Tíminn - 12.01.1990, Síða 7

Tíminn - 12.01.1990, Síða 7
Föstudagur 12. janúar 1990 Tíminn 7 IIHIIIHIHIHIl AÐUTAN [aillllllllllllllllllllllllllllllllílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllBIBtllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllllllllllllllllllllH ........................lll...................................................................illH........................Ili................... Atvinnuleysi farið að herja á Kínverja Kínverjar hafa ekki aðeins fengið að kynnast þeim illa fylgifiski kapítalismans verðbólgunni. Nú er annar slæmur förunautur kapítalismans farinn að bæra á sér þar í landi, atvinnuleysi. Frá því segir nýlega í Der Spiegel. Skilyrði fyrir vinnu að hafa ekki haft afskipti af „vorinu í Peking“ Hún entist ekki út reynslutím- ann í fyrsta starfinu sem hún fékk eftir gagnfræðaskólann, í bílaverk- smiðju. Næsta starfi sem hún fékk, á vörulager, sagði hún upp sjálf - fannst vinnan of einhæf. Undanfarið hálft ár hefur Hong Shoumei farið á hverjum miðviku- dagsmorgni í Shaojiou-götu í mið- borg Peking. Þar er til húsa í tveggja hæða byggingu atvinnu- miðlun fyrir austurhluta borgarinn- ar. Til þessa hefur hún ekki haft erindi sem erfiði. Henni hefur boðist vinna sem burðarmaður fyrir járnbrautarfar- þega fyrir rúmlega 615 ísl. kr. laun á mánuði, án þess að hafa von um neinar aukagreiðslur, en það skil- yrði fylgdi að hún hefði ekki haft nein pólitísk afskipti af „vorinu í Peking“. Staða framreiðslustúlku á hóteli að hluta í eigu útlendinga kom ekki heldur til greina, þar hefði hún orðið að kunna ensku. Hong, sem orðin er 22ja ára, hefði vel getað hugsað sér að verða afgreiðslustúlka. En nú er hún farin að missa vonina um að svo geti orðið. „Verslanirnar kjósa helst að ráða til sín útskrifaða skólanemendur. En ég verð sífellt eldri og möguleikar mínir eftir því minni.“ Hong er meðal þeirra ríflega fimm milljóna Kínverja sem fylla opinberar skýrslur um atvinnu- lausa í borgum Kína, þ.e. 4% vinnufærra karla og kvenna. Eymd kapitalismans í viðbót við eymd kommúnismans Auk næstum 20% verðbólgu, mikillar fæðingartíðni og orku- kreppu hefur yfirvöldunum í Pek- ing nú tekist að koma á þeirri eymd sem skv. hreinum kenningum kommúnismans má í rauninni ekki fyrirfinnast. Áróðursmaskínan kallar líka atvinnuleysingjana snyrtilega „þá sem bíða eftir vinnu“. Og þeim fjölgar stöðugt. Af þeim 10 milljónum manna sem leituðu sér atvinnu 1989 varð að- eins tæpum helmingi að ósk sinni. Sérfræðingar álíta opinberar töl- ur færðar í stílinn og meta svo að tala atvinnulausra nemi a.m.k. 10%. í alþéttbýlustu hverfum stór- borganna sé hlutfallið enn hærra. Þannig má nefna að í Xian í norðvesturhluta landsins hafi m.a.s. milli 20 og 30 prósent íbú- anna verið án launa og matar. Hagtölur nefna ekki einu sinni atvinnuleysið í strjálbýlinu - þar hafi milljónir bænda aðeins stopula vinnu og allt að 60 milljónir Kín- verja flakki um í eilífri leit að atvinnu. Tugir þúsunda bænda flykktust í vor til stórborganna Peking, Shanghai og Kanton í von um að finna atvinnu. „Damóklesarsverð sem hangir yfir kapitaliskum þjóðfélögum, ógnar nú líka verkamönnum nýja Kína,“ segir Sung Xiaowu, starfs- maður hins ríkisrekna félags fyrir- tækjastjórnenda. Niðurrifið á frjálslyndu umbóta- og efnahagsstefnunni aðalorsökin Aðalsökina á niðurrifið á frjáls- lyndu umbóta- og efnahagsstefn- unni, sem nú fer fram í áföngum. Hin reginíhaldssama stjórn Kína hóf herferð gegn einkafyrirtækj- um, og í þeim tilgangi að berjast gegn verðbólgunni fylgja yfirvöld nú strangri aðhaldsstefnu. Þannig felldu yfirvöld ýmis stór- verkefni út af dagskrá og takmörk- uðu mjög lánamöguleika. Því er það að fjölmörg fyrirtæki geta ekki ráðið neitt nýtt starfsfólk ef þau verða ekki bara hreinlega að leggja upp laupana. Afleiðingin er sú að svo að bara sé talað um byggingariðnaðinn fækkaði starfsmönnum á þessu ári um meira en tvær milljónir. Og samkvæmt tölum Hagstofu ríkisins misstu „margar milljónir" í Atvinnuleysi færist nú í vöxt i Kína og eiga margir leið á vinnu- miðlunarskrifstofur. Margir fara þó bónleiðir til búðar. strjálbýli starf sitt þar sem lítil landbúnaðarfyrirtæki hættu fram- leiðslu. Sun efnahagssérfræðingur segir að atvinnuleysið sé orðinn mesti þjóðfélagsvandinn. Það er fyrst og fremst ungt fólk með litla menntun sem ekki fær vinnu, en nemendur útskrifaðir úr framhaldsskólum hafa líka fengið að kenna á atvinnuleysinu. Einn þeirra er Pekingbúinn Yu Jingshan, 21 árs. Hann náði ekki inntökuprófi í háskólann, jafnaldri hans og vinur Liang Tao hélt um eins árs skeið kyrru fyrir heima þar sem honum féll ekki embættis- mannsstarfið, sem yfirvöld höfðu úthlutað honum. Ekkert annað stóð honum þó til boða. Atvinnuleysið veldur þjóðfélagsóróa Atvinnuleysið er nú orðið eins og klakstöð fyrir þjóðfélagsleg átök. Að því komust valdamenn loks á „vorinu í Peking“ þar sem atvinnuleysingjar tóku þátt í upp- reisninni í borgunum Xian og Changsha. Af ótta við nýjar óeirðir standa þess vegna flokksgæðingarnir nú fast gegn umsóknum frá fyrirtækj- um og embættismönnum um að segja upp starfsfólki. Það kom í ljós nýlega þegar stjórnendur verk- smiðja í Shanghai tóku sig til og sendu allar konur, 45 ára og eldri, heim. Tilraun til að auka fram- leiðni, en skv. henni átti að gefa 20 fyrirtækjum í Peking leyfi til að reka lata starfsmenn, var snarlega stöðvuð um leið og lýðræðishreyf- ingin var barin niður. THbúin atvinna Því er það að mörg hundruð þúsund Kínverja verja tíma sínum í iðjuleysi og tedrykkju, en eiga þó að heita að vera í vinnu. Tungu- málakennslukonunni Zhao Xiang- hua, 22ja ára, var fengið starf við tækniskóla að loknu námi. Þar hefur hún ekki einn einasta nem- anda. Lyftuverðir eru á sínum stað - í sjálfvirkum lyftum. í verslunum standa við afgreiðsluborð þrjár sölukonur í stað einnar, í ríkis- bankanum vinna sjö starfsmenn við að afgreiða einn tékka, þrátt fyrir tölvuvæðingu. „Oft leysa fimm manns af hendi þá vinnu sem þrír gætu auðveldlega afgreitt," segir Luo Gan, fyrrver- andi atvinnumálaráðherra. Alls vinna að mati opinberra aðila 20 milljón manns framyfir þörf í ríkis- reknum fyrirtækjum. Þeir sem þegar hefur verið sagt upp störfum fá 50-75% af síðustu launum, eftir starfsaldri. En þeir sem aldrei hafa haft starf, s.s. þeir sem nýskriðnir eru út úr skóla, fyrrverandi hermenn eða fangar sem hafa afplánað sinn dóm, fá ekkert og verða að láta fjölskyldu sína sjá sér farborða. Nú leggur Hagfræðidagblaðið það til að fyrirtækjum verði gefinn kostur á því að ráða aftur fleira fólk til starfa og verði þá gripið til hins gamla kapitaliska ráðs - að lækka launin. Illlllllllllllllilllllllll LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll...........................................................................................................................................................................................................................................................................................................Illllll Obreytt Þjóðleikhús aukin samvinna viö Óperu og Borgarleikhúsiö Kynntar hafa verið fremur ógn- vekjandi breytingar á Þjóðleikhús- inu sem hljóta að leiða hugann að því hvort þær breytingar sem fyrir- hugaðar eru reynist nauðsynelgar ef mótuð yrði samræmd listastefna fyrir hið opinbera og henni síðan fylgt eftir. Ekki er hægt að líta framhjá því að opnað hefur verið nýtt og glæsilegt Borgarleikhús og nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir áhrifum þess á aðra atvinnuleikmennsku í borginni og reyndar leikstarfsemi í landinu öllu. Spyrja má hvort með tilkomu Borgarleikhússins megi láta við sitja að gera nauðsynlegustu umbætur á byggingu Þjóðleikhússins, án þess að breyta húsinu nokkuð. Spyrja má hvort með nauðsynlegu og eðlilegu samstarfi Þjóðleikshúss- ins og íslensku óperunnar megi ekki spara sér hina stórkostlegu umbygg- ingu Þjóðleikhússins og láta sér nægja endurbætur og viðhald á bygg- ingunni til frambúðar, en skilja við hana í sama horfi og hún nú er. Þó að ályktanir starfsmanna leik- hússins hljóti að vega þungt við ákvörðun um breytingar á leikhús- byggingunni, þá eru það nú einu sinni eigendurnir, þjóðin sjálf eða kjörnir fulltrúar hennar, sem verða að taka þessar ákvarðanir en alls ekki einstakir hópar sem aðild eiga að málinu og geta haft annarra hagsmuna að gæta en heildin. Starf- semi í leikhúsi fer þar fram fyrir áhorfendur en ekki fyrir leikara. Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið Vtkjum fyrst að áhrifum Borgar- leikhússins á leiklistarstarfsemina. Ein þeirra röksemda sem færð er fyrir nauðsynlegum breytingum á áhorfendasvæði Þjóðleikhússins er að nútímauppfærslur leikrita séu með allt öðrum hætti en klassískar uppfærslur. Þó að fyrirkomulag hússins, líkt og það er nú, taki mið af klassískum uppfærslum leikrita, þá eru það síst aðferðir og uppfærsl- ur sem endilega þarf að hafna þó að nú séu uppi aðrar skoðanir á hvernig að þessum málum skuli staðið. Víða erlendis eru til leikhús frá fyrri öldum sem taka mið af klassísk- um uppfærslum leikhúsverka og hvarflar ekki að nokkrum manni að breyta húsunum til að koma til móts við hin nýju leikverk. Til þess eru ný leikhús byggð. Miklum mun heppi- legra er að til staðar séu leikhús sem bjóði upp á hvoru tveggja, klassískar og nútímalegar uppfærslur leik- verka, en því yrði þá til að dreifa með óbreyttu Þjóðleikhúsi auk Borgarleikhúss. Með tilkomu Borgarleikhússins hefur þetta breyst. Þar er komið tækifæri til nútímalegra uppfærslna leikrita, en mjög brýnt er að eiga áfram leikhús sem hentar betur til klassískra uppfærslna. Vilji leikara- hópur Þjóðleikhússins hins vegar einnig hafa tækifæri til nútímalegra uppfærslna leikverka verður hann einfaldlega að ráða sig til Borgarleik- hússins. Ekki er óeðlilegt að þannig verði um að ræða verkaskiptingu leikhúsanna og því muni þeir leikar- ar sem sækjast eftir klassískum upp- færslum ráða sig til starfa hjá Þjóð- leikhúsinu en þeir sem sækjast eftir nýstárlegri uppfærslum ráða sig til Borgarleikhússins. Þjóðleikhúsið á að geta sér gott orð fyrir uppfærslur verka er henta í húsnæði þess með sama hætti og Borgarleikhúsið á að geta sér orð fyrir nútímalegar upp- færslur sem henta í húsnæði þess. Meiri hreyfanleiki leikara Framkvæmdum í Þjóðleikhúsinu á ekki að ráða tregur hreyfanleiki leikara milli einstakra leikhúsa, miklu heldur þarf að gera þann hreyfanleika meiri. Stjórnvöld verða að búa svo um hnútana að ekki skipti máli ráðning leikara við eitt leikhús frekar en annað eða hindri þá í að öðlast fleiri og betri tækifæri. Má í reynd segja að gegni furðu að leikhúsin skuli enn ráða leikara ótímabundið þegar, hvar sem litið er í þjóðfélaginu, er verið að ráða fólk til starfa tímabundið. Einmitt í frjálsri leiksköpun, líkt og í leikhúsi, hlýtur að eiga best við að ráða starfsfólk tímabundið (t.d. til fjög- urra ára í senn) svo ráðamenn geti síðan metið stöðuna að nýju að þeim tíma loknum. Leikhúsi ber að ákveða efnisskrá sína til nokkurra ára (a.m.k. í grófum dráttum) og síðan ber að haga ráðningu leikara með hliðsjón af því. Þjóðleikhúsið og íslenska óperan Ef halda á úti óperuhúsi af ein- hverjum myndarskap hér á landi er hæpið að slíkt verði gert án verulegs ríkisstyrks. Eðlilegt væri því að skoða Gamla bíó og Þjóðleikhúsið sem tvö leiksvið á vegum sama aðila. Yfirstjórn og skrifstofuhald gæti ver- ið eitt og hið sama og óþarft væri að halda úti á báðum stöðum. Umbæt- urnar í Þjóðleikhúsinu verður einnig að skoða með tilliti til framtíðar- stefnumörkunar hins opinbera gagn- vart íslensku óperunni. Þannig yrði ekki ólíkleg niðurstaða að óperur og söngleikir yrðu frekar á fjölum Þjóðleikhússins en leikrit færð upp á sviðinu í Gamla Bíói. Því fyrr sem menn horfast í augu við þá óumflýjanlegu staðreynd að ríkið verður að koma meira eða minna inn í reksturinn á íslensku óperunni, líkt og tíðkast um óperu- rekstur í öllum helstu nágrannalönd- um okkar, því betra. Ef mönnum er sárt um félagsskapinn íslensku óper- una mætti hugsa sér að hann starfaði áfram þó svo að hið opinbera sæi um allan ytri búnað, umgjörð hópsins og gerði honum þannig kleift að iðka list sína hvort sem er á sviði Gamla bíós eða Þjóðleikhússins. Einnig yrði með þessu komið til móts við núverandi leikarahóp Þjóðleikhúss- ins og honum byðist svið Gamla bíós, auk sviða Þjóðleikhússins, til að spreyta sig á. Stefnumörkun hins opinbera Þessar lausnir sem ég hef gert hér að umtalsefni vekja spurningar um hvernig hátti stefnumörkun hins op- inbera í listum. Því miður ræðst stefna hins opinbera yfirleitt með höppum og glöppum frekar en menn hafi mótað sér skoðanir til lengri tíma. Er hér enginn stjórnmála- flokkur undanþeginn. En ekki nægir að móta stefnu á sviði leiklistar og óperuflutnings, heppilegast væri að skoða jafnframt í því samhengi tón- list og myndlist. Stjórnvöld þurfa að gera upp hug sinn hvað við teljum okkur hafa efni á að veita til menningar og lista; standa síðan við þær mörkuðu skuld- bindingar í stað þess að reyna síðan að vera öllum allt. Að sjálfsögðu verður síðan að gæta ítrasta sparnað- ar og ráðdeildar við ráðstöfun fjár- magns og þess vegna brýnt að huga að hverjum þeim skipulagsbreyting- um og breytingum á fyrirkomulagi sem leitt geti til sparnaðar. Vel mætti hugsa sér að sameigin- leg yfirstjórn og rekstur íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins næði að einhverju leyti til Sinfóníuhljóm- sveitar íslands einnig. A.m.k. hlýtur þar einnig að verða að huga að tímamörkum ráðningarsamninga tónlistarfólks, en á móti verði lista- mönnunum lofað að fjölgað verði þeim tækifærum sem gefast til að ráða sig tímabundið í fullt starf á sviði listarinnar. Listaskóli Hluti af stefnumörkun hins opin- bera í listum ætti að vera sameining listaskólanna þriggja: Myndlista- og handíðaskólans, Leiklistarskóla ís- lands og Tónlistarskólans í Reykja- vík undir einum hatti, í einni bygg- ingu. Efast fáir um hvílík lyftistöng slíkt gæti orðið skapandi listum og þróun þeirra hér á landi. Er brýnl að hraða því máli og finna heppilegt húsnæði slíkum skóla. Hljóta menn að huga að því hvort ekki færi saman bygging húsnæðis undir listaskóla sem jafnframt gæti þjónað þeim áformum sem uppi eru um byggingu tónlistarhúss, þar sem tónlistardeild listaskólans gæti notið góðs af tón- listarhúsinu. Forðum öðru stórslysi Uppbyggingu Þjóðleikhússins í þá veru sem byggingarnefnd hefur afráðið og kynnt hefur verið opin- berlega verða ráðamenn að stöðva áður en skammsýnin nær undir- tökunum. Nægir að nú rísi eitt minnismerki þvílíkrar skammsýni í miðborg Reykjavíkur þar sem ráð- húsið í Tjörninni er. Þjóðleikhúsið er í núverandi mynd, ekki síður en Tjörnin, einn hinna helgu reita sem forða verður frá gerræðismönnum. Ástæða er til að ætla að ráðamenn þjóðarinnar hlusti á óskir hennar og breyti samkvæmt því. Garrabróðir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.