera skoðanakönnun sem þessa, niðurstöður hennar væru furðulegar. „Hvað eru þeir að spyrja hvort menn séu ánægðir með banka eða ekki?, sjötíu og fimm prósent af landsmönnum eru öskrandi vitlausir út í vaxtaokrið. Hvaða vinsældum er verið að fiska eftir, þegar spurt er um hvort afgreiðslufólk sé almenni- legt eða ekki? Ég næ ekki þeirri niðurstöðu," sagði Guðmundur. -HEI/ÁG Ráðherrar kynntu sér afleiðingar flóðanna á Eyrarbakka og Stokkseyri í gær. Félagsmálaráðherra segir: Sjóvarnagarða fyrir 75 milljónir Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segist telja að ríkis- valdið verði nú þegar að leggja fram fjármagn til að endurbyggja sjó- varnagarða á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Ráðherra ætlar að ræða málið á ríkisstjórnarfundi í dag. Jóhanna skoðaði skemmdirnar á Eyrarbakka og Stokkseyri í gærmorgun. Stein- grímur J. Sigfússon samgönguráð- herra og yfirmenn Vita- og hafna- málaskrifstofunnar fóru einnig aust- ur í gær til að kanna gagnsemi sjóvarnagarða. „Það er hrikalegt tjón sem þarna hefur orðið. Það liggur fyrir að viðlagatryggingar bæta ekki tjónið á þessum sjóvarnagörðum. Ég iteld að það verði ekki hjá því komist að veita fjármagni til uppbyggingar sjóvarnagarðanna, bæði á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Báðir staðimir eru bókstaflega berir fyrir ágangi sjávar eftir hrun sjóvarnagarðanna. Það er mitt mat að það sé ábyrgðar- hluti af ríkisvaldinu að bregðast ekki skjótt við í þessu máli. Mér sýnist að ef vel á að vera þurfi á báðum þessum stöðum 1200-1500 metra langa sjóvarnagarða. Bygging þeirra mun kosta a.m.k. 75 milljónir króna,“ sagði Jóhanna. Félagsmálaráðherra sagði að í samtölum sínum við heimamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hefði komið fram að fyrirtækin sem urðu fyrir hvað mestu tjóni, treysti sér vart til að byggja þau upp að nýju ef sjóvarnagarðarnir verða ekki endur- byggðir. Stokkseyrarhreppur hefur óskað eftir aðstoð vegna þess tjóns sem hreppurinn hefur orðið fyrir, en þar er m.a. um að ræða tjón á vegum í sveitarfélaginu. Jóhanna sagði að hún myndi ræða þetta mál á ríkis- stjórnarfundi í dag. Á síðastliðnu hausti voru gerðir nýir sjóvarnagarðar á Eyrarbakka á sjávarkambinum vestast í þorpinu. Þeir voru gerðir eftir forskrift verk- fræðistofunnar Fjarhitunar sem fyrir nokkru gerði úttekt á þörfum fyrir slíka garða á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Þessir nýju garðar stóðust stormflóðin fullkomlega og hafa ekki haggast. Hins vegar rofnuðu eldri garðar á allmörgum stöðum og þar urðu skemmdir verulegar. Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka, sagði í gær að hann vonaðist til að augu ráðamanna hefðu opnast fyrir nauðsyn góðra sjóvarnagarða svo koma mætti í veg fyrir skemmdir af völdum flóða í framtíðinni. -EÓ/sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.