Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 12. janúar 1-990 m_m Sjónvarpsfélag Neshrepps ákveður að rugla útser tökuskilyrðum sem trúlega stafa frá ÞAÐ KOSTAR AÐ VARPIÐ Eftir að breytingar á útvarpslögum höfðu átt sér stað urðu landsmenn ekki lengi að taka við sér og fljótlega fór að bera á bæði útvarps- og sjónvarpsfélög- um, bæði í Reykjavík og úti á lands- byggðinni. Eitt fyrsta félagið utan Reykjavíkur, sem fékk úthlutað leyfi til útvarps- og sjónvarpssendingar, var Sjónvarpsfélag Neshrepps. Félagið var stofnað í október 1986 og sendir það út dagskrá Stöðvar 2 beint til Gufuskála, Hellissands, Rifs og Ólafsvíkur. Félags- menn hafa greitt allan kostnað við endur- varpsstöð, sem komið var upp rétt fyrir ofan byggðina á Hellissandi, en þar er dularfullur blettur þar sem sjónvarps- merkið næst, sennilega fyrir tilstilli endurkasts úr Snæfellsjökli. Stöð 2 hefur fengið meirihluta afnotagjalda þessara staða til sín án nokkurs kostnaðar. Fjöldi manns hefur horft á dagskrána endurgjaldslaust, þar sem hún hefur verið send út órugluð. En nú verður breyting þar á, þar sem félagið hefur ákveðið að senda dagskrána út ruglaða frá og með janúar í ár. Hugmyndin að sjónvarpsfélagi vaknar Á Hellissandi hefur verið starfrækt sjónvarpsfélag undanfarin 3 ár undir nafninu Sjónvarpsfélag Neshrepps og er það fyrsta félagið á landinu sem hóf beinar útsendingar á efni Stöðvar 2. Áður höfðu ýmis kapalkerfi víða um land fengið efni stöðvarinnar sent á videospólum allt upp í vikugamla dagskrá. Það fyrirkomulag gat aldrei gengið til lengdar. T.d. voru allar fréttir orðnar of gamlar til að fólk nennti að horfa á þær. Einnig kom það fyrir að spólur rugluðust saman, þannig að fleiri en ein spóla með sama efninu voru sendar kapalkerfunum og vantaði þá inn í dagskrána sem því nam. Ekkert kapal- kerfi hefur verið í Neshreppi vegna mjög mikils kostnaðar sem hefði hlotist af því að tengja saman Gufuskála, Hellissand og Rif en á milli þessara staða er um 5 km fjarlægð. Þar sem íbúar þessara staða höfðu einungis getað notið útsend- ingar ríkissjónvarpsins vöknuðu upp ýmsar hugmyndir um það hvernig hægt væri að fjölga sjónvarpsrásum. T.d. var talað um það að nokkur heimili keyptu sér saman disk til að taka á móti erlendum gervihnattasendingum, eða þá að koma upp kapalkerfi á Hellissandi. En á staðnum bjó maður að nafni Hafsteinn Jónsson, sem nú er látinn, en hann hafði lausn á málinu sem allir íbúar Neshrepps gátu sameinast um. Hún var sú að endurvarpa efni Stöðvar 2 beint yfir Hellissand, Gufuskála og Rif. En hvernig ætlaði maðurinn eiginlega að fara að því? spurðu margir. Svarið var einfalt, að hans mati. Það þyrfti bara að bíða eftir að Stöð 2 hæfi útsendingar á stillimynd sinni, því hann vissi að sent yrði út með sama styrkleika og ríkissjón- varpið sendir út á og þar af leiðandi var Eftir Ægi Þórðarson kominn þarna möguleiki á að endur- varpa efni stöðvarinnar beint sem yrði margfalt ódýrari og betri leið en að kapalleiða allt svæðið. Einnig var það inni i myndinni að ef ekki næðist nothæf mynd frá Stöð 2 væri samt sem áður hægt að senda út efni af myndsegulbandi í gegnum sendi og væri þá komið af stað þráðlaust videokerfi. Dularfulli bletturinn Útsending ríkissjónvarpsins hefur sést beint frá Reykjavík í nokkrum húsum á Hellissandi frá upphafi sjónvarpsins, reyndar með lélegum myndgæðum en góðum hljómi og var vel hægt að fylgjast með dagskránni. Þetta kom í ljós þegar einn íbúi staðarins keypti sér sjónvarp stuttu eftir að útsendingar hófust og löngu áður en farið var af stað með dreifikerfi ríkissjónvarpsins út á lands- byggðina. Eftir að hann hafði þreifað sig áfram með ýmis loftnet náðist myndin inn. Vakti þetta mikla athygli manna og fóru fleiri að hans dæmi og keyptu sér sjónvarp. En þar sem merkið náðist ekki nema á nokkrum stöðum á Hellissandi urðu þeir sem ekki náðu því að sætta sig við útvarpið eða að bregða sér í heim- sókn. Völdu flestir seinni kostinn og var mjög gestkvæmt á þeim heimilum þar sem sjónvarp sást. Þar sem útiloícað þótti að hægt væri að ná þessum útsend- ingum beint alla þessa leið og þar að auki á norðanverðu Snæfellsnesi voru sendir tæknimenn vestur til að mæla út svæðið í kringum Hellissand. Fundu þeir loks blett sem er um tvo km fyrir ofan þorpið þar sem myndin náðist alveg hrein, eða um 55 desibil að styrkleika, og er þetta svæði aðeins um 50 metrar í radíus en fyrir utan þennan blett er myndin orðin mjög léleg. Á þessu fyrirbæri hefur enginn getað gefið skýringu ennþá, en sumir vilja meina að Snæfellsjökull endurvarpi geislanum frá Reykjavík. í framhaldi af því var reist þarna endur- varpsstöð fyrir ríkissjónvarpið en hún stóð þarna aðeins í nokkur ár, þar sem merkið var síðar tekið í gegnum Stykkis- hólm sem nú sendir það út Snæfellsnes og einnig út til Vestfjarða. En eftir að Stöð 2 hóf útsendingar var farið með mælitæki upp á holtið og fannst þá staðurinn aftur en allt hafði verið fjarlægt eftir að sjónvarpið hætti útsendingu þaðan. Sjónvarpsfélag Neshrepps verður að veruleika Eftir að myndin hafði verið mæld út og ljóst var að hún yrði hrein, var í framhaldi af því boðað til borgarafundar um málið. Húsfyllir var á fundinum og var áhugi manna mjög mikill á þessu. Hafsteinn skýrði frá sínum hugmyndum um stofnun sjónvarpsfélags sem hefði það að markmiði sínu að koma upp endurvarpsstöð á holtinu fyrir ofan Hell- issand og senda þaðan út efni Stöðvar 2 beint. Einnig væri hægt að senda út heimatilbúið efni á videospólum. Var þetta síðan samþykkt svo til einróma, en sumir voru þó tortryggnir um þetta og héldu að það væri bara stundarævintýri hjá Stöð 2 og hún yrði farin á hausinn fyrir áramót. Þetta var í október 1986 eða í sama mánuði og útsendingar Stöðv- ar 2 byrjuðu. Því næst var drifið í því að sækja um leyfi til sjónvarps- og útvarps- reksturs til útvarpsréttarnefndar. Það leyfi var síðan veitt fyrir árslok 1986 og var félaginu úthlutað rás 63 á uhf kerfinu. En í millitíðinni höfðu staðið yfir samn- ingar á milli félagsins og forráðamanna Stöðvar 2 sem enduðu með því að leyfi fékkst fyrir því að senda út í gegnum einn afruglara, með því skilyrði þó að það yrðu a.m.k. 90% íbúa staðarins áskrifendur að félaginu. Einnig var sam- ið um ákveðið hlutfall af áskriftargjöld- um félagsmanna til reksturs stöðvarinnar á Hellissandi og rætt var við Villa Video í Ólafsvík um að taka á móti merkinu til sýningar í kapalkerfinu í Ólafsvík gegn ákveðinni greiðslu. Síðan var kannaður kostnaður við að koma endurvarpsstöð- inni upp og reyndist hann vera um ein og hálf milljón Ícróna með öllu. Eftir að þetta lá ljóst fyrir og sýnt var fram á að dæmið myndi ganga upp var öllum íbúum Neshrepps kynnt málið og gerð- ust 90% íbúa áskrifendur og eigendur að félaginu þar sem hver félagi borgaði 5000 kr. í stofnkostnað sem var nokkru minna en afruglarar kostuðu á þeim tíma. Þetta er mesta hlutfall áskrifenda hér á landi. Fréttamenn Stöðvar 2 hafa hinsvegar ávallt haldið því fram að Vestmannaeyingar væru með flesta áskrifendur og hafa þeir aldrei minnst á Sjónvarpsfélag Neshrepps í slíkum samanburði. Þetta samkomulag Sjón- varpsfélags Neshrepps og Stöðvar 2 er hið eina sinnar tegundar, en bæjarstjórn Vestmannaeyja reyndi einnig að fá merkið í gegnum einn afruglara með því að ábyrgjast greiðslu fyrir 90% íbúa en því var neitað af forráðamönnum Stöðv- ar 2. Dagskráin hefur verið send út órugluð Sjónvarpsfélag Neshrepps hóf útsend- ingar 20. janúar 1987 og hefur dagskráin allt frá fyrsta degi verið send út órugluð. Félagið sendir út dagskrá Stöðvar 2 til Hellissands, Rifs, Gufuskála og Ólafs- víkur. Til stóð að félagið dreifði henni einnig til Grundarfjarðar og Stykkis- hólms og var búið að ræða við forráða- menn Stöðvar 2 um það eftir að hafa sýnt fram á það með mælingum og öðrum undirbúningi að það væri framkvæman- legt. En þegar byrja átti á verkinu fengu stjórnarmenn Sjónvarpsfélags Nes- hrepps þau svör frá Stöð 2 að engir frekari samningar yrðu gerðir við önnur sjónvarpsfélög og framvegis myndu þeir BAF . ' ^i^iiiisiiirf! sjá um alla dreifingu efnisins á lands- byggðinni. Að því var stefnt að útsend- ingar til þessara staða yrðu fyrir lok ársins 1987 og hefði þá öll dagskráin verið send út rugluð. Allur kostnaður við að koma félaginu af stað og reka það var borgaður af félagsmönnum. Stöð 2 hefur ekki þurft að leggja eina krónu í framkvæmdir eða rekstur félagsins, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.