Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Föstudagur 12. janúar 1990 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 islenskt hagsmunamál Síðustu helgi maímánaðar á fyrra ári var haldinn leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brússel, að nokkru leyti til þess að minnast 40 ára afmælis NATO, en aðallega til þess að ræða almenn stefnumál bandalagsins í Ijósi nýrra viðhorfa í heimsmálum. Víst var að afvopnunarviðræður milli stórveldanna og hernaðarbandalaganna mundu setja mikinn svip á leiðtogafundinn. Fyrir leiðtogafundinn hafði komið fram ágreining- ur innan Atlantshafsbandalagsríkja um efni og áherslur í afvopnunarviðræðum. Þar stóðu annars vegar Bandaríkjamenn, en hins vegar Þjóðverjar og litu þessi mál misjöfnum augum. Hins vegar leystist þessi ágreiningur vegna miðlunartillögu frá Bush Bandaríkjaforseta, sem tókst að haga svo tillögugerð að aðiljum bandalagsins þótti viðunandi. Að sjálfsögðu vakti þessi framganga Bush forseta athygli og þær sættir sem tókust á grundvelli tillagna hans. Hins vegar var þessi fundur leiðtoga NATO ríkja einnig sögulegur vegna ræðu íslenska forsætis- ráðherrans, Steingríms Hermannssonar, þar sem hann beindi athygli að því að afvopnun á heimshöf- um sé jafnbrýnt friðarmálefni eins og afvopnun á meginlandi Evrópu, sem allir væru uppteknir af og hefðu hugann við. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fylgdi þessu íslenska viðhorfi í afvopnunarmálum vel eftir á fundum utanríkisráðherranna í Brussel þessa sömu daga. Þessar hugmyndir íslensku ríkisstjórnar- innar voru bókaðar hjá Atlantshafsbandalaginu sem gilt framlag til frekari umræðu um afvopnunarmál, þótt raunsæir menn gerðu sér grein fyrir því að um framgang hugmyndarinnar ylti á nánari kynningu á henni og þróun afvopnunarviðræðna eins og þær höfðu verið mótaðar. Því er ekki að leyna að krafa íslendinga um afvopnun á heimshöfunum, að þar sé dregið úr ferðum kjarnorkukafbáta, hefur átt mjög erfitt uppdráttar hjá Bandaríkjastjórn, en nýtur margs konar stuðnings ýmissa annarra ríkisstjórna, t.d. á Norðurlöndum, auk þess sem sovétstjórnin hefur lagt til að viðræður verði teknar upp um þessi mál. íslenska ríkisstjórnin hefur því ekki til einskis unnið að vekja máls á þessu efni innan Atlantshafsbanda- lagsins. Nú hefur það gerst, að William Crowe flotaforingi, sem nýlega hefur látið af störfum sem formaður herráðs Bandaríkjanna, hefur lýst þeirri skoðun, að Bandaríkjamenn eigi að breyta stefnu sinni í afvopn- unarmálum og setjast að samningaborði um að útrýma kjarnorkuvopnum á höfunum. Þótt ekki sé annað, þá bendir tillaga flotaforingjans til þess að bandarískir áhrifamenn í herafla og stjórnmálum séu móttækilegir fyrir breytta stefnu í afvopnun á höfunum. Stefnubreytingar hjá stórveldum gerast ört um þessar mundir. íslendingar hafa sérstaka ástæðu til að fylgjast með viðhorfsbreytingum á sviði kjarnorkuafvopnunar á höfum úti. Stefna íslensku ríkisstjórnarinnar er skýr í því efni og henni hefur verið fylgt eðlilega eftir á alþjóðavettvangi. Kjarn- orkuafvopnun á höfunum er íslenskt hagsmunamál. UNDIR ÞRÝSTINGI Þá er aftur tekið til við að ræða nýju bókmenntaverðlaunin, enfyr- ir jólin fór öll bóksala fram í skugga þeirra. Þá hafði nefnd til- nefnt tíu bækur og var listinn birtur, að þvi er virðist mest í auglýsingaskyni. Eðlilegt er að þessi listi hafi haft áhrif á hvaða bækur seldust mest, þó ekki réði hann úrslitum um söluna. Síðan var málið lagt í hendur almenningi og er nú sá tími útrunninn sem honum var ætlaður til að vega og meta hinar tíu bækur og skila atkvæðum. Síðan tekur við fimm manna nefhd undir forsæti Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, og sú nefnd kveður upp endanlegan úrskurð um hver er „fegurst á landi hér", þ.e. besta bókin. Höfundurinn fær eina inillj- ón króna í verðlaun. Bækur eða bókmenntir Ekki er nema sjálfsagt að koma upp bókmenntaverðlaunum í land- inu, eða bókaverðlaunum, vegna þess að val á bókum að þessu sinni bendir til þess að bækur hafa verið valdar sem ekki flokkast beinlínis undir bókmenntir. Þess vegna er spurning hvort ekki á að skipta þessum verðlaunum í deildir án þess út af fyrir sig að draga úr þeim verðlaunum sem þegar hafa verið ákveðin. Þá yrði um raunveruleg bókaverðlaun að ræða en ekki þær misvísanir, sem nú gilda, þar sem bókum almennt er ruglað saman við bókmenntir sem eru sér á parti. Ekki er að efa að fimm manna nefhdin undir stjórn Gylfa Þ. Gíslasonar mun skila verki sínu vel, en talið er að hin almenna atkvæðagreiðsla kunni að skapa þrýsting á nefndina, enda er henni eflaust ætlað það. Ljóst er að valið á verðlaunaverkinu fer í gegnum þrjú stig, en þýðingarmesta stigið er umfjöllun fimm manna nefndar- innar. Pakkinn eins og hann er Menningarviti DV, sem yfirleitt stígur ekki í neitt ræddi við suma nefhdarmenn í gær og var þar helst til umræðu hvort svigrúm nefndar- innar þrengdist ekki við að vinna þarf úr annarra manna tilnefhing- um. Fulltrúi Rithöfundasambands íslands, sem er aðeins annað af tveimur rithöfhndafélögum leyfði sér ekki að hafa skoðun á tilnefn- ingunum, en sagðist aðeins taka við þessum pakka eins og hann væri, eins og honum væri upp á lagt að gera af Rithöfundasam- bandinu. Aftur á móti kom Ástráður Ey- steinsson að vanda málsins. Hann sagði að helstu annmarkarnir á þessari verðlaunaveitingu væru að nefndirnar tvær gengju ekki út frá sömu I'(irseinl nin í vali sími. Tíu manna nefndin tilnefndi tíu athygl- isverðustu bækur ársins, en fimm manna nefhdin ætti vafalaust að veita bókmenntaverðlaun. Ástráð- ur tók ekki fram að hann tæki við pakkanum athugasemdalaust enda ekki fulltrúi þess strangtrúnaðar sem rík i r í Rithöfundasambandinu, en formaður þess var tilnefndur af tíu manna nefhdinni. Menningarvitar með áttavita Vonandi er að vel takist til með bókaverðlaunin að þessu sinni, en augljóst er að þeir sem áttu hug- myndina að þessu og bjuggu kerfið til voru að reisa bókum og bók- menntum hurðarás um öxl. Hér er um viðkvæma hluti að ræða, og mjög erfitt að koma hlutlausum aðilum að valinu, þótt vitað sé að fimm manna nefndin er öll að vUja gerð til að sýna skynsemi og lilul- leysi. Strax og tíu bóka vaUð lá fyrír hafði það ýinis sérkenni, sem fylgt hafa mati á listum í landinu í langan (íina. Eflaust verður svo enn um langa hríð. En það heitir varla annað en að safna sér í fögur eftirmæli. Verður hver og einn við það að una, bæði þeir sem fá eftirmælin og hinir sem hurfh eftir- mælalausir. Það er óneitanlega mikil dirfska að ganga fram fyrir skjöldu í samtímanum og taka að sér að ákveða „absalúta" Ust. Til þess þarf að trúa á eitthvað annað en Ustina í leiðinni, svona til að hafa áttavita. Menningarvitar með áttavita hafa verið aðgangsharðir um sinn. Nú hafa áttavítar truflast eitthvað upp á síðkastið en ekki hér. Kannski er það vegna þess að við erum svo norðarlega. Garri VÍTT OG BREITT Hamingjusöm fáf ræði Fræg er sú skoðanakönnun sem leiddi í ljós að þrátt fyrir allt volæðið og svartagallsrausið reyn- ast íslendingar harriingjusamasta þjóð í veröldinni og er oft til þeirrar furðu vitnað. Enn er komin niðurstaða merki- legrar skoðanakönnunar sem sýnir að fólkið í landinu þar sem ham- ingjan býr, er yfir sig Iukkulegt með bankana sína. 91,4% að- spurðra eru ánægð með bankana. Er raunar mesta furða að nokkur maður dirfist að hrófla við svo elskulegu kerfi sem landslýður metur svo mikils. En svo er það samt, bankar eru keyptir og sam- einaðir, en engir lagðir niður og horfa bankamálin til enn betri vegar og munu lánastofnanir þá enn aukast að vinsældum og trausti. Mikill fréttaflutningur hefur ver- ið um aðdáun fólks á bönkunum, en aðeins Garri, kunningi okkar hér fyrir ofan, fór í gær að agnúast eitthvað út í að í sömu skoðana- könnun hafi komið í Ijós, að tveir af hverjum þremur, sem spurðir voru kunna engin skil á nafnvöxt- um og raunvöxtum né verðtrygg- ingu. En þeirri niðurstöðu hefur lítt verið haldið á lofti.. 60,9% halda að bankarnir út- skýri ekki nægilega vel hvaða kjör þeir bjóða. Fyrir lánastofnanirnar skiptir auðvitað mestu máli að þær séu virtar og dáðar og mikil er sú hamingja þjóðar að meta banka sína að verðleikum og trúa þeim og treysta upp á 91,5%. Hitt er umhugsunarefni, hvernig það má vera að tveir þriðju þeirra sem bera svona góðan hug til lánastofnana eru úti á þekju hvað varðar einföldustu undirstöðuat- riði bankastarfsemi, og efnahags- lífs yfirleitt. Og ótrúlegur er sá fjöldi sem telur að bankarnir kynni ekki nægi- lega hvaða kjör þeir bjóða við- skiptavinum sínum. En ef fólk veit ekkert um vexti, verðbætur og kostnað margs konar, hefur það eðlilega ekki hugmynd um hvort það hagnast eða tapar á að leggja inn eða taka lán og leggur blinda ást á bankana. Þeir gefa nú líka alltaf kaff i Ekki verða bankarnir vændir um að gera ekki tilraunir til að kynna starfsemi sína og hvaða kjör þeir bjóða. Glæsibæklingar og litprúðar auglýsingar í löggiltum viðskipta- blöðum auglýsingakontóra fara greinilega fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks og heilu sjónvarps- leikritin sem markaðsvitringar auglýsingastofanna láta búa til og sýna og sýna og sýna hafa greini- lega minna en engin áhrif. Bankarnir eyða ómældu fé í kynningarstarfsemi og ráðamenn þeirra eru svo grænir að afhenda það sjálfhælnum auglýsingagosum, sem hafa afrekað það að gera uppýsingarnar svo flóknar og flott- ar að almenningur í landinu hefur ekki lengur hugmynd um hvað renta er. OÓ Þorskurinn niðurgreiddur „Ágæti OÓ Til að firrur komist ekki á kreik vegna eðlilegra ganmanmála í „Víðu og breiðu" 11. janúar er rétt að skýra þetta út fyrir lesendum Tímans: 1) Samkvæmt reglugerð tekur endurgreiðsla vegna virðisauka- skatts til sömu fisktegunda og áður gilti um niðurgreiðslur af sölu- skatti, nefnilega til ýsu, þorsks, ufsa, steinbíts, karfa, löngu, keilu, lúðu, kola, skötu, skötusels, rauð- maga og grásleppu. Endurgreiðsl- an er miðuð við fiskinn sem hráefni uppúr lest eða af fiskmarkaði, en tekur þó einnig til saltfisks, reykts fisks og sigins fisks. 2) Nokkur misskilningur kom upp um hrogn og lifur þegar það góðgæti kom á land nú eftir ára- mótin. Hrogn og lifur eru yfirleitt seld sérstaklega, og ekki ásamt þorskfiskinum sjálfum, og töldu ýmsir fisksalar og fleiri þess vegna að endurgreiðslan næði ekki sér- staklega til þessarar vöru. Það álit fæddi svo af sér þá trú að vegna virðisaukaskattsins ætti þetta að hækka um ein fjórtán prósent. Þessar staðhæfingar komust meðal annars á prent í DV ásamt ýmsum gamanglósum sem ekki buðu til athugasemda. Fjármálaráðuneytið tók svo af öll tvímæli um málið með bréfi til ríkisskattstjóra 8. janúar. Fréttir af þessu hafa ekki verið sagðar í Tímanum nema um penna OÓ í „Víðu og breiðu" 11.1., en þar kemur fram það hald að ýsan sé ein um niðurgreiðslurnar. Af framangreindum upplýsingum ætti að vera ljóst að þorskurinn kemst þangað líka. Þótt stundum gangi erfiðlega. Mörður Árnason, uppIýsingafuUtrúi fjármálaráðherra." Ogyfirtilríkisskattstjóra „8. jan. Garðar Vald. o.s.frv. Ráðuneytið vísar til viðræðna við yður, hr. ríkisskattstjóri, varð- andi endurgreiðslu vegna virðis- aukaskatts af matvöru. Ráðuneyt- ið telur að undir endurgreiðslurétt, skv. reglugerð nr. 637/1990, um endurgreiðslu vegna virðisauka- skatts af matvöru o. fl., falli hrogn, lifur, gellur og kinnar. Samkvæmt þessu eiga þeir aðilar sem um ræðir í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerð- arinnar rétt á endurgreiðslu skv. 3. mgr. 4. gr. umræddrar reglugerðar, ef keypt eru hrogn, lifur, gellur eða kinnar af vinnslustöðvum, enda hafi umrædd vara ekki fengið endurgreiðslu á fyrri stigum vinnslumeðferðar." Svo mörg eru þau orð. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.