Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 12. janúar 1990 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. janúar n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. DAGBÓK 00 Rafvirkja með framhaldsmenntun í faginu vantar til starfa. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 95- 35474, 95-35270. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki. Unnur Stefánsdóttir Guðni Ágústsson Jón Helgason íbúar Grímsness, Þingvalla og Grafningshreppa Alþíngismenn Framsóknarflokksins boða almennan stjórnmálafund á Borg í Grímsnesi mánudagskvöldið 15. jan. n.k. kl. 21.00. Enn fremur kemur á fundinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður. Þorrablót Þorrablót Framsóknarfélags Hverageröis verður haldiö í Verka- lýðssalnum, Austurmörk 2, föstudaginn 19. janúar. Húsio opnað kl. 19.00. Miðaverdkr. 1500.- Upplýsingar og miðapantanir hjá eftirtöldum aðilum: Gísli Garðarsson s: 34707. Sturla Þórðarson s: 34636. Garðar Hannesson s: 34223/34395. Nánar auglýst sfðar. Stjórnin Kópavogur - Þorrablót Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20.00. Matinn frá Sveinbirni í Veislustöðinni þekkja allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið fram undir morgun. Miðapantanir: Einar í síma 43420 og 41590, Guðrún í sima 641512 og hjá formönnum félaganna. Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsilegu skemmtun. Nefndln. Framsóknarfélag Garðabæjar Almennur félagsfundur verður haldinn n.k. mánudagskvöld kl. 20.30 að Goöatúni 2. Fundarefni: Bæjarstjórnarkosningarnar. önnur mál. Stjórnin. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Bruno Ehrs-ljósmyndasýning í anddyri Norræna Itússins 13. jan.-ll.febr.: TÚLKANIR-ljósmyndir af höggmy ndum Laugardaginn 13. jan. verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri Norræna hússins. Hér er um að ræða myndir sem sænski ljósmyndarinn Bruno Ehrs hefur tekið af höggmyndum fimm af þekktustu myndhöggvurum Norðurlanda. Það var ritstjórn listatímaritsins SIKSI, sem er gefið út af norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg, sem ákvað að helga eitt tölu- blað helstu myndhöggvurum Norður- landa. Valdir voru myndhöggvararnir Einar Jónsson (1874-1954) Islandi, Ru- dolph Tegner (1873-1950) Danmörku, Gustav Vigeland (1869-1943) Noregi, Váinö Aaltonen (1894-1966) Finnlandi og Carl Milles (1875-1955) Svíþjóð. Pessir myndhöggvarar eiga það allir sameiginlegt að reist hefur verið sérstakt safn yfir verk þeirra. Bruno Ehrs var valinn til þessa verkef n- is og ferðaðist hann um Norðurlönd og tók ljósmyndir af höggmyndum meistar- anna. Hann valdí 25 bestu myndirnar fyrir þessa sýningu. Þær eru allar svart- hvítar. Sýningin var fyrst sett upp í Milles-safninu í Stokkhólmi og síðan hefur hún verið sýnd í Wainö Aaltonen- safninu í Abo, og á tveimur söfnum í Danmörku, Rudolph Tegner-safninu og Gammel Holtegard safninu. Bruno Ehrs er fæddur 1953. Hann hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari frá 1979. Hann hefur haldið einkasýning- ar í Stokkhólmi, Helsinki og París. Hann hélt sýningu í anddyri Norræna hússins 1988 sem nefndist „Stokkhólmsröðin". Sýningin er opin daglega kl. 09:00- 19:00, nema sunnudaga kl. 12:00-19:00. Aðgangur er ókeypis. FBA-samtökin FBA (fullorðin börn alkóhólista) -sam- tökin eru sjálfshjálparhópar, þar sem fólk hittist og deilir reynslu sinni, styrk og vonum til að losna undan áhrifum þess að alast upp við slæmar fjölskylduaðstæður. FBA-samtökin eru opin bæði fullorðnum börnum alkóhólista og öðrum sem líkt er ástatt um. Deildir sem voru í Þverholti 20 hafa flutt í annað húsnæði. Þríðjudagsdeild og fimintudagsdeUd flytja í Langagerði 1 og hefjast fundir sem fyrr kl. 21:00. Laugar- dagsdeildin, sem var í græna húsinu kl. 11:00 fellur niður, en aðrar deildir eru óbreyttar: Miðvikudagsdeild kl. 21:00 í kjallaranum Fríkirkjuvegi 11 og Sunnu- dagsdeild kl. 11:00 í Bústöðum. (félags- miðstöðin í kjallara Bústaðakirkju). Jóna, tengiíiður, hefur síma 30227 eftir kl. 18:00. HAFNARBORG ¦ |I SAFNASÝNING í Haf narborg Safnasýningin í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opin sunnudaginn 14. janúar og mánu- daginn 15. janúar kl. 14:00-19:00. Þetta eru síðustu sýningardagar. Athugið að lokað verður laugardaginn 13. janúar. Laugardagsganga Hana nú Hin vikulega laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgu, 13. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Með hverjum laugardegi hækkar sólin og birtan vex. Gönguglaðir Kópavogsbú- ar munu þreyja þorrann og góuna og ganga móti hækkandi sól og birtu í náttúru og sinni. En jafnframt lifum við í núinu, og hver laugardagur er samveru- stund á góðra vina fundi. Og dæmin sýna, að veður eru, okkur hagstæð og við göngum oft milli lægða á laugardags- morgnunum. Nýlagað molakaffi," segir í bréfi frá Frístundahópnum Hana nú í Kópavogi. Textíl sýning í Galleríi Sævars Karls 1 Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, stendur nú yfir textil-sýning Málfríðar Aðalsteinsdóttur. Hún er fædd í Reykja- vík 1960 og stundaði nám við Statens Handverks- og kunstindustriskole í Oslo. Útskrifaðist með diplom við Textildeild 1987. Málfríður hefur sýnt verk sín í Þýska- landi og á Norðurlöndum. Sýningin stendur til 25. janúar og er opin á verslunartíma. Ljóðatónleikar á Egilsstöðum Laugardaginn 13. janúar verða haldnir ljóðatónleikar á Egilsstöðum. Þar syngur Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Frá Félagi eldri borgara Dansnámskeiðin hefjast aftur í Nýja dansskólanum laugardaginn 13. janúar. Upplýsingar hjá Nýja dansskólanum, Ár- múla 17A, sími 38830. FÍM-salurinn Samsýning félagsmanna í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna stendur yfir í FÍM-salnum og Galleríinu, Garðastræti 6. Opið er kl. 14:00-18:00 virka daga. Listasafn ASt: Sýning Sigurjóns Jóhannssonar Laugard. 13. jan. kl. 14:00 verður opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jó- hannssonar leikmyndateiknara og málara í Listasafni ASl við Grensásveg. Sigurjón á að baki langan listferil hjá Þjóðleikhúsinu og hefur gert þar yfir 50 leikmyndir auk leikmynda fyrir kvik- myndir, m.a. Nonna og Manna. Sigurjón er fæddur og uppalinn á Siglufirði og sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífsreynslu hans sjálfs frá bernskuárunum þar. Að lokinni sýningunni í Reykjavík fer sýning Sigurjóns sem LIST UM LANDIÐ á vegum Listasafns ASÍ til gömlu síldar- plássanna og fleiri staða úti á landi. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðsson, útgefandi er Forlagið. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Sýningin stendur til 28. janúar. Sunnudagsferðir Útivistar Þórsmerkurgangan: Fyrsri áfangi sunnud. 14, jan. kl. 13:00. Farinn verður fyrsti áfangi Þórsmerk- urgöngunnar sunnud. 14. jan. Gengið verður úr Grófinni eftir gömlu þjóðleið- inni upp í Árbæ. Leiðinni verður skipt í stutta áfanga til þess að gera öllum kleift að taka þátt í göngunni. Áfangastaðir verða: Arnarhóll, Droplaugarstaðir, Öskjuhlíð, Grímsbær, Elliðaárhólmar og gamli Árbærinn. Lagt verður af stað úr Grófinni kl. 13:00. Allir velkomnir. Boð- ið upp á rútuferð til baka. Skíðagöngunámskeið sunnudaginn 14. janúar. í fyrstu skíðagöngu Útivistar á árinu mun vanur skíðagöngumaður leiðbeina þátttakendum á gönguskíðum. Hug- myndin er að seinna í vetur verði svo gefinn kostur á framhaldsnámskeiði. Lag af stað frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu kl. 13:00. Áætlað er að koma til baka kl. 17:30. Farmiðar við bíl (600 kr.) Allir velkomnir. Sunnudagsferð F.Í. 14. jan. Þingvellir í byrjun árs er sunnudagsferð Ferðafélags Islands 14. janúar kl. 11:00. Fyrst verður létt ganga frá Vatnsviki um Konungsveg að Hrafnagjá, en síðan mun sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður taka á móti hópnum á Skáldareit og segja frá sögu staðarins. Að því loknu verður stutt helgistund í Þingvallakirkju. Fararstjóri er Sigurður Kristinsson. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin Farmiðar við bíl (1000 kr.) Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Heimkoma um kl. 16:30. Þórsmörk að vetri 2.-4. febr. Þetta verður þorrablótsferð F.Í.. Gist í Skag- fjörðsskála. Pantið tímanlega. Ferðafélag íslands MINNING Ingveldur J.R. Pálsdóttir Fædd 4. ágúst 1904 Dáin 30. desember 1989 í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju Ingveldur J.R. Pálsdótt- ir, móðir mín, 85 ára að aldri. Hún fæddist að Hjallakoti á Álftanesi, en flutti til Reykjavíkur níu ára gömul. Foreldrar hennar hétu Ólöf Jóns- dóttir og Páll Stefánsson. Móðir mín var fimmta í röð sjö systkina. Tvö af þeim eru nú eftirlifandi. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur var móðir mín í vist á ýmsum stöðum, meðal annars hjá Ingibjörgu Ólafsdóttur. En síðar lærði hún að sníða og sauma hjá systur Ingibjargar, Maríu Ólafsdóttur. Og það nýttist henni alla ævi. Eftir það fór hún að vinna á netaverkstæði í Viðey. Síðan fékk hún vinnu á saumaverkstæði hjá Álafossi við sníðar og saumaskap. Árið 1936 þann 16. maí giftist hún föður mínum Aroni Ingimundi Guðmundssyni (lést 14. júlí 1974). Inni á heimilinu vann hún alla tíð eftir það. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Guðmundur, giftur Sigríði K. Bjarnadóttur; Páll, giftur Ingu Einarsdóttur; undirrituð, gift Hauki F. Leóssyni; Óli Már, giftur Kristínu Gunnarsdóttur. Barnabörn foreldra minna urðu þrettán talsins. Nefni ég þau hér í aldursröð: Inga Lára Hauksdóttir 26 ára, Sigríður Pálsdóttir 26 ára, Hildur Hauksdótt- ir 24 ára, Ingveldur Pálsdóttir 23 ára, Aron Hauksson 22 ára, Einar Aron Pálsson (lést 17 ára í umferð- arslysi þann 16. júní 1985), Hallfríð- ur Osk Óladóttir 20 ára, María Una Óladóttir 17 ára, Leó Hauksson 17 ára, Gunnar Aron Ólason 14 ára, Ragnhildur Guðmundsdóttir 14 ára, Aron Ingi Guðmundsson 9 ára og Haukur Már Hauksson 6 ára. Eina barnabarnabarnið heitir Gylfi Aron Gylfason 3 ára, sonur Hildar. Móðir mín var mjög lítillát kona og hógvær, bjartsýn var hún og létt í lund. Hún og faðir minn spiluðu gjarnan bridge í frístundum við vini sína. Mikil hannyrðakona, var hún fram á síðasta dag. Hún saumaði og prjónaði Jlest íöt á okkur krakkana í gamla daga/ Til dæmis saumaði hún fermingarkjólinn á mig og brúð- arkjólinn og oft saumaði hún kápur og kjóla á mig eftir að ég giftist. „Hvernig viltu hafa kjólinn, Raggý mín?" sagði hún oft. Og óg'íýsti bara fyrir henni að morgni einnvers dags hvernig ég vildi hafa hann og síðan var hún búin með hann um kvöldið. Já, svona var mamma alltaf fljót að hlutunum. Eins var þetta þegar barnabörnin komu í heiminn hvert á fætur öðru. Þá hófst hún handa við að prjóna og sauma á þau og hefur gert alla tíð síðan. Meira að segja prjónaði hún jólagjafir handa yngstu börnunum nú fyrir síðustu jól. Einn- ig er margt annað til eftir hana, t.d. klukkustrengir, veggmyndir, vegg- teppi, stóll, heklaðir dúkar, heklað- ar gardínur, hekluð blóm á kjóla, prjónuð og hekluð herðasjöl og rúmteppi. Svona má lengi telja. Móðir mín og ég vorum trúnaðar- vinkonur og ég er sannfærð um það að vinarstrengurinn slitnar ekki þótt leiðir skilji um stund. Verst þykir mér að hafa ekki verið á landinu, þegar hún lauk þessari jarðvist dag- inn fyrir gamlársdag síðastliðinn. „Hve tus ég hefði, ekku mamma mín, lukt þinni brá við blundinn hinsta þinn, brjósti þér hnigið að í hinsta sinn og hinstum sonarkossi á kaldar varirþrýst, en, -kveðjaþá berstmérogdánarfregnþín!" (G.G.) En nóttina eftir birtist hún mér í dásamlegum draumi þar sem henni leið yndislega vel. Við Haukur, börnin okkar fimm, tengdasynir okkar, Einar Ólafsson og Gylfi Sigfússon, og barnabarnið okkar þökkum móður minni fyrir ánægjulegar samverustundir. Minn- ingarnar um yndislega mömmu, tengdamömmu, ömmu og lang- ömmu eiga eftir að lifa í hugum okkar allra. _ Ég votta öðrum aðstandendum hennar dýpstu samúð. Ragnhildur Aronsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.