Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 9
¦' -iiíV í'LLI'. Föstudagur Í2. jánúar 1990 ^.'J.I+.í-llJjT. "A> tímiriri 'é'-- '-" ndingar sínar, en félagið byggir á dularfulium mót kynngimögnuðum Snæfellsjöklinum: HORFA Á ENDUR IÐI fengiö til sín meirihluta afnotagjalda þessara staða. SjónvarpsfélagNeshrepps hefur ekki farið út í neinar framkvæmdir nema þær sem nauðsynlega þurfti í byrjun og er vel haldið um fjármál þess. En núna, tæpum 3 árum síðar, var ákveðið að rugla dagskrána. Þeir sem ekki eru félagsmenn hafa allan þennan tíma getað horft á Stöð 2 án þess að borga fyrir. Einnig hefur gengið misjafn- lega að innheimta afnotagjöldin, þó flestir hafi alltaf staðið í skilum. Allt farandverkafólk og aðkomufólk, áhafnir báta og nokkrir sveitabæir hafa getað notið útsendingarinnar endurgjaldslaust þau tæp 3 ár sem Sjónvarpsfélag Nes- hrepps hefur sent út. En framvegis munu þeir einungis sjá dagskrá Stöðvar 2 sem borga fyrir hana og hafa flestir íbúar á Hellissandi og Rifi fengið sér afruglara. Lykilnúmer og gíróseðlar verða sendir út frá stjórn félagsins. Almenn ánægja er með þessar breytingar, að minnsta kosti hjá þeim sem staðið hafa í skilum með greiðslur. Hinir verða bara að kaupa sér afruglara og muna eftir að greiða afnota- gjöldin. Sjónvarpsfélag Neshrepps er fyrsta félagið sem sýnir dagskrá Stöðvar 2 beint. Á myndinni má sjá endurvarpsstöð félags- ins, en hún var byggð á dularfullum bletti sem er um 50 m í radíus þar sem útsending- armerkið næst að sunnan. Menn telja að Snæfellsjökull sé ábyrgur fyrir því að merkið næst á þessum bletti en samkvæmt öllum reglum ætti það ekki að nást á þessu SVæðÍ. Tímamynd: Ægir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.