Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. janúar 1989 Tilkynning um nýtt útboð spariskírteina ríkissjóðs Miðvikudagurinn 10. janúar er fyrsti söludagur á nýjum flokki spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.D 1990. Utgáfan er byggð á heimild í lánsfjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Um er að ræða eftirfarandi flokk spariskírteina: Flokkur Lánstími Innlausnardagur Raunvextir á ári Útboðs- fjárhæð l.fl.D 1990 5 ár 10. febrúar 1995 6,0% Innan ramma lánsfjárlaga Kjör þessa flokks eru í meginatriðum þessi: a) Raunvextir eru 6,0% á ári og reiknast frá og með 10. janúar 1990. Vextirnir eru fastir allan lánstímann. Grunnvísitala er lánskjaravísitala janúarmánaðar 1990, þ.e. 2771. b) Lánstími skírteinanna er 5 ár en að þeim tíma liðnum getur eigandi fengið andvirði þeirra útborgað ásamt auglýstum verð- bótum, vöxtum og vaxtavöxtum og fylgir því enginn kostnaður. c) Skírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs, sem eru skráð á þinginu, og tryggir hann að spariskírteini ríkissjóðs séu alltaf seljanleg á verði sem ákvarðast á Verðbréfaþinginu. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki undir neinum kringumstæðum til skattlagningar á höfuðstól og vaxta- og verðbótatekjur af skírteinum hjá fólki utan atvinnurekstrar. Samkvæmt nýsamþykktri breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt er mönnum heimilt að draga frá eignum sínum markaðsverðbréf sem gefin eru út af ríkissjóði, m.a. spariskírteini og ríkisvíxla, enda séu eignir þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Spariskírteinin skulu skráð á nafn og eru þau framtalsskyld. Sölu á 2.A.A 1989, Tuttugutíu, verður haldið áfram fyrst um sinn. Kjör þess flokks eru í meginatriðum þessi: c) Binditími skírteinanna er 10 ár en að þeim tíma liðnum er eiganda með Iöglegri handhöfn í sjálfsvald sett hvenær hann fær skírteini innleyst ásamt auglýstum verðbótum, vöxtum og vaxta- vöxtum og því fylgir enginn aukakostnaður. a) Nafnvextir eru 5% á ári og reiknast frá og með 10. október 1989. Vextirnir eru fastir allan lánstímann. Grunnvísitala er lánskjaravísitala októbermánaðar 1989, þ.e. 2640. d) Gjalddagi er einn á ári að binditíma loknum. Ef eigandi segir skírteininu ekki upp getur lánstíminn lengst verið 20 ár, þ.e. til 15. janúar 2010. b) Fyrst um sinn er þessi flokkur spariskírteina boðinn almenn- ingi með þeim kjörum að raunávöxtun er 6,0% á ári fyrstu 10 e) Skírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1000.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást 'í Seðlabanka Islands, í bönkum og sparisjóðum um land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum. Einnig er hægt að panta þau í síma 91-699600, greiða með C-gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS Tíminn 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.