Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 2
10 W HELGIN Laugardagur 13. janúar 1989 Suðurnesjamenn UPPLYSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, EES verður haldinn á vegum UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS þann 15. jan. kl. 21.00 í GLAUMBERGI, KEFLAVÍK Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hefur framsögu og mun ásamt embættismönnum utanríkis- ráöuneytisins svara fyrirspurnum um viðræður Fríverzl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. Utanríkisráðuneytið MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskóla- náms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1990-91. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 10. janúar 1990. REYKVÍSKUR RÓMEÓ og lausu, sem þessi ungu brúðhjón áttu, þegar þau byrjuðu búskapinn og síðar á æfinni erfðu þau stórfé. í eina sæng Ekki er annars getið en allt færi vel á með þeim Halldóru og Guð- mundi eftir að þau voru komin í eina sæng og að ástir þeirra hafi haldist, meðan báðum entist líf. Guðmundur varð sýslumaður Húnvetninga og eins og áður getur klausturhaldari á Þingeyrum, og þar var heimili þeirra. Hann var maður mikils metinn og eins og um hann segir á einum stað „mörgum mönn- um hugljúfur," röggsamur embættis- maður, vitur höfðingi, lærður og guðhræddur, örlátur og veitingasam- ur, en hélst þó vel á auði sínum. Til dæmis um göfuglyndi Guðmundar er þess getið að hann gaf tvær jarðir, Hamar og Ás í Svínavatnshreppi, til uppeldis fátækum í Húnavatnssýslu. Þegar kjósa skyldi lögmann árið 1639, voru margir sem óskuðu þess að Guðmundur Hákonarson tæki þá upphefð að sér. Svo varð þó ekki og varð Magnús lögmaður Björnsson fyrir valinu. Þegar Guðmundur tók að eldast, varð hann mjög feitur. Er til sögn um það að einn manna hans hafi verið svo sterkur og þrekmikill að hann hafi borið Guðmund upp örðuga brekku í túninu á Þingeyrum og sýslumaður gefið honum 1 hundr- að fyrir aflraun þessa. Hann þraut heilsa þegar hann eltist, líklega mest vegna offitu, og þremur árum áður en hann dó sleppti hann Húnavatns- sýslu, en hélt klaustrinu til dauða- dags. Hann dó á Þingeyrum 21. maí 1659, og mun Halldóra hafa lifað mann sinn nokkur ár. Oskabörnin Þótt þessi rómantíska saga hafi nú verið til lykta leidd á farsælan hátt, lengjum við hann þó nokkuð með því að segja hér frá börnum þeirra hjóna. Þau Halldóra og Guðmundur eignuðust aðeins tvö börn, óskabörnin, son og dóttur. Sonur þeirra var Þorkell sýslumaður, mesti sæmdarmaður. Hann fékk Þingeyra- klaustur eftir föður sinn og þá Húna- vatnssýslu, en hann dó ungur, aðeins 35 ára. Einkadóttir þeirra hét Helga og verður nú sagt af henni. Eflaust hefur Helga verið glæsileg kona og kvenkostur góður, enda fengið gott uppeldi og af ríkum og göfugum ættum komin. Það kom líka í ljós síðar, þegar út í hjóna- bandið var komið, að hún reyndist skörungur og stoð manni sínum, þegar örðugleikar og vandræði steðj- uðu að honum. Helga hefur fengið marga biðla, ef að líkum lætur, þótt sögur greini ekki frá nema einum þeirra, en sá var Gísli, sonur Þorláks biskups. Hann brá sér að Þingeyr- um, þegar hann kom úr utanlands- ferð 1653 og bar upp bónorð sitt, en fékk hryggbrot. Það var ekki af því að þarna væri ekki nóg ættgöfgi eða metorð til staðar er ráðahagnum var synjað, þar sem um sjálfan biskups- soninn var að ræða. Heldur var það hitt, þótt kynlegt megi þykja, að efni biðilsins þóttu ekki nóg. Sagt er að hann hafi tekið sér það mjög nærri að vera neitað um heima- sætuna og hafi því ekki viljað þiggja neitt um morguninn, þegar hann ætlaði frá Þingeyrum. Á þessum tímum var það alsiða að færa meiri háttar mönnum bikar af víni og drekka með þeim hestaskál, um leið og þeir stigu á bak og hugðust ríða úr hlaði. Svo var þessu sinni. En þegar Gísla var réttur bikarinn á Þingeyrahlaði, tók hann við honum, en saup ekki á. Þess í stað þeytti hann bikarnum í hlaðið og kvað um leið: Ari í ögri og Kristín, kona hans, dóttir Guobrandar biskups. Ekki var Ari ætíð svo guðrækilegur í háttum, eins og grimmdarleg framganga hans í Spánverjavíg- unum 1615 ber vitni um. „Samt er eg glaður í geði, þótt góð mérþykist fljóðin, ráði sú rík er af auði, rétt er að iðrist eftir; guð hefur gnægð afgóðu gleð eg mig æ þar meður, oss mun auðið að bíða, annars jafn góðs svanna." Og svo reið hann leiðar sinnar. „Oskarpur og einfaldur" Það er eins og Gísli hafi orðið sannspár, þegar hann í gremju sinni orti vísuna á Þingeyrahlaði, því síðar kom það fram að Helga átti í ýmsu mótdrægt í hjónabandi sínu. Hana hefur þá máske iðrað þess að hafa ekki tekið Gísla. En vel má vera að Halldóra, móðir hennar, hafi ráðið hér mestu um. Tveimur árum síðar giftist Helga Birni Magnússyni, sem varð sýslu- maður í Húnavatnssýslu eftir dauða Þorkels bróður hennar. Stóð brúð- kaupið á Þingeyrum. Björn var sonur Magnúsar lög- manns Björnssonar, og hafði lög- maður beðið Helgu til handa syni sínum, eða hún gifst Birni fyrir „tilstilli" lögmanns. Auður var mikill í garði hins unga sýslumanns, en minna af hinum andlegu fjársjóðum, því um hann var sagt að hann væri „hvorki skarpvitur né námgjarn" og á öðrum stað að „hann væri enginn skörungur að dugnaði og fram- kvæmd ... óskarpur og einfaldur." Þó hélt hann um tíma bæði Þingeyra- klaustur og Munkaþverárklaustur, Húnavatnssýslu og Vaðlasýslu (þ.e. Eyjafjarðarsýslu). Genguhonum öll embættisverk heldur bögulega og var hann um síðir sviptur öllum metorðum fyrir skuldir og vegna óreiðu. „Ekki líkar herranumenn..." Landfógeti, Johannes Klein, dró fjöður yfir misfellur í embættis- rekstri Björns sýslumanns, en það gerði eftirmaður hans, Christofer Heidemann, aftur á móti ekki. Eftir Alþingi 1684 reið Heide- mann norður til Hóla að sitja þar prestastefnu. Þaðan brá hann sér svo í Eyjafjörð að finna Björn sýslumann á Munkaþverá og hafði með sér „hina skynsömustu menn", sem votta áttu hirðuleysi Björns og umgengni um þær jarðir sem hann hélt, en að Munkaþverá voru bygg- ingar sagðar að falli komnar undir umsjá hans. Húsbændurnir tóku fógeta með mestu virktum og var hann að sjálf- sögðu leiddur í stofu í sjálfu klaustr- inu. Þar hóf hann ádeilu sína á Björn sýslumann. Þetta varð til þess að Björn lét bera fyrir Heidemann stóra silfurkönnu, ef vera kynni að hann girntist hana og yrði þá vægari í aðfinnslum og kröfum. Augljóslega hefur fógetanum ekki þótt kannan nógu mikill gripur, til þess að hann léti hana mýkja skap sitt, því hann gerðist nú enn harðari í aðfinnslum. Brá Björn þá á það ráð að láta tíu ríkisdali í könnuna, en ekkert dugði. Þegar hann svo lét aðra tíu ríkisdali í könnuna er sagt að Heidemann hafi lyft lokinu og litið niður í hana, en ekki verið ánægður enn. Þá gekk Björn til Helgu konu sinnar og sagði: „Ekki líkar herranum ennþá, Helga mín!" En auðvitað voru það hennar ráð að svona var farið að. Svo laumaði Björn sýslumaður ennþá tíu dölum í könnuna og þá hætti fógeti og var ánægður. Silfurkanna þessi hefur svo án vafa verið reidd suður að Bessastöð- um og síðan siglt sinn sjó suður að Ermarsundi, eins og svo margir góðir gripir héðan fyrr á öldum. Ekki var vægð fógeta samt meiri við Björn en svo að hann lét í þessari ferð dæma hann bæði frá sýslu og klaustri. Enn af Helgu og Birni Ekki er vafa bundið að Helga Guðmundsdóttir hefur bæði verið húsfreyjan og húsbóndinn á Munka- þverá. Víst er að hún hélt vel utan að fé sínu, þannig að hinn mikli auður hennar var allur óeyddur, þrátt fyrir óreiðu og basl manns hennar. Börn hennar fengu því stórfé í arf eftir móður sína. Sagt er að eignir sýslumanns hafi á tímabili talist svo miklar að þær hafi numið 16 hundruðum hundruða, þegar hag- ur hans var í mestum blóma. Björn fór oft utan í málaferlum sínum og dvaldi að síðustu fjögur ár í Kaupmannahöfn. Þangað frétti hann um giftingu Halldóru dóttur sinnar, sem á árinu 1695 hafði gengið að eiga séra Ólaf Stefánsson í Valla- nesi. Þá var Björn orðinn ekkill fyrir sjö árum. Vorið 1696 bjó hann sig til Islandsferðar með Austfjarðaskipi og ætlaði til dóttur sinnar í Vallanesi. En í þessari ferð tók hann sótt í hafi, þegar skammt var til lands, og dó um það bil er fyrst varð landsýn. Var líkið flutt að Vallanesi og j arðað þar. Ólánsmaður Einkasonur Helgu og Björns á Munkaþverá hét Guðbrandur og hefur hann efalaust borið nafn hins mikla forföður síns, herra Guð- brands biskups. Hann var piltur vel gefinn, en óreglusamur og varð ógæfumaður. Hann fór til Kaup- mannahafnar og gekk þar í herþjón- ustu og var í henni í þrjú og hálft ár. Þá kom hann heim á ný og lét lesa vitnisburði sína í Lögréttunni á Al- þingi 1689. Síðar sóaði hann öllum eignum sínum og lenti á vonarvöl, þannig að árið 1711 var hann dæmd- ur á framfæri Öngulsstaðahrepps, en þar var hann fæddur. En dætur þeirra Helgu og Björns, sem hétu Kristín og Halldóra, giftust mætum mönnum, og eru miklar ættir ffcá þeim komnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.