Tíminn - 12.01.1990, Síða 14

Tíminn - 12.01.1990, Síða 14
14 Tíminn Föstudagur 12. janúar 1990 MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guðmundsson Andrés Fæddur 10. janúar 1907 Dáinn 30. desember 1989 Hjartkær,, góður vinur er fallinn frá. Hann var orðinn aldraður maður og farinn að heilsu, sérstaklega þetta síðasta ár, og átti enga von um bót meina sinna. Honum var því hvíldin þörf. En hann skilur svo sannarlega eftir í hjarta okkar sem vorum samferðamenn hans. Hann var mik- ill heiðursmaður. Fyrir nokkrum árum, er ég eitt sinn sem oftar heimsótti hann, var hann nýbúinn að fá myndir sem höfðu þá fyrir skömmu veriö teknar af honum. Hann var með tvær og bauð mér að velja aðra. Ég átti bágt með að velja og fór fram á að fá þær báðar. „í>ú hefur ekkert að gera við tvær myndir af mér.“ „Jú, ég verð að nota aðra í minningargreinina," sagði ég í einhverju gríni. „Jæja, þú líklega stendur þá við það,“ sagði hann og fékk mér báðar myndirnar. Og mér er svo sannarlega bæði ljúft og skylt að standa við þau orð mín að minnast þessa manns sem varð svo stór þáttur í lífi okkar Skarðsfjöl- skyldunnar allrar. Andrés var fæddur að Jaðarkoti í Villingaholtshreppi 10. janúar 1907. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Stefánsdóttir og Guðmundur Þor- valdsson. Sjö börn eignuðust þau hjón, en þrjú þeirra, Kristín, Gísli og Stefán, létust í æsku. Þrír bræður Fæddur 22. apríl 1921 Dáinn 23. desember 1989 Við andlát þessarar nágranna- konu minnar langar mig að minnast hennar fáeinum orðum. Þó við Oddný værum samsveitungar og næstu nágrannar í rúm fjörutíu ár þá þekkti ég nánast ekkert ættir hennar. Þegar hún kemur í Árneshrepp er hún langt að komin. Oddný varfædd og uppalin á Norðfirði og flytur ekki frá heimahögum fyrr en fullorðin kona. Vorið 1946 verða þáttaskil í lífi hennar. Þá kemur hún til Norður- fjarðar til Benedikts Valgeirssonar. Skömmu síðar ganga þau í hjóna- band og setja saman heimili í Norðurfirði og búa fyrstu árin á parti úr þeirri jörð. Nokkrum árum seinna fengu þau nýbýli úr hluta af prests- setursjörðinni Árnes. Þar þurfti að taka tii hendi, því þetta land fengu þau algjörlega húsalaust og þurfti því að byggja hvert hús til nota á jörðinni. Þarna var unnið hörðum höndum og hvert húsið af öðru reis á tiltölulega stuttum tíma, enda hjónin samhent. Þó Oddný væri langt að komin og úr ólíku umhverfi, hefir hún fljótlega unað sér vel og fest hér rætur. Vafalaust hefir hugur hennar þó staðið til heimahaganna, en þangað átti hún ekki afturkvæmt, svo ég viti. auk Andrésar komust til fullorðins- ára, Þorvaldur, Kristmundur og Er- lendur. Kristmundur er nú einn á lífi og dvelur að elliheimilinu Ási í Hveragerði. Lífsbaráttan var sannarlega hörð á uppvaxtarárum Andrésar og fá- tækt og veikindi fóru ómjúkum höndum um fjölskyldu hans. Árið 1914 deyr faðir hans. Móðir hans barðist við að framfleyta sér og drengjunum í fjögur ár eftir það, en þá missti hún heilsuna og varð að leggjast á sjúkrahús. Og þótt henni tækist að komast til nokkurrar heilsu aftur var ekki um annað að ræða en leysa upp heimilið og koma drengj- unum fyrir. Kristín fór í vinnu- mennsku upp í Biskupstungur og lést á Gýgjarhóli í þeirri sveit árið 1941. Hjónin Rannveig Linnet og Jón Sigurðsson í Syðri-Gróf í Villinga- holtshreppi tóku Andrés í fóstur og var hann þá 11 ára gamall. Alltaf minnist hann þeirra hjóna sem mik- illa velgjörðarmanna sinna. Hjónin í Gróf áttu þrjú börn, Ingveldi, Þórð og Guðfinnu, og milli þeirra og Andrésar var alla tíð samband eins og best gerist milli systkina. í Syðri-Gróf tóku nú við uppvaxt- arár við venjulegar aðstæður þeirra tíma. Lífið snerist um hin daglegu störf og Andrés lærði snemma að vinna, vinna vel og af trúmennsku. Þegar ævi Oddnýjar er lokið þá verður þeim, sem til þekkja, vafa- laust fyrst og fremst hugsað til þeirr- ar baráttu, sem að þaki er, því Oddný átti við langvarandi hcilsu- leysi að stríða. Oddný var smávaxin kona og virtist aldrei sterkbyggð, en hún hafði mjög viðfelldið viðmót, var ævinlega glaðleg og viðræðugóð; það verður sú mynd, sem eftir stend- ur þegar hún er öll. Oddný hefir vafalaust haft sterka skapgerð og það, ásamt mikilli starfslöngun, hefir fleytt henni yfir erfiðasta hjallann í Um skólagöngu var ekki að ræða utan það sem tíðkaðist almennt á þeim árum. Flestir krakkar urðu að láta sér nægja að verða læsir, draga til stafs, undirstöðuatriði í reikningi og svo „kverið“ fyrir ferminguna. Andrés var alveg prýðisvel greindur og aflaði sér heilmikillar þekkingar með lestri bóka og blaða. Hann var vel að sér um allt er varðaði land og þjóð, var ættfróður og fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast á hverjum tíma. Hann var ekki marg- orður um eigin hagi og æðraðist aldrei yfir nokkrum hlut. Hann trúði því og treysti að almættið sæi vel fyrir öllu. Hann hafði ljúfa og létta lund og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Hann var býsna slungin eftirherma og vakti oft mikla kátínu þegar sá gállinn var á honum, en allt var það græskulaust, hann hefði aldrei sært nokkurn mann. Árið 1945 deyr Jón fóstri hans og Rannveig 1948. Reyndist þá ekki lengur grundvöllur fyrir því að halda búskapnum í Gróf áfram. Þá var það að Andrés réðst til okkar að Skarði. Hann kom í sláttubyrjun 1948 og hans fyrsta verk var að slá með orfi og ljá kringum bæinn okkar. Ég man svo vel eftir þessum morgni. Ég vaknaði við hvissið í ljánum, klifraði upp í gluggann og stakk kollinum út til að athuga hvað um væri að vera. löngu veikindastríði. Svo heimakær kona, sem Oddný virtist vera, varð það hennar hlutskifti að dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsum í Reykjavík. Um leið og af bráði var hún komin heim. Þrátt fyrir langvarandi baráttu við sjúkdóma verður Oddný að teljast gæfumanneskja. Hún átti mjög snyrtilegt heimili, sem þeir hlúðu vel að, Benedikt og yngsti sonurinn, Ingólfur, sem jafnframt var stoð og stytta heimilisins eftir að hann komst til fullorðinsára. Hún átti mann, sem lagði sig allan fram um að aðstoða hana, þegar með þurfti. Það er líka gæfa að eiga og ala upp sjö hraust börn. Nú hélt Oddný ekki jólin heima í venjulegum skilningi, því hún lést á sjúkrahúsi í Reykjavík á Þorláks- messu og þar með lauk hetjulegri baráttu, sem ekki verður rakin frek- ar hér. Frá mínu heimili berast, að leiðar- lokum, hinstu kveðjur til látinnar heiðurskonu. Benedikt og öðrum hennar nánustu biðjum við allrar blessunar. Gunnsteinn Gíslason. Guðjón Fæddur 26. júlí 1908 Dáinn 6. janúar 1990 Einn af ötulustu forgöngumönn- um Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Guðjón B. Baldvinsson, er látinn. Hann átti drjúgan þátt í stofnun BSRB árið 1942 og átti sæti í stjórn samtakanna í yfir þrjá ára- tugi eðiMengur en nokkur annar. Um skeið var Guðjón formaður samtakanna og um nokkurn tíma var hann einnig starfsmaður þeirra. Guðjón var ötull baráttumaður, fylginnsérogheill ístörfum. Síðustu árin helgaði hann krafta sína kjara- málum lífeyrisþega og hafði for- göngu um stofnun Sambands lífeyr- isþega ríkis og bæja árið 1980 og var formaöur sambandsins til dauða- dags. í því starfi kynntumst við sem yngri erum Guðjóni B. Baldvinssyni og fór þar ekki á milli mála hver Og þarna stóð ég í tvo tíma og lét spurningunum rigna yfir þenna ókunnuga mar.n. Ég átti líka oft eftir að leita svara við ýmsum ráðgátum lífsins hjá honum og oftast átti hann til fullnægjandi svör. Við systkinin tókum miklu ástfóstri við Andrés, hann varð okkar besti og tryggasti vinur til hinsta dags. Hann sýndi okkur endalausa þolinmæði og amaðist aldrei við að hafa okkur með sér í verkunum þó svo að við værum nánast hangandi í buxna- skálmunum hans svona fyrstu árin. Og hann hafði alltaf tíma til að tala við okkur. Hann agaði okkur líka þegar á þurfti að halda en þurfti hvorki jag né skammir til að ná árangri. Þegar börnin okkar komu til sögunnar varð hann líka besti vinur þeirra, fyrir þau söng hann líka og las og hlúði að eftir fremsta megni. Sem betur fer báru þau gæfu til að meta og endurgjalda vináttu hans. Eitt af því sem ég minnist með sérstakri ánægju frá þessum upp- vaxtarárum mínum og samveru við Andrés er þegar hann las upphátt fyrir okkur heimilisfólkið á dimmum vetrarkvöldum. Þá var oft vakað óhóflega lengi fram eftir því erfitt gat reynst að slíta sig frá spennandi söguþræðinum - Jónsvökudraumur, Á konungs náð, Ketill í Engihlíð og Ríki mannanna - þetta voru miklir doðrantar og miklar örlagasögur, eftir því sem mig minnir, og entust í ótal vökunætur. En efni sagnanna er ekki það sem endilega situr eftir í minningunni, heldur það milda og skemmtilega andrúmsloft sem myndaðist í kringum þennan lestur. í 17 ár vann Andrés foreldrum mínum, sr. Gunnari Jóhannessyni og Áslaugu Gunnlaugsdóttur, af einskærri trúmennsku. Þau kunnu líka vel að meta störf hans og litu alltaf á hann sem einn af fjölskyld- unni. Hann annaðist búskapinn af mikilli natni og fénaðurinn var alltaf afurðamikill og vel fram genginn í höndum hans. Sjálfur átti hann yfir- Ieitt þetta 10-12 ær á fóðrum og 1-2 hesta og hafði mikið yndi af að bregða sér á hestbak. Ég var lengst okkar systkinanna í foreldrahúsum og var mikið með Andrési í verkun- um. Hann kenndi mér að umgangast skepnurnar af ást og virðingu - hefði reyndar aldrei liðið mér annað. Hann kenndi mér að þekkja allar ærnar með nöfnum, þessar skepnur sem í fyrstu virtust allar eins, ef þær voru ekki eitthvað mislitar. Hann var líka afar fjárglöggur. Á haustin, þegar féð kom af fjalli, gat hann gengið um réttina innan um mörg þúsund fjár og tínt lömbin okkar úr án þess að líta á eyrnamarkið - hann þekkti á þeirn svipinn frá því um vorið. Og svona liðu árin eitt af öðru. Þetta voru góð ár. En árið 1965 urðu enn kaflaskipti. Þá lést faðir minn og við urðum að skila af okkur jörðinni handa næsta presti til ábúðar. Ég flutti ásamt móður minni til Reykja- víkur. Ýmsir bændur í sveitinni vildu fá Andrés til liðsinnis á búum sínum en hann vildi vera í nálægð við þá sem hann hafði lengst dvalið með um ævina. Hann var svo lán- samur að fá vinnu hjá Birni Eiríks- syni sem átti og rak krómverkstæði á Klapparstíg 18 í Reykjavík. Hús- næði og aðhlynningu fékk hann hjá Guðfinnu uppeldissystur sinni og manni hennar Hjalta Þórarinssyni að Háaleitisbraut 93 og þar átti hann heimili sitt alla tíð síðan. Hann taldi sig mikið lánsaman að fá að búa hjá henni Gunnu sinni, enda hefði hann ekki getað fengið betra atlæti. Þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu, uppeldissystkinin. Auðvitað voru það mikil viðbrigði fyrir Andrés að flytja á mölina, en hann var furðu fljótur að aðlagast breyttum aðstæðum og var mjög ánægður í vinnunni hjá Birni. Þar eignaðist hann líka ágætan vinnufé- laga, Kristin Vilhjálmsson, og héldu þeir alla tíð góðum kunningsskap. Og nú upplifði hann Iíka nýja og ánægjulegan flöt á tilverunni, þann að eiga 4ra-5 vikna frí á sumri „bara til að slæpast og leika sér!“ eins og hann sagði. Kristinn átti bíl og í fríunum fóru þeir félagar í nokkrar ferðir um landið sem veittu þeim mikla ánægju. En gigt og slit bundu enda á vinnugetu Andrésar allt of fljótt. Sjúkrasögu hans ætla ég ekki að rekja hér, það hefði ekki verið að hans skapi. Hann kvartaði aldrei, tók heilsubresti af jafnaðargeði eins og öðru og hélt sinni andlegu reisn fram til hins síðasta. Hann var aldrei ríkur af veraldleg- um auði hann Andrés minn. Hans æðsta takmark á vegum efnishyggj- unnar var að þurfa ekki að vera öðrum háður - geta alltaf borgað fyrir sig og eiga helst eitthvað auka- lega til að gleðja ástvini sína með. En hann átti auðlegð sem mölur og ryð fá ei grandað, hlýtt hjarta og stóra sál. Við systkinin, Lilla, Vala Stína, Svava og Jóhannes, og fjölskyldur okkar þökkum honum heils hugar samfylgdina og alla tryggðina við okkur og foreldra okkar meðan þeir lifðu. Guðfinna mín, þér verður seint þökkuð umhyggja þín og umönnun við Andrés. Við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Vertu kært kvaddur og Guði falinn, góði vinur. Vala Stína eldhugi var þar á ferð. Hann miðlaði reynslu og þekkingu og vann málstað sínum fylgi með rökum og ótrúlegri þrautseigju. Ég ætla ekki hér að rekja félags- málasögu Guðjóns B. Baldvinsson- ar, en hún tengist órjúfanlegum böndum sögu BSRB og reyndar 'baráttusögu íslensks launafólks. Þeir eru ófáir, bæði í okkar sam- tökum og annars staðar í þjóðfélag- inu, sem notið hafa góðs af verkum Guðjóns og það er verðugt verkefni fyrir hreyfingu íslensks launafólks að halda merki hans á lofti. Fyrir hönd BSRB votta ég minn- ingu Guðjóns B. Baldvinssonar virð- ingu og aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. Ogmundur Jónassun Happdrætti Blindrafélagsins Dregið 6. janúar Vinningsnúmer eru: 8344, 5187, 7822, 11927, 9165, 11131, 11204, 1175, 1699, 1723, 6266, 6492, 7114, 7494, 8794, 9826, 10048, 11270, 4012, 11816. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra. Hamrahlíð 17. Oddný Einarsdóttir Árnesi, Árneshreppi B. Baldvinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.