Tíminn - 12.01.1990, Page 15

Tíminn - 12.01.1990, Page 15
1 K \ Föstudagur 12. janúar 1990 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur - úrvalsdeild: TINDASTOLSSIGUR Frá Emi Þórarinssyni, fréttarítara Tímans í Skagafirði: Tindastóll sigraði Hauka í úrvals- deildinni fyrir norðan í gærkvöld 80-77 urðu lokatölurnar en í leikhléi var staðan 48-37 fyrir hcimamenn. Fyrri hálfleikur var jafn lengi vel en þegar 5 mín. voru eftir náðu Tindastólsmenn góðum leikkafla og náðu afgerandi forystu. Það var ekki síst fyrir ágætan leik Sturlu Örlygs- sonar sem skoraði 16 stig. Þá urðu Haukarnir fyrir því áfalli að Jonatan Bow fékk 4 villur á fyrstu 13 mín. leiksins og var þá kippt útaf og við það riðlaðist sóknarleikur Hauk- anna. Áhorfendur héldu í hléinu að/ aðeins yrði formsatriði fyrir heima- liðið að ljúka leiknum með öruggum sigri en annað kom á daginn. Fljót- lega í síðari hálfleik kom einn dapr- asti leikkafli sem undirritaður hefur séð til Tindastóls en þá skoraði liðið ekki körfu í 7 mínútur og á meðan unnu gestirnir upp forskotið og kom- ust tvö stig yfir. Þá byrjuðu skot Bo Heiden að rata í körfuna á ný og heimaliðið komst aftur yfir við mik- inn fögnuð áhorfenda. Haukarnir misstu Bow útaf með 5 villur um miðjan hálfleikinn og skömmu síðar fór Jón Arnar sömu leið. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi, heimaliðið hafði oftast 4-7 stig yfir en tókst aldrei að hrista mótherjana algerlega af sér og á síðustu mínútunni náðu þeir að saxa það á forskotið að þriggjastiga skot frá Pálmari hefði jafnað leikinn, skotið fór hinsvegar í hringinn og út þannig að heimamenn fögnuðu naumum sigri. Leikurinn var allan tímann mjög spennandi, í honum voru kaflar sem voru ágætlega leiknir af báðum lið- um en á milli sáust ótal mistök á báða bóga þar sem liðin glopruðu knettinum á víxl. I liði Hauka átti ívar Ásgrímsson ágætan leik jafnt í sókn og vörn sömu sögu er að segja um Henning og ívar Webster var drjúgur við að skora enda mjög heppinn með skotin sem sum virtust úr vonlausum færum. Hjá Tindastóli bar mest á Heiden, áður hefur verið minnst á Sturlu en oft hefur meira kveðið að Val. Stigin, Tindastóll: Bow 36. Sturla 18. Valur 10. Ólafur, Sverrir og Pétur 4 hver og Björn og Stefán 2 hvor. Haukar: Ivar Webster 22. ívar Ásgrímsson 21. Bow 10. Pálmar 9. Henning 7. Reynir 5 og Jón Arnar 3. Dómarar voru Kristján Möller og Jón Bender og áttu þeir ágætan dag því leikurinn var harður og ekkert gefið eftir af hvorugu liði. Ö Þ. Bo Heiden og félagar í Tindastól lögðu Hauka að velli á Sauðárkróki í gærkvöld 80-77. Á myndinni að ofan reynir Jonathan Bow verja skot Heidens í fyrri leik liðanna í Hafnarfirði. Tímamynd Pjetur. Blak: Tveir ósigrar í röð hjá Víkingsstúlkum Um síðustu helgi fóru fram 5 leikir í íslandsmótinu í 1. deild karla og kvenna í blaki. Á föstudagskvöld sigraði KA Víking 3-2 á Akureyri 16-14, 9-15, 15-13, 10-15 og 15-8. Á laugardag sigraði KA lið HK í karla og kvennaflokki 3-0 á Akureyri. 15-3, 15-5 og 15-11 í karlaflokki og 15-6, 15-12 og 15-3 í kvennaflokki. Þessum leikjum hafa þegar verið gerð skil. Sama dag fóru fram tveir í Nes- kaupstað. Þróttur sigraði Víking 3-2 í kvennaflokki, en heimamenn töp- uðu 3-2 fyrir HSK í karlaflokki. HSK nálgast úrslit HSK sigraði Þrótt Nes. fyrir aust- an 3-2, 15-7, 13-15, 9-15, 15-7 og 15-13. Þessi leikur var mjög jafn og spennandi, Þróttur komst í 2-1 en þá tóku HSK-menn sig saman í andlit- inu og unnu tvær næstu hrinur. Næsta hrina var jöfn og spennandi og annað liðið aldrei langt á undan. HSK-liðið átti allt góðan dag. Sömu sögu má segja um Þrótt en það var þó vængbrotið þar sem þeirra jafn- besti maður í vetur, ívar Sæmunds- son var fjarverandi vegna meiðsla. Marteinn Guðgeirsson var aftur kominn í uppspilið og skilaði sínu vel. Ólafur Viggósson átti einnig góðan dag. Með þessum sigri jók HSK möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina. Þeir eru jafnir Þrótti Reykjavík í 3.-4. sæti með 8 stig eftir 9 leiki, en helst eru það HK menn sem ógna þeim. Með tapi í þessum leik á Þróttur Nes. aðeins fræðilega möguleika á að komast í úrslit. Tvö töp hjá Víkingi Þróttur Nes. sigraði Víking 3-2 17-15, 6-15, 15-10, 11-15 og 17-16 í kvennaflokki. Liðin skiptust á að vinna hrinur og að lokum var það Þróttur sem hafði betur. Síðasta hrinan var Mjög jöfn en Þróttur var þá alltaf feti á undan. Hjá Þrótti voru hættulegastar Jóna Harpa Viggósdóttir og Petra Jónsdóttir. Víkingur hefur oft spilað betur en uppspilari þeirra, Sigrún Sverris- dóttir gat ekki spilað með. Þetta var annar tapleikur Víkings í jafn mörg- um leikjum, en eins og áður sagði töpuðu þær fyrir KA daginn áður. Þetta eru jafnframt fyrstu tapleikir Víkings í vetur. Liðið saknar greini- lega Birnu Hallsdóttur sem er farin til náms erlendis og verður hún ekki meira með í vetur. Þessi úrslit minnkuðu Iíkur Víkings á deildar- meistaratitli en liðið á þó eftir að keppa við UBK sem hefur aðeins tapað einum leik. Með sigri sínum á Víkingi skaust KA upp í annað sætið í deildinni og er nokkuð öruggt í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Staðan í deildinni er nú þannig: Karlar: ÍS 9 9 0 27- 7 18 KA 8 7 1 23- 6 14 Þróttur R. 9 4 5 16-19 8 HSK 9 4 5 16-19 8 HK 8 3 5 13-17 6 Þróttur N. 10 2 8 13-26 4 Fram 7 1 6 6-20 2 Kvenna: Víkingur 8 6 2 22-10 12 KA 8 6 2 20-10 12 UBK 6 5 1 16- 5 10 ÍS 8 5 3 20-12 10 Þróttur N. 10 4 6 16-23 8 Þróttur R. 7 1 6 3-19 2 HK 7 0 7 3-21 0 BL Tíminn 15 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!!þj Engin tólfa leit dagsins Ijós í fyrstu leikviku ís- lenskra getrauna um síðustu helgi. Þar að auki voru aðeins 5 aðilar með 11 rétta. Það voru óvænt úrslit í bikarleikjunum sem gerðu þetta að verkum. Skipting merkjanna á seðlinum 3-3-6 er óvenjuleg í meira lagi og þetta sá enginn fyrir. Nýr hópleikur „Vorleik- ur“ hófst um síðustu helgi. Hópamir BIGGI, F/X og SLETTBAKUR voru með 11 rétta. Með 10 rétta voru 6-0, TOSSARNIR, B.P. GRÍSHÓPUR, FÁLKAR og PAT. 32 hópar voru með 9 rétta, 52 með 8 rétta og 77 með 7 rétta. Aðrir höfðu minna. Alltaf fjölgar þeim tipp- umm sem nota tölvumar sínar við að tippa. Get- raunaforrit fyrir tippara fást gefins á skrifstofu Islenskra getrauna. Auk nýs hópleiks hófst ■ einnig nýr fjölmiðlaleikur. Árangurinn í fyrstu viku var mjög slakur eins og hjá mörgum öðrum. Stöð 2, RÚV og Bylgjan náðu 5 réttum, DV, Þjóðviljinn Dagur, Alþýðublaðið og Lukkulínan voru með 4 rétta, Morgunblaðið með 3 rétta og Tíminn var aðeins með 1 réttan sem verður að teljast nokkurt afrek út af fyrir sig. Það gengur bara betur næst. Fram, Fylkir og KR voru söluhæstu félögin í sfðustu viku með 10-13 þúsund raðir, en önnur félög á topp 10 listanum voru í réttri röð: Valur, ÍBK, Selfoss, KA, Víkingur, ÍA og UBK. Um helgina sýnir Ríkis- sjónvarpið leik Southamp- ton og Everton í beinni útsendingu og hefst leikur- ' inn kl. 15.00. En snúum okkur þá að leikjunum á seðli vikunnar, 2. leikvika og leikimir em í 1. og 2. deild ensku knatt- spymunnar. Sölukerfið lok- ar kl. 14.55 laugardag. Charlton-Aston Villa: 2 Aston Villa í öðru sæti 1. deildar lætur botnlið Charl- ton ekki stöðva sig frá að . komast hugsanlega á topp- inn þótt á útivelli sé. Coventry- Crystal Palace: x j Allt getur gerst í þessum I leik, bæði liðin em um 1 miðja deild og best að gera ráð fyrir að liðin skilj i jöfn. Manchester United- Derby: 2 Eftir áfallið í bikarkeppn- inni koma leikmenn ^ urrandi til leiks og heima- menn á Old Trafford fá ekki við neitt ráðið. í fyrra urðu úrslitin 0-2 þegar liðin mættust í Manchester. Nottingham Forest- Millwall: 1 Hér ætti að vera um örugg- an leik á seðlinum að ræða. Þorvaldur og félagar eru í miklum ham um þessar mundir og botnlið Millwall stenst þeim ekki snúning. QPR-Norwich: x Leikmenn Norwich verða að sætta sig við jafntefli í þessum leik, þótt þeir þurfi nauðsynlega á sigri að halda. En eins og allir vita þá eru heimamenn sterkir á Loftus Road það hafa mörg lið fengið að reyna. Southampton-Everton: x Jafntefli í sjónvarpsleikn- um! Allt getur þó gerst, i Southampton er í miklum ham um þessar mundir, sló Tottenham sem kunnugt er út úr bikarkeppninni. Everton liðið hefur verið á niðurleið, en getur leikið vel. í fyrra gerðu liðin jafn- tefli á The Dell og svo ]'• verður einnig nú. Tottenham- Manchester City: 1 Hér ætti lið Tottenham að eiga sigurinn vísan gegn botnliði City. Tottenham liðið er enn með í barátt- unni í toppi deildarinnar og getur nú einbeitt sér að deildinni úr því að bikarinn er úr sögunni. I Wimbledon-Arsenal: 2 Meistararnir sækja 3 stig til ! I Wimbledon en ekki veit ég 1| hvort sigurinn verður eins stór og í fyrra þegar Arsenal kom sá og sigraði 1-5. Ipswich- Sheflield United: 2 Sheffield liðið hefur átt dvínandi gengi að fagna í síðustu leikjum en rífur sig nú upp og vinnur baráttulið Ipswich á útivelli. Plymouth-West Ham: x Bæði þessi lið eiga undir högg að sækja þessa dagana og varla við miklu af þeim að búast. Ætli þau deili ekki með sér stigunum að þessu sinni og uni því bæði glöð við sitt. Swindon-Oldham: 1 Þessi tvö lið eru aftur á móti í góðum málum, hafa unnið hvern leikinn af öðrum upp á síðkastið. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar og stefna hærra. Heimavöllur- inn verður Swindon til happs og liðið nær að sigra og komast upp fyrir Oldham. BL FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR13. JAN. ’90 J m Z > o Z z S P z z -5 -I > 8 2 I DAGUR I RÍKISLITVARPIÐ I BYLGJAN C4 8 t/> s □ m I n. < MIÐLUN SAMTALS 1 X 2 Charlton - Aston Villa 2 2 2 2 2 1 2 X 2 2 1 1 8 Coventry - C. Palace 1 1 X 1 1 X 1 1 1 1 8 2 0 Man. Utd. - Derby 1 1 2 X 1 2 1 i 1 X 6 2 2 Nott. For. - Millwall 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 10 0 0 Q.P.R.-Norwich 1 1 X 2 2 X X i 1 X 4 4 2 Southampton - Everton 1 X X 2 1 2 1 X 1 1 5 3 2 Tottenham - Man. City 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Wimbledon - Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 9 Blackburn - Leeds X 2 2 2 2 2 x! 1 2 2 1 2 7 Ipswich - Sheff. Utd. X 1 2 X 2 X x X 1 X 2 6 2 Plymouth - West Ham 2 2 X X 2 2 2 X X 1 1 4 5 Swindon - Oldham X 1 1 1 X X 1 1 1 1 7 3 0 x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.